Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 2
2 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÚSIÐ & GARÐURINN
BJÖRN Sigurbjörnsson gerir tré klárt til flutnings. Hann og hans fólk
sker reglulega á rætur trjánna sem ræktuð eru til flutnings í Gróanda
í Grásteini í Mosfeilsdal.
Vel heppnaður flutningur
á sér langan aðdraganda
„ÞAÐ er útbreiddur misskiln-
ingur að það sé ekki hægt að
flytja stór tré. Ef þau eru rækt-
uð til flutnings er sama hvað
þau eru stór þegar þau eru
flutt," segir Björn Sigurbjörns-
son, garðyrkjumaður í Gróanda
í Mosfellsdal, sem sérhæfir sig
í því að selja stór tré til flutn-
ings og stendur um þessar
mundir fyrir rýmingarsölu á 20
ára gömlum, allt að 8 metra
háum öspum, á 10 þúsund kr.
stykkið.
En ef rétt er að verki staðið
á flutningur svona hárra trjáa
sér áralangan aðdraganda og
þau eru í raun ræktuð til flutn-
ings. Ræturnar eru aldrei látnar
breiða um of úr sér heidur er
skorið á þær árlega þegar tréð
er ungt og mold sett niður í
hnausinn og þar í vaxa nýjar
rætur. Eftir því sem trén
stækka eru þau flutt til í gróðr-
arstöðinni annað til þriðja hvert
ár til að breikka bilið á milli
þeirra. Þegar þau hafa svo náð
ákveðinni hæð er skorið í kring-
um tréð til þess að hefta út-
breiðslu rótanna en umfang
rótakerfisins á 2-3 metra ösp
sem er tilbúin til flutnings eftir
markvissan undirbúning er að-
eins um 40 sentímetrar, segir
Björn.
Stundum er skorið annað
árið í ræturnar á tvo vegu, t.d.
mót vestri og austri, og þá hitt
árið mót suðri og norðri og jarð-
vegi bætt í ræturnar til að taka
við vexti þeirra en síðasta árið
áður en tréð er selt og einnig
árið sem það er selt er skorið
allan hringinn.
Aspir, birki og reynir
Aspir eru vinsælastar hjá
þeim sem kaupa hávaxin tré til
flutnings en mikið er líka spurt
um birki og reynir er að komast
í tísku aftur undanfarin ár, seg-
ir Björn. Algengast er að seld
séu tré á bilinu 2-3,5 metrar
en 2 metra ösp kostar rúmar
2.000 krónur. 2-3,5 m tré geta
menn tekið í fangið en 8 metra
aspirnar vega hins vegar um
500 kíló og þær þarf að flytja
á vörubílum eða kranabílum.
Aspirnar eru fljótvaxnastar
og þess vegna vinsælastar hjá
þeim sem vilja fá sem grósku-
mestan garð á sem skemmst-
um tíma en Birni er það fagnað-
arefni að reynitrén eru farin að
sækja á að nýju. „Áður var
miklu af reyni plantað í Hlíðarn-
ar í Reykjavík en það var plant-
að svo þétt og ekki grisjað að
þetta urðu aldrei falleg tré. Nú
er fólk að uppgötva aftur hvað
reynirinn er fallegt tré.“
Gróðarstöðin Gróandi í Grá-
steinum er ofarlega í Mosfells-
heiði og Björn segir að þau tré
sem pluma sig þar eigi að geta
tekið við sér alls staðar eftir
flutninginn. Tré sem tekin eru
með hnaus segir Björn að vaxi
lítið fyrsta árið á nýjum stað
en eftir það finni þau ekki fyrir
flutningnum.
Eftir flutning eru settir staur-
ar niður með trjánum og upp
með stofninum eða þá að menn
grípa til þess að reka niður fjóra
staura við ræturnar, negla
spýtu þar á milli yfir rótina og
moka svo yfir.
5Ef vandað er til verka haggast
tréð ekki hvað sem gengur á
og eftir því sem það festir ræt-
ur og breiðir úr sér á nýjum
stað fúna spýturnar niðri í jörð-
inni.
UÓSMYNDIR eru eftir Árna
Sæberg, nema annað sé
tekið fram. Hrífan er frá fyr-
irtækinu K. Þorsteinsson.
SUMIR velja þann möguleika að
beina Ijósinu í aðra áttina eins og
gert er í þessu beði við Jöklafold.
Hreyfiskynj-
arar koma í
góðar þarfir
LÝSING á beðum og göngustígum
hefur aukist mikið hérlendis en
íslendingar eru sagðir dálítið aft-
arlega á merinni hvað varðar úti-
lýsingu með hreyfiskynjara. Slík
Ijós koma að góðum notum ef
óboðnir gestir eru að sniglast um
á ióð.
