Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 1
112 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
104. TBL. 85. ÁRG.
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Samkomulag við Rússa um stækkun NATO innaii seilingar
Russar
heri í r
hætta andstöðu við
jrjum NATO-ríkjum
Moskvu. Daily Telegraph.
ÞÁTTASKIL voru sögð innan seilingar í gær
í samningum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) og Rússa um stækkun bandalagsins
austur að rússnesku landamærunum. Að
sögn vestrænna stjómarerindreka hafa
Rússar fallist á að NÁTO geti sent herhð og
komið upp hernaðarmannvirkjum í ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu, sem búist er við að
boðin verði aðild að bandalaginu.
Rússar hafa hingað til krafist lögformlegr-
ar skuldbindingar þess efnis að NATO stað-
setji ekki erlent herlið í nýjum aðildarríkjum.
Þessu hefur bandalagið hafnað á grundvelli
þess að ekki komi til greina að ný ríki verði
annars flokks aðilar. I staðinn hefur NATO
boðið ákvæði í samningi við Rússa um stækk-
unina þar sem því er lýst yfir, að bandalag-
ið hafi engin áform um að staðsetja til fram-
búðar „verulegan" fjölda bardagasveita í nýj-
um aðildarríkjum. Líklegast þykir að þrem-
ur ríkjum verði boðin aðild í fyrstu lotu, Pól-
landi, Ungverjalandi og Tékklandi.
Rússar voru sagðir hafa fallist á orðalag
klásúlunnar í fyrradag þrátt íyrir að það sé
fram úr hófi loðið. Umfangsmikil heræfinga-
áætlun myndi t.a.m. gera NATO kleift, að
mati hermálafræðinga, að vera með bæði
herlið og hergögn í nýju ríkjunum sem um
raunverulega staðsetningu væri að ræða, án
þess þó að það bryti í bága við skuldbinding-
una.
Varnarstefna NATO gengur hins vegar út
á að senda hraðlið á vettvang fremur en var-
anlegan herafla og það væri lítil þörf að
senda fjölmennt herlið til t.d. Póllands. Vit-
andi það hafa Rússar freistað þess, en án ár-
angurs, að fá sett takmörk við tegundum og
magni hergagna og hernaðarmannvirkja sem
komið yrði upp í nýjum aðildarríkjum NATO.
Stjórnarerindrekar sögðu að svo virtist sem
Rússar hefðu nú sætt sig við að þessari kröfu
þýði ekki lengur að halda til streitu.
Búist er við að þau mál sem enn er ósamið
um verði leyst í lokalotu samninganna í
Moskvu í næstu viku og því verði ekkert að
vanbúnaði að undirrita sögulegt samkomulag
um samstarf NATO og Rússa í París í lok
maí.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti skaut vest-
rænum stjórnarerindrekum skelk í bringu í
vikunni er hann jafnaði stækkunaráformum
NATO við Kúbudeiluna 1962, en þá rambaði
heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar. í
gær sögðu diplómatar að líta bæri á ummæl-
in sem tilraun til að knýja Vesturlönd til eft-
irgjafar en þau væru þó fyrst og fremst ætl-
uð rússneskum þegnum.
VORKYRRÐ VIÐ KLEIFARVA TN
Morgunblaðið/RAX
7,1 stigs
skjálfti í Iran
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 7,1 stig á
Richters-kvarða skók norðausturhluta
Irans í gær, að sögn írönsku fréttastof-
unnar IRNA. Skjálftinn átti upptök 370
km suður af borginni Mashhad þar sem
tvær milljónir manna búa. Fregnir af
tjóni höfðu ekki borist en þó var öruggt
talið að búast mætti við að borgirnar
Qaen og Birjand, sem eru skammt frá
upptökum skjálftans, yrðu illa úti en
þær eru 150 km frá landamærum
Afganistans. Fyrir sjö árum biðu 35.000
manns bana í 7,3 stiga skjálfta í íran.
Landsbergis í
forsetaframboð
VYTAUTAS Landsbergis, sjálfstæðis-
hetja Litháen og þingforseti, tilkynnti í
gær, að hann ætlaði að bjóða sig fram
til forseta. Gert er ráð fyrir að forseta-
kjör fari fram í Litháen í desember nk.
Líklegt þykir að helsti pólitfski keppi-
nautur hans, Algirdas Mykolas Braz-
auskas forseti, verði einnig í kjöri.
Barnaþrælar
búa til fótbolta
INDVERSKIR barnaþrælar búa til
íþróttavörur sem m.a. eru seldar í Bret-
landi undir kunnum vörumerkjum, að
sögn samtakanna Kristnihjálp, sem
beita sér gegn bamaþrælkun. í þorpum
norðurhluta Indlands fá börn sem svar-
ar 16 krónum fyrir að handsauma
Mitre- og Umbro-fótknetti sem seldir
eru á 1.750 krónur í Bretlandi. í Ind-
landi brýtur ekki f bága við lög að nota
börn til starfa í verksmiðjum af þessu
tagi. Talsmenn Umbro sögðu að fyrir-
tækið sliti venjuiega samstarfi við fram-
leiðendur sem reyndust nota börn við
vinnu.
95 ára ökumað-
ur sá besti?
THOMAS Jones, 95 ára Breti sem aldrei
hefur tekið bílpróf, getur með réttu gert
tilkall til titilsins öruggasti ökumaðurinn
þrátt fyrir að hann verði að nota stækk-
unargler til að lesa dagblöð. í 75 ár hef-
ur hann aldrei orðið fyrir óhappi og að-
eins einu sinni gert tilkall til bóta en það
var er steinn braut framrúðu. Nú hefur
tryggingafélagið Eagle Star endurgreitt
honum sfðasta iðgjald, 282 pund eða
34.000 krónur, og boðið honum ókeypis
tryggingu í framtíðinni. Jones, sem ekur
um á Rover 3500, hefur dregið nokkuð
úr akstri, einkum eftir að kona hans lést
fyrir fjórurn árum.
Nær
Prodi að
halda
sáttum
undir
Ólífutrénu?
Dómsmálaráðherrann
úr Breiðafjarðardölum
Þarf ýtrustu hagræð-
ingu til að halda sjó
l,ori<vl«nií ó T»a FHk I AðoUol Wðr kd morgu oi twWrtl Iuxh. fr>
ifa u* lT|£«r., þri.úr