Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ1997 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans, flutti fyrr í vikunni erindi á morgunverðarfundi hjá Versl- unarráði íslands, þar sem hann fjallaði um lífeyrissjóða- kerfið og hvaða áhrif það gæti haft á æviréttindi lífeyr- issjóðsfélaga, ef skipt væri um lífeyrissjóðskerfi. Athyglisverðir útreikningar koma fram í máli Gylfa, sam- kvæmt frásögn hér í blaðinu þann 1. maí, þar sem hann lýsir því m.a. að hálffimmtug- ur maður sem hefur greitt í lífeyrissjóð á almennum mark- aði frá stofnsetningu kerfisins gæti glatað 20% ævilífeyris- réttinda, ef skipt væri um kerfi. Engin ástæða er til þess Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. að vefengja þær reikningslegu niðurstöður sem Gylfi kemst að fyrr en sýnt er fram á ann- að með rökum. Á hinn bóginn er vert að gaumgæfa þær for- sendur sem hann virðist byggja á. Ein meginforsendan virðist vera sú, að kröfur séu uppi um að skipt sé úr sameignar- sjóðakerfi yfir í séreignar- sjóðakerfi. Þetta er rangt. Ohætt er að fullyrða, að víð- tæk samstaða er um að sam- eignarsjóðakerfið sé og verði grunnurinn í lífeyrissjóðakerfi landsmanna. Jafnvel þeir, sem hingað til hafa eingöngu greitt í séreignarsjóði hafa ekki haft uppi hörð mótmæli gegn því að greiða af einhverjum hluta launa sinna í sameignarsjóði. Ágreiningurinn hefur verið um hve mikið. Lítill sem eng- inn ágreiningur er um skyldu- aðild launþega að sameignar- sjóði. Umræðurnar að undan- förnu hafa snúist um að fjölga valkostum í lífeyrissparnaði, en ekki að leggja til atlögu við sameignarlífeyrissjóði landsmanna. Engin spurning er um, að þeir hafa gefizt vel og þess vegna óþarfi fyrir tals- menn þeirra að leggjast í vörn. Það er enginn að ráðast gegn sameignarsjóðakerfinu. Þvert á móti snúast umræðurnar um að auka fjölbreytni í lífeyris- sparnaði. Talsmenn helztu sameignarsjóða hafa tekið undir þau sjónarmið og lýst í verki vilja til þess að fjölga valkostum með því að sækja um leyfi hjá fjármálaráðu- neytinu til þess að byggja upp séreignardeildir. Morgunblað- ið hefur tekið undir þær kröfur en jafnframt bent á, að með sama hætti ætti öðrum að vera heimilt að setja upp sameign- arsjóði, þannig að samkeppnin væri á jafnréttisgrundvelli. í umsögn sinni til Alþingis taka Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband ís- lands undir þau sjónarmið, að auka eigi fjölbreytni í lífeyris- sparnaði. Útreikningar Gylfa Arnbjörnssonar eru allrar at- hygli verðir en það er bara enginn að tala um að skipta um kerfi. HYER TALAR UM AÐ SKIPTA UM KERFI? í XXIII KAP. • Brennu-Njáls sögu segir frá því þeg- ar Gunnar reið í Dali vestur. Hann er i gervi Kaupa-Heðins, þeirr- ar sérkennilegu per- sónu. Gunnar skiptir um gervi þarna í miðri sögu einsog Gísli Súrsson þegar hann leikur Ingjalds- fíflið í sinni sögu. Þetta orðatil- tæki, „hann Heðinn", minnir á hvernig einatt er komizt að orði í Sturlungu, og þá ekki sízt íslend- inga sögu Sturlu Þórðarsonar. Síðan segir frá samtali þeirra Gunnars og Hrúts. Þá segir frá því þegar þeir Heðinn tóku vopn sín og þeir gengu til hesta sinna og riðu yfir ána og fram Hjarðarholts megin,“ þar til er þraut dalinn, ok eru þar í fjöllunum millum ok Haukadals ok kómu ser þar er eigi mátti finna þá, fyrr en riðið væri að þeim“. í handritum vantar ok í textann og segir það hve gloppótt þau eru. Afskrifarar unnu þrekvirki, en samt voru þeir olnbogabörn íslenzkrar sagnaritunar og alls ekki alltaf á þá að treysta. Þeir breyttu texta að vild. Prentvillur gátu jafnvel skipt sköpum einsog í erindi Björns Breiðvíkingakappa um ástir þeirra Þuríðar, en þar verður gulsviðar að gullsviðar sem eyðileggur und- urfagra mynd vísunnar. Að fyrmefndri lýsingu lokinni snýr Njálu-höfundur sér að draumi sem Höskuld dreymdi á Höskulds- stöðum og var kjarni hans sá, að hann þóttist sjá bjarndýr mikið ganga úr húsunum og fannst eigi þessa dýrs maki og fylgdu því hún- ar tveir en dýrið stefndi til Hrúts- staða og gekk þar inní húsin. Þessi lýsing minnir á drauminn um viðbjörn, þ.e. Þorgils skarða, í Sturlungu. Höskuldur fer til Hrútsstaða þeg- ar hann vaknar og vekur Hrút þar- sem hann liggur í lokrekkju sinni, en þá eru Gunnar og fylgdarmenn hans á Bák og burt. Þeir leita nú Heðins, segir sagan, og er hann allur í brautu. Síðan safna þeir liði og leita þeirra þijá daga og finna ekki. En Gunnar reið suður af fjall- inu til Haukadals og fyrir austan Skarð og norður til Holtavörðuheið- ar og léttu eigi fyrren heim kom. Þó að minn gamli, góði kennari, Einar Olafur Sveinsson, telji í formála sínum fyrir Brennu-Njáls sögu Hins íslenzka fom- ritafélags að stað- háttalýsingar í Breiðafirði séu sam- kvæmt venjum héraðsins, „og bend- ir það á meiri þekkingu en stað- fræðin gerir annars", þá lízt honum ekki á orðalagið „í fjöllunum mill- um“ Laxárdalsbotns og Haukadals. Einar telur að höfundur geri sér ekki heldur grein fyrir vegalengd- inni frá Staðarfelli út í Bjarnareyjar og hafa menn síðan talið að þessi staðfræði dragi úr líkum þess að höfundur sé kunnugur í Dölum vestur og hafa ýmsir tekið upp eft- ir öðrum. Ég fór vestur í Dali sumarið ’87 til að kanna málið betur. Var í fylgd fróðasta manns sýslunnar um sögu og staðhætti, Péturs Þorsteinssonar sýslumanns sem setti mig inní sögu og umhverfi, fór með okkur um héraðið, m.a. að Staðarhóli og var ógleymanlegt að standa á hlaði Sturlu Þórðarsonar og skyggnast um. En eftirminnilegust var þó lýsing sýslumanns á orðatiltækinu „í íjöll- unum“. Hann taldi að þetta orðalag sýndi ekki vanþekkingu á staðhátt- um, heldur þvert á móti og enginn nema þaulkunnugur Dalamaður hafi getað tekið svo til orða. „í fjöll- um“ sé langt úr alfaraleið og eng- inn vegur til þess ókunnugur maður hafí getað lýst leiðinni svo vel sem raun ber vitni. Þarna hafi Dalamað- ur verið á ferð. Sturla Þórðarson, segi ég. Áður en vikið er að þessu atriði aftur læt ég hugann hvarfla frá Staðarhóli í Staðarhólsdal sem stendur einsog á hóftungu í goð- sögulegu hóffari sveitarinnar, og þá er ekki úr vegi að geta nokk- urra atriða sem við sýslumaður drápum á í samtali okkar: Þorsteinn á Borg og Slurla Sig- hvatsson segja báðir að ekki sé mark að draumum. Annar í Gunn- laugs sögu, hinn í Islendinga sögu. Augljóst er að Höskuldur hefur sett Melkorku niður á Hrútsstöðum, næsta bæ framan við Höskulds- staði. Það veit Hallgerður að sjálf- sögðu og vill því ekki vera hornkerl- ing einsog Melkorka, þ.e. fylgikona Höskulds, föður hennar Til slíkra kvenna þurfti ekki að taka það til- lit sem var stolti Hallgerðar sam- boðið. Hún flutti með sér austur yfir fjöllin arf sinn og ofnæmi. Og viðkvæmni. Frá Staðarfelli út í Litlu-Tungu eyjar eru um 12 km. En í sögunni er ekkert sagt um að róið hafi ver- ið frá Staðarfelli. Eins víst róið hafi verið frá Dagverðarnesi eða að Melum, en þaðan í Bjarney eru ekki nema 10 km. Sýslumaður sagði enginn vissi hvort höfundur hafi átt við Bjam- eyjar eða Bjarnareyjar og því allt í óvissu