Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
} M'S 'A „ Í7ÓNAtí>MUN6~ I
Mcjtrpv. L
Grettir
SJöUNPi P/t60R MeöeoNAei.
INNAR. OF53ÓN1RNAR. WKlA)
Tommi og Jenni
Ljóska
(ftljiðþid gera&i
i/tuto ptð gerai
ástrifiincLur
v ao þessu,
V áímariiö?r
Etctert tr verrp, ert, ai
verocLfiafacLb )
V £*'pálj6m
Mundu ef flugbolti kemur til þín, gleymdu
þá ekki að gera ráð fyrir vindinum!
Ég er að reyna það!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Ferð að gosgjánni
í Vatnajökli
aHæliSflilfe
Frá Einari B. Pálssyni:
í MORGUNBLAÐINU þann 6.
maí sl. er grein frá för manna úr
ferðaklúbbnum 4X4 að gosgjánni
í Vatnajökli. Á ljósmynd með grein-
inni sjást tveir mannanna í hinu
hrikalega umhverfi. í greininni er
þess getið, að svæðið sé víða stór-
hættulegt og ekki mælt með því,
að hver sem er fari þangað, en
þeir félagar hafi allir verið í bönd-
um og með viðeigandi búnað.
En var það svo? Á myndinni
sést vel, hvernig mennirnir tveir
voru bundnir saman, einkum þó
sá, sem nær er. Hann bregður
jöklabandinu utan um mittið og
hnýtir það rétt ofan við vinstra
mjaðmarlið. Þyngdarpunktur lík-
amans er þá væntanlega ofan við
hnútinn. Félli maðurinn í jökul-
sprungu eru því miklar líkur á,
að hann yrði þar á höfði og skakk-
ur og gæti lítt beitt höndum eða
handleggjum. Og erfitt yrði að ná
honum upp. Getur nú hver sem
er reynt að hugsa þetta til enda.
Aðferð jöklamanna er að binda
bandið um sig uppi undir handar-
krika og hafa hnútinn framan á
bringubeininu, vel ofan við þyngd-
arpunkt líkamans. Til þess að
bandið tolli þannig getur þurft að
halda því uppi með sérstöku snæri
yfir aðra öxlina. Þegar gengið er
í röð er þægilegast að maður leggi
bandið að næsta manni á eftir
yfir öxl á sér; þá flækist það síður
fyrir á göngunni. Ef snjór er a
skriðjökli er oft tryggara að ganga
á skíðum, vegna þess hversu þung-
inn af manni dreifist mikið. En
hvort sem skíði eru notuð eða
ekki er sjálfsagt að ganga við tvo
skíðastafi, þótt ekki væri nema til
þess að geta reynt fyrir sér.
EINAR B. PÁLSSON,
Ægisíðu 44, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
FULLBUNAR
ÍBÚÐIR
á frábæru verði
Eigum nú þegartil afhendingar nokkrar fullbúnar
2ja og 3ja herbergja íbúðir á besta stað í Hafnarfirði,
v/Suðurbæjarlaugina.
Hér er verið að bjóða hágæðaíbúðir.
Sumar þessarar íbúða henta sérlega vel fyrir
eldri borgara. Lóð og aðkoma fullfrágengin.
Sjón er sögu ríkari.
Frábært verð og greiðslukjör.
Allar frekari upplýsingar hjá Sigurði og Júlíusi ehf.
í símum 565 0644 & 893 3569 svo og hjá fasteignasölunni
Hóli, Hafnarfirði í síma 565 5522, Hraunhamri í síma
565 4511 og Valhúsum í síma 565 1122.
Sigurður og Júlíus ehf.
Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði.