Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENN úr atvinnulífinu kynnast nýjum vinnuaðferðum
og nýrri tækni í endurmenntun.
Morgunblaðið/Hildur
í AMU-miðstöðinni fer fram endurmenntun og fagmenntun fyrir ófaglærða.
HÚSIÐ
& GARÐURINN
í blaðaukanum Húsinu og garðiuum verðtu- að þessu simii lögð
áhersla á njjiuigar og hugmyndir íyrir liús- og garðeigendtu. Þar
verðtu því að finna ýmsan fróðleik tmi garðrækt og viðhald húsa,
jafnt fyrir leikmeim sem fagtnenn.
Meðal efiiis:
• almamik hús- og
garðeigandans
• sólpallar og -skýli
• grillaðstaða
• gangstigar, hellur og
bílastæði
• heitir pottar
• gróðurhús og iúglahús
• verkfæraskúrar og
ruslageymslur
• tol og tæki garðeigandans
• gluggar og hljóðehiangrtm
• lýsing og húsamerkingar
• þakeíhi og málntng
• girðingar og fúavörn
• 1 ei kaðstaða fyrir bömin
• kliitping trjáa
• matjurtir og líirænar
skordýravarnir
• o.m.íl.
Sunnudagiiin 11. maí
SMlalrestur auglýsingapantana er til M. 12.00
mánudaginn 5. maí.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110.
- kjarni málsins!
fyrirtækja og kanna þörf mark-
aðarins fyrir endurmenntun.
Námskeiðin miðast alltaf við
vinnumarkaðinn og breytist inni-
hald þeirra í takt við kröfur at-
vinnulífsins. Um er að ræða nám-
skeið sem gefa viðurkenningu um
ákveðna þekkingu í faginu og
lýkur sumum með prófum en
öðrum ekki. Vinnuveitendur um
allt land viðurkenna námskeiðin
sem fullgild.
Miðstöðvarnar eru undir vernd
atvinnumálaráðuneytisins, en eru
reknar sem sjálfstæðar einingar.
Eins og annars staðar sitja full-
trúar atvinnurekenda og laun-
þega í stjórn. Eru breytingar á
framboði námskeiða háðar sam-
þykki stjórnarinnar.
Þjóna 50 atvinnugreinum
Glöggt mátti skynja í heimsókn
til Slagelse hversu samvinna at-
vinnulífs og skóla er náin og mik-
ilvæg, hvort sem um var að ræða
iðnskóiann, verslunarskólann eða
AMU-miðstöðina. Auk heimsókn-
ar á þessa staði gafst tækifæri
til að heimsækja banka og verk-
smiðju til að kynnast viðhorfum
starfsfólks til menntunar.
í verksmiðjunni vinna 35-40
manns og var verkstjórinn
ánægður með þau námskeið, sem
starfsmönnum bjóðast. Hins veg-
ar kvaðst hann ekki finna fyrir
áhuga starfsfólks á að fara í lang-
tímanám. Hann tók einnig fram
að sú hugsjón væri fullgild að
taka atvinnulaust fólk í vinnu en
reynsla hans væri sú að margir
hefðu alls engan áhuga á að kom-
ast i fasta vinnu heldur líkaði
ágætlega að vera atvinnulausir.
Hollenska kerfið betra?
Uppbygging og aðstæður á
AMU-miðstöðinni vöktu almenn-
an áhuga meðal þátttakenda, sem
voru frá nokkrum Evrópulönd-
um. I ljós kom að enginn í hópn-
um þekkti nákvæmlega sams kon-
ar miðstöðvar. Hollendingar reka
sambærilega starfsemi innan
skólakerfisins og taldi hollenski
þátttakandinn að það fyrirkomu-
lag væri betra. Sá franski sagði
að svipaðar miðstöðvar væru í
Frakklandi en þær væru ekki í
samstarfi við verslunarskóla, iðn-
skóla né fyrirtæki.
