Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 28

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 28
28 SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR STJÓRNVÖLD eru smátt og smátt að átta sig á því, að til eru aðrar tekjulindir fyrir hið opinbera en almennir skatt- ar á fólk og fyrirtæki. Ríkið hefur í mörgum tilvikum undir höndum verðmæti, sem hægt er að gera að tekjulind. í fyrradag skýrði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að bjóða út verzlunar- og þjónustustarfsemi í Leifs; stöð og yrði þessi rekstur í höndum einkaaðila frá áramót- um. Með þessum hætti er stefnt að því að auka tekjur af flug- stöðinni um rúmlega 100 millj- ónir á ári. Hér er væntanlega um það að ræða, að með útboð- inu verður einkaaðilum gefinn kostur á að borga gjald fyrir þá sérstöku aðstöðu, sem í því felst að reka verzlunar- og þjónustustarfsemi í bygging- unni. Þeir sem hæst bjóða fá aðstöðuna. Þessi verðmæti hafa verið til staðar frá því að flugstöðin var opnuð, þótt þau hafi ekki áður verið nýtt með þessum hætti. Fyrir nokkrum mánuðum bauð samgönguráðuneytið út rekstur annars GSM-símakerf- is í samkeppni við það kerfi, sem Póstur og sími hf. hefur rekið um skeið. Jafnframt var tilkynnt, að þeim, sem fengi Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. leyfi til reksturs yrði gert að greiða ákveðið gjald fyrir GSM- símaleyfið og hið sama ætti við um Póst og síma hf. Skilja mátti talsmann samgönguráðu- neytis á þann veg, að markmið- ið væri að rekstraraðilar borg- uðu sjálfir kostnað af undirbún- ingi útboðsins. Líklegt má telja, að þegar fram í sækir verði margfalt meiri verðmæti en því nernur í rekstri GSM-símakerfa á íslandi og að þar liggi ónotuð tekjulind fyrir ríkissjóð. Á undanförnum árum hefur Morgunblaðið ítrekað hvatt til þess, að tekið verði sérstakt gjald fyrir þá takmörkuðu auð- lind, sem sjónvarpsrásir eru. Það sama á við um farsímarás- ir. Þær eru takmörkuð auðlind. Með sama hætti og samgöngu- ráðuneytið hefur tekið fyrsta skrefið með gjaldtöku vegna GSM-símarásanna er ástæða til að ráðuneytið endurskoði afstöðu sína til sjónvarpsrás- anna og raunar útvarpsrásanna einnig með það í huga, að hand- hafar þessara rása greiði fyrir notkun á þeirri takmörkuðu auðlind, sem í þessum rásum felst. Sú hugsun sem að baki liggur er að öðlast alþjóðlega viðurkenningu, eins og m.a. kom fram í brezka tímaritinu Economist fyrir skömmu. Ein stærsta takmarkaða auðlind okkar íslendinga er að sjálfsögðu fiskimiðin og þarf ekki að hafa mörg orð um þær umræður, sem fram hafa farið undanfarin ár um greiðslu gjalds_ fyrir afnot af þeirri auð- lind. Á ráðstefnu sjávarútvegs- ráðuneytisins sl. þriðjudag á Akureyri gerðust hins vegar þau tíðindi, að Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir, að hann væri ekki andvígur því að útgerðin greiddi gjald fyrir réttinn til að nýta auðlindina. Útgerðin greiddi nú þegar slíkt gjald. Hins vegar stæði ágreiningur- inn um það, hversu hátt slíkt gjald ætti að vera. Ef skilja má yfirlýsingu sjáv- arútvegsráðherra á þann veg, að ekki sé lengur ágreiningur um það grundvallaratriði, að útgerðin skuli greiða gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlind- ina, heldur einungis um það hvað gjaldið skuli vera hátt eru þessar umræður að færast í nýjan farveg, sem gæti leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Þá þarf ekki lengur að deila um þá grundvallarhugsun, sem að baki liggur heldur einungis hvernig hún skuli útfærð. Þjóðin á sameiginlega fleiri verðmæti en rekstraraðstöðu í flugstöðinni, sjónvarpsrásir og símarásir og fiskimiðin við strendur landsins. Náttúra landsins er slík auðlind og áleitnar spurningar geta vakn- að um, hvernig við getum bezt nýtt þau verðmæti m.a. til Jpess að vernda þau. í því sambandi er athyglisvert, að einn stærsti kostnaðarliðurinn í ferð hinna ungu og dugmiklu fjallgöngu- manna, sem ætla að reyna að ganga á tind Everest nú eftir helgina, er sérstakt gjald fyrir leyfið til þess að ganga á þetta hæsta fjall heims. Líklegt má telja, að á næstu öld muni uppistaðan í tekjuöfl- un íslenzka ríkisins vera slíkur arður af þeim sameiginlegu eignum, sem þjóðin á, en ekki tekjuskattar af því tagi, sem nú reynast mörgum skattgreið- endum þung byrði að bera. NÝJAR TEKJU- LINDIR PÉTUR ÞOR- steinsson sýslumaður var ættaður að austan og hafði tilhneigingu til að leita höfundar Njáls sögu sunnan- lands eða austan, en alls ekki í Dölum vestur, þartil honum þóttu rök hníga til þess, að þar hafi Njálu-höfundur slitið bamsskónum. Dalasýsla sé umgjörð hans og átthagar, og þá komi Sturla Þórðarson helzt í hugann. Um þetta allt skrifaði hann mér bréf, áðuren við fómm saman á helztu sögustaði Laxdælu, Njálu og Eyrbyggju og segir þar m.a.: „Eins og þú munt vita verður mér á að veita athygli efni sem fjöl- miðlar flytja um söguleg efni, ekki síst ef um fornsögur er að tefla. í Morgunblaðinu 9. okt. sl. (1986) birtist grein um slíkt efni, þ.e. “leitin að Njáluhöfundi". í rök- semdafærslu höfundar þótti mér bregða fyrir bláþráðum svo sem oft vill raunar verða í áþekkri umræðu og skal hér aðeins frekar að þessu vikið. í grein sinni vitnar höfundur í inngang að Brennu-Njáls sögu því til sönnunar, að höfundur Njálssögu hafi verið lítt kunnugur á sögusviði þeirrar bókar við Breiðafjörð. Færir hann þessu m.a. til sönnun- ar, að hans dómi þá fráleitu frá- sögn, að unnt sé - „að vera í fjöllum milli Laxárdalsbotns og Hauka- dals...“ Er hér sýnilega vitnað til frá- sagnar, þegar Gunnar á Hlíðarenda hóf heimferð sína eftir viðureign þeirra Hrúts um fjárheimtuna Unn- ar. Sannleikurinn er sá að í fjöllunum milli Laxárdals og Hauka- dals er hinn ákjósan- legasti staður til að dveljast með nokkurri leynd, og það svo að ég hefi naumast séð annan slíkan. Þarna „í fjöllum“ er dalverpi sem nú ber nafnið Vatnsþverdalur, ca 4-6 km á lengd og 2-500 m. breidd. í nær láréttum botni dalsins skipt- ast á sléttar eyrar og grónar grund- ir. Hlíðar umhverfis eru allbrattar og fjalllendið umhverfis 2-300 m. hærra. Jafnvel þar sem Þverá fellur fram úr dalnum hækkar landslag svo að ekki verður séð inn í dalinn frá þjóðleið og fellur áin þarna í miklum, stórbrotnum og illfærum gljúfrum í átt til Haukadalsár, sem hún síðan sameinast. Lega fyrrgreinds dalverpis, enda þótt litið sé framhjá heillandi svip þess, er kjörinn dvalarstaður fyrir flokk manna svo dögum skiptir. Þar sem hvorki skortir vatn né haglendi og naumast þurftu gestir þar að óttast óvænta aðför, væri aðgát höfð. Sé framanritað haft í huga kynni hér vera að fínna glögga sönnun fyrir staðarþekkingu Njáluhöfundar gagnstætt þeirri „nasasjón" sem aðrir vilja svo kalla.