Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, LILJA TRYGGVADÓTTIR, Álfhólsvegi 64, Kópavogi, sem lést 7. maí sl., verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 13.30. Valdimar Jónsson, Jónas Valdimarsson, Rósa Viggósdóttir, Bjarni Valdimarsson, Eva Strizova, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Níels S. Olgeirsson, Valdimar Jónasson, Kristfn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, RANNVEIG HELGADÓTTIR, Óðinsgötu 2, Reykjavík, sem lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 1. maí síðastliðinn, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. maíkl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristfn Sveinbjörnsdóttir, Úlfar Sveinbjörnsson, Helgi Sveinbjörnsson. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, SVAVA S. SVEINSDÓTTIR, Dunhaga 15, Reykjavík, lést á Landakotsspítala uppstigningardag 8. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Ingunn Þórðardóttir, Svava Þóra Þórðardóttir, Ingunn Guðrún Einarsdóttir, Þórður Einarsson, Helgi Einarsson. + Okkar ástkæri INGVAR SIGURBJÖRNSSON, Lækjargötu 34d, Hafnarflrðl, lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni þann 15. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Katrfn Hermannsdóttir, Sigurbjörn Ingvarsson, Hjördís Ingvarsdóttir, Gústav Alfreðsson, afabörn, tengdaforeldrar og systkini. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR B. E. NORÐDAHL bifreiðastjóra frá Hólmi, Fellsmúia 22, Reykjavík, sem andaðist 5. maí sl., verður gerð frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 13. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðrún Hreggviður Norðdahl, Svala Norðdahl, Hrönn Norðdahl, Magnús M. Norðdahl, Örn Norðdahl, Kolbrún Norðdahl, Hrafn Norðdahl, barnabörn og Norðdahl, Svava H. Guðmundsdóttir, Jónas Hallsson, Elís R. Víglundsson, Elín Jónasdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Brynjólfur Samúelsson, Herdís Hubner, barnabarnabörn. MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR + Margrét Andrésdóttir fæddist á Stokkseyri 8. maí 1914. Hún lést á heimili sínu hinn 20. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Andrés Ingimundarson og Jónína Jónsdóttir. Hún átti sex systk- ini og eru þau öll látin nema Lóa Andrésdóttir, sem býr á Stokkseyri. Útför Margrétar fór fram frá Stokkseyrarkirkju 5. apríl. Margrét Andrésdóttir átti sex systkini og eru þau öll látin nema Lóa Andrésdóttir sem býr á Stokkseyri. Því miður komst ég ekki til að fylgja Margréti en vil bæta fyrir með þessum fátæklegu orðum. Foreldrar mínir reistu árið 1967 lítið hús á sumarbústaðarlóð gegnt Hellukoti á Stokkseyri. Smám saman stækkaði húsið með tilheyr- andi skjólveggjum og svo var ákvörðun tekin um að byggja al- vöru sumarhús og vorum við þá orðin nokkurs konar Stokkseyring- ar. Tíminn líður afar fljótt. Það eru komin þijátíu ár síðan við fórum með fyrstu spýtumar austur og einnig er vináttan við systumar í Hellukoti og þeirra ætt orðin þrjá- tíu ára. Alltaf fannst manni allt vera eins í Hellukoti, gestrisni og einlægni réðu þar alltaf nkjum. Vinir vina sinna og einlægir íslend- ingar á allan hátt. Ég hlustaði stundum á þætti Hermanns Ragnars Stefánssonar í útvarpinu og aldrei brást það að þar væri leikin kveðja til eða lag fyrir systumar í Hellukoti. Her- mann var þeirra aðalvinur á öldum Ijósvakans enda eru það menn eins og Hermann sem vinna ómælt gagn við að viðhalda íslenzkum hefðum og festu við þáttagerð. Hann og aðrir hans líkar leika þá tónlist sem hinn venjulegi maður vill og talar þannig mál að venju- legt fólk skilur. Hafi hann þökk fyrir. Þau skipti sem ég kom með börn mín og fjölskyldu í Hellukot var alltaf tekið á móti með minnst sjö tegundum af meðlæti enda rammíslenzkur siður. Júlía, þriggja + Jóhanna Björg Sigurðar- dóttir fæddist í Rauðseyj- um á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést í Landspítalan- um 18. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skál- holtskirkju 26. aprfl. Kær skólasystir er látin. Hvern hefði órað fyrir því að hún Björg, svona stór og sterk og full af lífs- þrótti, kveddi fyrst af 12 nemend- um, sem hófu nám í Ljósmæðra- skóla íslands hinn 1. október 1954. Við bjuggum í heimavist, tvær í hverju herbergi. Björg og Unnur E. á nr. 2, við hliðina á okkur Vil- borgu. Við skólasystumar höfðum stundum orð á því að talsverður hávaði kæmi oft frá nr. 2. Eða eins og kom fram í skóladrápu „svo húsið nærri skylfi", en þá var Unn- ur að hlæja að einhverju sem Björg var að segja henni. Við höfðum oft gaman af þessu, ekki síst þar sem þær bjuggu við hliðina á íbúð yfir- ljósmóður, en hún var við inngang heimavistarinnar. Reyndar veit eg að hávaðinn var oft meiri annarsstaðar en við vild- um nú hafa þetta svona og þar með fengu þær þennan hávaða- stimpil á sig og oft höfum við skóla- systur skemmt okkur við þær minn- ingar og fleira gott, sem gerðist í skólanum okkar. ára dóttir mín, fór einu sinni með mér í Hellukot til þeirra systra og eftir það talaði hún mikið um Margréti, sem átti kerruna með öllum dúkkunum og spurði mig oft af hverju svona margar dúkkur væru í einni kerru. Þær systur voru ákaflega barngóðar og miklir vinir vina sinna og höfðu nákvæmt bókhald yfir alla helztu afmælis- og tyllidaga. Aldrei brást að hringt væri heim á afmælisdögum og hafi þær þökk fyrir þá hugulsemi. Það er Guði sé lof enn til venjulegt fólk á íslandi, sem umgengst með venjulegum hætti og talar þannig tungu og umgengnismál sem venjulegt fólk skilur. Nóg er af GSM-síma verðbréfapappírsljónum sem æða um landsbyggðina á kaupleigubifreiðum með fijáls- hyggjuna í rassvasanum. Því hrað- ar sem þessir menn og konur aka um lífið því fljótar þurrkast hin íslenzka þjóðemisvitund þeirra út. Heill sé góðu fólki og jarð- bundnu og kann ég Margréti beztu þakkir fyrir að hafa ekki hvikað frá umhverfi sínu og vottum við Jóhanna, Júlía, Ragna, Villi og Hanna, Lóu og öllum ættingjum og öðrum hlutaðeigandi okkar inni- legustu hluttekningu við fráfall Margrétar Andrésdóttur. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Mig langar til að setja þessar fátæklegu línur á blað og minnast hennar Margrétar Andrésdóttur, en hún lést hinn 20. fyrra mánað- ar. Þar með er horfinn síðasti teng- iliðurinn við eldri kynslóðina á bernskuheimili mínu. í bemskuminningunni skipar hún Margrét stóran sess og góðan. Og það er vissulega bjart yfir henni. Heimilið í Móhúsum á Stokkseyri var fjölmennt að minnsta kosti á nútíma mæli- kvarða, því auk okkar systkinanna þriggja og foreldra okkar, voru þar í heimili Þórdís Bjarnadóttir, móðu- ramma okkar, og Magga Jún og Magga And, eins og við kölluðum þær gjarna til aðgreiningar nöfn- urnar, Margréti Júníusdóttur, ijómabússtýru og Margréti Andr- Við vorum nokkrar sem hófum strax ljósmóðurstörf á fæðingar- deildinni og var Björg ein af þeim. Björg starfaði þar síðan til ársins 1958, en það ár fæddist elsti sonur- inn Gunnar. Tók ég á móti honum og var hans fyrsta heimili hjá okkur á Flókagötu 5 í Reykjavík, en þar höfðum við Björg ásamt Ásu frænku minni búið frá því vorið 1956. Var það góð sambúð og einungis góðar minningar frá þessum árum. Skömmu síðar fór ég utan til frekara náms og þegar ég kom aftur heim var Björg flutt í Gnjúp- veijahreppinn og þar fann hún gæfuna í lífinu. Þar eignaðist hún góðan mann og fímm börn svo að alls urðu börnin sex, myndarlegur og vel gerður hópur. Það má því með sanni segja að það er stórt dagsverkið hennar Bjargar. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að taka á móti öðru hveiju barni hjá Björgu. Við hefðum báðar viljað að ég yrði Ijósan þeirra allra, en af ýmsum ástæðum gat það ekki orðið. Björg var góð ljósmóðir og vel fær í starfi og var mjög ánægju- legt að starfa með henni á fæð- ingardeildinni. Einnig veit ég að hún var hvött af yfirmönnum til frekara náms. En lífið kallaði og ný störf í hennar nýju heimasveit. Þar vann hún að ýmsum framfara- málum og seinna er börnin stækk- ésdóttur. Hún kom ung á heimilið sem vinnukona og var þar viðloð- andi síðan meðan við bjuggum í Móhúsum, en þaðan fluttum við haustið 1960. Magga gekk í öll útiverk og það munaði aldeilis um hana. Hún var burðamanneskja mikil og dugleg með afbrigðum, karlmannsígildi að því er sagt var og afar verklagin. Én hún var líka félagi okkar systkinanna og vænt- umþykja hennar og kærleikur í okkar garð leyndi sér aldrei. Glað- vær var hún og gat verið stríðin og hafði oft gaman af uppátækjum okkar. En hún var líka afar vönd að virðingu sinni. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekkert í launkofa með þær. Það var borin von að ætla að hafa áhrif á það. Hreinlynd var hún og.bænrækin og hafði yndi af því að sækja kirkju og hlýða messu og lestur Passíusálmanna í útvarpinu. Ég held að blótsyrði hafi aldrei hrokkið af vörum henn- ar Möggu, jafnvel þótt við systkin- in reyndum með ýmsu móti að leiða hana í þá gildru. Magga var mikill dýravinur, all- ir málleysingar áttu í henni tryggðavin og bandamann. Ég gleymi aldrei hvernig hún kjassaði kýmar við mjaltir og talaði við þær. Einu sinni sá ég hagamús í fjósinu. Það stirndi á svört augun í skímunni af olíulampanum. Ég greip stein og ætlaði að henda í hana, en Magga kom í veg fyrir það: „Leyfðu henni að lifa,“ bað hún svo blíðlega, „sjáðu hvað hún er fallega hvít á bringunni.“ Hún Magga var fádæma trygg- lynd manneskja. Og engan hef ég vitað minnugri á merkisdaga í lífi vina sinna en hana, nema vera skyldi hana Lóu, systur hennar. Þær voru samstilltar í því sem öðm. Ekki leið sá afmælisdagur að þær hringdu ekki og ámuðu heilla, og það átti ekki bara við um afmæli þeirra sem lifa heldur og þeirra ástvina sem á undan era gengnir. Það hefur verið dýrmætur þáttur í lífi okkar allra, kveðjurnar hlýju úr Hellukoti og fyrirbænirn- ar. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka ...“ Ég bið góðan Guð að geyma hana Margréti Andrésdóttur og þau öll sem hún unni, lífs og liðin. Kristín Guðjónsdóttir. uðu vann hún talsvert utan heimil- isins o g þá fyrst og fremst að hjúkr- unar- og líknarstörfum. Hinn 22. janúar sl. áttum við Björg, ásamt tveimur öðrum skóla- systram, góða stund á heimili mínu. Það var okkur dýrmæt viðbót í safn minninganna. Rabbað um gamla daga og nýja, hlegið og gert að gamni sínu. Veikindi komu ekki þar við sögu, enda Björg ekki gef- in fyrir að vorkenna sér. Það varð líka svo í hennar erfiðu og ströngu veikindum að hún var eins oft gef- andinn sem og þiggjandinn, það bæði reyndi ég en þá ekki síður hún Unnur Einarsdóttur, skólasyst- ir okkar, sem reyndist Björgu alveg einstök vinkona og hjálparhella þessa erfiðu veikindagöngu. Vegna slæmrar flensu gat ég ekki verið við útför Bjargar og þótti mér það einkar leitt en sú er von mín að hlýjar hugsanir mínar hafi einhvers staðar náð til hennar. Við skólastystur Bjargar, Ása frænka mín og Máni þökkum henni góða samfylgd og sendum fjöl- skyldunni_ okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ég kveð kæra vinkonu og skólasystur með vísu sem hún skrifaði í minningabók mína úr LMSÍ. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Guð blessi minningu Jóhönnu Bjargar. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. JÓHANNA BJÖRG SIG URÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.