um vegalengdina. Sjálfur reri hann iðulega einn á báti frá Húsavík eystra inná Seyðisfjörð og flutti fisk milli þessara staða. Það hefur getað verið álíka langur róður eða nokkru styttri en talað er um í Njáls sögu. Um það veit þó enginn og allt á huldu, enda um skáldsögu að ræða þarsem örnefni lúta kröfum þess listræna markmiðs sem höf- undur stefnir að - og engu öðru. Sýslumaður sagði mér að hann hefði farið ríðandi „í fjöll“ og kæmi allt heim og saman einsog lýst er í Njálu. Dalurinn sem um getur er langt úr alfaraleið og engum kunn- ur nema þeim sem þar búa í næsta nágrenni. Hann er afbragðsfelu- staður; um það bil 5 km langur, grösugur og flatur og lokaður af fjöllum. Á Islandskortinu er hann nefndur Vatnsþverdalur, en suð- austan við hann er Vatnsfjall. Við horfðum saman inní þennan dal. Það var eftirminnilegt. Sýslumaður sá ofan í dalinn milli Bjarnarfells og Svínafells norðan og austan við dalinn og sagði það væri rétt lýsing þegar sagt er „þraut dalinn", enda er hann lokað- ur að austan. Vatnsþverdalur liggur sunnan Laxárdalsháls, milli Hauka- dals og Laxárdals, en um hann rennur Þverá. Þar er góður felu- staður fyrir sveit ríðandi manna. Allt er þetta með ólíkindum og eftirminnilegt. Enn ein staðfesting þess að höfundar Njáls sögu skuli leitað í þessu fagra héraði sem virð- ist vera eins konar vagga íslenzkrar sagnaritunar. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Tony blair, hinn nýi forsætisráðherra Breta, gaf athyglisverða yfir- lýsingu í kosningabar- áttunni í Bretlandi fyrir nokkrum vikum. Hann lýsti því sérstaklega yf- ir, að Verkamanna- flokkurinn eða öllu heldur hinn nýi Verka- mannaflokkur, eins og hann kemst alltaf að orði, mundi ekki gera neinar ráðstafan- ir til þess að hverfa frá þeim umbótum, sem íhaldsflokkurinn hefði beitt sér fyrir á síðustu 18 árum. Þetta þótti merkileg yfirlýsing í Ijósi þess, að flokkur Blairs hafði barizt gegn nánast öllum þessum umbótum af mikilli hörku. En um leið við- urkenning á því, að íhaldsflokkurinn hefði haft rétt fyrir sér. Eitt fyrsta baráttumál Margrétar Thatc- her, þegar hún tók við völdum árið 1979, var að brjóta á bak aftur þau heljartök, sem verkalýðshreyfingin hafði á brezku samfélagi almennt og atvinnulífinu sér- staklega. Verkföll voru tíð í Bretlandi. Fyrirtækin gátu ekki tekið upp tækninýj- ungar til þess að efla samkeppnisstöðu sína vegna andstöðu verkalýðsfélaganna. Ef verkfall var í einni atvinnugrein eða fyrirtæki mátti búast við samúðarverkfalli í allt annarri atvinnugrein, sem var ekki í neinum tengslum við þá fyrri o.sv.frv. Um baráttuna fyrir breytingum á þessu kerfí fjallar Thatcher ítarlega í fyrra bindi ævisögu sinnar, sem út kom fyrir fjórum árum. Hún lýsir því, hvernig verkföll hafi hijáð atvinnulífið ekki sízt síðustu misser- in áður en hún tók við völdum. Kaupgjald hafi hækkað stöðugt en staða fyrirtækj- anna versnað að sama skapi. Ein grein atvinnulífsins hafi orðið að þola 10 vikna verkfall og við lok þess samþykkt launa- hækkun, sem var langt umfram getu fyrir- tækjanna og vegna miðstýringar í samn- ingagerð hafi þær kauphækkanir breiðst út til annarra atvinnugreina. í þessari til- teknu atvinnugrein hafi forgangsréttur félagsmanna í viðkomandi verkalýðsfélög- um til vinnu verið ótvíræður. Vald verka- lýðsfélaganna yfir félagsmönnum sínum hafi verið algjört. Þeir starfsmenn fyrir- tækja, sem hafí verið mótfallnir verkfalli hafi orðið að þola hótanir um brottrekstur úr félaginu, sem jafngilti