“ Önnur athugasemd greinarhöf- undar. Það er um mat á fjarlægðum á Breiðafirði. Tiltekið milli Staðar- fells og Bjarneyja. En í því sam- bandi telur hann þekkingu Njálu- höfundar á staðfræði Breiðafjarðar gloppótta. Ekki virðist greinarhöf- undi koma til hugar að sumar frá- sagnir megi skilja þeim skilningi að þar sé verið að segja það sem sagan þarfnast. En að því slepptu skal bent á að ýmsir eldri menn minnast þess hve ótrúlegir langveg- ir voru á fýrri tíð að baki lagðir með árinni einni saman. Þá er á það að líta að ekki er með öllu ljóst, hvað sögnin að róa merkir hveiju sinni. Gat slíkt orð- færi ekki falið í sér notkun segla? Menn reru til fiskjar, þótt siglt væri. Frá sunnanverðum Austfjörðum var það ekki dæmalaust fyrr á tíð, að farið væri á árabátum til Hval- baks án viðdvalar og nálgast slikt ferðalag róðurinn Þjóstólfs. Þannig hrikta stoðir og gliðna röksemdir greinarhöfundar hver af annarri séu þær grannt skoðaðar og útiloka naumast að Sturla Þórð- arson geti verið höfundur Njáls sögu svo sem veigamikil rök hníga til. Þessi fátæklega hugleiðing er á blað sett til að standa að nokkru við það vilyrði, sem ég gaf þér um að segja frá eigin reynslu er teng- ist e.t.v. staðfræði í upphafi Njáls sögu. Má vera að ég væri traustari fylgismaður þinn um höfund Njálu ef mér rynni ekki nokkurt blóð til Svínfellinga! En fylgja munum vér fordæmi Ara fróða.“ Við þetta bréf Péturs Þorsteins- sonar sýslumanns er engu að bæta. Hann var einstæður maður, fróður með afbrigðum og frábært yfirvald. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. maí STEINGRÍMUR J. SIGFÚS- son, einn af þingmönnum Alþýðubandalags, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, laugardag, þar sem hann skýrir frá starfi starfshóps á vegum Norðurlandaráðs, sem hann hefur tekið þátt í og fékk það verkefni að fjalla um framtúL arhorfur norræns velferðarsamfélags. í grein þessari segir þingmaðurinn frá helztu niðurstöðum starfshópsins og segir m.a., að þrátt fyrir niðurskurð og sparnað haldi „norræna velferðarkerfið ... enn eðli sínu og sérkennum. Kerfið tekur til allra, tryggir mönnum jafnan rétt og er í aðalat- riðum rekið af hinu opinbera, greitt af opinberu fé o.s.frv." Síðan segir þingmaðurinn: „Framtíðar- horfur velferðarsamfélagsins eru tvísýnar. Koma þar til m.a. erfiðleikar í ríkisfjármál- um, en þó enn frekar breytt aldurssam- setning (hlutfallslega fleiri aldraðir) á næstu áratugum. Ljóst er að skattbyrði mun þyngjast og/eða útgjöldin verða að takmarkast á komandi áratugum samfara því, að aldurspíramítinn breytist... ... Unga kynslóðin lítur málið nokkuð öðrum augum en þeir, sem eldri eru og þekkja af eigin raun eða úr meira návígi krappari kjör fyrr á öldinni. Orð eins og lífsgæði, frítími, tómstundir o.s.frv. eru algeng meðal ungs fólks en velferð síður, enda tekin sem sjálfgefin. Spyija má, hvort hinn óskrifaði sáttmáli kynslóðanna, að foreldrar komi börnum sínum á legg, böm- in uppkomin hjálpi öldruðum foreldrum sínum o.s.frv. sé í hættu ... ... Þrátt fyrir almenna velmegun og háar þjóðartekjur á Norðurlöndum er auk- in fátækt, eðli og afleiðingar til umræðu. Mælt á tiltekna mælikvarða hleypur hlut- fallsleg fátækt ... á tölum nálægt því frá 5 til 10-12%.“ Þetta eru athyglisverðar umræður. Lík- legt má telja, að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga sé hlynntur því að viðhalda velferðarkerfinu. En hvers konar velferð- arkerfi? Steingrímur J. Sigfússon lýsir því sem kerfí, sem „tekur til allra, tryggir mönnum jafnan rétt og er I aðalatriðum rekið af hinu opinbera, greitt af opinberu fé o.s.frv." Þetta er það velferðarkerfi, sem menn sáu fyrir sér í árdaga og nokkuð almenn samstaða var um að byggja upp. En við- horfin hafa breytzt. Og hér er komið að kjarna þeirra umræðna, sem staðið hafa um íslenzka velferðarkerfið a.m.k. frá því á síðasta áratug. Er ástæða til þess að halda í þá gömlu hugmynd