Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 B 7
Morgunblaðið/Halldór
MÍKLÓS Dalmay píanóleikari og kórstjórinn
Edit Molnár frá Ungverjalandi ásamt börnum sínum.
mikið af nútímatónlist og kammer-
tónlist, sem meðleikari, í tríóum
og með sinfóníuhljómsveitinni -
en aldrei fjórhent með konunni
minni.“
Annað sem bíður Míklósar í maí
eru æfíngar á Tunglskinseyjunni,
óperu Atla Heimis Sveinssonar
sem frumsýnd var í Pekíng í mars,
en hún verður sýnd fimm sinnum
í Þjóðleikhúsinu á bilinu 21. til 30.
maí. „Það hefur verið mjög gaman
að vera með í þeirri uppfærslu,“
segir Míklós, „þetta er góður hópur
og skemmtilegt að takast á við
verkið.“ Þann 1. júní halda þau
Míklós og Edit með börnin þijú til
Sopron í Ungvetjalandi þar sem
þau dvelja í sumar. En hvernig lít-
ur næsti vetur út?'
„Edit heldur áfram uppbygg-
ingu á söngstarfínu og ég minnka
eitthvað við mig kennsluna til að
geta tekið meiri þátt í tónleikum.
Það stendur til að ég taki þátt í
tónleikaröð á vegum Kam-
meractica, vegna hundrað ára dán-
arafmælis Brahms og tvö hundruð
ára fæðingarafmælis Schuberts.
Síðan er eitt og annað á viðræðu-
stigi, en ekki komnar neinar end-
anlegar ákvarðanir, svo það er
best að tala sem minnst um það.“
En verðið þið áfram á Flúðum?
„Já, það er allt útlit fyrir það,“
segir Míklós, en það er ekki neinn
armæðutónn í svarinu. „Okkur lík-
ar vel hér og höfum nóg að gera
- of mikið ef eitthvað er. Það er
mjög rólegt hérna og ef ég hleð
ekki of mikilli kennslu á mig, hef
ég gott næði til að æfa mig.“
„Hér er mjög gott að vera,“
segir Edit, „líka vegna barnanna.
Það getur stundum verið æði erfitt
fyrir okkur að samhæfa tíma okk-
ar og það hefur komið fyrir að
Míklós verður veðurtepptur, eða
þarf að fara á æfíngar eftir
kennslu, fyrir sunnan. Hér eigum
við enga ættingja, en þetta er fá-
mennt samfélag og hér er gott
fólk, sem við höfum getað reitt
okkur á.“ Míklós er sammála þessu
og þegar hann er spurður hvort
honum fínnist hann ekki vera að
fórna sér, til þess að konan hans
geti unnið að sinni köllun, hristir
hann hrokkinn kollinn. „Nei. Ég
er ekki ástríðumaður í píanóleik.
Ég er tónlistarmaður. Við erum
það bæði. Hér getum við unnið -
og átt fjölskyldu. Svo höfum við
sumrin í Ungveijalandi."
Það vantar ekki lukkuna fyrir
okkur íslendinga að fá svona fólk
til liðs við okkur í tónlistaruppeldi
þjóðarinnar, hugsa ég með mér,
þegar ég kveð þessa glaðlegu fjöl-
skyldu - sem fínnst hún ekkert
síður hafa ýmislegt til okkar að
sækja.
spilar bara tuttugu og fjóra tíma
á sólarhring.
En ég er tónlistarmaður, ekki
„fanatic“. Ég vil lifa fjölskyldulífi
og það er mjög margt sem mér
fínnst skemmtilegt. Ég kenni auð-
vitað of mikið, eins og er en það
stendur til bóta. Þessi tvö ár, frá
því að ég flutti á Flúðir, er ég ekki
heldur bara með byijendur. Eg er
með nemendur á 7. og 8. stigi líka.“
Hefurðu komið fram á tónleik-
um í Evrópu frá því að þú fluttir
til íslands?