atvinnumissi vegna forgangsréttarins. Sumir atvinnu- rekendur, sem hafi viljað tryggja sér þægi- legt líf, hafí verið hlynntir forgangsréttin- um. í bók Thatcher kemur fram, að hún hafi ekki aðeins þurft að standa í stríði við verkalýðsfélögin til þess að tryggja umbætur á þessu sviði. Hún hafi líka þurft að takast á við atvinnurekendur, sem hafi ekki talið ráðlegt að ganga of hart fram í umbótum. Innan íhaldsflokksins og ríkis- stjórnarinnar hafi líka verið áhrifamenn, sem hafi talið skynsamlegt að fara hægt í sakirnar. Hún lýsir sumum samstarfs- manna sinna sem pólitískum reiknimeist- urum, sem hafi talið sjálfum sér trú um, að róttækar umbætur í brezku þjóðfélagi væru óframkvæmanlegar. En um leið hafi það orðið markmið þessara sömu manna að koma í veg fyrir slíkar umbætur vegna þess, að næðu þær fram að ganga væru þær staðfesting á því, að þeir sjálfir hefðu haft rangt fyrir sér. Margrét Thatcher segir, að forgangs- réttur félagsmanna í verkalýðsfélögum til vinnu hafi verið lykilatriði í því að fá verka- fólk í Bretlandi til að taka þátt í verkföll- um. Brottrekstur úr verkalýðsfélagi þýddi nefnilega atvinnumissi. Það var ekki bara atvinnurekandinn, sem gat sagt starfs- manni upp vinnu. Það voru ekki síður for- ystumenn verkalýðsfélaga með því að reka fólk úr félögunum, ef það hlýddi ekki fyrir- mælum þeirra. Einn helzti þáttur í þeim umbótum, sem Thatcher beitti sér fyrir á vinnulöggjöfinni í Bretlandi var einmitt sá að afnema eða draga verulega úr forgangsrétti félags- manna í verkalýðsfélögum til atvinnu og jafnframt að takmarka mjög heimildir verkalýðsfélaga til þess að fara í samúðar- verkföll. Verkalýðsfélögin í Bretlandi hafa ekki verið svipur hjá sjón eftir að Margrét Thatcher braut ofurvald þeirra á bak aft- ur. Raunar höfðu þau ekki aðeins haldið Bretlandi í heljargreipum. Þau höfðu slíkt tangarhald á Verkamannaflokknum, að forystumenn hans gátu sig hvergi hreyft. Það er ekki ólíklegt að það hafi verið ein meginforsendan fyrir þeirri stefnubreyt- ingu, sem orðið hefur hjá Verkamanna- flokknum á síðustu árum, að Thatcher var búin að setja verkalýðsfélögin þar í landi á ákveðinn bás. Án þess er ólíklegt, að Blair og forverar hans hefðu náð þeim árangri í breytingum á stefnu flokksins, sem átti mestan þátt í sigri Verkamanna- flokksins nú. Og þá fer að verða skiljanleg sú afstaða Blairs að hafa engan áhuga á því að hverfa frá þeim breytingum, sem Thatcher gerði á vinnulöggjöfinni. Forgangs- réttur - einkaréttur VERKALYÐSFE- lagið Fram á Seyð- isfirði hélt upp á 100 ára afmæli sitt 1. maí sl. Þar kom fram, að eitt helzta baráttumál þess í upphafi hefði verið for- gangsréttur félagsmanna að atvinnu, sem þeir fengu framgengt fyrir einni öld. Nú er það svo, að félagsmenn í launþegafélög- um hafa yfirleitt forgangsrétt að vinnu hér á íslandi og í sumum tilvikum er um beinan einkarétt að ræða. Að vísu er erf- itt að sjá að mikill munur sé á forgangs- rétti og einkarétti. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hef- ur tryggt félagsmönnum sínum einkarétt á þeirri vinnu, sem heyrir undir starfssvið félagsins. í þessum einkarétti felst, að um leið og einstaklingur- er ráðinn til slíkra starfa dregur vinnuveitandinn af launum hans félagsgjald til VR án þess að spyija launþegann, hvort hann vilji greiða slíkt gjald og að þremur mánuðum liðnum verð- ur hann sjálfkrafa félagsmaður í Verziun- armannafélaginu og hefur ekkert um það að segja sjálfur. Allt er þetta gert með samningum við