Flestir viðskiptavinir hafa
ákveðnar hugmyndir um hvað þeir
vilja, segir Einar Sveinn Magnús-
son rafvirki hjá Borgarljósum, og
því þarf ekki að leiðbeina þeim
mikið. Fleiri eru farnir að nota
stóra staura til lýsingar í garðinn
og ber að hafa í huga að steypa
niður þessa stóru, sem eru 2,50
á hæð, svo þeir fjúki ekki um koll,
segir Einar.
Minni staura má festa á tröppur
eða stórar hellur, sem hægt er
að kaupa hjá steypustöðvum. Þá
á ekki að steypa niður segir hann
jafnframt.
Ef um meiriháttar lýsingu er að
ræða þarf að leggja jarðstreng og
gæta þess að hann sé grafinn það
langt niður að verkfæri séu ekki
rekin í hann þegar beð eru stung-
in. Best er að hafa strenginn í
hlífðarröri.
„Til er ódýr og falleg lausn fyrir
minni Ijós í blómabeð sem felst í
fjórum lömpum á 12 watta lögn
með spenni sem hafður er innan-
dyra. Staurunum er stungið niður
í beðin og snúran síðan hulin.
Þessir lampar eru teknir inn fyrir
veturinn og mikið notaðir í sumar-
bústaði," segir Einar.
Algengt er að nota daufa lýs-
ingu í beð en ef um stærri staura
er að ræða eru perurnar 200
watta. Lýsing er líka höfð sterkari
við innkeyrslu og á framhlið húsa.
Bakatil tíðkast síðan að nota kast-
ara með hreyfiskynjara sem gott
er ef óboðnir gera vart við sig.
Einnig má nota hreyfiskynjara í
Ijós við ruslageymslur og útidyr
svo ekki þurfi að muna að kveikja
og slökkva. „Hreyfiskynjararnir
eru rétt að byrja að koma hér. Við
erum dálítið á eftir þeð þetta,“
segir hann.
Sparperur æskilegri
Auraráðin eru stór þáttur í vali
á lýsingu, eins og svo mörgu öðru
í sambandi við hús og garð, en
dýrari lampar hafa þann kost að
þeir endast lengur. Þeir eru gjarn-
an úr sterkari efnum, ekki plasti,
og tekin ábyrgð á vörunni í 20 ár,
svo fremi að rétt sé farið með.
Notaðar eru 60-100 watta per-
ur í minni Ijós og mælir Einar með
sparperum þegar útilýsingu er
komið fyrir. „Tíu til 13 watta spar-
perur henta til dæmis mjög vel
við heimahús," segir hann. Einar
segir mikilvægt að hafa í huga að
ekki sé lýst inn í stofu þegar Ijós
eru sett í beð, sem getur verið
mjög óþægilegt. Því þarf að passa
staðsetningu og hæð, miða stærð
við plönturnar í beðinu og gæta
þess að birtan angri ekki nágrann-
ana.
Einar leggur áherslu á að notað-
ar séu sparperur, sem eiga að
endast tífalt lengur og spara pen-
inga og fyrirhöfn. „Hægt er að
minnka kostnað af lýsingu um
70-80% með notkun þeirra," seg-
ir hann.
Sem dæmi má nefna að ef mið-
að er við 100 watta glóperu með
1.000 klukkustunda líftíma kostar
rafmagn fyrir þann tíma 7.320
krónur. Gengið er út frá því að gló-
peran kosti 860 krónur stykkið og
því er heildarkostnaður í 10.000
klukkustundir 8.170 krónur.
Tuttugu watta sparpera með
10.000 klukkustunda líftíma hækk-
ar rafmagnsreikninginn um 1.464
krónur. Peran sjálf kostar 2.500
krónur og heildarútgjöld vegna
notkunar því 3.964 krónur, sem
er 4.206 krónum minna en ef um
glóperu væri að ræða.
STÓRIR staurar sjást víða um
bæinn, til dæmis við ráðherrabú-
staðinn.
Hafgola
LOFTSTRAUMAR geta tekið á sig
fleiri myndir en fólk á að venjast,
líka í verkum landslagsarkitekta.
Björn Jóhannsson valdi hafgol-
una sem útgangspunkt við hönn-
un lóðar í Hafnarf irði sem stend-
STÆRRI staura verður að steypa
niður í tunnu svo þeir fjúki ekki
um koll. Þessi stendur við Miðhús.
úr steini
ur nálægt sjó. Hann segir að haf-
golan feiki um húsið beggja vegna
úr norðvestri og gefur að líta
hreyfingar hennar í bogadregn-
um, hellulögðum línum á stétt
umhverfis húsið.