Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 56
 <ö> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <o> NÝHERil S MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Illa ígrundað að ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu að mati forsætisráðherra Stuðningsmenn hvalveiða verða að skýra mál sitt DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að stuðningsmenn hvalveiða á Alþingi verði að skýra mál sitt, út- skýra hversu víðtækar hvaiveiðar þeir vilji og benda á markað fyrir hvalafurðir. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu á Hótel Sögu í gær, laugardag, en hann flutti þar ræðu um utanríkismál. „Hagsmunir okkar og stefna eru skýr,“ sagði Davíð er hann ræddi _4iim hvalveiðar. „Það er rangt að banna nýtingu tiltekinna auðlinda sjávar án vísindalegra raka. Hins vegar er ljóst að staða málsins hef- ur ekki breytzt í neinum grund- vallaratriðum. Við eigum sem fyrr í höggi við sterk samtök sem nýta sér möguleika, sem fjölmiðlun, frjar- skipti og upplýsingatækni bjóða upp á, málstað sínum til framdráttar. í nafni umhverfisverndar, sem oft og tíðum er öfgakennd og haldið fram án tillits til vísindaraka, vega þeir að okkur og pólitískum, menningar- legum og viðskiptalegum hagsmun- um okkar.“ Forsætisráðherra sagði hins veg- ar að þótt íslendingar blésu á allt þetta og horfðu framhjá þeirri hættu fyrir útflutning og ferða- mannaþjónustu, sem þar með yrði til staðar, lægi fyrir að aðrar þjóð- ir myndu ekki þora að kaupa af okkur hvalafurðir. „Þeir sem tala opinberlega á þingi fyrir hvalveið- um verða að tala skýrt. Eru þeir að tala um fáeinar hrefnur á okkar eigin matseðil eða alvöruhvalveiðar til útflutnings? Sé svo, verða þeir að benda á markaðinn fyrir þær afurðir," sagði Davíð. Forsendur fyrir úrsögn úr hvalveiðiráðinu héldu ekki Hann sagði að málið snerist þó eftir sem áður ekki um hvort ísland hæfi hvalveiðar að nýju, heldur hvernig. „Fyrir tæpum sex árum var ákveðið að segja ísland úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu. Sú ákvörðun var byggð á ákveðnum forsendum, einkum um að önnur hvalveiðiríki mundu fylgja fordæmi okkar og að Alþjóðahvalveiðiráðið yrði þar með nánast óstarfhæft. Þessar lykilfor- sendur hafa því miður ekki reynzt haldbærar og eftir á að hyggja tel ég að ákvörðunin hafi ekki verið nógu vel ígrunduð," sagði Davíð. Hann ítrekaði þá skoðun sína að Island ætti að athuga vel þann möguleika að ganga aftur í hval- veiðiráðið, sem væri „sannanlega enn og þrátt fyrir allt helzti vett- vangur diplómatískrar og pólitískrar baráttu á alþjóðavettvangi_ fyrir hvalveiðum". Um leið yrðu Islend- ingar að upphefja ákvörðun sína um að andmæla ekki hvalveiðibanni ráðsins. Hálfur kílómetri af rörum SJÖ lengjur af 500 m löngum plaströrum voru í síðustu viku dregnar yfir hafið frá Noregi til Islands en nota á rörin í holræsa- lagnir sem verið er að leggja frá höfuðborgarsvæðinu. Norska fyrirtækið Large framleiðir rörin og er eitt fárra fyrirtækja á þessu sviði sem get- ur boðið svo langar lengjur. Norskur dráttarbátur var rúma viku á leið hingað með rörin sjö, sigldi á 6-7 mílna hraða og fékk gott veður. Síðar í sumar verður siglt með annan skammt til landsins. Dráttarbáturinn losaði sig við rörin við Engey og síðan tóku hafnsögubátar við og drógu þau inn að Geldinganesi þar sem frágangur þeirra fer fram. Verktakafyrirtækið Sjólagnir annast lagnirnar. Nýmaskortur hindr- ar ekki samstarf um líffæraflutninga FJÖLDI heiladauðra af völdum al- varlegra slysa í Danmörku hefur dregist saman um 62% sl. 5 ár, sem leitt hefur til minna framboðs á nýr- um til flutnings milli manna, sam- kvæmt Jyllands-Posten. Samkomu- lag var gert við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn um líffæraflutn- inga í desember en Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir segir að ekki eigi að vera meiri líffæra- skortur í Danmörku en annars stað- ar. Þorvaldur Jónsson skurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að ís- lenskir læknar hafi ekki merkt sams- konar þróun. „Hugtakið um heila- dauða var ekki sett inn í íslenska löggjöf fyrr en 1991 og ekki farið að beita þessari notkun dauðahug- taksins fyrr en líffæratökur gerðu það tímabært árið 1993. Okkar töl- fræði nær því bara til þriggja ára.“ Sigurður segir að Danir hafi varað íslendinga við því að hörgull kynni að verða á lungum í Danmörku vegna mikilla reykinga. „Að öðru leyti sýndu þeir fram á að biðlisti eftir líffærum væri sá sami og í Svíþjóð," segir hann. Samstarf þjóð- anna hefur ekki varað nema í um ljóra mánuði en Sigurður segir að ef miðað sé við sama tíma í fyrra hafi ekkert framboð verið á sænsk- um líffærum, sem síðan hafi breyst þegar líða tók á sumar og haust. Fækkun heiladauðra má rekja til þess að dregið hefur úr alvarlegum slysum. Fimm manns bíða nú eftir nýrnaígræðslu og segir Sigurður nýrnaskortinn ytra líka skýrast af því að væntanlegir líffæraþegar séu flestir að bíða eftir nýrum. Ekki er beðið eftir öðrum líffærum hér. Morgunblaðið/Golli RÖRIN sem fara eiga í frárennslislögn höfuðborgarsvæðisins dregin inn Sundin í gærmorgun. Greinargerð tveggja háskólakennara um áhrif veiðigjalds á skattbyrði Tekjuskattur á íbúa gæti lækkað um 22-60 þúsund Tvö síld- arskip með afla a NÁLEGA 40 skip eru nú við síldveiðar djúpt austur af land- inu en lítið hefur enn veiðst. Flest þeirra hófu veiðarnar á miðnætti á föstudagskvöld. Síldin stóð djúpt þessa fyrstu nótt en Súlan EA hafði í gær- morgun náð 200 tonnum í einu kasti og Sunnuberg frá Vopna- firði 50 tonnum. Emil Thorar- ensen, útgerðarstjóri hjá Hrað- frystistöðinni á Eskifirði, sagði að sjómenn hefðu séð ágætar torfur en þar sem síldin hefði staðið djúpt hefði hún náðst Tr illa. Um hádegið hafði hann frétt frá skipveijum á Hólma- borg sem voru að kasta en ekki voru komnar aflafréttir. Hin skip Hraðfrystistöðvarinn- ar, Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir, biðu átekta. Um 40 íslensk skip voru á miðunum í gær og sjö færeysk. TVEIR háskólakennarar, þeir Ragn- ar Árnasón prófessor og Birgir Þór Runólfsson dósent, hafa tekið saman greinargerð fyrir sjávarútvegsráðu- neytið um áhrif hugsanlegs veiði- leyfagjalds á skattbyrði. í greinar- gerð þeirra kemur m.a. fram, að ef tekið yrði upp veiðileyfagjald og tekjuskattur lækkaður á móti, mundi tekjuskattur yfír landið allt lækka frá 22 þúsund krónum á íbúa og upp í 60 þúsund krónur á íbúa eftir því hversu hátt veiðileyfagjaldið væri. í forsendum þessara útreikninga kemur fram að byggt er á grunnár- inu 1995 og veiðileyfagjald lagt á aflaverðmæti þess árs. Ef gjaldið væri miðað við 12,3% af aflaverð- mæti það ár hefði það skilað um 6 milljörðum króna. Ef miðað væri við 20% af aflaverðmæti hefði það skilað 9,7 milljörðum króna og ef miðað væri við 33% af aflaverðmæti hefði það numið um 16 milljörðum króna, sem er nálægt nettó tekjuskatti ein- staklinga það ár. Mismikil skattalækkun Tekjuskattur á íbúa mundi lækka misjafnlega mikið eftir landshlutum, mest á Vestfjörðum, Reykjanesi og í Reykjavík. Ef miðað er við 12,3% af aflaverðmæti mundi hann lækka um 25 þúsund krónur á íbúa á Vest- fjörðum og í Reykjavík. Um 26 þús- und krónur á íbúa í Reykjanesi, um 18 þúsund á Austurlandi, 17 þúsund á Norðurlandi eystra og 14 þúsund á Norðurlandi vestra og Suðuriandi. í þeim drögum að greinargerð þessari, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, reikna háskólakenn- ararnir út breytingu á skattheimtu í hveijum landshluta miðað við að veiðileyfagjald verði tekið upp og tekjuskattur lækkaður á hvern íbúa. Miðað við þær forsendur lækkar heildarskattbyrðin í Reykjavík og Reykjanesi en hækkar í öðrum landshlutum. Hins vegar vara höf- undar greinargerðarinnar við því að „túlka þessar niðurstöður, sem mæli- kvarða á breytingar í persónulegri skattbyrði á viðkomandi stöðum", eins og segir í greinargerð þeirra. Síðan segir: „Væntanlega yrði veiðigjaldið greitt af útgerðarfyrirtækjunum. í fyrstu umferð yrði það því skatt- byrði þeirra, sem mundi þyngjast en ekki einstaklinganna á svæðinu, hvað sem síðar yrði. Einstaklingar í hópi tekjuskattsgreiðenda myndu yfirleitt njóta skattalækkunar vegna íækkunar tekjuskatts. Ofangreindar tölur um breytta skattbyrði á ein- staklinga ber því öðru fremur að túlka, sem mælikvarða á breytingar á framlagi landshlutans í ríkissjóð til að standa undir sameiginlegum útgjöldum landsmanna skipt á þá einstaklinga, sem að baki standa.“ Greinargerð háskólakennaranna verður kynnt á ráðstefnu á vegum sjávarútvegsráðuneytisins á Akur- eyri á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.