Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 4
4 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ & GARÐURINN KRYDDKARFA með graslauki, blóðbergi, steinselju og óregano. BLÓMAKARFA með skjaldfléttu og stjúpum. ' 1 *'SIPKI ' fgt "U sk • ► llllL . Él I ÞÁTTTAKENDUR á hengikörfunámskeiði sýna afrakstur sinn glaðir íbragði. Hangandi kryddjurtir og blóm BOÐIÐ er upp á kvöldnámskeið í hengikörfugerð í húsi Land- græðslusjóðs um þessar mundir. Námskeiðið tekur eina kvöldstund og þar kenna Guðríður Helgadótt- ir og Svava Rafnsdóttir garðyrkju- fræðingar áhugasömum hvernig á að planta í körfurnar og hirða um þær. Guðríður og Svava kynntust hengikörfumenningunni í hálfsárs verknámi við Hilliard Arboretum í Englandi árið 1995. Síðan þá hefur hugurinn legið til þess að innleiða hengikörfur hér á landi og í fyrra kenndu þær stöllur vinum og ætt- ingjum listina í bílskúr. Nú er svo komið að námskeiðs- hald er með formlegurn hætti en aðeins er hægt að planta í körfurn- ar frá apríllokum fram í miðjan maí. Plönturnar þurfa að vera litlar og því er notast við hálfræktaðar plöntur. Vírhengikörfum svipar til ann- arra kera eða karfa ýmiss konar sem hengdar eru upp, nema hvað þær eru opnar og fléttaðar úr létt- um, plasthúðuðum vír. Þegar um lokað ker er að ræða er einungis hægt að planta ofan í það. Kerið heldur vel raka á plöntunum en hefur þann ókost að plönturnar eru lengi að vaxa niður eða hylja að utanverðu með blað- og blóm- skrúði. Fljótari að loka sér Vírkörfurnar eru opnar og því er bæði hægt að planta ofan í þær og í gegnum hliðarnar. Þær halda rakanum ekki eins vel á plöntunum en plönturnar eru hins vegar fljót- ar að hylja hliðar körfunnar. Til þess að jarðvegurinn haldist á sín- um stað inni í körfunni þarf að nota innlegg sem getur ýmist ver- ið úr endurunninni ull, kókostrefj- um, pappír, plasti, neti eða mosa. Moldin er sett ofan í körfurnar blönduð áburðarpillum sem leys- ast hægt upp og nýtast plöntunni á löngum tíma. Jarðvegurinn þarf að vera léttur og loftmikill en þannig að hann haldi raka. Nauð- synlegt er að setja saman við hann vatnskristalla sem draga í sig vatn þegar vökvað er og geyma og nýtast sem vatnsforði. Þá verður að fyigjast mjög vel með körfunni yfir sumarið og vökva reglulega, jafnvel daglega ef þurrt er í veðri. Jafn- framt er gott að vökva af og til með venjulegum blómaáburði því næringarefni skolast smátt og smátt úr jarðveginum þegar mikið er vökvað. Körfurnar má . hengja úti á * svölum, undir þak eða bara • ’. r'l hvar sem skilyrði eru fyrir hendi, það er sól og skjól. Skipt * er um innihald árlega og fullbún- ar körfur geta vegið 7-8 kíló og því þarf að hengja þær í góðan og vel festan krók. Ef hún hangir hátt uppi er hægt að nota króka með nokkurs konar talíu til að auðvelda vökvun. Körfunni er síð- an slakað niður svo auðveldara sé að fást við hana. Einnig er ráð- legt að snúa körfunni svo allar plöntur njóti sólargeislanna. Kryddkörfunámskeið Ef karfan er fest hátt uppi er gott að setja í hana plöntur með lafandi blóm- og laufskrúði. Ef hún á að hanga í augnhæð íbúa má setja blómstrandi plöntur ofan í auk hangandi. Valdar eru saman plöntur sem þrífast við svipuð skilyrði, til dæmis skuggþolnar plöntur, sólelskar eða þurrkþoln- ar, til að tryggja árangur. Áður en gróðursetning hefst er vert að hafa í huga hvaða litir eiga vel saman og hvort blanda á sam- an mörgum tegundum. Heitir litir fara vel saman og hið sama gildir um kalda. Andstæðir litir geta líka komið vel út, svo sem appelsínugult og fjólublátt. Hvíta litinn má til dæm- is nota til þess að lýsa upp og þá getur litur laufblaða verið mjög mismunandi. Hægt er að búa til körfur sem eingöngu innihalda kryddjurtir, til dæmis graslauk, blóðberg, skjald- fléttu, sem góð er í salat, oreganó Hangandi Tóbakshorn TÓBAKSHORN sómir sér vel f hengikörfu. Verslunin Pipar og salt flytur inn heng- ikörfur frá Bret- landi sem fylla má með mosa, plasti, mold og vikri. ^ Njóta sín vel í hengikörfum Hengibrúðarauga, Hengipel- argónfa, Bergflétta, Sápu- jurt, Dvergavör, Marfuskór, Fjólur, Alpablóm, Surfinía, Skjaldflétta, Skildingablóm, Dílatvftönn, Hengijárnjurt, Stjúpur, Silfurkambur, Flau- elsblóm og steinselju, eða bara körfu með jarðarberjum og Guðríður og Svava ætla að halda sérstakt kryddkörfunámskeið um miðjan maímánuð. Þegar búið er að planta í körf- una þarf hún að standa innandyra, gróðurhúsi eða garðskála, í að minnsta kosti 1-2 vikur á meðan rótarkerfi plantnanna er að festa sig í sessi. Plönturnar mega ekki Ferðaþjónusta - ókeypis upplýsingar 562-6262 ÞAÐ kostar um 100-150 krónur að láta renna (4 rúmmetra heitan pott í garðinum og halda honum heitum íklukkutíma. Verð á rúm- metra af heitu vatni frá Hitaveit- unni er 58 krónur með virðisauka- skatti og um það bil helmingur vatnsins f pottinum er hitaveitu- vatn en helmingur kalt vatn. Verðið að ofan er miðað við gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur en víða úti um land er heitt vatn selt á svokölluðu hemlakerfi og nýta menn þá gjarnan um 30 gráða heitt afrennslisvatn, sem þeir hafa þegar greitt fyrir, í heita potta f garðinum. Hámarksrekstrarkostnaður notanda HR á heitum potti, miðað við að stöðugt væri seytlandi um 40 gráða heitt vatn allan ársins hring, er um 30 þúsund krónur á ári. Það er hins vegar ekki hyggi- legt að láta renna stöðugt í pott, SVAVA og Guðrfður með kuldahroll við Stonehenge á Englandi. vera fullvaxnar þegar þær eru settar í körfurnar, sem fyrr segir, og ágætt að þær séu ekki byrjað- ar að blómstra. Því er kjörið að huga að plöntun í maí, um það leyti sem önnur vorverk eru tíma- bær. Reyndar er mögulegt að hafa körfur fyrir mismunandi árstíðir, svo sem með vorlaukum og öðrum vorblómstrandi plöntum. Best er að planta í vorkörfu að hausti eða um veturinn, geyma hana á svöl- um fram á vor en gæta þess að hún ofþorni ekki. Algengastar eru sumarkörfurnar þar sem notuð eru sumarblóm eða alls kyns fjöl- ærar plöntur. Loks er hægt að setja í haustkörfu sígrænar plönt- ur svo sem eini, bergfléttu og kína- vönd eða aðrar plöntur sem blómstra mjög seint. Kostar 150 kall að lóta renna í pottinn Reykjavfkur, og er hann þá ekki síst með öryggisþáttinn í huga þvf það er að bjóða hættunni heim að hafa fullan pott í garðin- um. Hann mælir ekki með þvf að látið sé renna f pott nema að gefnu tllefni og auk þess sé skil- yrðislaust haft heilt lok á pottum sem ekki sé tekið af nema þegar potturinn er f notkun. Einnig að hitastýrður loki og öryggisloki sé við pottinn til þess að tryggja að rétt blandað vatn renni í hann. Þegar lokar bila og pottar fyllast af sjóðheitu vatni hafa orðið hörmu- leg slys. Um réttan frá- gang heitra potta í garð- inum má annars f ræðast í sérstökum leiðbeining- um frá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaósrins. að mati Steinars Frímannssonar, neytendaráðgjafa Hitaveitu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.