Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 16
16 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Michael Jordan, vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna, íviðtali við ESPN
ErHðara að verja titil-
Inn en vinna hann
Vinsæll
„ÉG HEF enn yndi af þvf
aö spila og það er mér
mikilvægt að vera jafn-
góður og ég hef verið,“
segir Michael Jordan
sem er vinsælli í
Bandaríkjunum en tfu
næstu fþréttamenn
samanlagt.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum
UM SÍÐUSTU helgi átti Stuart
Scott, íþróttafréttamaður
ESPN sjónvarpsstöðvarinnar,
viðtal við Michael Jordan ítil-
efni af úrslitakeppninni í NBA-
deildinni. Lið hans, Chicago
Bulls, átti í nokkrum erfiðleik-
um með Washington Bullets í
fyrstu umferðinni, þótt það
ynni þrjá leiki f röð. Engu að
síður telja flestir íþróttaf rétta-
menn að liðið muni vinna
fimmta titil sinn á þessum ára-
tug.
Nýlega gerði Chilton fyrirtækið
könnun á vinsældum íþrótta-
fólks í Bandaríkjunum. Þar kom í
Ijós að Michael Jord-
an er vinsælli en tíu
næstu íþróttamenn
samanlagt. Jordan er
nú að reyna að leiða
Chicago til fímmta meistaratitils liðs-
ins.
Þú hefur níu sinnum skorað flest
stig og fjórum sinnum verið tilnefnd-
ur leikmaður ársins. Hvað er það sem
rekur þig áfram í dag?
„Ég hef enn yndi af því að spiia
og það er mér mikilvægt að vera
jafngóður og ég hef verið. Fjölmarg-
ir leikmenn, bæði yngri leikmenn og
reyndari, skora á mig í hveijum leik.
Það hvetur mig til að gera mitt besta.
Fyrir mér snýst þetta mest um innri
áskorun," sagði Jordan.
Mikið áiit á Jackson
Þú sagðir eftir að hafa slegið
Washington út í fyrstu umferð að
enginn vafí væri á því að þið mynduð
vinna titilinn.
„Ég hef alltaf trúað því að við
vinnum titiiinn á hveiju ári. Ég hef
mikið álit á því sem Phil Jackson er
að gera með liðið. Vandasamasta
verkefni mitt sem fyrirliða, og ég
held að Scottie Pippen sé sammála
mér, er að gera yngri leikmönnunum
í liðinu ljóst að það er erfíðara að
veija titilinn en að vinna hann í fyrsta
sinn. Washington er með ungt lið og
sýndi okkur hve mikið við þurfum
að leggja á okkur til að veija titilinn."
/ hvert sinn sem þú hittir ekki úr
skoti í lok leiks verðum við alltaf
jafn hissa. Gerum við of miklar kröf-
ur til þín eða hefur þú sjálfur vakið
of miklar væntingar?
„Ég býst alltaf við að skora í lok-
Tæplega
tvær milljónir
kr. í sekt fýrir.
að hunsa
blaðamenn
CHICAGO leyfði leikmönnum
ekki að ræða við fjölmiðla
eftir æfíngu liðsins sl. mið-
vikudag og fyrir vikið ákvað
stjórn NBA-deiIdarinnar að
félagið yrði að greiða 25.000
dollara (um 1,8 millj. kr.) í
sekt. 1 yfirlýsingu deildarinn-
ar kom fram að öll félög yrðu
að gefa fjölmiðlum færi á að
ræða við þjálfara og leikmenn
í 30 mínútur fyrir eða eftir
hveija æfíngu meðan úrslita-
keppnin stendur yfír. Eftir
að hafa fengið tilkynningu um
sektina tók meistaralið
Chicago á móti Atlanta og
tapaði, 103:95, en meistararn-
ir unnu fyrstu viðureign lið-
anna, 100:97.
in ef svo ber undir.
Þið hafið svo oft
séð mig vinna leik
á lokasekúndum
að þið búist líka
við því að ég skori.
Þetta er hluti af
þvi sem ég stend
frammi fyrir í
hveijum leik og
það hvetur mig til
dáða í hvert skipti.
