Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.05.1997, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JENSÍNA MARÍA KARLSDÓTTIR + Jensína María Karlsdóttir fæddist á Eskifirði 19. maí 1915. Hún lést á sjúkradeild Hulduhlíðar á Eski- firði 7. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Eskifjarðarkirkju 12. apríl. Þér kæra sendi kveðju, með kvöldstjöminni blá Þessa fallegu hend- ingu og lag söng og spilaði pabbi þinn oft á orgelið í beste stuen. Og þú söngst oft með þinni fallegu söngrödd. Ég sat oft og hlustaði og felldi tár af hrifn- ingu. En nú felli ég tár yfir fráfalli þínu. Ekki flaug það að mér í júní í fyrra að það yrðu okkar síðustu samfundir. Er þú komst frá Noregi frá því að vera í brúðkaupi Garðars elskulegs dóttursonar þíns. Og ég var stödd fyrir sunnan til að vera við brúðkaup elskulegrar sonardótt- ur minnar, Þórunnar Ýrar. Jónína dóttir þín kom snemma dags til að sækja mig til að við gætum hist. Þú komst kvöldið áður og við vorum saman heilan dag ásamt Öllu systur þinni. Mér fannst þér eitthvað brugðið. Þú sagðir að það gengi ekkert að þér. Tveimur eða þremur dögum síð- ar varst þú skorin upp við krabbameini, og talið var að aðgerðin hefði tekist mjög vel. í mars veiktist þú aftur og við ekkert varð ráð- ið. En alltaf varstu dugleg og bjartsýn. í samtölum við mig oft í vetur sagðist þú vera frísk og ekki muna eftir að þú hefð- ir verið eitthvað veik. Það var ánægjulegt að þér tókst að vera við fermingu yngsta barna- barns þíns. Jónína kom með sinn dreng og fjölskyldu að sunnan. Og saman voru þeir fermdir Garðar Svavarsson og Sturla Helgason í kirkjunni heima á páskum. Garðar kom rneð sína fjölskyldu frá Nor- egi. Ég veit að þú hefur leikið á als oddi að geta verið með alla þína fjölskyldu á þessum hátíðisdegi, þó sárveik værir. Við ætluðum svo sannarlega að hittast í sumar. Edda Dóra ætlaði að koma með þig til mín. Þegar ANDRÉS BLOMSTERBERG + Andrés Ástvaldur Magnús Guðmundur Blomsterberg, vélvirki, fæddist í Reykjavík 25. júní 1918. Hann lést á heimili sínu, Björtuhlíð 11, Mosfellsbæ, 16. apríl síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Lágafells- kirkju 25. apríl. Föstudaginn 25. apríl var pabbi borinn til grafar. Okkur langar að kveðja hann með nokkrum orðum. Móðir hans, Ásta Þóra, lést úr spönsku veik- inni, þegar hann var aðeins nokk- urra mánaða gamall, og var honum komið í fóstur ásamt Bjarna bróður sínum, hjá Ingibjörgu Guðmunds- dóttur ömmu sinni og Jóni Bjarna- syni móðurbróður sínum. Átta ára gamall var hann sendur í sveit, að Bergholti í Melasveit. Það tímabil vildi hann lítið tala um, og helst láta hlaupa yfir þann tíma, þegar rætt var um liðna tíð. Hann lauk barna- og gagnfræða- skóla, eins og títt var á þessum tíma, og tuttugu og eins árs gam- all hóf hann nám í járnsmíði, hjá Árna Gunnlaugssyni, og var þá lið- ur í náminu að læra eldsmíði, sem hann varð mjög laginn við, og gam- an að fylgjast með honum hamra rautt járnið. Hann var mjög duglegur við alla vinnu og eftirsóttur starfsmaður. Honum var oft falið að smíða eitt- hvað sem erfiðlega hafði gengið að hanna, svo þegar hann hafði smíðað hlutinn voru fræðingarnir látnir teikna hann. Þegar starfsheitið ,járnsmiður“ var lagt niður, tók hann próf í vél- virkjun og hafði vélvirkjameistara- réttindi. Hann stundaði ýmis störf um ævina. Með iðnnáminu stundaði hann leigubílaakstur, svo tók hann einn og einn túr á togara eða fragt- skipi, vann í vélsmiðjunni Héðni í mörg ár, hjá ÍSAL í Straumsvík, í stálveri og víðar. Auk þess byggði hann atvinnuhúsnæði á Ártúns- höfðanum, þar sem hann stundaði sjálfstæðan rekstur