Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tölvu-
þjófar aft-
ur á ferð
TVEIR menn sem brutust inn í
Bókasafn Kópavogs og stálu það-
an tölvum, myndbandstækjum
o.fl. voru teknir aftur við svipaða
iðju við pizzugerð í Garðabæ að-
faranótt föstudags.
Menn frá lögreglunni í Hafnar-
firði voru á eftirlitsferð í Garðabæ
þegar þeir urðu varir við mennina
og handsömuðu þá. Þá voru þeir
búnir að bijótast inn og voru að
bera út í bifreið sína talsvert magn
tækja og tóla, svo sem tölvur, út-
varpstæki og fjóra hátalara.
Mælinga-
menn á Skeið-
arársandi
MÆLINGAMENN Vegagerðar-
innar voru að störfum á þjóð-
veginum skammt frá ánni Gígju
á Skeiðarársandi nýlega. Verk-
takar og vinnuflokkar vinna
þessa dagana að endurbyggingu
vega sem skemmdust í Skeið-
arárhlaupinu í nóvember sl. og
eru brúarvinnuflokkar frá
Vegagerðinni við viðgerðir á
brúnni yfir Skeiðará. Einnig er
í gangi endurbygging vegarins
austan við Gígju en fram-
kvæmdir eru hins vegar ekki
hafnar á sjálfri brúnni, að sögn
Jóns Rögnvaldssonar, aðstoðar-
vegamálastjóra.
Stefnt að þinglok-
um í næstu viku
Féll niður
af svölum
Morgunblaðið/RAX
MAÐUR féll fram af svölum á húsi
við Frakkastíg um hálffimmleytið í
gærmorgun en meiðsl hans eru
ekki talin alvarleg.
Að sögn lögreglu var maðurinn
talsvert ölvaður og var fallið um
sex til sjö metrar. Talið var að hann
væri rifbeinsbrotinn og var hann
fluttur á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Vakthafandi læknir
þar sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gærmorgun að áverkar manns-
ins væru ekki alvarlegir.
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti
Alþingis, segist vonast til að ljúka
megi þinghaldi í lok næstu viku, á
föstudag eða laugardag, í sam-
ræmi við starfsáætlun þingsins.
Það velti þó á ýmsu, til dæmis því
hvort afgreiðslu lífeyrisfrumvarps
ríkisstjórnarinnar verði frestað
eður ei.
Ólafur segir að mikilvægt sé að
nefndastarfi ljúki að mestu um
helgina. Að vísu séu viðurkenndar
undantekningar frá því, til dæmis
sé umfjöllun um vegaáætlun í sam-
göngunefnd ekki lokið.
Þingforseti segir að ekki sé líf-
eyrismálið heldur afgreitt frá efna-
hags- og viðskiptanefnd. Það hafi
verið rætt í nefndinni í gærmorgun
og jafnframt verið til umfjöllunar
í ríkisstjórninni, en ekki hafi verið
ákveðið hvort það bíði næsta þings.
„Það skiptir miklu máli hvernig
það mál fer,“ segir Ólafur.
Hann segir að þingstörfin hafi
gengið vel undanfarna daga. „Ég
sé ekki núna að nein ný mál komi
upp eða mál verði afgreidd úr
nefndum, sem geti valdið óróa,“
segir Ólafur.
Nokkur mál bíða
Hann segir að vitað hafi verið
að nokkur mál myndu bíða næsta
þings. Þar á meðal sé háskólafrum-
varpið og fleiri frumvörp mennta-
málaráðherra, sem borizt hafi
þinginu of seint. Þá verði nokkrum
málum dóms- og kirkjumálaráð-
herra frestað. Sveitarstjórnafrum-
varp félagsmálaráðherra verði
heldur ekki afgreitt, enda umdeilt.
Þá verði t.d. frumvörp um þjóð-
lendur og eignarhald á orkulindum
kynnt og þeim vísað til nefndar,
en ekki afgreidd. „Annars bíður
ekkert af stærri málum,“ segir
Ólafur.
Umhverfisráðherra um geislamengun í Norður-Ishafi
Höfum lengi var-
að við Sellafield
MORGUNBLAÐINU í dag fylgir
24 síðna blaðauki um húsið og
garðinn. Blaðaukanum var dreift
með Morgunblaðinu í gær. Meðal
efnis í blaðinu er umfjöllun um
lífrænar meindýravarnir í garðin-
um, útilýsingu, trjáklippingar,
áburðargjöf og umhirðu gras-
flata. Rætt er við fólk sem hefur
ástriðufullan áhuga á garðyrkju,
fjallað um leiktæki fyrir böm og
sagt er frá görðum sem steinar
setja mestan svip á. Einnig er
fjallað um ávaxta- og beijarækt,
endurbyggingu gamalla húsa, ut-
anhússmálningu, utanhússklæðn-
ingar og sagt frá einföldum um-
bótum á gluggum og gleri.
GUÐMUNDUR Bjamason umhverf-
isráðherra segir að nýjar niðurstöður
um geislavirkni í Norður-Íshafí sýni
að viðvaranir íslenskra stjórnvalda
á liðnum árum við starfsemi endur-
vinnslustöðvarinnar í Sellafíeld hafí
átt við rök að styðjast.