vinnuveitendur. í sumum öðrum launþegafélögum heitir þetta fyrirkomulag forgangsréttur. Mun- urinn á forgangsrétti og einkarétti er sá, að um leið og einstaklingur er ráðinn til starfa á sviði, sem heyrir undir verkalýðs- félag, sem hefur samið um forgangsrétt félagsmanna sinna að vinnu, dregur vinnu- veitandinn frá launum hans félagsgjald til verkalýðsfélagsins. Hann verður hins veg- ar ekki sjálfkrafa fullgildur félagsmaður eins og í VR og nýtur þess vegna ekki réttinda á borð við þau að mega greiða atkvæði um hveijir stjórni því félagi, sem hann greiðir félagsgjald til. Á tímabili var það svo, að þessi for- gangsréttur verkalýðsfélaga náði einnig til atvinnuleysisbóta. Til þess að fá at- vinnuleysisbætur þurftu hinir atvinnulausu að vera félagsmenn í einhveiju verkalýðs- félagi og féiagsgjöldin voru jafnvel dregin af atvinnuleysisbótunumi! Þessu hefur nú verið breytt enda reginhneyksli. Þótt ákveðin rök hafi verið fyrir því fyrir 100 árum, þegar Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði var stofnað, að semja um forgangsrétt félagsmanna að vinnu eru engin rök fyrir því í dag. Viðhorf hafa gjörbreytzt. Við búum í allt öðru þjóðfé- lagi en fyrir einni öld. Réttindi launþega hafa fyrir löngu verið tryggð með svo af- gerandi hætti, að fyrirkomulag á borð við forgangsrétt og einkarétt að atvinnu á grundvelli félagsaðildar jaðrar við brot á almennum mannréttindum. í raun og veru hafa þessi samningsákvæði snúizt upp í andhverfu sína. í skjóli þessara samningsákvæða - þetta eru ekki lagaákvæði heldur hafa vinnuveitendur skrifað undir sjálfir - eru verkalýðsfélögin orðin eins konar einokun- arfyrirtæki. Þau hafa einokun á vinnu- markaðnum. Það getur nánast enginn fengið vinnu nema vera félagsmaður í ein- hveiju launþegafélagi. Og þessa einokun- araðstöðu hafa félögin notað til þess að byggja upp fjárhagslega voldugar valda- Laugardagur 3. maí miðstöðvar. Það sem hefur valdið því, að verkalýðsfélögin hafa verið í vörn á undan- förnum árum er hvorki skortur á starfs- fólki né fjármagni. Af hvoru tveggja hafa þau nóg. Verkalýðsfélögin hafa hins vegar staðnað vegna þess, að þau eru gersam- lega hugmyndasnauð. í hvert sinn, sem gerðar eru tillögur um breytingar á ein- hveiju því, sem snýr að verksviði þeirra bregðast þau hart við til þess að veija ríkj- andi ástand. Glöggt dæmi um þetta eru annars vegar þær breytingar, sem núver- andi ríkisstjórn beitti sér fyrir á vinnulögg- jöfinni og hins vegar þær umræður, sem að undanförnu hafa staðið um lífeyrismál. Engu má breyta. Hvað mundi gerast, ef þau sjálfsögðu mannréttindi yrðu tekin upp á íslandi að hver og einn þjóðfélagsþegn ætti rétt á vinnu án þess að vera í verkalýðsfélagi? Hvað mundi gerast, ef vinnuveitendum yrði bannað að draga af launum starfs- manna sinna félagsgjöld til verkalýðsfé- lagsins, sem þeir eru ekki einu sinni í en eru eins konar_ greiðsla fyrir réttinn til þess að vinna. I þeim tilvikum að starfs- maður verður ekki fullgildur félagsmaður er félagsgjaldið augljóslega greiðsla hans til einokunarfyrirtækis úti í bæ fyrir rétt- inn til þess að vinna! Hvað mundi gerast ef þessum sjálfsögðu umbótum yrði komið á? Það sem mundi gerast er auðvitað það, að viðkomandi launþegafélag mundi kepp- ast um að sannfæra viðkomandi einstakl- ing um, að félagsaðild hefði svo marga kosti fyrir hann sjálfan, að það væri ekk- ert vit í öðru en að gerast af fúsum og fijálsum vilja félagsmaður og greiða sín félagsgjöld. Það gæti líka gerzt, að