um velferðar- kerfíð að það eigi að ná til allra og tryggi öllum jafnan rétt? Jafnvel þótt nóg væri til af því, sem þingmaðurinn kallar „opin- bert fé“, sem er náttúrlega skattfé borgar- anna, má spyija, hvort efnisleg rök séu fyrir því að greiða fólki, sem býr við góð efni og góðar tekjur bætur úr sjóðum al- mannatrygginga eða greiða fyrir sömu einstaklinga margvíslegan kostnað vegna heilbrigðisþjónustu eða félagslegrar þjón- ustu? Hvaða rök eru fyrir því frá sjónarhóli vinstri manna? Hvers vegna á að greiða einstaklingum, sem hafa háar tekjur at- vinnu sinnar vegna eða miklar tekjur af eignum sínum, fasteignum, hlutabréfum o.s.frv., sem þeir borga nú 10% skatt af en ekki um 40-47% eins og þegar um at- vinnutekjur er að ræða, tryggingabætur af almannafé eða greiða fyrir þessa ein- staklinga kostnað vegna lyfja, læknisþjón- ustu, sjúkrahúsvistar o.s.frv.? Hin gömlu rök jafnaðarmanna og ann- arra vinstri manna fyrir því, að sá hópur þjóðfélagsþegna, sem hér hefur verið nefndur til sögunnar eigi að fá slíkar greiðslur, eru þau, að ella yrði litið á bæt- ur almannatrygginga, sem ölmusu. Er þetta ekki úreltur hugsunarháttur? Er hugsunarháttur nútímans ekki sá, að vel- ferðarkerfið eigi að vera eins konar örygg- isnet fyrir þá, sem af ýmsum ástæðum þurfa á því að halda. Það getur verið vegna langvarandi veikinda. Það getur verið vegna þess t.d. að þær kynslóðir íslend- inga, sem nú eru að komast á eftirlaun hafa ekki getað byggt upp nægilegan líf- eyri til efri ára m.a. vegna þess, að efna- hagslegt umhverfi kom í veg fyrir það á sínum tíma. Þeir íslendingar, sem nú eru komnir á eftirlaunaaldur geta með rökum haldið því fram, að þeir hafi keypt ellilífeyristrygg- ingu með iðgjaldagreiðslum í lífeyrissjóð og að tekjutenging þeirra bóta sé þar með óheimil. Það væri fróðlegt að sjá hver nið- urstaða Hæstaréttar yrði, ef einhver úr þeirra hópi færi í mál við ríkið af þessum sökum. Ástæðan fyrir því, að allar Norðurlanda- þjóðimar hafa stundað sparnað og niður- skurð í velferðarkerfmu á undanförnum árum er auðvitað sú, að það hafa ekki verið til peningar til þess að standa undir þeim skuldbindingum, sem það hefur tekið á sig. Auðvitað væri hægt að afla þeirra fjármuna með stóraukinni skattlagningu en það hefur enginn grundvöllur verið fyr- ir slíkri skattlagningu, hvorki hér eða í nálægum löndum. Raunar má gera ráð fyrir, að ef ríkisstjórnir landanna hefðu reynt að auka skattheimtuna verulega til þess að standa undir óbreyttu velferðar- kerfí hefði það leitt til uppreisnar skatt- borgaranna gegn stjórnvöldum. STEINGRÍMUR J. Sigfússon veltir því fyrir sé, hvort sá „óskrifaði sáttmáli kynslóðanna, að foreldrar komi bömum sínum á legg, börnin upp- komin hjálpi öldruðum foreldmm sínum o.s.frv. sé í hættu“. Það er alveg ljóst, að ef það markmið þingmannsins og vinstri manna verður ofan á, að viðhalda óbreyttu velferðarkerfi í þeirri mynd, að „kerfið taki til allra, tryggi mönnum jafnan rétt og sé í aðalatriðum rekið af opinberu fé“, þá er þessi óskrifaði sáttmáli í hættu. Hvers vegna? Ástæðan er augljós. Með því annars vegar að halda uppi svo mikilli skatt- heimtu, að skattgreiðendur sjá sér engan hag í því að afla aukinna tekna og byggja upp eignir og með því hins vegar að venja fólk við þá hugsun, að með „opinberu fé“ sé séð fyrir gamla fólkinu, er grundvellin- um augljóslega kippt undan þeim óskrifaða sáttmála, sem þingmaðurinn víkur að. Við búum í afar upplýstu þjóðfélagi, þar sem allur almenningur hefur aðgang að nánast sömu upplýsingum