Það hefur ekki
mikil áhrif á dag-
legt líf mitt, þótt
ég hitti ekki.“
Sjálfsöruggur
Þú hefur sagt að þú hafír enga
þörf fyrir að vera með látalæti eða
ögra öðrum leikmönnum eftir sigra
vegna þess að þú sért betri en þeir
allir. Er þetta sjálfsöryggi eða yfir-
læti?
„Sjálfsöryggi. Ég þarf ekki að
sanna neitt fyrir neinum eða vera
með látalæti. Það sem skiptir mig
mestu máli eftir hvem leik, er hvern-
ig mér er innanbijósts. Sumir leik-
menn virðast hins vegar þurfa að
gera þetta. Ég hef enga þörf fyrir
að strá salti í sárin ef við vinnum."
Hvað er það sem gerir lið Chicago
svona gott?
„Ég held að ef litið er á alla þessa
ólíku menn í liðinu, sjáist fljótt að
það er Phil Jackson (þjálfari liðsins)
sem heldur öllu saman og býr til
góða liðsheild. Hann fær ekki nægt
hrós fyrir það starf sem hann hefur
unnið hjá Chicago."
Samband ykkar Jacksons virðist
einstakt. Sumir segja að þú ráðir
jafn miklu og hann um leik liðsins.
Er það rétt?
„Fyrir mér er hann leiðtogi þessa
liðs. Þegar ég fer inn á völlinn er
ég bara einn af leikmönnunum. Hann
á alla mína hollustu.“
Þú hefur lýst því yfir að verði
Jackson ekki með liðið næsta vetur,
hættir þú að leika og snúir þér alfar-
ið að fjölskyldunni. Ertu enn á þeirri
skoðun?
29 met í NBA-deildinni
MICHAEL Jordan á alls 29 met í NBA-deild-
inni. Sem dæmi um það eru:
Stigað meðaltali:.....................31,7
Stigatitlar:.............................9
Leikmaður úrslitakeppninnar:......4 sinnum
Stig að meðaltali í stjörnuleik:......21,1
Stig að meðaltali í úrslitakeppni:....34,0
□Hann er í þriðja sæti yfír þá sem „stolið“
hafa flestum boltum (2.165) og fimmti í stigum
á leikferli (26.920).
„Já. Ég hef mikið álit á honum
sem þjálfara. Hann er búinn að vera
með mér lengi og hann_ skilur mig
betur en nokkur annar. Ég ber mik-
ið traust til hans. Að byija með nýj-
um þjálfara er nokkuð sem ég er
einfaldlega ekki tilbúinn að ganga í
gegnum.“
Værirðu tilbúinn að fara með
Jackson, efhann færi til annars liðs?
„Nei, alls ekki. Ég myndi aldrei
fara fram á það við fjölskyldu mína
að flytja frá Chicago. Hún hefur stutt
mig allan feril minn og ég geri kon-
unni minni það ekki að rífa fjölskyld-
una upp héðan.“
Tilbúinn að segja mína skoðun
Hvernig er sambandi þínu við
framkvæmdastjórn BuIIs háttað?
„Framkvæmdastjórnin sér alfarið
um mannaráðningar og stefnu liðs-
ins. Við leikmenn sjáum um að spila.
Ef þeir í stjórninni koma hins vegar
til mín og spyija mig álits, þá er ég
alltaf tilbúinn að segja mína skoðun.
Þeir taka hins vegar alltaf loka-
ákvörðunina."
Þjálfari New York Knicks (Jeff
Van Gundy) sagði að þú værir vilj-
andi að ögra yngri leikmönnum í
leikjum. Er það satt?
„Hann sagði reyndar að ég væri
svindlari. Það orð er ekki notað já-
kvætt svo ég viti. Ég ber virðingu
fyrir yngri leikmönnunum. Utan leik-
vallar gef ég mér góðan tíma til að
tala við þá svo þeir hafi tækifæri til
að kynnast mér sem persónu, frekar
en setja mig upp á einhvern stall sem
stjömu. Ég vil að þeir geti verið af-
slappaðir í návist minni. Mér var
misboðið þegar ég heyrði hvað Van
Gundy hafði sagt.“
Margir gagnrýna yngri Ieikmenn
í dag fyrir að hafa meiri áhuga á
peningum en titlum eða leggja hart
að sér. Er þessi gagnrýni réttmæt
að þínu mati?
