Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þeir félagar Bubbi Morthens og Kristján Kristjánsson hafa verið í hópi vinsælustu tón- listarmanna landsins undanfarin misseri. Þeir sögðu Arna Matthías- syni af því aðþeir hygðu á náið samstarf næstu mánuði. BUBBI Morthens og Kristján „KK“ Kristjánsson hafa verið í hjópi vin- sælustu tónlistarmanna landsins undanfarin ár; Bubbi allt frá því ísbjamarblús kom út fyrir sautján árum og Kristján frá því hann sendi frá sér breiðskífuna Lucky One fyr- ir tæpum fímm árum, þá nýfluttur hingað til lands eftir langvarandi búsetu erlendis. Lucky One var meðal annars merkileg fyrir það að það var fyrsta plata í áraraðir sem náði að seljast meira en plata með Bubba Morthens, en 1992 sendi Bubbi frá sér „Kúbuplötuna" Von. Upp frá því hafa margir litið á þá Bubba og Kristján sem keppi- nauta og þá litið framhjá því hvað þeir eru ólíkir tónlistarmenn að fást við ólíka hluti og þegar við bætist að þeim er vel til vina verða allar vangaveltur um markaðsglímu hjá- kátlegar. Það kemur því ekki þeim sem til þekkja á óvart að þeir hyggi á samstarf eins og það sem hefst annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaran- um, en það er aðeins forsmekkur- inn; fyrstu tónleikar samstarfs þar tónleikar eins og nú stendur til. Þeir félagar rifja líka upp að fyrir ekki svo löngu hittust þeir reglulega heilan vetur og léku sér með hug- myndir, sömdu saman á annan tug Iaga sem beðið hafa í salti. „Það varð mikið til af músík á þeim tíma,“ segir Kristján, „og það verður ör- ugglega gefíð út einhvem tíma. Málið er bara að við eru samnings- bundnir ólíkum útgáfufyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni og því ólíklegt að af því verði í bráð,“ seg- ir hann og bætir við að einhver umræddra laga verði væntanlega á tónleikadagskrá þeirra, þó ekki hafí þeir valið lög á tónleikana I Þjóðleik- húskjallaranum annað kvöld. Fyrstu tónleikarnir í langri ferð Tónleikarnir í Þjóðleikhúskjallar- anum verða fyrstu tónleikarnir í langri ferð, því þeir stefna á spilirí í allt sumar. Fyrst er að ljúka við ýmis verkefni; Bubbi lauk fyrir skemmstu við upptökur á breiðskífu sem kemur út fyrir jól og Kristján hefur í nógu að snúast; er að semja tónlist við verðlaunaverk Benónýs Ægissonar, tekur þátt í flutningi á breiðskífu Bítlanna um Pepper lið- þjálfa og síðan ætlar hann að taka upp plötu síðsumars, kassagítar- plötu eins og hann segir sjálfur frá. Þeir segjast vænta þess að sam- starf þeirra félaga verði gjöfult og skemmtilegt umfram allt; það er svo margt í tónlist okkar sem fellur vel saman,“ segir Kristján og Bubbi segir að þeir þekki lög hvor annars út í æsar og nú séu þeir að velja lög sem falli vel að ólíkum gítarleik þeirra. „Við ætlum að fara með list- ina til fólksins, bjóða fólki út um land að koma í félagsheimili eða skóla og hlusta á okkur, bjóða fólki upp á tónleika, en ekki fyllerí.“ Morgunblaðið/Kristinn Listin til fólksins sem þeir hyggjast meðal annars fást við ýmisleg lög sem þeir hafa samið saman á undanförnum árum. Þekkst frá þrettán ára aldri Þeir Bubbi og Kristján segjast hafa þekkst frá því þeir voru þrettán ára og þó samgangur hafí ekki ver- ið mikill, meðal annars vegna þess að Kristján bjó erlendis um hríð, þá hafí þeir alltaf vitað hvor af öðrum og fylgst með úr fjarlægð. Tónlistar- legur bakgrunnur þeirra er um margt líkur; báðir heilluðust af bandarískum blús og þjóðlagatónlist, en hafa unnið úr því á ólíkan hátt. „Bubbi hefur gefíð út svo mikið af plötum að hann hefur farið um víðan völl í tónlist," segir Kristján, „sem skilur helst á milli okkar, en ég á örugglega eftir að reyna ýmislegt; ekki má gleyma því að ég hef ekki gefíð út nema fimm plötur.“ Margir hafa talið þá félaga keppi- nauta eins og getið er, en þeir blása á allt slíkt tal, skella reyndar uppúr þegar það berst í tal. „Ári eftir að Kristján flutti heim til íslands lék þann með mér á tónleikaplötu,“ seg- ir Bubbi og bætir við að þeir hafí margoft troðið upp saman af ýmsu tilefni, þó ekki hafí það veri heilir Arangur samvinnu í textílhönnun UNDANFARIN ár hafa Textíldeild MHÍ og ístex hf. átt samstarf um ýmis verkefni á sviði textílhönnunar. I vetur gerðu deildin og ístex með sér samning um samvinnu að nám- skeiði í prjónahönnun/prjónatækni fyrir nemendur á öðru ári. Istex lagði nemendum til efni en skólinn kennslu og aðstöðu. Markmið nám- skeiðsins var að nemendur lærðu að vinna hugmyndir og