Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 41
_____BRÉF TIL BLAÐSINS
Það er aðeins ein
leið til Guðs
Hef flutt læknastofu mína í
Domus Medica 3. hæð.
Tímapantanir í síma 563 1033.
Birkir Sveinsson,
húð- og kynsjúkdómalæknir.
I
I
>
I
9
»
»
»
*
&
Athugasemd við skrif Njarðar P.
Njarðvík.
Frá Sóleyju Jónsdóttur:
NJÖRÐUR P. Njarðvík (N.P.N.)
skrifar um trúarbrögð í Morgun-
blaðinu þ. 26. marz sl. „Lifandi
Buddha, lifandi Kristur."
Eins og flestir ættu að vita er
Buddha ekki lifandi, hann er dauð-
ur. Einhver hefur sagt að trúar-
brögð, sem eigi dauðan höfund, séu
jafn dauð og höfundur þeirra.
Jesús Kristur er sannarlega lif-
andi, vegna þess að Guð sjálfur,
faðirinn, reisti hann upp frá dauð-
um. Lof sé Guði! Sjá Postulasöguna
2:32. Jesús hefur lofað að vera með
öllum, sem koma til hans í iðrun
og sannri trú, og vilja fylgja honum.
Jesús segir í Jóhannesarguðspjalli
14:18: „Ekki mun ég skilja yður
eftir munaðarlausa. Eg kem til yð-
ar.“ Þannig er kristna trúin, lifandi
trú. Kristna trúin hefur algera sér-
stöðu og yfirburði yfír öll önnur
trúarbrögð, vegna þess, að höfund-
ur hennar er lifandi, máttugur frels-
ari, skapari og Guð. Jesús segir í
Jóhannesarguðspjalli 17:22, að
hann og Faðirinn séu eitt. í Jóhann-
esarguðspjalli 18:37 stendur: „Til
þess er ég (Jesús) fæddur og til
þess er ég kominn í heiminn, að
ég beri sannleikanum vitni. Hver,
sem er af sannleikanum, heyrir
mína rödd. „í Jesaja 45:21 má lesa:
„Enginn Guð er til nema ég. Fyrir
utan mig er enginn sannur Guð og
hjálpari til.“ Ég les í skrifum N.P.N.
„Enginn maður veit hvað guð er
né hvers eðlis, hann verður hvorki
vitaður né skilinn og nálgun við
hann hlýtur að felast í hljóðri lotn-
ingu, skynjun á friði Guðs, sem er
öllum skilningi æðri.“ Tilvitnun lýk-
ur. Ekki er það rétt hjá N.P.N. að
segja að „enginn maður viti hvað
Guð er né hvers eðlis“. í Guðs Orði,
Biblíunni, stendur: „Guð er andi,
og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að
tilbiðja í anda og sannleika.“ Jó-
hannesarguðspjall 4:24. í sambandi
við að nálgast Guð segir í Jakobs-
bréfi 4:8: „Nálægið yður Guði og
þá mun hann nálgast yður.“ í orði
Guðs, Biblíunni, má einnig fræðast
um eðli Guðs. Ég bendi aðeins á
nokkra texta. „Guð er kærleikur."
1. Jóhannesarbréf 4:8. „Guð er ljós
og myrkur er alls ekki í honum."
1. Jóh. 1:5. Guð er heilagur Guð,
sbr. Opinberun Jóhannesar 4:8.
„Guð allrar náðar,“ 1. Pétursbréf
5:10, Guð er Guð sem heyrir bæn-
ir, til þín kemur allt hold. Sjá Sálm
65:3, „Drottinn er alvaldur Guð,“
Sálm. 50:1, „Trúfastur Guð og tál-
laus, réttlátur og réttvís er hann,“
5. Mósebók 32:4, „Guð friðar-
ins ... “ Hebreabréfið 13:20, „Þú
ert Guð sem sér,“ 1. Mósebók 16:13,
„Þú ert Guð, sem fús er á að fyrir-
gefa, náðugur og miskunnsamur,"
Nehemía 9:17, „Drottinn er Guð
alvitundar, og af honum eru verkin
vegin,“ 1. Samúelsbók 16:7.
I skrifum N.P.N. stendur: „Ég
hef leyft mér að segja: Sá sem held-
ur að aðeins ein leið liggi til Guðs,
mun ekki rata þá leið.“ Tilvitnun
lýkur. Þarna er N.P.N. kominn á
miklar villigötur og virðist annað
hvort ekki vita, eða hann er búinn
að gleyma, hvað Biblían, Orð Guðs,
segir um þetta efni, það er mjög
skýrt. í Jóhannesarguðspjalli 14:6
lesum við: „Jesús segir við hann:
Ég er vegurinn, sannleikurinn og
lífið. Enginn kemur til föðurins,
nema fyrir mig.“ Og í 1. Péturs-
bréfi 3:18 stendur: „Kristur dó í
eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, rétt-
látur fyrir rangláta, til þess að hann
gæti leitt yður til Guðs.“ Lesa má
einnig í Efesusbréfinu 3:12: „í
trúnni á hann (Jesúm Krist) eigum
vér öruggan aðgang að Guði.“
Þetta er einmitt það, sem öllu
máli skiptir fyrir mannssálina, að
trúa á Drottin Jesúm, það er eina
leiðin til Guðs. „Ekki er hjálpræðið
í neinum öðrum (þ.e. nema Jesú
Kristi). Og ekkert annað nafn er
mönnum gefið um víða veröld, sem
getur frelsað oss.“ Postulasagan
4:12. „Því að svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn einget-
inn, til þess að hver sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf.“ Jóhannesarguðspjall 3:16.