og landsfeðurn- ir. Þjóðin er líka vel menntuð og stöðugt betur menntuð, þótt fínna megi alvarleg göt í því kerfi eins og komið hefur í ljós varðandi raungreinar. Þetta vel menntaða og upplýsta fólk er fullfært um að taka sínar eigin ákvarðan- ir og byggja upp tekjuöflun sína og eign- ir, ef það fær svigrúm til og þarf ekki að vera upp á aðra komið, hvorki varðandi uppeldi og menntun barna sinna, afkomu sína á efri árum eða umönnun aldraðra foreldra. Forsendan fyrir því er hins vegar sú, að ríkisvaldið hætti að draga til sín sífellt aukna fjármuni úr vasa skattgreið- enda í Jmð sem kallað er sameiginlegar þarfir. I stuttu máli sagt, hinn vel mennt- aði og upplýsti almenningur á íslandi þarf ekki lengur á forsjá stjórnmálamanna og hins opinbera að halda varðandi margt af því, sem nú er talið sjálfsagt að inn- heimta skatta fyrir og greiða síðan úr sameiginlegum sjóðum að frádregnum þeim stórfellda kostnaði, sem fylgir því kerfi öllu. Með þessu er ekki lagt til að velferðar- kerfíð verði lagt niður. Þvert á móti. Hér eru hins vegar færð rök fyrir því, að tíma- bært sé að breyta því í grundvallaratrið- um. Velferðarkerfið í víðum skilningi eigi einungis að ná til þeirra, sem þurfa sann- anlega á því að halda. Um leið og hætt er að greiða úr því fyrir þá, sem þurfa ekki á því að halda, skapast svigrúm til þess annars vegar að bæta kjör þeirra, sem Er „óskrif- aður sátt- máli“ í hættu? fá greiðslur frá almannatryggingum og hins vegar að lækka skattaálagningu al- mennt í þjóðfélaginu. Steingrímur J. Sigfússon var sjálfur þátttakandi í ráðstefnu á Akureyri, þar sem athyglisverðar upplýsingar komu fram um það, hvað hægt væri að lækka tekju- skatt á einstaklinga mikið með því að taka upp veiðileyfagjald. Þingmaðurinn hefur að vísu gerzt einn af talsmönnum útgerð- armanna í þeim umræðum, en það er önn- ur saga. Það liggur hins vegar í augum uppi, hvað mundi gerast ef veiðileyfagjald væri lagt á og tekjuskattur lækkaður sem því næmi og velferðarkerfið endurskipu- lagt í samræmi við það, sem hér hefur verið sagt. Sparnaður í þjóðfélaginu mundi stóraukast. Foreldrar mundu taka upp reglubundinn sparnað til þess að undirbúa menntun bárna sinna eins og tíðkazt hefur áratugum saman í Bandaríkjunum. Sá sparnaður mundi aftur leiða til þess, að smátt og smátt mundi draga úr þörf fyrir þá þjónustu, sem lánasjóður námsmanna veitir nú. Þeim skattgreiðendum mundi fjölga, sem hefðu efni á að greiða úr eigin vasa fyrir lyf og læknisþjónustu og marg- víslega félagslega þjónustu og jafnframt mundi draga stórlega úr kostnaði al- mannatryggingakerfisins. Lífeyrissparn- aður mundi stóraukast og þeim eftirlauna- þegum fækka, sem fengju eftirlaun greidd úr almannatryggingakerfinu. Allt á sinn tíma. Almannatrygginga- kerfið var byggt upp á erfiðum tímum snemma á öldinni, þegar kreppan var mik- il, atvinnuleysið þungbært, engar atvinnu- leysisbætur og fátækt almenn. Þetta kerfi hefur gegnt merkilegu hlutverki í sögu þjóðarinnar og átt mikinn þátt í að gjör- breyta samfélaginu. Um þetta hefur verið almenn samstaða. En nú eru breyttir tímar. Og við megum ekki ríghalda í kerfi, sem hentaði vel fyrri tíð, þegar augljóst er, að straumarnir í þjóðfélaginu kalla á breytingar. Þær kröf- ur eru ekki sízt fólgnar í því, að fólk hafi frelsi til að ráðstafa fjármunum sínum sjálft að langmestu leyti. Þær ríkisstjórnir, sem setið hafa þennan áratug hafa að mörgu leyti unnið merki- legt starf. í þeirra tíð hafa allar aðstæður gjörbreytzt. Á síðasta áratug hefði ekki verið