Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 10

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 10
10 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ mfd '3 yf /1 o uK. mjss- LAND. :)atrMayen "fL. Norbursjór f Orkan við Atlantshaf Orkubúskapur við Norður-Atlantshaf er að gerbreytast. Olíu og gasi er dælt upp úr Norðursjónum, við vesturströnd Noregs og Bretlandseyjar, einnig við austurströnd F æreyingar fari varlega Jakob Rugland Morgunblaðið/Golli NORÐMAÐURINN Jakob Rugland hefur tekið þátt í olíuævintýrinu frá upphafí. Árið 1968 réð hann sig hjá Phillips Petroleum-olíufyrirtækinu bandaríska sem hefur aðalstöðvar í Oklahoma en rekur útibú í Noregi. Rugland starfar nú sjálfstætt sem fulltrúi Phillips í Færeyjum. Rugland sér um tengsl við stjórn- völd þar og undirbýr jarðveginn á margvíslegan hátt fyrir væntanlegt samstarf en fyrirtækið er eitt af 19 slíkum sem hafa hug á olíu- vinnslu við eyjarnar. í mörgum til- fellum munu þau stefna að sam- starfi, tvö eða fleiri. Búist er við að landstjórnin út- hluti vinnsluleyfum öðru hvoru megin við áramótin en verið er að hnýta ýmsa enda í lagasetningu um þessi mál. Að auki er ekki búið að leysa deilur við Breta sem neita að samþykkja miðlínuskipti og verði deilan ekki leyst á næstunni er ljóst að nokkurt svæði á milli Færeyja og Hjaltlands verður skilið eftir þegar að úthlutun leyfa kemur. Að sögn Ruglands er umrætt grátt svæði talið mjög líklegt til að vera auðugt af olíu. Spurning um líkur — Hvernig eru horfurnar við Fær- eyjar, er hægt að fullyrða að olía sé þarna? „Það er ekki hægt, jafnvel þótt ég væri jarðfræðingur gæti ég það ekki. Þetta er alltaf spurning um að meta líkumar og þær eru miklar ef marka má tilraunaboranir og aðrar vísbendingar. Þetta er happdrætti og sjálfur tel ég að Færeyingar ættu að gæta sín og ekki hefja neinar fjárfestingar strax vegna væntanlegrar olíu- vinnslu. Ég minni á að menn fundu olíu við Hjaltland snemma á áttunda áratugnum en framleiðsla hófst ekki fyrr en 1990, það getur því orðið löng bið eftir tekjum þótt ein- hver olía finnist." — Verða vinnsluleyfm boðin upp? „Nei þeim verður sennilega út- hlutað. Færeyingar annast sjálfir samningagerðina þótt hún sé opin- berlega á hendi danska utanríkis- ráðuneytisins í Kaupmannahöfn og það er alveg ljóst að það verða Færeyingar sem munu njóta tekn- anna. Fyrirtækin verða líklega beðin um að tilgreina svæði þar sem þau vilja leita en síðan verða þau að gera upp við sig hvort þau vilji hlíta þeim skilmálum sem settir verða. Kanada og lindir eru mjög líklega við Græn- land og Færeyjar, segír í grein Krístjáns Jónssonar. íslendingar eiga síðan miklar ónýttar birgðir af vatnsorku og jarðvarma. Norski risinn Troll NORÐMÉNN eru orðnir næst-stærstu olíuút- flytjendur í heimi, á eft- ir Saudi-Aröbum, ríkið er skuldlaust. Olían aflar þriðjungs útflutningsteknanna og nú er svo komið að stór hluti hagnaðarins er lagður í sjóð sem nota á til að tryggja lífeyrisgreiðslur þegar æv- intýrinu lýkur. Búist er við að auð- ugustu olíulindir Norðmanna verði þurrausnar fljótlega eftir aldamót- in. Gasið mun endast lengur, senni- lega meira en öld með núverandi vinnslu og er þá ekki tekið tillit til þess að nýjar lindir gætu fundist. Bretar framleiða nóg til innan- landsnotkunar, Danir hafa einnig fundið verulegar olíu- og gaslindir i sínum hluta Norðursjávar og eru meira en sjálfum sér nógir. Líkur eru á að grannar okkar Færeyingar finni olíu í lögsögu sinni og ætti þá efnahagsvandi þeirra að vera leystur um fýrirsjáanlega framtíð. Fyrir fáeinum áratugum urðu Vestur-Evrópumenn að flytja inn frá fjarlægum löndum nær alla olíu sem þeir notuðu en framleiða nú rúmlega helminginn sjálfír. Þeir kaupa þó mikið af gasi frá Rúss- landi og nýfrjálsu ríkjunum við Kaspíahaf. Loks má nefna að Alsír og fleiri Norður-Afríkuríki selja Evrópuríkjum mikið af olíu og gasi. Kostirnir við vinnsluna á Norð- ursjó og við sjálft Atlantshafið eru margir. Stjórnmálaástand er ótryggt í lýðveldum Sovétríkjanna gömlu að ekki sé talað um Áfríku eða Miðausturlönd, helsta olíuforða- búr heimsins. Oft hefur verið bent á hvílíkt hættuspil það sé að efna- hagur Evrópu og Norður-Ameríku sé háður orkulindum sem geta lok- ast skyndilega vegna átaka. Hét að drekka hvern dropa Svo litla trú höfðu margir á því framan af sjöunda