það risi upp annað launþegafélag á sama sviði, sem mundi efna til samkeppni við það, sem fyrir væri og jafnvel bjóða betri kosti. í báðum tilvikum mundi launþeginn hagnast vegna þess að félögin mundu leggja gífur- lega áherzlu á að veita félagsmönnum sín- um sem bezta þjónustu til þess að tryggja félagsaðild þeirra. Það er líka hugsanlegt að hin hefð- bundnu verkalýðsfélög mundu standa frammi fyrir samkeppni úr nýrri átt. Fyrir- tækin gætu séð sér hag í því að bjóða starfsmönnum sínum svo góða kosti, ef þeir stæðu utan verkalýðsfélaga, að það gæti líka verið hagkvæmt fyrir starfs- manninn að huga að því. Starfsmannafélög gætu þróazt upp í að verða hagsmunafélög starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki. í öllum tilvikum mundi launþeginn standa með pálmann í höndunum. Hann nyti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta fengið vinnu án þess að vera í fé- lagi. Hann nyti þeirra réttinda að ákveða sjálfur, hvort hann vildi vera í félagi og í hvaða félagi. Hann nyti þeirra réttinda að geta sjálfur ráðstafað launum sínum og ákveðið hvort hann vildi vera í félagi og greiða þar félagsgjald. Réttur til vinnu án þess að vera í verka- iýðsfélagi. Réttur til þess að ákveða sjálfur ráðstöfun eigin fjármuna í stað þess, að vinnuveitendur og verkalýðsforysta geri það sameiginlega. Þetta eru sjálfsögð mannréttindi í dag. Forgangsréttur eða einkaréttur félagsmanna í verkalýðsfélög- um að vinnu á að heyra til liðinni tíð. Verkalýðsfélögin munu bregðast illa við hugmyndum sem þessum, alveg með sama hætti og einokunarfyrirtæki eða fyrirtæki, sem búið hafa við einokun á sínum sviðum hafa brugðizt illa við öllum tilraunum til þess að tryggja sjálfsagt frelsi á þeirra starfssviði. Nú ætlar Póstur og sími meira að segja í mál við Samkeppnisstofnun, sem hefur leyft sér að gera athugasemdir við vinnubrögð og starfshætti þessa einokun- arfyrirtækis! En alveg með sama hætti og Póstur og sími getur verið öflugt fyrirtæki, þótt það geri ekki tilraun til að drepa alla sam- keppni í fæðingu og alveg eins og Flugleið- ir geta blómstrað, þótt fyrirtækið reyni ekki að leggja undir sig alla ferðaþjónustu á Islandi, mundu verkalýðsfélögin lifa góðu lífi, þótt þau hefðu ekki lengur þá einokun á vinnumarkaðnum, sem þau njóta nú í A AUSTURVELLI Morgunblaðið/Golli skjóli vinnuveitenda. Þau hafa einfaldlega upp á svo margt að bjóða, að mikill meiri- hluti launþega mundi sjá sér hag í aðild að þeim. Munurinn væri hins vegar sá, að þeir væru félagsmenn af fúsum og fijálsum vilja. VERKALÝÐSFÉ- lögin hafa ekki að- eins tryggt sér ein- okun á íslenzka vinnumarkaðnum. í krafti þeirrar einokunar hafa þau - eins og fjöl- mörg önnur einokunarfyrirtæki - byggt upp voldugt sjóðaveldi. Með samningum við vinnuveitendur hafa félögin tryggt sér helmingsyfirráð yfir lífeyrissjóðunum, sem eru að verða mesta fjármálaveldi á ís- landi. Bankar og einstök stórfyrirtæki eru að verða eins og dvergar samanborið við lífeyrissjóðina. Og að sjálfsögðu mega hvorki vinnuveitendur né verkalýðsfélög heyra á það minnzt að sjóðfélagar sjálfir ákveði hveijir fari með íjármuni þeirra. Til viðbótar við lífeyrissjóðina hafa ein- stök verkalýðsfélög byggt upp gífurlega sterka fjárhagsstöðu. Fyrir skömmu var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu að Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur hefði skilað um 108 milljóna króna tekjuafgangi. Til samanburðar má geta þess, að Eimskipafé- lagið hafði í hagnað af