„Ég held að við getum ekki gagn-
rýnt menn fyrir að reyna að tryggja
sig fjárhagslega. Það er einfaldlega
hluti af lífi okkar í deildinni. Ef eig-
endur bjóða nýliðum milljónir dollara
á ári í laun, þá getum við ekki gagn-
rýnt leikmennina fyrir að taka slíkum
boðum. Eigendurnir myndu eflaust
ekki bjóða slíkar fjárhæðir ef þeir
hefðu ekki efni á því. Ég held að við
gefum þessum yngri leikmönnum oft
ekki tíma til að þróa leik sinn og
ætlumst því til of mikils af þeim of
fljótt vegna þess hve mikið þeir hafa
í laun.“
Engin sérstök ráð
handa Tlger Woods
Tiger Woods er nú allt í einu orð-
inn stórstjarna og mikið í sviðsljós-
inu. Þú hittir hann nýlega. Áttu ein-
hver ráð handa honum um hvernig
hann ætti að bregðast við skjótum
frama?
„Hann spurði mig um þetta, en
það er erfitt að gefa ráð um þetta.
Þegar mér skaut upp á stjörnuhim-
ininn á sínum tíma, hafði ég ekkert
til að styðjast við um það hvernig
ég ætti að bregðast við þeirri frægð
sem ég stóð allt í einu frammi fyrir.
Ég hafði engin sérstök ráð handa
Woods. Ég held að hann finni það
út sjálfur."
Föðurhlutverkið
verður númer eitt
Þegar þú hættir í deildinni um árið,
þá hafðir þú hafnabolta til að snúa
þér að. Þegar þú hættir næst, hvað
geturðu gert til að seðja keppnisand-
ann, sem er mikill eins og allir vita?
„Föðurhlutverkið. Ég mun gefa
Allsport
fjölskyldunni allan minn tíma og
krafta.“
Hvað segir þú þegar strákarnir
þínir tveir koma til þín og segja þér
að Dennis Rodman sé nú orðinn fyr-
irmynd þeirra og að þeir vilji lita
hár sitt grænt eða gult?
„Ég held að konan mín og ég
myndum leggja áherslu á það sem
við höfum alltaf kennt þeim, sem
er-það sama og faðir minn kenndi
mér. Ég myndi segja við þá: „Þið
eruð ekki með öllum mjalla ef þið
haldið að ég leyfi ykkur það.“
Engan áhuga á þjálfun
Hefurðu einhvern áhuga á að snúa
þér að þjálfun?
„Nei, alls ekki. Ég held að ég
geti aldrei orðið góður þjálfari. Ég
hef ekki þá þolinmæði sem til þarf.“
Ertu viss um að þú sért besti leik-
maðurinn í sögu deildarinnar?
„Ég held að það sé alfarið byggt
á skoðun hvers og eins hver sé best-
ur. Ég held að við getum aldrei vit-
að með vissu hver sá leikmaður er.
Körfuknattleikurinn breytist mikið á
hverjum áratug. Ég held að Oscar
Robertson hafi verið bestur á sínum
tíma og Wilt Chamberlain á sínum,
og síðan Kareem Abdul Jabbar og
Magic Johnson. Ég held að ef við
lítum yfir sögu deildarinnar, renni
þessi tímabil saman og við sjáum
að það eru margir sem hafa verið
taldir bestir."
Heldur þú að sá tími eigi eftir að
koma að fólk segi um þig: „Ég man
þegar Jordan gat troðið"?
„Alls ekki. Eg mun aldrei láta það
gerast. Margir efast í dag um að
ég geti enn gert hitt og þetta. Sum-
ir spyija mig hvort ég geti enn troð-
ið með því að stökkva frá víta-
línunni. Eg segi þá að ég viti það
ekki því ég hafi ekki reynt það ný-
lega. Svo lengi sem ég þarf ekki að
gera það, þá veit enginn svarið við
þeirri spurningu. Ef fólk fer að segja
að ég geti ekki gert það sem ég var
vanur að gera, þá veit ég að ég hef
verið of lengi að og ég vil hætta
áður en það gerist."