„Leitið í bók Drottins og lesið,“
segirhjá Jesaja 34:16. Efviðgerum
það, munum við ekki villast. Allir
biblíutextar eru úr þýðingunni frá
1981.
Með góðri kveðju.
SÓLEY JÓNSDÓTTIR,
Akureyri.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
Verð
1.995,-
Mikið úrval ofsumarskóm á
alla jj ölskylduna
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
SÍMI 551 8519 ^
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN ^
SÍMI 568 9212
:
«
m
«
LIFEYRISSJOÐURINN FRAMSYN
Upplýsingar um starfsemi á árinu 1996
Lffeyrissjóðurinn Framsýn var stofnaður l.janúar 1996.
Sex lífeyrissjóðir sameinuðust í Lífeyrissjóðinn Framsýn sem
tók við allri starfsemi, öllum eignum og skuldbindingum
eftirtalinna sjóða: Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar,
Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar, Lífeyrissjóðs Sóknar,
Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Lífeyrissjóðs Félags starfsfólks
í veitingahúsum og Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna.
Á árinu 1996 greiddu alls 27.681 sjóðsfélagar hjá 1647
atvinnurekendum iðgjöld til sjóðsins. I árslok 1996 voru
11 1.362 einstaklingar með inneign í sjóðnum.
Tryggin gafræð i 1 eg athugun
Tryggingafræðileg athugun á fjárhagsstöðu sjóðsins í árslok
1996 var gerð af Bjarna Þórðarsyni tryggingastærðfræðingi.
Áunnar skuldbindingar eru kr. 29.283 milljónir og höfuðstóll
án núvirðingar kr. 29.286 milljónir. Hækkun vegna núvirðingar
miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu er kr 4.800 milljónir. Þegar
litið er til framtíðarréttar eru skuldir samtals kr. 21.170
milljónir og verðmæti framtíðariðgjalda kr. 20.318 milljónir.
Eign umfram skuldbindingar er því kr. 4.000 milljónir í
árslok 1996.
stjóm sjóðsins 1996 voru:
ialldór Björnsson.formaður
í
Hal
ÞórarinnV. Þórarinsson varaformaður
Guðmundur ÞJónsson
Helgi Magnússon
Jón G. Kristjánsson
SigurðurT. Sigurðsson
Þórður Magnússon
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Framkvæmdastj. sjóðsins er Karl Benediktsson
Efnahagsreikningur 31.12.1996
í þús. kr.
Veltufjármunir.........................4.195.153
Skammtímaskuldir.......................(179.378)
Hreint veltufé:........................4.015.775
Fastafjármunir:
Skuldabréf............................23.938.910
Hlutabréf..............................1.250.776
Varanlegir rekstrarfiármunir..............80.681
......:...............................25.270.367
Hrein eign til greiðslu lífeyris:.....29.286.142
Yfiriit um breytingar á hreinni eign
til greiðslu lífeyris fyrir árið 1996
í þús. kr.
Fjármunatekjur, nettó......................2.147.772
Iðgjöld...................................1.428.241
Lífeyrir...................................(1.019.519)
Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur)...(75.029)
Matsbreytingar............................. 553.924
Hækkun á hreinni eign á árinu:............3.035.389
Hrein eign stofnaðila 1. 1. 1996.........26.250.753
Hrein eign í árslolc til greiðslu lífeyris.29,286.142
Fjárfestingar 1996
í þús. kr.
Skuldabréf sjóðfélaga....................... 202.575
Ríkistryggð skuldabréf.....................1.071.100
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga.........1.065.004
Skuldabréf banka og sparisjóða.............1.363.805
Húsbréf....................................1.067.225
Húsnaeðisbréf................................687.214
Erlend og innlend hlutdeildarskírteini.......124.802
Eignarleigur..................................10.1 11
Fyrirtæki og önnur innlend skuldabréf......1.192.869
Hlutabréf....................................396.472
Samtals....................................7.181.177
Ufeyrisgretðslur 1996
í þús.kr. Fjöldi
Ellilífeyrir 582.346 4.694
Örorkulífeyrir 334.874 1.601
Makalífeyrir 82.172 941
Barnalífeyrir 20.127 350
Samtals 1.019.519 7.586
Verðbréfaeign 31.12.1996
í þús. kr.
Veðskuldabréf sjóðfélaga.................1.579.579
Skuldabréf Húsnæðisstofnunar.............5.548.484
Húsnæðisbréf.............................1.448.342
Húsbréf..................................6.835.614
Spariskírteini ríkissjóðs................1.331.680
Onnur skuldabréf með ríkisábyrgð.........1.827.972
Skuldabréf banka og sparisjóða...........2.463.650
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga.......3.111.578
Eignarleigur...............................161.982
Erlend verðbréf............................438.032
Skuldabréf fyrirtækja....................2.082.200
Önnur innlend skuldabréf...................234.1 10
Hlutdeildarskírteini...................... 653.804
Samtals.................................27.717.027
Kennitölur
Árið 1996
Lífeyrir sem hiutfall af iðgjöldum........71,38%
Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum........5,25%
Kostnaður sem hlutfall af eignum...........0,26%
Raunávöxtun m.v.vísitölu neysluverðs.......7,99%
Starfsmannafjöldi.............................13
Skrifstofa sjóðsins er að Suðurlandsbraut 30,3. hæð, sími: 533-4700, fax: 533-4705. Afgreiðslutími er frá kl. 9-17,Yfir sumarmánuðina er afgreiðslutími kl. 9-16.