„Nei, bara á listahátíðinni í
Sopron. ísland er auðvitað dálítið
einangrað og lokað, þótt það hafi
lagast. En svo hefur það líka mik-
ið að segja, að ég sækist ekki eft-
ir að koma fram á tónleikum. Ég
tek aldrei upp símann og segi: Ég
vil halda tónleika. Ef, hins vegar,
einhver biður mig að spila, þá er
ég alltaf tilbúinn - og það er smám
saman að hlaða utan á sig hér á
landi.“
Saknarðu þá einskis?
„Jú, jú, það er margt sem við
söknum, en við erum búin að velja.
Ef sá dagur kemur, hins vegar,
að okkur finnist þetta ekki nógu
gott, þá förum við aftur.“ Ekki
virðist þeim Míklósi og Edit þó lík-
legt að sá dagur sé í nánd. „Edit
er að byggja upp tónlistarstarf á
Flúðum," segir Míklós og Elísabet
bætir við til skýringar: „Það er
mín köllun að byggja upp frá
grunni, eða næstum frá grunni,
eins og hefur verið hér. Ég vil það
frekar en að kenna í háskóla og
hér eru tækifærin næg.“
Og það er óhætt að taka undir
það, vegna þess að þegar þau Mík-
lós og Edit fluttu á Flúðir fyrir
tveimur árum, var þar einn starf-
andi kirkjukór. Hún sá auglýst, í
Morgunblaðinu, eftir organista og
kirkjukórsstjóra á Flúðum og sótti
um. Þetta var 100% staða, sem
organisti, kórstjóri, kennari í
grunnskóla og tónlistarskóla. Heil
staða fyrir Edit, ekkert fyrir
Míklós. Hann tók því kennslu í
Keflavík, Hafnarfirði og Reykja-
vík, auk þess að kenna á Flúðum
og í Reykholti. Núna, tveimur
árum síðar, er Edit í 200% starfi
og Míklós verður að minnka við
sig til að geta sinnt píanóleiknum.
„Þetta gerðist svo hratt og hleð-
ur stöðugt utan á sig,“ segir
Míklós.
Og enn er ekkert lát á annrík-
inu. Þann 8. maí verður haldin
Sönghátíð Hrunamanna í Félags-
heimilinu á Flúðum. Sönghátíð
þessi var haldin í fyrsta sinn vorið
1996 og tókst svo vel að ákveðið
var að endurtaka hana í ár. Edit
verður með fjóra ólíka kóra á hátíð-
inni og Míklós verður undirleikari
þeirra allra. Efnisskráin er ólík því
sem hann hefur átt að venjast, því
auðvitað vilja íslendingar helst
syngja ættjarðarlög þegar þeir eru
komnir í kór. Og þótt Edit hafi
tekist að byggja upp efnisskrá með
erlendum, aðallega ungverskum,
lögum í bland, þá er meginhluti
hennar íslenskur. Þar að auki
munu þau hjónin leika Qórhent á
sönghátíðinni.
„Við höfum aldrei spilað saman
áður,“ segir Míklós. „Ég hef leikið
Fyrir byrjendur og lengra komna.
Hlaupió verður 3 sinnum i viku.
Mánud. og miðvikud. kl. 18:00.
Laugardaga kL 10:30.
Spinning
Frábærir „Spinning" tímar fyrir aila.
„Tour de France“ fyrir lengra komna.
Sundleikfimi í
Sundlaug Seltjarnarness
Léttar leikfimiæfingar í lauginni.
Einnig geta gestir farið í
almennt sund, heita potta og
í gufubaó eftir hentugleikum.
Allt þetta fyrir aóeins kr. 2.475,-
á mánuói ef þú byrjar strax.
Kortið gildir til 31. ágúst.
Hringdu strax í síma 561 3535
eóa komdu í Frostaskjól 6
og láttu skrá þig.
fwmsrnstm
Sumarskokk
meó Mörtu Ernstdóttur
hefst á morgun 5. maí.