Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 41 _____BRÉF TIL BLAÐSINS Það er aðeins ein leið til Guðs Hef flutt læknastofu mína í Domus Medica 3. hæð. Tímapantanir í síma 563 1033. Birkir Sveinsson, húð- og kynsjúkdómalæknir. I I > I 9 » » » * & Athugasemd við skrif Njarðar P. Njarðvík. Frá Sóleyju Jónsdóttur: NJÖRÐUR P. Njarðvík (N.P.N.) skrifar um trúarbrögð í Morgun- blaðinu þ. 26. marz sl. „Lifandi Buddha, lifandi Kristur." Eins og flestir ættu að vita er Buddha ekki lifandi, hann er dauð- ur. Einhver hefur sagt að trúar- brögð, sem eigi dauðan höfund, séu jafn dauð og höfundur þeirra. Jesús Kristur er sannarlega lif- andi, vegna þess að Guð sjálfur, faðirinn, reisti hann upp frá dauð- um. Lof sé Guði! Sjá Postulasöguna 2:32. Jesús hefur lofað að vera með öllum, sem koma til hans í iðrun og sannri trú, og vilja fylgja honum. Jesús segir í Jóhannesarguðspjalli 14:18: „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Eg kem til yð- ar.“ Þannig er kristna trúin, lifandi trú. Kristna trúin hefur algera sér- stöðu og yfirburði yfír öll önnur trúarbrögð, vegna þess, að höfund- ur hennar er lifandi, máttugur frels- ari, skapari og Guð. Jesús segir í Jóhannesarguðspjalli 17:22, að hann og Faðirinn séu eitt. í Jóhann- esarguðspjalli 18:37 stendur: „Til þess er ég (Jesús) fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver, sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd. „í Jesaja 45:21 má lesa: „Enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari til.“ Ég les í skrifum N.P.N. „Enginn maður veit hvað guð er né hvers eðlis, hann verður hvorki vitaður né skilinn og nálgun við hann hlýtur að felast í hljóðri lotn- ingu, skynjun á friði Guðs, sem er öllum skilningi æðri.“ Tilvitnun lýk- ur. Ekki er það rétt hjá N.P.N. að segja að „enginn maður viti hvað Guð er né hvers eðlis“. í Guðs Orði, Biblíunni, stendur: „Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ Jó- hannesarguðspjall 4:24. í sambandi við að nálgast Guð segir í Jakobs- bréfi 4:8: „Nálægið yður Guði og þá mun hann nálgast yður.“ í orði Guðs, Biblíunni, má einnig fræðast um eðli Guðs. Ég bendi aðeins á nokkra texta. „Guð er kærleikur." 1. Jóhannesarbréf 4:8. „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum." 1. Jóh. 1:5. Guð er heilagur Guð, sbr. Opinberun Jóhannesar 4:8. „Guð allrar náðar,“ 1. Pétursbréf 5:10, Guð er Guð sem heyrir bæn- ir, til þín kemur allt hold. Sjá Sálm 65:3, „Drottinn er alvaldur Guð,“ Sálm. 50:1, „Trúfastur Guð og tál- laus, réttlátur og réttvís er hann,“ 5. Mósebók 32:4, „Guð friðar- ins ... “ Hebreabréfið 13:20, „Þú ert Guð sem sér,“ 1. Mósebók 16:13, „Þú ert Guð, sem fús er á að fyrir- gefa, náðugur og miskunnsamur," Nehemía 9:17, „Drottinn er Guð alvitundar, og af honum eru verkin vegin,“ 1. Samúelsbók 16:7. I skrifum N.P.N. stendur: „Ég hef leyft mér að segja: Sá sem held- ur að aðeins ein leið liggi til Guðs, mun ekki rata þá leið.“ Tilvitnun lýkur. Þarna er N.P.N. kominn á miklar villigötur og virðist annað hvort ekki vita, eða hann er búinn að gleyma, hvað Biblían, Orð Guðs, segir um þetta efni, það er mjög skýrt. í Jóhannesarguðspjalli 14:6 lesum við: „Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Og í 1. Péturs- bréfi 3:18 stendur: „Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, rétt- látur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs.“ Lesa má einnig í Efesusbréfinu 3:12: „í trúnni á hann (Jesúm Krist) eigum vér öruggan aðgang að Guði.“ Þetta er einmitt það, sem öllu máli skiptir fyrir mannssálina, að trúa á Drottin Jesúm, það er eina leiðin til Guðs. „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum (þ.e. nema Jesú Kristi). Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ Postulasagan 4:12. „Því að svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóhannesarguðspjall 3:16. „Leitið í bók Drottins og lesið,“ segirhjá Jesaja 34:16. Efviðgerum það, munum við ekki villast. Allir biblíutextar eru úr þýðingunni frá 1981. Með góðri kveðju. SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Akureyri. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Verð 1.995,- Mikið úrval ofsumarskóm á alla jj ölskylduna PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 ^ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN ^ SÍMI 568 9212 : « m « LIFEYRISSJOÐURINN FRAMSYN Upplýsingar um starfsemi á árinu 1996 Lffeyrissjóðurinn Framsýn var stofnaður l.janúar 1996. Sex lífeyrissjóðir sameinuðust í Lífeyrissjóðinn Framsýn sem tók við allri starfsemi, öllum eignum og skuldbindingum eftirtalinna sjóða: Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar, Lífeyrissjóðs Sóknar, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Lífeyrissjóðs Félags starfsfólks í veitingahúsum og Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna. Á árinu 1996 greiddu alls 27.681 sjóðsfélagar hjá 1647 atvinnurekendum iðgjöld til sjóðsins. I árslok 1996 voru 11 1.362 einstaklingar með inneign í sjóðnum. Tryggin gafræð i 1 eg athugun Tryggingafræðileg athugun á fjárhagsstöðu sjóðsins í árslok 1996 var gerð af Bjarna Þórðarsyni tryggingastærðfræðingi. Áunnar skuldbindingar eru kr. 29.283 milljónir og höfuðstóll án núvirðingar kr. 29.286 milljónir. Hækkun vegna núvirðingar miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu er kr 4.800 milljónir. Þegar litið er til framtíðarréttar eru skuldir samtals kr. 21.170 milljónir og verðmæti framtíðariðgjalda kr. 20.318 milljónir. Eign umfram skuldbindingar er því kr. 4.000 milljónir í árslok 1996. stjóm sjóðsins 1996 voru: ialldór Björnsson.formaður í Hal ÞórarinnV. Þórarinsson varaformaður Guðmundur ÞJónsson Helgi Magnússon Jón G. Kristjánsson SigurðurT. Sigurðsson Þórður Magnússon Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastj. sjóðsins er Karl Benediktsson Efnahagsreikningur 31.12.1996 í þús. kr. Veltufjármunir.........................4.195.153 Skammtímaskuldir.......................(179.378) Hreint veltufé:........................4.015.775 Fastafjármunir: Skuldabréf............................23.938.910 Hlutabréf..............................1.250.776 Varanlegir rekstrarfiármunir..............80.681 ......:...............................25.270.367 Hrein eign til greiðslu lífeyris:.....29.286.142 Yfiriit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1996 í þús. kr. Fjármunatekjur, nettó......................2.147.772 Iðgjöld...................................1.428.241 Lífeyrir...................................(1.019.519) Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur)...(75.029) Matsbreytingar............................. 553.924 Hækkun á hreinni eign á árinu:............3.035.389 Hrein eign stofnaðila 1. 1. 1996.........26.250.753 Hrein eign í árslolc til greiðslu lífeyris.29,286.142 Fjárfestingar 1996 í þús. kr. Skuldabréf sjóðfélaga....................... 202.575 Ríkistryggð skuldabréf.....................1.071.100 Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga.........1.065.004 Skuldabréf banka og sparisjóða.............1.363.805 Húsbréf....................................1.067.225 Húsnaeðisbréf................................687.214 Erlend og innlend hlutdeildarskírteini.......124.802 Eignarleigur..................................10.1 11 Fyrirtæki og önnur innlend skuldabréf......1.192.869 Hlutabréf....................................396.472 Samtals....................................7.181.177 Ufeyrisgretðslur 1996 í þús.kr. Fjöldi Ellilífeyrir 582.346 4.694 Örorkulífeyrir 334.874 1.601 Makalífeyrir 82.172 941 Barnalífeyrir 20.127 350 Samtals 1.019.519 7.586 Verðbréfaeign 31.12.1996 í þús. kr. Veðskuldabréf sjóðfélaga.................1.579.579 Skuldabréf Húsnæðisstofnunar.............5.548.484 Húsnæðisbréf.............................1.448.342 Húsbréf..................................6.835.614 Spariskírteini ríkissjóðs................1.331.680 Onnur skuldabréf með ríkisábyrgð.........1.827.972 Skuldabréf banka og sparisjóða...........2.463.650 Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga.......3.111.578 Eignarleigur...............................161.982 Erlend verðbréf............................438.032 Skuldabréf fyrirtækja....................2.082.200 Önnur innlend skuldabréf...................234.1 10 Hlutdeildarskírteini...................... 653.804 Samtals.................................27.717.027 Kennitölur Árið 1996 Lífeyrir sem hiutfall af iðgjöldum........71,38% Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum........5,25% Kostnaður sem hlutfall af eignum...........0,26% Raunávöxtun m.v.vísitölu neysluverðs.......7,99% Starfsmannafjöldi.............................13 Skrifstofa sjóðsins er að Suðurlandsbraut 30,3. hæð, sími: 533-4700, fax: 533-4705. Afgreiðslutími er frá kl. 9-17,Yfir sumarmánuðina er afgreiðslutími kl. 9-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.