áratugnum að olía fyndist á norsku svæðunum að norskur þingmaður hét því að drekka sjálfur hvern olíudropa sem fyndist þar! Mörg olíufyrirtæki gáf- ust reyndar upp við leitina á- norska- svæðinu vegna þess hve illa gekk fyrstu árin. Viðhorfin breyttust þegar olía fannst loks eftir 40 árangurslausar boranir á Ekofisk-svæðinu í Norð- ursjónum undir árslok 1969. Það var bandarískt fyrirtæki, Phillips Petroleum, sem var þar að verki. í upphafi var mjög stuðst við reynsl- una sem menn höfðu af olíuvinnslu á hafsbotni í Mexíkóflóa en þar er nú mest af olíuborpöllum á sjó, um 4.000. Til samanburðar má geta að á Norðursjónum eru þeir um 400. Hverjareru líkurnar á því að olía finnist á íslandi? Harla litlar, að sögn flestra sérfræðinga og olíufé- lögin virðast sammála. Hins vegar gætu olíulindir verið í grennd við Jan Mayen í norðaustri en þar hafa norskir og íslenskir vísindamenn þegar gert bergmálsmælingar. Samkvæmt samningum við Norð- menn höfum við nokkurn rétt til að nýta náttúruauðæfí á hafsbotni sunnan við Jan Mayen. Olía gæti verið í jarðlögum suð- vestur af Færeyjum, á Hatton Rockall-svæðinu. Islenskir stjóm- málamenn hafa bent á að túlka mætti ákvæði í alþjóðalögum á þá lund að við ættum eignarrétt á framhaldi landgrunnsins allt suður að Rockall. Ekki hefur fengist nið- urstaða í málinu en ljóst að allt stefnir í að leitað verði að olíu á þessum slóðum. Mikilvægi norðursvæða ísland og önnur stijálbýl land- svæði norðarlega í Atlantshafi skiptu miklu máli í kalda stríðinu vegna hemaðarlegrar legu sinnar en svo getur farið að orkulindirnar þar verði ekki síður mikilvægar í framtíðinni. Norðmaðurinn Jakob Rugland segir að áhugi olíufyrir- tækja beinist ekki að Islandi, önnur svæði séu líklegri, en minnir á gnægð af mengunarlausu vatnsafli og jarðvarma hér. Einhvern tíma geti komið að því að auðlindirnar hér verði hluti af orkubúskapnum á svæðinu ef hægt verði að tengja orkuverin með köplum við aðra hluta Evrópu. VESTUR af Björgvin er hinn risastóri bor- pallur Statoil-fyrirtækisins norska, TroII, sem er 472 metrar að hæð, gerður úr stáli og steinsteypu og vegur milljón tonn. Hann er notaður til dæia upp gasi og myndi gnæfa hátt yfir Empire State-skýjakljúfinn í New York ef pallurinn væri á þurru landi. Um 50 manns eru að staðaldri á Troll. Gas er hægt að nota til orkuframleiðslu en olía er mun verðmætari, úr henni má einnig vinna ýmis hráefni, m.a. til plastgerð- ar. Norðmenn eru nú að gera tilraunir í samvinnu við Suður-Afríkumenn með að vinna olíu úr gasi og lofa þær góðu. Alls hafa menn fjárfest sem svarar 5.500 milljörðum íslenskra króna í olíuvinnslunni við strendur Noregs, umsvifamest er ríkisol- íufyrirtæki landsmanna, Statoil. Flestum reynist erfitt að skilja hvað þessar tölur merkja í reynd en þess má geta að fjárlög íslenska ríkisins eru nú um 120 milljarðar króna á ári. Búið er að ná upp um 17% af því magni sem vitað er að finnst í land- grunni Noregs en líklegt þykir að mikið muni finnast í viðbót norðar við vestur- ströndina og á Barentshafi. Enn er deilt um það hvað gera skuli við úrelta palla og er borpallur Shell, Brent Spar, enn geymdur inni í norskum firði. Umhverfissinnar komu í veg fyrir að honum yrði sökkt í Atlantsála. Til greina kemur að nota hluta úr honum í nýjar bryggjur. Nákvæmni tannlæknisins Borað er þijá til fimm kílómetra niður í landgrunnið í Norðursjónum og tæknin hef- ur tekið miklum framförum. Nú er oft látið nægja að bora eina holu lóðrétt niður en síðan er hægt að skipta um stefnu þegar búið er að tæma birgðirnar í holu, bora úr henni lárétt mörg göng inn í önnur lög þar sem olíu og gas er einnig að finna. Þetta þýðir að ekki er þörf á jafnmörgum borpöll- um og áður. Nú er farið að nota skip til að dæla upp olíu þar sem um litlar lindir er að ræða. Dælt er sjó inn í holur sem eru að tæmast til en fjarlægt hefur verið af olíu, markmiðið með þessu er að þrýsta því sem enn er eftir upp á við svo að hægt sé að dæla því upp. Margra metra jarðsig hef- ur orðið undir sumum pöllunum og hafa menn þá lengt stoðirnar sem þeir hvíia á með ærnum tilkostnaði. Nákvæmnin er mikil við borun á miklu dýpi. I grein í Aftenposten er þessu Iíkt við að tannlæknir væri uppi á 12. hæð í húsi og fengi það verkefni að bora í jaxl í manni á jarðhæðinni!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.