skissur mark- visst fyrir prjón. Nemendur hönnuðu fatalínu að eigin vali og lögðu fyrir dómnefnd. Kennarar voru Guðrún Gunnars- dóttir og Amþrúður Ösp Karlsdóttir. Auk þess sá Guðríður Ástgeirsdóttir textílfræðingur hjá ístex hf. um að kynna nemendum framleiðsluferlið frá skissu hönnuðar að prjónaðri flík. í tengslum við þetta námskeið heim- sóttu nemendur Þjóðminjasafnið, Garnaverslunina Storkinn, Ptjóna- stofuna Janus, Saumastofuna Tinnu, Gretu Sörensen prjónahönnuð, auk ístex hf. Mánudaginn 5. maí kl. 13 verður afrakstur námskeiðsins kynntur þeim aðilum sem stóðu að námskeið- inu og tóku á móti nemendum, auk gesta. Fullbúnar flíkur og skissur verða til sýnis og verkefnið kynnt. Kynningin fer fram í húsnæði MHÍ Skipholti 1, 3. hæð, „Barmahlíð". STYRKURTIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk tilframhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 1997-1998. Veittur verður styrkur að upphæð kr. 500.000.- Verður þetta fimmta úthlutun úr sjóðnum. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Tvær sýningar eftir á Litla-Kláus og Stóra-Kláus NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á barnaleikritinu um Litla-KIáus og Stóra-KIáus á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikritið byggist á sam- nefndu ævintýri H.C. Andersen og segir frá Litla-Kláus sem er bláfátækur en bæði glaður og nægjusamur. Stóri-KIáus er hins vegar alveg steinríkur en bæði skapillur og gráðugur. Er sagan sögð með ívafi af tónlist, dansi og gamni. Þórarinn Eldjárn samdi söng- textana, lýsingu hannaði Jó- hann Bjarni Pálmason, höfund- ur leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, danshöf- undur Ástrós Gunnarsdóttir. Jóhann G. Jóhannsson, tónlist- arstjóri Þjóðleikhússins samdi tónlistina og leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Leikendur eru Bergur Þór Ingólfsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Jóhann Sigurðarson, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Orn Árna- son, Magnús Ragnarsson, Harpa Arnardóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Vigdís Gunn- arsdóttir, Jóhann Gunnar Jó- hannsson, Sveinn Þórir Geirs- son og Valur Freyr Einarsson. Síðustu sýningar eru í dag og 11. maí. Vorhátíð Skóla- hljómsveitar Grafarvogs VORHÁTÍÐ Skólahljómsveitar Grafarvogs verður í dag og hefst með því að hljómsveitin leikur á skemmtun eldri borgara í Laugar- dalshöll. Eftir skemmtuninn, kl. 15, verður haldið upp í Húsaskóla, þar sem hátíðinni verður fram haldið. Þar koma fram allir nemendur blásaraskólans ýmist einir sér eða við píanóundirleik Unnar Vilhelms- dóttur. Gestir Tónskóla grunnskól- anna í Grafarvogi koma í heimsókn og leika á píanó og forskólanemar leika eigin útsetningu á lagi úr Konungi ljónanna. Foreldrafélag sveitarinnar verða með kaffiveiting- ar og kökuhlaðborð gegn vægu gjaldi. Landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita verður haldið í vor í Grafarvogi og munu um 700 ung- ir tónlistarmenn koma til Reykja- víkur og halda alls um 60 tónleika í Reykjavík 29.-31. maí næstkom- andi. Þetta verður í fyrsta sinn sem landsmótið er haldið í Reykjavík. Vortónleikar Ár- nesingakórsins ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur vortónleika sína í Lang- holtskirkju í dag kl. 16. Á efnis- skránni má m.a. sjá lög eftir ísólf Pálsson, Pál ísólfsson, Gershwin, Silcher og Schrader. Einsöngvarar með kórnum eru Elísabet F. Eiríksdóttir og Magnús Torfason, Árni Sighvatsson, Ing- var Kristinsson, Þorsteinn Þ. Bjarnson og Þorsteinn Þorsteins- son. Kristján Stefánsson frá Gil- haga leikur á harmonikku og Einar Þorvaldsson á gítar. Undirleikari á tónleikunum er Bjarni Jónatans- son. Stjórnandi kórsins er Sigurður Bragason. Laugardaginn 10. maí kl. 20.30 verður kórinn með tónleika í Dala- búð, Búðardal. Þar mun söng- félagið Vorboðinn einnig koma fram. Tónleikum í Kópavogskirkju frestað TÓNLEIKUM sem vera áttu í Kópavogskirkju í kvöld, sunnudag- inn 4. maí, verður frestað um eina viku vegna veikinda og verða þeir haldnir sunnudaginn 11. maí kl. 21. Þar koma fram Ingibjörg Marteins- dóttir sópran; Einar S. Einarsson og Kristinn Árnason, gítar, ásamt Erni Falkner orgel. Orgeltónleikar í Grensáskirkju ORGELTÓNLEIKAR verða í Grensáskirkju mánudaginn 5. maí kl. 20.30. Órgelleikari kirkjunnar, Árni Arinbjarnarson, leikur orgel- verk eftir Sweelinck, Buxtehude, Bach og Jón Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.