hægt að koma fram þeim breytingum á velferðarkerfinu, sem Morgunblaðið hef- ur hvatt til síðustu árin. Það er hins vegar framkvæmanlegt nú. Þær tekjuskattslækkanir, sem núver- andi ríkisstjórn hefur boðað til aldamóta eiga einungis að vera fyrsta skrefið. Ástæða er til að stefna að verulegri lækk- un tekjuskatts á fyrstu árum næstu aldar og umsköpun velferðarkerfisins í tengslum við það. Þær hugmyndir, sem tveir há- skólakennarar settu fram í skýrslu, sem unnin var fyrir Þorstéin Pálsson, sjávarút- vegsráðherra um að lækka tekjuskatt á móti álagningu veiðileyfagjalds geta vel orðið þáttur í slíkri endurskipulagningu íslenzks samfélags. Gleymdir hópar í UMRÆDDRI grein Steingríms J. Sigfússonar segir m.a.: „Ýmsir hafa þó áhyggjur af vax- andi sérhyggju og minni samábyrgðartil- finningu gagnvart þeim, sem hafa orðið undir í samfélaginu ... hver ætlar að verða málsvari hinna óskólagengnu, atvinnu- lausu og fátæku, jafnvel aldraðra á næstu öld? Eru að verða til útlægir, gleymdir hópar í samfélaginu á sama tíma og allir vilja tala máli þeirra, sem eru vel menntað- ir, á góðum aldri, heilsuhraustir o.s.frv.?“ Þetta er bæði umhugsunarefni og áhyggjuefni. Vaxandi almenn velmegun hefur leitt til þess, að þeir verða fámenn- ari hópur en áður, sem eiga undir högg að sækja. í janúar 1969 var mikið atvinnu- leysi í landinu. Það mikla atvinnuleysi og afleiðingar þess yfírgnæfðu allar aðrar þjóðfélagsumræður. Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað verið jafn mikið atvinnuleysi hér án þess, að það setti yfir- leitt nokkurn svip á samfélagið. Verkalýðs- félögin hafa gert tilraun til þess að fá al- mennar umræður um atvinnuleysið en þær virðast ekki hafa fundið almennan hljóm- grunn. Þetta er ekki séríslenzkt fyrirbæri held- ur velþekkt víða annars staðar og fræði- menn hafa fjallað um það í bókum. Ein kenningin er sú, að þeim stóra meirihluta, sem býr við sæmileg kjör sé alveg sama. Stjórnmálaflokkarnir finni að þar séu at- kvæðin en ekki hjá hinum fámennari hóp- um, sem standi höllum fæti. Þess vegna eigi þeir sér enga málsvara. Þess vegna gleymist þeir. Hið sama eigi raunar við um hinar fátæku þjóðir heims. Á meðan ríku þjóðirnar á Vesturlöndum og í Suð- austur-Asíu hafi það gott láti þær sig hlut- skipti hinna fátæku þjóða litlu skipta nema kannski í orði. Það er áreiðanlega töluvert til í þessu. Fátækt er afstætt hugtak en það er til töluverður hópur fólks á íslandi, sem býr við fátækt, þegar lífskjör þess hóps eru borin saman við það, sem almennt tíðk- ast. Hins vegar væri rangt að tala um fátækt á Islandi i dag með sama hætti og gert var fyrr á öldinni. Öryggisnet vel- ferðarkerfísins sér fyrir því. En eftir því, sem lífskjörin verða betri verður sárara fyrir þann gleymda hóp, sem Steingrímur J. Sigfússon gerði að umtals- efni að sitja eftir. Þess vegna ekki sízt eigum við að endurnýja velferðarkerfið þessum hópi fólks til hagsbóta en kasta fyrir borð þeirri kenningu, að velferðar- kerfið eigi að taka til allra. Morgunblaðið/RAX „Hér eru hins vegar færð rök fyrir því, að tíma- bært sé að breyta því í grundvallar- atriðum. Vel- ferðarkerfið í víð- um skilningi eigi einungis að ná til þeirra, sem þurfa sannanlega á því að halda. Um leið og hætt er að greiða úr því fyrir þá, sem þurfa ekki á því að halda, skapast svigrúm til þess annars vegar að bæta kjör þeirra, sem fá greiðslur frá almanna- tryggingum og hins vegar að lækka skatta- álagningu al- mennt í þjóðfélag- inu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.