Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 25

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 25 NÝLEGA var starfsemi Prentþjónustunnar sameinuð Nesútgáf- unni. Fyrirtækið heitir nú formlega Nesútgáfan/Prentþjónust- an. Árni Sörensen framkvæmdastjóri Prentþjónustunnar leggur hér hönd á plóginn. geri sér ekki grein fyrir að þetta sé nú sama fyrirtækið, en það þurfí ekki að koma á óvart því deildimar tvær starfi sjálfstætt út á við. Ámi Sörensen er framkvæmdastjóri Prentþjónustunnar. Hvers vegna að kaupa hlut í fyrírtæki á borð við Prentþjón- ustuna? „Fróðir menn segja að prent- vinnsla og útgáfa hafi breyst svo mikið að það færist í vöxt að útgáf- ur og prentþjónustur gangi í eina sæng, enda er að sjá mikla hagræð- ingu í því. Við vildum stækka fyrir- tækið og auka veltu. Við vorum áður aðeins þrjú lengst af, við hjón- in ásamt Óttari syni okkar sem sá um alla tölvuvinnslu. Nú er 12-13 manna starfslið, það er auðvelt að samnýta mannaflann og tækja- kostinn og mörg verkefni falla vel hvert að öðru. Þannig getum við annast alla þætti prentverksins í stóm sem smáu, allt frá fyrsta staf og alveg út á prentplötur, og einn- ig séð um prentunina í samvinnu við helstu prentsmiðjur landsins. Að auki gefst svigrúm til að ýta við nýjum hugmyndum í útgáfunni og til að styrkja þann þátt höfum við nýverið ráðið Þórdísi Arthurs- dóttur sem ritstjóra kynningarrita okkar. Þórdís er reynslumikil í ferðamálum, starfaði síðast sem ferðamálafulltrúi á Akranesi. Allt hefur þetta hefur komið vel út og horfur eru bjartar." Úr hvítu í svart . . . Efnið er sjálfsagt ekki tæmt, en hér verður þó brátt látið staðar numið. Þó ekki fyrr en búið er að spyija um það allra nýjasta sem Nesútgáfan hefur tekið sér fyrir hendur, en það er útgáfa á Rúss- nesk-íslenskri orðabók! Þetta er eins og að fara úr hvítu í svart. Þetta er ekki beinlínis útgáfa kynn- ingarefnis fyrir útlendinga. Því síð- ur er orðabókin ókeypis. Hvernig bar þetta að? Einar svarar þessu: „Málið á sér í raun langa forsögu, miklu lengri heldur en nemur þátttöku Nesút- gáfunnar í því. Helgi Haraldsson prófessor við Háskólann í Osló, höfundur bókarinnar, gerði samn- ing við stórt og virt bókaforlag í Rússlandi árið 1976 en síðan hrundi Sovétkerfið og forlagið með og Helgi stóð uppi forlagslaus, en hélt þó áfram að vinna að handritinu. Síðan gerðist lítið þar til árið 1993, að Ólafur Egilsson sendi- herra í Moskvu, sem er giftur frænku minni, fékk okkur til að kanna hvað það myndi kosta að gefa út svona verk á Vesturlöndum. Síðan æxluðust mál einfaldlega á þann veg, að við tókum að okkur að annast útgáfuna ef til þess feng- just styrkir úr opinberum sjóðum. Það gekk eftir, þannig að bókin kom út í vetur og líklegast komum við til með að komast skaðlaust frá verkinu. Bókin var prentuð í 2.000 eintökum og hafa þegar selst hátt í 200 bækur. Menntastofnanir í Rússlandi munu vilja eignast þessa bók, en það mun ganga hægt fyrir sig að koma bókinni á framfæri á rúss- neska málsvæðinu. En það gerir ekkert til þótt það taki tíu ár að selja bók sem tók meira en 20 ár að koma út.“ Og næsta nýjung í útgáfunni er glæsileg bók um ævi og störf mynd- listarkonunnar Louisu Matthías- dóttur, föðursystur Einars. Undir- búningur að vinnslu bókarinnar er hafinn og meðal þeirra sem munu skrifa hana eru Sigurður A. Magn- ússon og Aðalsteinn Ingólfsson. Bókin verður gefín út í tilefni af áttræðisafmæli listakonunnar sem var á liðnum vetri og er stefnt að því að hún komi út árið 2000 þeg- ar Reykjavík verður menningar- borg Evrópu. Morgunverðarfundur fimmtudaginn 15. maí 1997 kl. 8.00 - 9.30 í Sunnusal, Hótel Sögu AHRIF EVROS Á FYRIRTÆKI - Hverju breytir tilkoma sameiginlegrar myntar? Verslunarráð íslands gengst fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 15. maí nk. í Sunnusal, Hótel Sögu frá kl. 8.00 til 9.30 um áhrif nýju evrópumyntarinnar, EVRÓ, á fyrirtækjarekstur næstu ára bæði hér heima og erlendis. • Hvaða þýðingu mun EVRÓIÐ hafa fyrir fýrirtækjarekstur almennt? • Hvemig búa fyrirtæki sig undir þær miklu breytingar sem em i aðsigi? • Hvar standa íslensk fýrirtæki gagnvart þessari þróun? FRAMSÖGUMENN: Jósef Kuligovszky, einn af forstjómm Allianz Leben AG, í Þýskalandi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri VÍ. Umræður og fyrirspurnir að framsögum loknum. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn. Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn). Vinsamlegast skráið þátttöku fyrirfram í síma 588 6666. VERSLUNARRAÐ Frípuriktahappdrætti Shellstöövauua Allir sem versla á Shellstöövunum í maí og nota Frikortiö veröa sjálfkrafa þátttakendur í frípunktahappdrættinu. í hvert skipti sem kortið er notaö fer númer þess í pott sem dregið veröur úr í byrjun júní og munu þeir heppnu fá allt aö 100.000 frípunkta færöa inn á reikning sinn. Því oftar sem þú notar Frikortið, þeim mun oftar ferðu i pottinn. 1. verðlaun: 100.000 frípunktar 2. verðlaun: 50.000 fnpunktar 3. verðlaun: 20.500 fhpunktar Shellstödvarnar www.shel1.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.