með vélsmiðju. Hann var sérlega greiðvikinn, og alltaf gátu félagar og vinir leitað aðstoðar hjá honum. Pabbi hafði í gegnum tíðina lent í ýmsum ævin- týrum og svaðilförum, bæði við vinnu og leik, og var það einn þátt- ur í lífi hans sem aldrei breyttist. Hann var ævintýramaður inn við hjarta. Þótt hann yrði eldri með hverju árinu sem leið, þá var hugurinn allt- af jafn ungur, hann vildi hafa sem mest gaman af lífínu og hann hafði átt marga báta í gegnum tíðina og hafði mjög gaman af siglingum. Síðastliðið haust byrjaði hann að gera upp bát, sem hann ætlaði að sigla á í sumar, en veikindi hans komu í veg fyrir það. Elsku pabbi, vonandi færð þú þinn eigin bát í því lífí sem nú tek- ur við hjá þér, og þú tekur þá frá pláss fyrir mömmu og okkur hin, og siglir okkur í örugga höfn. Kveðja, Axel, Jón og Ingibjörg. Föstudaginn 25. apríl var til hinstu hvílu borinn tengdafaðir minn, Andrés Blomsterberg. Mig langar að minnast hans í fáum orðum. Ég kynntist honum fyrir röskum fimm árum, þegar ég og Jón, sonur hans, vorum að byija að vera sam- an. Strax frá þeirri stundu tók hann mér sem einni af fjölskyldunni. Hann átti engan sinn líka, var allt- af að sýsla eitthvað og hann var maður sem þoldi ekki aðgerðar- leysi. Löngum stundum varði hann í bílskúrnum sínum við eitthvert dútl og vann fyrir syni sína í íhlaup- um þótt hann væri kominn á aldur. Hann hafði skemmtilega kímnigáfu og gat alltaf fengið mig til að hlæja, þótt mér væri hann ek.ki í huga þá stundina. Hann var glettinn og haf- sjór af sögum frá því í gamla daga. Hann gat líka verið alvörugefmn, en hlýr var hann, og alltaf við mig. Ef mig vantaði eitthvað, þá stóð ekki á því, heldur var rokið af stað og hlutunum kippt í lag. Þegar ég og Jón eignuðumst fyrstu dóttur okkar, kom hann með stærsta blóm- vöndinn, og þegar bíllinn bilaði, var hann kominn ofan í húddið á honum til að vita hvort hann gæti ekki lagað fyrir mig. Eitt sumar var ég bíllaus og þá sótti hann mig í vinn- una nánast á hverjum degi, og iðu- lega var hann kominn of snemma, til að verða örugglega ekki of seinn. Þá röbbuðum við oft um heima og geima, frá vinnu og heim. ég var átta ára byggði faðir minn hús úti á Hlíðarenda. Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér, þar sem ég var einbirni, að kynnast ykkur jafnöldrum mínum, þér, Hrefnu Jenssen og Maju Clausen. Við urðum samstundis algerar samlokur, vorum öllum stundum saman. Og allar fjórar samferða í og úr skóla. Byggðum okkur bú í lautum við læki og fengum ýmis- legt lánað hver hjá annarri og tínd- um ber og blóm í brekkunum. Við nutum frelsis í náttúrinni við fjörð- inn fagra, hvort sem hann var spegilsléttur í sólskini eða á kvöld- in í mánaskini og með tindrandi stjörnum. Ég minnist fjögurra norskra fjöl- skyldna, sem héldu hópinn og töluðu saman á sínu máli. Þá komst maður að því að heimurinn var stærri og meiri en bara Eskifjörð- ur. Allar þessar fjölskyldur byggðu yfir sig stór hús, sem enn eru bæjar- prýði. Allt þetta fólk var eins og ein stór fjölskylda en þau töluðu eingöngu norsku. Og ég sem alltaf var að sniglast með þér fannst þetta vera svo framandi en skemmtilegt fólk. Mér fannst svo margt öðruvísi hjá öðrum en ég hafði vanist. Mat- urinn hjá mömmu þinni fannst mér betri, norsku fiskibollurnar, rúg- sigtimélsbrauðið og norska slátrið. En svo fannst þér aftur maturinn hjá mömmu minni betri. Þegar við stálpuðumst fórum við stelpurnar að vera með í sauma- klúbb með þeim Ellu og Mörthu Clausen og Mússí Figved og í sam- Svo í síðastliðnum ágúst eignuð- umst við Jón aðra stúlku, sem varð augasteinn afa síns, þó þótti honum jafnvænt