Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ A RIÐ 1947 stóð ungur maður á tröppum Háskólans og / 1 hugleiddi, eins og svo X JL margir höfðu gert á undan honum, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hann var ættaður vestan úr Dölum, hávax- inn, grannur og dökkhærður. Hann hafði stundað nám í Reykjavík í tíu ár og var nú orðinn lögfræðingur. Þrátt fyrir að hafa fengið freistandi atvinnutilboð í höfuðstaðnum sakn- aði hann átthaganna og langaði að hverfa þangað aftur. Hann starfaði þó í nokkur ár sem fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík og var einn vetur settur bæjarfógeti í Siglu- firði. Þá sótti hann lögregluskóla í Bandaríkjunum. Alltaf langaði hann þó heim og sá draumur rætt- ist er hann var skipaður sýslumaður í Dalasýslu átta árum eftir að hann hafði velt vöngum yfir framtíðinni á tröppum Háskólans. Ungi maður- inn var Friðjón Þórðarson og hann átti eftir að gegna ótal trúnaðar- störfum, fyrst sem sýslumaður en síðar sem alþingismaður Vestlend- inga og ráðherra. Nú lítur Friðjón yfir farinn veg og segir að hann sjái ekki eftir því að hafa horfið aftur vestur eftir að hafa numið og forframast í Reykjavík forðum. í lögregluskóla í Bandaríkjunum Um það leyti, sem Friðjón hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík var honum boðið á kynnisnámskeið hjá hinum nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum. Friðjón var þá orðinn 26 ára gamall og var þetta fyrsta utan- för hans. Hann minnist þess að flugferðin vestur tók fjórtán tíma og við hlið hans í flugvélinni sat Hans G. Andersen sendiherra. „Hans var á leiðinni á allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna til að kynna landhelgismálið fyrir hönd íslend- inga. Það var mikill fengur fyrir mig að fá að nema af honum en seinna urðu kynni okkar nánari þar sem ég átti eftir að sitja fjögur alls- heijarþing," segir Friðjón. Friðjón vildj jafnframt nota tæki- færið og kynna sér lögreglumál. Gekk hann því á fund lögreglu- stjóra SÞ, Begly að nafni. Hann var af írsku bergi brotinn og hafði lengi starfað í ríkislögreglunni í Connecticut. Hann sagði við Frið- jón: „Viljirðu kynna þér það besta í þessum málum, sem nútíminn hefur að bjóða, skaltu fara til lög- reglunnar í Connecticut." Hann tók smámiða og skrifaði vini sínum í Hartford: „Kæri lögregluforingi! Gerðu allt sem þú getur fyrir þenn- an unga mann. Þinn gamli vinur, Begly." Með þennan miða í vasanum fór Friðjón til höfuðstöðva lögreglunn- ar í Connecticut og var vel tekið. „Ég skoðaði m.a. lögregluskóla þeirra, State Police Academy, rétt við New Haven. í þann skóla var mér boðið að koma aftur og þá til skólavistar árið 1950. Það boð gat ég þegið og hafði gott af því. Við skólauppsögn afhenti lögreglustjóri mér prófskírteini og vottorð um að ég hefði fullt lögregluvald í Connecticut. Að ráði vinar míns lét ég taka Ijósrit af þessum skjölum svo og skírteini frá SÞ með undir- skrift Tryggve Lie aðalritara. „Með þessi bréf upp á vasann eru þér allir vegir færir,“ var sagt við mig. í framboð að áeggjan Bjarna Benediktssonar Friðjón hóf virka stjórnmálaþátt- töku fyrir Alþingiskosningamar 1953 sem frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins í Dalasýslu en þá var sýslan einmenningskjördæmi. „Mig minnir að Þorsteinn Þorsteins- son hafi fyrstur ámálgað það við mig að ég færi fram og síðar Bjarni Benediktsson. Þorsteinn var þá sýslumaður og þingmaður. Það þýddi nú ekkert annað en hlýða þessum höfðingjum þannig að ég sló bara til. Ég vildi líka gjarnan gera eitthvað fyrir mitt hérað og sá að þarna var spennandi tæki- færi til þess. Ég náði ekki kjöri og riíjaði það þá upp, sem góðir menn höfðu sagt, að það væri öllum hollt að falla í fyrsta sinn. Það myndi bara ganga betur næst.