flutningastarfsemi sinni_ á síðasta ári rúmlega 160 milljónir og SÍF hf. skilaði 117 milljóna króna hagn- aði á síðasta ári. Auðvitað eru fjölmörg verkalýðsfélög í veikari stöðu og sum í mjög veikri stöðu vegna þess, að félagsmenn eru svo fáir. Þau félög standa einfaldlega frammi fyrir því sama og ijölmörg fyrirtæki, að þau þurfa að sameinast. Með sameiningu verkalýðsfélaga í stærri einingar mundi fjárhagsleg staða þeirra styrkjast mjög. Og það kemur áreiðanlega að því, að for- ystumenn þeirra átti sig á því. Verkalýðsfélögin þurfa lítið fyrir þess- ari tekjuöflun að halda. Fyrirtækin inn- heimta félagsgjöldin og önnur gjöld. Fé- lagsgjöldin eru í mörgum tilvikum verð- tryggð. Þau eru prósentuhlutfall af laun- um. Þótt mörg verkalýðsfélaganna þurfi augljóslega ekki á hækkuðum félagsgjöld- um að halda munu þau samt hækka um þessi mánaðamót vegna þess að launin Sjóðaveldi hækka. Hefur einhver talað um að lækka félagsgjöldin hjá þeim félögum, sem skila miklum tekjuafgangi? Hefur einhveijum komið til hugar að það væri hægt að bæta hag launþega með því að draga úr greiðslum á þeirra vegum til verkalýðsfé- laganna? Verkalýðsfélögin hafa byggt upp fleiri öfluga sjóði en félagssjóðina. Auk verk- fallssjóðanna hafa þau byggt upp sjúkra- sjóði. í sumum tilvikum eru sjúkrasjóðirn- ir orðnir svo sterkir að það eru engin rök fyrir því að halda áfram greiðslum í þá. Það er meira vit í að hækka laun launþega um það eina prósentustig af launum, sem nú fer í sjúkrasjóðina en að halda þeim greiðslum áfram. Sjúkrasjóðirnir eru orðn- ir svo sterkir að þeira geta haldið áfram að vaxa með þeirri ávöxtun á íjármunum, sem í boði er. í sumum tilvikum eru verkalýðsfélögin í vandræðum með að nýta þessa miklu fjármuni. Þess eru jafnvel dæmi að sjóðirn- ir séu notaðir til þess að inna af hendi starfslokagreiðslur til félagsmanna, þegar þeir láta af störfum fyrir aldurs sakir. Hvers vegna þessa miðstýringu ijármuna? Hvers vegna þessa forsjárhyggju? Hvers vegna má fólkið ekki fá þessa peninga í eigin vasa í stað þess að halda áfram upp- byggingu þessa mikla sjóðaveldis verka- lýðsfélaganna? Það er að langmestu leyti liðin tíð, að verkalýðsfélögunum sé misbeitt af pólit- ískum valdamönnum með jafn hrikalegum hætti og tíðkaðist hér áratugum saman og með eftirminnilegum hætti fyrir tæp- um tuttugu árum. En ný viðhorf hafa rutt sér til rúms í samfélagi okkar. Þau viðhorf hafa ekki náð að endurspeglast í starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi. Það er tímabært að umræður hefj- ist um umbætur á þessu sviði ekki síður en á öðrum sviðum þjóðlífsins. En það er hægt að ganga út frá einu sem vísu. Þessu kerfi verður aldrei breytt með samningum á milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Því verður aðeins breytt með löggjöf frá Alþingi. Það er hins veg- ar hlutverk Alþingis að tryggja sjálfsögð mannréttindi á íslandi. Þær breytingar á starfsemi verkalýðsfélaganna, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, eru sjálf- sögð mannréttindi. > „I skjóli þessara samningsákvæða - þetta eru ekki lagaákvæði held- ur hafa vinnuveit- endur skrifað undir sjálfir - eru verkalýðsfélögin orðin eins konar einokunarfyrir- tæki. Þau hafa einokun á vinnu- markaðnum. Það getur nánast eng- inn fengið vinnu nema vera félags- maður í einhverju launþegafélagi. Og þessa einokun- araðstöðu hafa félögin notað til þess að byggja upp fjárhagslega voldugar valda- miðstöðvar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.