Það sem vakti athygli íslensku
þátttakendanna var hversu góð
samvinna virtist vera meðal
verkalýðsfélaga og vinnuveit-
endasamtaka um að byggja upp
sameiginlega menntamiðstöð fyr-
ir fullorðið ófaglært fólk í stað
þess að hver væri að vinna í sínu
horni. Þá virtist einnig sama
hveijir voru spurðir að því hvort
kerfið byði ekki upp á árekstra
milli þeirra sem stæðu að mennt-
un, svarið var alltaf það sama:
„Um 900 aðilar, einir sér eða í
samvinnu við aðra, koma með
einum eða öðrum hætti að mennt-
un, þ.e. skólar, verkalýðsfélög,
stofnanir, fræðslumiðstöðvar,
fullorðinsfræðsla og fleiri. Kerfið
gæti sýnst flókið fyrir utanað-
komandi en þetta virkar með ein-
dæmum vel. Hér ríkir samkeppni
en enginn rígur. Við verðum þó
stöðugt að kanna nýja möguleika
á því að auka arðsemi menntun-
arinnar."
Alþjóðlegt samstarf
Þá má geta þess að AMU-mið-
stöðin í Slagelse hefur undanfar-
in ár tekið þátt í alþjóðlegum
verkefnum á sviði menntamála í
Bretlandi, Egyptalandi, Króatíu,
Póllandi, Ungveijalandi og víðar.
Samstarfsmenn í þessum löndum
hafa verið fjölmargar Evrópu-
þjóðir. Yfirleitt hafa verkefnin
verið til tveggja eða þriggja ára.
Lýsti Jorgen Damgaard yfir mik-
illi ánægju með þetta samstarf
og kvaðst sakna þess að eiga
ekkert samstarf við Islendinga.
Nefnd um símenntun
í BYRJUN apríl sl. skipaði mennta-
málaráðherra nefnd, sem ætlað er
að leggja drög að heildarstefnu í
málefnum símenntunar. í henni
sitja 13 manns frá ýmsum ráðu-
neytum, VSÍ, ASÍ, Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, Samtökum
iðnaðarins, BHM, BHMR, Vinnu-
málasambandinu o.fl.
Hlutverk nefndarinnar er m.a.
að skilgreina ábyrgð, hlutverk og
verkaskiptingu stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðarins. Einnig að
kanna hvemig megi samhæfa
krafta hinna ýmsa aðila í samfélag-
inu til þess að fjármagn, kennarar,
leiðbeinendur, námsgögn og að-
staða nýtist sem best.
Síðast en ekki síst ber nefndinni
að kanna hvemig byggja skuli upp
faglegt og fjárhagslegt stoðkerfí í
íslensku atvinnulífi til að aðstoða
fyrirtæki, einkum lítil og meðal-
stór, við að meta þarfir sínar fyrir
þekkingu og hæfni starfsmanna,
byggja upp námsframboð við hæfi
og tryggja aðgengi að símenntun.
Er nefndinni ætlað að skila greinar-
gerð til menntamálaráðherra fyrir
1. febrúar 1998.
Hvað þýða orðin?
Menn leggja mismunandi skilning
i orðin endurmenntun og símenntun
og kemur því einnig í hlut nefndar-
innar að skilgreina þessi orð. Þá
má geta þess að mjög misjafnt er
eftir löndum hvaða merking er lögð
í orðin „unskilled", „semiskilled" og
„skilled". Hlýtur því íslendingum
að vera nauðsyn á því að skilgreina
þessi orð til að geta borið það sam-
an við það sem aðrir em að gera.
Til dæmis er í Belgíu talað um inn-
flytjendur sem kunna ekki tungu-
mál og þekkja ekki landshagi „un-
skilled", en í Danmörku era þeir
„semiskilled". Á íslandi er aðallega
talað um ófaglærða, faglærða og
háskólamenntaða.