“ Ekki leið á löngu uns Friðjón I \ I I I Morgunblaðið/Ásdís Domsmalaraðherrann Or Breiðafjarðardðlum Það er tekið að hægjast um hjá Fríðjóni Þórðarsyni fyrrverandi alþingismanni og ráð- herra eftir annasöm störf síðastliðinna ára- tuga. í spjalli við Kjartan Magnússon lítur hann um öxl og rifjar m.a. upp stjómarmynd- un Gunnars Thoroddsen 1980, Gervasoni- málið og önnur minnisstæð atvik frá stjórn- mála- og embættisferli. fékk tækifæri til að vinna héraðinu gagn. Árið 1955 fluttisthann „heim í Dalasýslu" eftir að hafa tekið við sýslumannsembætti af Þorsteini Þorsteinssyni, sem hafði þá gegnt því í 35 ár. Friðjón sinnti sýslumannsstarf- inu áfram þótt hann sæti á þingi, en hann náði ekki endurkjöri 1959. Það ár varð meginbreyting á kjör- dæmaskipan landsins og tvennar kosningar, sem ollu víða miklum sviptingum. „Stórbokkarnir“ á Snæfellsnesi Árið 1965 breytti Friðjón til og flutti úr Dölunum en gerðist sýslu- maður Snæfellinga. „Ég var varað- ur við því að Snæfellingar væru stórbokkar og erfiðir við að eiga. Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir reyndust mér upp til hópa ágætismenn og góðir þegnar. Á Nesinu snerist allt um sjávarútveg. Sú reynsla, sem ég aflaði mér þar var góður skóli og átti eftir að reyn- ast ómetanleg er ég sneri mér aftur að þingmennsku." Þingmaður varð Friðjón að nýju árið 1967 og sat síðan óslitið á þingi í 24 ár. Pólitískur ferill hans náði hámarki er hann gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra i hinni frægu ríkisstjóm Gunnars Thorodd- sen árin 1980-1983. Að stjórninni stóðu nokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, ásamt Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. Mjög gustaði um Friðjón á þessum tíma enda var stjórnin mynduð í andstöðu við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, meirihluta þingflokksins og flokks- ráð. Sjálfstæðismenn urðu að komast í ríkisstjórn Auk Friðjóns og Gunnars tók Pálmi Jónsson sæti í stjórninni og gegndi hann embætti landbúnaðar- ráðherra. Sjálfstæðisráðherrarnir í stjóminni voru óspart gagnrýndir fyrir að vera í samstarfi með höf- uðóvinum flokksins og lágu undir stöðugu ámæli um að hafa svikið flokkinn til þess eins að svala póli- tískri metnaðargirni og ævintýra- mennsku. Friðjón neitar þessu og telur að skoða þurfí atburði vetrar- ins 1979-1980 gaumgæfilega og í samhengi til að skilja af hverju rík- isstjórnin hafí verið mynduð með þeim hætti sem raun varð á. Kgg^l Iggyf # *** ÍÍllÉdfe ' -- " 4 * DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norðurlanda í Roros í Noregi árið 1982. Frá vinstri: Carl Axel Petri, Svíþjóð, Ole Espersen, Dan- mörku, Mona Rokke, Noregi, Christoffer Taxell, Finnlandi, og Friðjón. „Ástand efnahagsmála var afar bágborið um þessar mundir og hafði verið það aliar götur frá árinu 1978. Vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar, sem tók við um mitt það ár, réð engan veginn við vandann og sprakk á haustmánuðum 1979. Boðað var til kosninga í desem- ber og úrslit þeirra urðu óvenjuleg að því leyti að Sjálfstæðisflokkurinn vann ekki kosningasigur, en yfir- leitt hefur hann bætt miklu fylgi við sig eftir að vinstri stjórnir hafa ríkt. Fékk flokkurinn aðeins 21 þingmann en hafði áður haft 20.“ Friðjón segir að úrslit kosning- anna hafí verið sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði, ekki síst fyrir þá sök að útséð var um að flokkur þeirra gæti orðið sú kjölfesta í nýrri ríkisstjórn, sem þjóðin þurfti á að halda. „Þetta leiddi til mikillar óvissu í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að endurvekja vinstri stjórnina. Það var því nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn varð að eiga aðild að nýrri stjórn og mér fannst miklu máli skipta að hann hefði þar forystu. Stjómarmyndunarviðræður hóf- ust strax að loknum kosningum í byijun desember en lengi vel kom ekkert út úr þeim. Tíminn leið og þegar kom fram í janúar án þess að nokkuð bólaði á nýrri stjóm jókst óvissan. Menn voru farnir að búast við því að forseti íslands, Kristján Eldjárn, myndi skipa utanþings- stjórn." Hvarflaði aldrei að Gunnari að kljúfa flokkinn Það var við þessar aðstæður, sem Gunnar fór af stað og hóf þreifing- ar um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sínu forsæti, að sögn Frið- jóns. „Framsókn og Alþýðubanda- lag voru reiðubúin til samstarfs við Gunnar en áður hafði hann tryggt sér stuðning sjálfstæðisþingmann- ! ; I t. ( I i ( i (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.