Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 11 Fyrst er unnið þar sem það er auðveldast Það fannst olía í setlögnm við Hjaltland og þá fengu menn aukinn áhuga á Færeyjum, af því að svipuð setlög ná langt í norðvestur og einn- ig til vesturs í á_tt að Hatton Rock- all-svæðinu og írlandi. Það er margt sem ræður ferð, fjarlægðin 'frá mörkuðum getur skipt máli ef það reynist mjög dýrt að ná olíunni upp. Gas finnst t.d. mjög víða í heiminum en það verður að vera samkeppnisfært í verði. Framboð og eftirspurn ráða verðinu og því hærra sem það er þeim mun eftirsóknarverðara er að finna olíu þótt kostnaðurinn við að finna hana og ná henni upp sé mikill. Fyrst er unnið þar sem það er auðveld- ast.“ — Geta jarðskjálftar valdið tjóni á olíumannvirkjum á hafmu og í framhaldinu umhverfisslysi? Hvað með hafíshættuna á norðlægum slóðum? „Ég efast um að jarðskjálfti gæti valdið því að olía færi að streyma hömlulaust upp úr jarðlög- unum en hann gæti valdið því að menn misstu stjóm á holu. Það væri áfall en hægt væri að bora nýja holu sem tæki þrýstinginn af gömlu holunni. Þetta tæki hins veg- ar nokkurn tíma. Hafís er auðvitað slæmur fyrir olíumannvirki, hann gæti hrifið þau með sér eða skemmt þau. Hættan á slíkum áföllum dregur vafalaust úr áhuganum á að fjárfesta í olíu- vinnslu á hafísslóðum. Allt snýst þetta um kostnaðinn við vinnsluna, alla áhættu og hugsanlegt tjón verður að reyna að meta fýrirfram.“ Olíafinnst reyndar áíslandien ... OLÍ A verður til við sérstakar aðstæður þegar leifar af jurtum og dýrum, ekki síst svifi, ná ekki að rotna heldur grafast niður í setlög og lokast þar inni. Leifarn- ar hitna á miklu dýpi og á löngum tíma, gas myndast oft þar sem jurtaleifarnar eru einkum af þurrlendi en annars olía. Hitastig- ið skiptir máli, sé það of hátt breytist olían í gas eða bik, hún getur jafnvel eyðst. Ekki er alltaf hægt að vinna olíu þótt hún finn- ist, jarðlögin þurfa helst að vera með þeim hætti að hún safnist fyrir í holum eða hvelfingum. Karl Gunnarsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að vottur af olíu og gasi finnist víða um heim en oftast í litlu magni. Fundist hafi eins konar jarðbik rétt hjá surtarbrandsæð austur í Lóni sem hafi snögghitn- að af berggangi er skotist hafi inn í hana. Þetta sýni að olía geti fundist hér en vegna ungs aldurs íslands í jarðsögulegu tilliti séu erlendir sérfræðingar í olíuleit ekki áhugasamir, telji mjög ólík- legt að hér sé nýtanlegt magn. „Þetta er frekar ólíklegt og enn hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að verulegar olíu- lindir séu fyrir hendi hérlendis," segir Karl. Astæðan fyrir áhuganum á Færeyjum segir Karl að sé ná- lægðin við lindirnar í lögsögu Breta við Hjaltland, en nokkrar líkur séu einnig á olíufundi enn vestar og norðar við Færeyjar og Rockall. Færeyjar sjálfar eru myndaðar í eldsumbrotum er meginlöndin klofnuðu og liggja þær ofan á jaðri gamla megin- landsins austan við Atlantshafs- hrygginn; ísland er hins vegar á sprungunni sem myndaði hrygg- inn. Undir færeyska basaltinu gæti því verið gömul meginlands- skorpa með setlögum, aðallega frá miðlífsöld, með olíu. Við Jan Mayen er brot eða flís úr meginlandsskorpu. Þar gætu því einnig verið gömul setlög, nið- urstöður bergmálsmælinga, sem Karl vann að fyrir Orkustofnun og norsk stjórnvöld, hafí bent til þess. Karl segir að það flæki nokkuð málið hér að þrátt fyrir ungan aldur landsins séu setlög hér, vegna mikils rofs séu þau all- þykk, einkum norðanlands. Þótt vottur af gasi finnist sanni það samt ekki að vinnanlegt magn sé í jörðu. Gera þyrfti bergmálsmæl- ingar miklu víðar um landið og tilraunaboranir til að vita meira um þessi mál. Raunveruleg leit að olíu og gasi sé allt annað mál. Hún kosti tugi mil\jarða króna, slíkar fram- kvæmdir séu aðeins á færi olfu- risanna og þeir telji önnur svæði vænlegri. Norðmenn séu af eðli- legum ástæðum komnir lengra f þessum efnum en við, þar sefji opinber stofnun oliufélögunum niðurstöður bergmálsmælingar og þau geti sfðan notað þær til að kanna raálið frekar. Sýni þau áhuga eru boðin út leyfi til leitar á ákveðnum svæðum. SÉRTILBOÐ fyrir VISA korthafa: Brottför 13. maí. TakmarkdÖ sœtaframboð. Verð pr. mann. m/Visa afslœlti V/SA ~ ~ ---- 28.000 kr.afsláttur VISA korthafar fá samanlagt 28.000.- afslátt, miðað við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára. (7000 kr. pr. mann.) Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( íbúð á Trebol ( 2 vikur. Ef 2 fullorðnirferðast saman kr. 44.000,-pr mann. MAJORCA V/SA Brottför 18.júní og ló.júlí. Verð pr. mann. m/Visa afslœtti, 28.000 kr.afsláttur VISA korthafar fá samanlagt 28.000.- afslátt, miðað við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára . (7000 kr. pr. mann.) Beintflug BILLUND Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu ( (búð á Pil Lari Playa (2 vikur. Ef2 fullorðnir ferðast saman, kr. 44.500.-pr. mann, ( stúdíó. VISA 20.000 khafsláttur VISA korthafar fá samanlagt 20.000.- afslátt, miðað við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára .(5000 kr. pr. mann.) Brottför 11. júní, 26. júní og 8.júlí. Verð pr. mann. m/Visa afslœtti: 22.610.- Flugv.skattar innif. Verð á barrt(2-ll ára) kr. 13.910.- Nýir umboðsmenn: Akrunea: Auglýsingablaðið Pésinn StiUholti 18, sími 431 42221431 2261. Grindavík: Flakkarinn Víkurbraut 27, sími: 426 8060 Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3, sími 462 5000. Vestmannaeyjar: Eyjabúð Strandvegi 60, sími481 1450 Se1foss:Suðurgarður hf. Austurvegi 22, sími 482 1666. Keflavík'.Hafnargötu 15, sími 421 1353 FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 OTTÓ AUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.