„íslensk stjórnvöld hafa í mörg
ár varað við starfseminni í Sella-
fíeld. Það kemur þess vegna ekki á
óvart að það skuli koma á daginn
að frá þeim berist mengun. Við
höfum lengi óttast það. Það kemur
heldur ekki íslenskum vísindamönn-
um á óvart að þetta skuli gerast,
en þeir telja þó sem betur fer að
þetta sé ekki í þeim mæli að það
sé ástæða til að óttast að það hafi
áhrif á lífríkið. Þetta er engu að
síður vísbending um það hvað getur
gerst og hvað þessi mengun getur
borist langar leiðir.
íslensk stjómvöld hafa í okkar
alþjóðasamskiptum lagt áherslu á
að mengun hafsins skipti okkur
afar miklu máli. Það má segja að
þetta sé það sem við höfum lagt
megináherslu á í okkar alþjóðasam-
skiptum. Við höfum sömuleiðis lagt
mikla áherslu á bann við notkun
svokallaðra þrávirkra lífrænna
efna, sem eyðast seint og illa í nátt-
úrunni. Reynslan sýnir að slík efni
berast langan veg með hafstraum-
um og brotna hægar niður í kald-
ara andrúmslofti og kaldari sjó. Ný
skýrsla um þessa hluti veldur Græn-
lendingum miklum áhyggjum eins
og kemur fram í Morgunblaðinu í
gær.
Við höfum því reynt að vera á
verði í þessu efni og reynt að benda
GEORG Ólafsson, forstjóri Sam-
keppnisstofnunar, segir að stofnun-
in hafí fjallað um vissa hluti sem
tengist samþjöppun í sjávarútvegi.
Hann segir að starfandi sé nefnd á
vegum sjávarútvegsráðuneytisins
sem er að undirbúa reglugerð um
þessi mál.
Árni Vilhjálmsson hæstaréttar-
lögmaður varpaði því fram á aðal-
öðrum þjóðum á þær hættur sem
þetta hefur í för með sér. Það má
kannski líka segja að þetta endur-
spegli það viðhorf okkar að leggja
áherslu á að nýta endurnýtanlega
raforku til iðjuvera. Þess vegna
m.a. er það jákvætt fyrir umhverfið
að okkar endurnýtanlegu orkulindir
séu nýttar og þannig verði minna
um að raforka sé framleidd með
kolum, olíu eða kjarnorku," sagði
Guðmundur.
fundi VSÍ sl. þriðjudag hvort ekki
væri ástæða hjá samkeppnisyfir-
völdum til að skoða samþjöppun í
sjávarútvegi.
Georg sagði að nefnd sú sem nú
væri starfandi á vegum sjávarút-
vegsráðuneytisins hefði beðið Sam-
keppnisstofnun um að gefa umsögn
um tiltekna þætti í þessu máli.
Stofnunin væri nú að skoða það.
Nefnd að skoða sam-
þjöppun í sjávarútvegi
Orkan við Atlantshaf
►Olíu og gasi er dæit upp úr
Norður-Atlantshafi og Islendingar
eiga ónýtta vatnsorku og jarð-
varma. /10
Óveðursský
hrannast upp yfir
Kennedy-fjölskyldunni
►Hneykslismál umlykja nú enn
einu sinni frægustu fjölskyldu
Bandaríkjanna. /12
Dómsmálaráðherrann
úr Breiðafjarðardölum
► Friðjón Þórðarson fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra rifjar
upp minnisstæð atvik. /22
Þarf ýtrustu hagræð-
ingu til að halda sjó
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er rætt við Ernu Sör-
ensen og Einar Matthíasson í Nes-
útgáfunni. /24
B
► 1-28
Þrengist vökin
►Jóhanna Björnsdóttir á Ytra-
Fjalli hefur glöggt auga fyrir um-
hverfi sínu og atburðum. /1
Hálf rar aldar forði af
heimildarfilmum
►Litlu munaði að mikið af frum-
filmum Osvaldar og Vilhjálms
Knudsen væri í Víkartindi þegar
hann strandaði. /6
Baráttuglaðir
en valdalitlir
►Stjórnarmenn í SAMFOK telja
að fræðsluyfirvöld leiti yfirleitt
seinttil foreldra. /10
c
FERÐALOG
► 1-4
Á safarf um Serengeti
►Afrika er draumastaður.þeirra
sem vilja skoða villt dýr. /2
Sjálfbær
ferðamennska fyrir
framtíðina
►Áhugi Vesturlandabúa á ferða-
lögum til landa með ósnortinni
náttúru hefur aukist töluvert. /4
ÍP BÍLAR________________
► 1-4
Ótrúlegt í dag - raun-
veruleiki á morgun
►Toyota ASV er dæmi um bíl sem
byggður er út frá öryggissjónar-
miði og búinn margvíslegum
tækninýjungum. /3
Reynsluakstur
►Daihatsu Move. /4
Eatvínna/
RAÐ/SMÁ
► l-20
Ungir karlar hafa
komið á óvart
►Nýlega var haldin ráðstefna um
málefni karla. /20
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42
Leiðari 28 Stjömuspá 42
Helgispjall 28 Skák 42
Reykjavíkurbréf 28 Fólk í fréttum 44
Skoðun 30 B!ó/dans 46
Minningar 32 Útv./sjónv. 60,64
Myndasögur 40 Dagbók/veður 66
Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 12b
Idag 42 Mannlífsstr. 16b
INNLENDAR Fh ÆTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6