Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 43 I DAG BRIDS llmsjón (luömundur Páll Arnarson VARNARVILLA austurs leynir á sér, enda gerði hann ekkert annað en það sem vamarspilurum er uppálagt að gera - hann spilaði blinds. upp í veikleika Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 105 ? ÁGIO ♦ Á8632 ♦ ÁK2 Vestur Austur ♦ D7 ♦ 8632 V 72 llllll y 96543 ♦ 10975 llllll * KG + 109853 ♦ 74 Suður ♦ ÁKG94 f KD8 ♦ D4 ♦ DG6 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass 6 grönd Allir pass Útspil: Lauftía. Sagnhafi tók fyrsta slag- inn í borði og spilaði strax tígli að drottningu. Sem er rétt spilamennska, því hann þarf ekki spaðasvíninguna ef tígullinn gefur fjóra slagi. Austur stakk upp kóng og skipti yfir í smáan spaða. Og hver hefði ekki gert það! En það áttu eftir að reynast dýr mistök. Suður tók á ásinn, síðan tíguldrottningu og alla slag- ina í hjarta og laufi áður en hann prófaði tígulásinn. Tíg- ullinn skilaði sér ekki, svo nú varð að treysta á spað- ann. En afköst vamarinnar í laufi og hjarta höfðu verið upplýsandi. Sagnhafi staldr- aði við og reiknaði. Vestur var upptalinn með fimm lauf, fjóra tígla og tvö hjörtu. Þar af leiðandi aðeins tvo spaða. Ef spaðadrottningin var í austur, væri hún við fjórða mann og myndi ekki skila sér með einni svíningu. Því var ekki um annað að ræða en treysta á drottninguna aðra í vestur. Sagnhafi spil- aði þess vegna spaða á kóng- inn og felldi drottninguna. Ef austur hefði ekki spilað spaða þegar hann var inni á tígulkóng, ætti sagnhafi tíuna aðra í borði og gæti svínað tvisvar. skák Um.sjón Margeir l’étursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í viður- eign tveggja ungverskra stórmeistara á minningar- móti um sóknarskákmann- inn Bela Perenyi í Gyula í Ungverjalandi í vor. Gyula Sax (2.545) hafði hvítt og átti leik, en Laszlo Vadasz (2.365) var með svart. 24. Hxf6! og svartur gafst upp. Eftir 24. - Hxf6 25. Dxh7+ - Kf8 26. Dh8 er hann mát og hann tapar drottningunni eftir 24. - exf6. Atkvöld Hellis, mánudags- kvöldið 5. maí kl. 20 í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skák- inni og síðan þrjár atskákir, með hálftíma umhugsunar- tíma. Árnað heilla fTriÁRA afmæli. Á I wmorgun, mánudaginn 5. maí, verður sjötug Svan- hildur Árný Sigurjóns- dóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Hún verður með kaffi fyrir flölskyldu og vini að Hótel Esju, morg- unverðarsal, kl. 15, í dag, sunnudaginn 4. maí. ^/VÁRA afmæli. Mið- I V/vikudaginn 7. maí nk. verður sjötugur Grímur Benediktsson, bóndi og sparisjóðssljóri. Hann og kona hans Kristjana Ing- ólfsdóttir munu taka á móti gestum á afmælisdaginn í Café Riis, Hólmavík, kl. 20-22. pT/VÁRA afmæli. Fimm- *J VJtugur er í dag, sunnu- daginn 4. maí, Sigurður Guðmundsson, formaður Félags starfsfólks í veit- ingahúsum, Ingólfsstræti 7, Reykjavík. Hann er að heiman. 70 ÁRA afmæli. Sjötug verður á morgun, mánudaginn_ 5. maí, Ingi- björg Ástvaldsdóttir, Þúfubarði 11, Hafnar- firði. Eiginmaður hennar er Hjörleifur Gunnarsson. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 5. maí, _ verður fimmtug Helga Ágústsdóttir, rit- höfundur og kennari, Hrafnagilsskóla, Eyja- fjarðarsveit. Hún hefur þegar hafist handa um að fagna sinni björtu framtíð, en lætur veisluhöld bíða til 30. maí kl. 20 að Hótel Vin, Eyjafjarðarsveit. Ljósm.stofa Óskars Vm. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. apríl í Landa- kirkju af sr. Bjarna Karls- syni Halldóra Ólafsdóttir og Friðrik Heiðar Vigfús- son. Heimili þeirra er á Faxastíg 10, Vestmanna- eyjum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistiikynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ast er. . . aðhugsaumhann dagognótt. TM R«g U S. Pal Ofl. — all rights reserved (c) 1997 Los Angeles Tmes Syndicale STJÖRNUSPÁ c11i r frances I) rakc NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjáifstæð manneskja sem þarf að hafa mörgjárn í eldin umoghefur þörf fyrir breytingar. Hrútur (21. mars- 19. apríl) W* Þú þarft að sýna ákveðni í samskiptum við fólk. Gættu þess þó að sýna örlítinn sveigjanleika, svo vel fari. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef þú þarft að ljúka ákveðnu verkefni, skaltu leita aðstoð- ar hjá vinum þínum. Þá væri upplagt að bregða sér af bæ í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) 5» Þú ættir að leggja hlustir við góð ráð fjölskyldu þinnar. Hún vill þér vel og þú ættir að eyða kvöldinu í þeim hópi. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Það er fjörugt félagslíf hjá þér og þú nýtur þín til fulls. Breytingar eru í vændum í vinnunni, sem gætu reynst þér í hag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Notaðu frídaginn til að heim- sækja vini og kunningja. Vertu ófeiminn við að tjá ástvini tilfinningar þínar. Það er aðeins til bóta. Meyja (23. ágúst - 22. september) s* Ef þú vilt víkka sjóndeildar- hringinn, skaltu skella þér á námskeið. Þá skaltu leggja þig fram um að gefa af þér, til vina þinna og ættingja. Vog (23. sept. - 22. október) Ef þig langar að hitta vini, skaltu láta verða af því. Það er mikilvægara núna, heldur en að þrífa í kringum sig. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hafðu samband við fólk sem þú hefur ekki séð lengi. Gættu þess að fara vel með fjármuni þína og þiggðu góð ráð varðandi fjárfestingar. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú kynnist nýjum vinum í gegnum áhugamál þitt. Þurfir þú að taka ákvörðun varðandi fjármál, skaltu hugsa málið til hlítar. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Eitthvað skemmtilegt kemur í ljós og þú ættir að skella þér út að borða með vini þín- um, eða fara í stutta ferð. Rómantíkin blómstrar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vertu ekki þver, þó einhver hafi tekið ákvörðun, sem er þér á móti skapi. Leyfðu öðrum að lifa sínu lífi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu ekki neikvætt fólk draga úr lífsgleði þinni. Haltu áfram á þeirri jákvæðu leið sem þú ert þegar á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Heildar JÓGfl jóga fyrir alla Heildarjóga (grunnnámskeið) Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Mán.og mið. kl. 20.00. Hefst 7. maí. Jóga gegn kvíða Ásmundur með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukna frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefit 6. maí. YOGAJ? STUDIO Heilbrigb þjoð í hreinu landi # Munum að lausagangur ökutækja skapar hættu, mengun og er sóun á eldsneyti. Drögum sem mest úr lausagangi ökutækja. # Virðum reglur um hámarkshraða til að minnka mengun. # Virðum reglur um notkun vetrarhjólbarða vegna loft- og hávaðamengunar í þéttbýli. # Skilum öllum endurvinnanlegum efnum og spilliefnum til viðurkenndra móttökustöðva. # Virðum nágranna okkar, fósturjörðina og lífríkið. # Hugsum hnattrænt og horfum til framtíðar. HOLLUSTUVERND RIKISINS Ármúla 1a, Reykjavlk. Þjónustu- og upplýsingasimi 568-8848. Vor í GrikkUttM Einstakt tækifæri til að upplifa mannlíf, sögu og náttúru í Grikklandi með Arthúri Björgvini Bollasyni heimspekingi. Fyrir aðeins 149.000 kr gefst þér kostur á að heimsækja ótal sögufræga staði, fræðast um grískar goðsagnir og heimspeki og kynnast heillandi mannlífi í grískum þorpum utan alfaraleiða ferðamanna. Aukagjald fyrir einbýli aðeins 16.000 Innifelur: flug, gistingu, morgunverð, allar kynnisferðir, rútu og staðarleiðsögn og leiðsögn Arthúrs B. Bollasonar Nokkur sæti óseld - ferðalýsing fyrirliggjandi á skrifstofunni LANDNÁMA VtSTVRQATA S / SlMI 511 5050 FLUGLEIDIRi Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.