um öll bömin. Hann mátti bara ekki af henni sjá og gat setið með hana í fanginu löngum stund- um og kallaði hana aldrei neitt annað en engilinn sinn og það var ljúft að sjá hversu innilegt samband hafði myndast á milli þeirra. Svo tók degi að halla, og vetur- inn gekk í garð. Veikindin fóru að segja til sín og hann var mest heima við. Þá hafði ég gaman af því að fylgjast með þeim tveimur, honum og englinum, saman í horninu hans í stofunni, og í skammdeginu var eins og birti um þau. Ég trúi því að hún hafi verið honum huggun harmi gegn og hann naut þess að fá að hafa hana, rétt eins og öll hin börnin sín. Fimm ár eru ekki langur tími, þegar maður hugsar svona til baka. Ég gæti talið upp ótal hluti sem koma í hugann, en ég læt staðar numið hér. Hann var mér góður tengdafaðir og ég þakka þessi góðu ár sem ég þekkti hann. Elsku Gréta, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín, Brynja. Elsku afi. Nú ertu dáinn eftir ströng veikindi. Þú varst samt yfir- leitt hress og alltaf að gera eitt- hvað. Aðgerðarleysi var eitthvað sem þú þekktir ekki enda var það þín trú að vinnan göfgi manninn. Jafnvel þegar þú varst orðinn mikið veikur vildirðu hafa eitthvað fyrir stafni og gera gagn. Það var líka einstaklega gott að biðja þig um greiða og þú lást ekki á liði þínu ef þú gast rétt hjálparhönd. Við krakkarnir munum eftir þér sem járnsmið, bifvélavirkja, tré- smið, sjómanni og afa, afa með stóru hendurnar. Svo ekki sé nú minnst á stóra nafnið en þú hést hvorki meira né minna en fjórum nöfnum, Andrés Ástvaldur Magnús Guðmundur Blomsterberg. Þetta fannst okkur krökkunum alveg stórmerkilegt. Enginn annar sem við þekktum átti svona afa. Elsku afi, við kveðjum þig með hlýju og kærleik í hjarta. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Róbert, Magnea, Andrea, Emil og barnabarnabörn Pétur Axel og Ulfur. bandi við hann datt okkur í hug að gaman væri að stofna slysa- varnadeild kvenna. Við unnum ötul- lega að því og brátt var stofnuð deildin Hafrún, sem starfar enn af miklum dugnaði. Elsku Nenna mín, við áttum sannarlega góða og skemmtilega æsku saman. Þú varst falleg stelpa, kát og fjörug. Þú hafðir góða söngrödd og góða skapgerð, þrátt fyrir þrjósku þína stundum. Hafðir ekki áhyggjur og varst ekki að velta þér upp úr tilbúnum vandamálum. Alltaf var gleði í kringum þig. Enda má segja að þú hafir verið lánsöm í lífinu, þar til nú að örlagadísirnar fóru að spinna um okkur sinn vef. Vinirnir hurfu til annarra staða og landa, en þið hjónin hélduð tryggð við fjörðinn okkar fagra, sem þú gast aldrei lofsamað nóg. Samband okk- ar slitnaði ekki, það var eins og einhver silfurþráður tengdi okkur saman. Við heimsóttum oft hvor aðra. Menn okkar, Eysteinn og Garðar, urðu góðir vinir og margar eftirminnilegar ferðir fórum við saman. Þið hjónin áttuð miklu barnaláni að fagna. Gússu kynntist ég mest. Hún var hjá okkur Ey- steini einn vetur þá hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Hún var svo ljúf og indæl og hjá henni og Helga manni hennar áttir þú þitt heimili eftir að Garðar dó. Og hjá öllum ykkar börnum, þó þau væru flutt til fjarlægari staða, nutum við hjónin ávallt sérstakrar gestrisni þá við komum til þeirra og allt gert til að skemmta okkur. En nú ert þú farin, gamla og góða vinkona, og allir sem þekktu þig sakna þín nú og ekki síst barna- börnin, sem báru svo mikla ást til ömmu sinnar, því þú varst einstök amma. Ég enda svo þetta með því að senda öllum ættingjum vinkonu minnar innilegar samúðarkveðjur. Bið Guð að varðveita hana og blessa á landinu eilífa. Þórunn Elíasdóttir. KRISTBORG STEFANÍA SNJÓLFSDÓTTIR + Kristborg Stef- anía Snjólfs- dóttir fæddist í Vet- urhúsum í Ham- arsdal 25. septem- ber 1916. Hún lést 27. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Djúpavogskirkju 5. apríl. í fáeinum orðum langar mig að minnast hennar Kristborgar. Að kveldi 27. mars fengum við þær fréttir að þú værir farin frá okkur. Það er mikill missir og mun þín verða saknað sárt. Ég kynntist þér fyrir fjórum árum, þegar ég fór eitt sumar aust- ur á Djúpavog að vinna í fiski. Ég tók fljótlega eftir þessari glaðlegu og kraftmiklu, gömlu konu. Þú vannst eins og þú værir helm- ingi yngri og svo létt í lund varstu að manni fannst maður vera að tala við jafnaldra sinn. Það var oft mikið hlegið og grínast í pásum og kaffitímum og þá varstu oftast í aðalhlutverki. Þetta sumar kynntist ég honum Jóni Ingvari, barnabarni þínu. Svo ári síðar flutti ég á Djúpavog og eignaðist hana Perlu Ösp með hon- um Jón Ingvari og þá lá leið mín oft niður í Ekru í heimsókn til þín. Þú hafði alltaf frá svo mörgu að segja, frá gömlu tímunum og maður gat alveg gleymt sér tímunum sam- an. Þú varst alltaf svo glöð þegar ég kom til þín og komst manni allt- af til að brosa. Þú varst mér sérstaklega hlý og kær. Þú varst mér góð vinkona og þú varst mér líka sem amma. Margar góðar minningar á ég um þig og geymi ég þær vel. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og kveð góða vinkonu. Guð geymi þig, elsku Kristborg. Elín Kristín. Það er margs að minnast, en smágrein í blaði nær skemmt. Elsku amma, nú ertu farin yfir móðuna miklu inn í annan heim til hans afa og fólksins þíns sem þú talaðir mik- ið um. Þér líður örugglega betur núna eftir þessi erfiðu veikindi sem þú lentir í. Það var svo sárt að fá þær fréttir að þú hefðir veikst aftur því þú varst svo hress þennan morg- un þegar þú áttir að fá að fara heim af spítalanum. Ekki óraði mig fyrir því að þetta væri síðasta sím- talið þegar ég talaði við þig viku áður. Þú varst svo hress og kát og þér leið bara nokkuð vel, en svona er þetta, maður veit aldrei hvenær kallið kemur. En þetta var þér fyrir bestu, elsku amma mín. Það er margs að minnast eftir öll þessi ár, þú varst mikið ein- mana þegar afi dó, en þú varst hörkudugleg kerling. Þú lést þér ekki segjast, þú vannst mikið og það voru allir farnir að hafa áhyggj- ur af því að þú tókst þér nær aldrei frí. En það var sennilega það sem hélt þér uppi, þar til fyrir tveimur árum. Þá hættirðu að vinna og þá fór heilsu þinni að hraka, en aldrei kvartaðirðu undan því. Það var aldr- ei neitt að þér. Það var mjög gaman að labba með þér út á Langa, því þá varðstu ung í annað sinn. Þú lékst á als oddi þar enda leið þér vel þar og inni í Hamarsdal. Þú talaðir mikið um þín æskuár þar. Það er svo margs að minnast. Ég geymi það í minningunni. Ég vona að kvalir þínar séu á enda og bið algóðan guð að taka þig í sinn náðarfaðm, elsku amma mín. Margs er að minnast, margt er að þakka, guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs erað minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóða skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja. Stefanía Hilmarsdóttir. Elsku amma. Við söknum þín svo sárt, en núna vitum við að þér líður vel og ert orðin fallegur engill. Nú ertu hjá guði og getur gengið á skýjunum og fylgst með okkur og verndað okkur. Við ætlum að gæta hans kisa þíns fyrir þig eins vel og við getum. Elsku amma, við biðjum algóðan guð að taka þig í sinn náðarfaðm. Guð geymi þig, elsku amma. Láttu nú Ijósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þín bamaböm, Ellen Rut, Kolbrún Ósk og Hilmar Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.