Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 7
HÚSIÐ & GARÐURINN
Vítamíntöflur náttúrunnar
FINNSK börn kynnast dásemdum
villtra ávaxta strax í æsku við að
þræða marglit ber upp á strá í háls-
men. Árviss berja- og sveppaup-
pskera finnsku skóganna er í engu
minni metum en trjátekjan og allir
sem vettlingi geta valdið mega tína,
nema ef vera kynni í einstaka hluta
Lapplands.
Ber eru barmafull af vítamínum og
steinefnum sem koma í góðar þarfir
á dimmum vetrardögum og Finnar
hafa á reiðum höndum ýmiss konar
snjallræði við nýtingu uppskerunnar.
Fyrst koma jarðaberin, síðan bláber,
sem borðuð eru strax með mjólk út á
og það sem ekki rennur niður í maga
er nýtt í bláberjaböku og bláan safa.
Margir íþróttamenn taka Plá-
berjasúpu fram yfir margan heilsu-
drykkinn og sumir Finnar borða slíka
súpu í morgunmat.
Finnar í norðurhlutanum búa til ás-
tarseið lapplenskrar nornar, en svo
nefnist kolsýrt bláberjavín þar um
slóðir. Sólberjasafi þykir allra meina
bót, sérstaklega gegn kvefi, og
Finnar líta ekki við fjöldaframleidd-
um trönuberjaafurðum en búa til
sínar sultur sjálfir þar sem eimir eftir
af votlendi og síðsumri á tungunni.
Berjavodka og
skærlitar sósur
Reyniber, týtuber og sólber eru
líka notuð í sultur og hlaup og borin
fram daglega með héra-, hreindýra-,
elgskjöti og villibráð. Framsæknir
kokkar búa síðan til skærlitar sósur
úr pressuðum berjum. Finlandia
lætur sitt ekki eftir liggja og fram-
leiðir margskonar berja-vodka sem
líka er hægt að búa til heima með því
að skella handfylli af berjum út í vod-
ka með hefðbundnu bragði og gey-
ma í ísskáp í nokkrar vikur ef þolin-
mæðin er fyrir hendi. Framleiðsla á
berjavíni hefur verið lögleidd og 20
nýir vínframleiðendur keppast við að
búa til líkjöra úr trönu-, jarðar-, sól-,
rifs-, reyni-, múltu- og brómberjum.
Múltuberin eiga bragðið að þakka
eilífum sólargeisium norðurhlutans
og sama magn af C-vítamíni í
teskeið af múltuberjum og heilli
appelsínu.
Morgunblaðið/Golli
FINNAR nota bláber í súpur og vín. Þessi eru íslensk. Gómsæt ókeypis
og heilsubætandi týtuber, eins og á innfelldu myndinni, nota Finnar í
sultu og hlaup.
GULA línan gefur upplýsingar
frá átta til sex virka daga og tíu
til fjögur laugardaga. Utan þess
tíma er hægt að nálgast upplýs-
ingar á internetinu.
Gula línan upp-
lýsir hús- og
garðeigendur
MEÐ SUMRINU gera vart við sig
alls kyns óboðnir gestir sem fólk
getur verið í mestu vandræðum
með að losna við. Guia línan er tíu
ára í júní og hefur undanfarin ár
veitt hús- og garðeigendum, sem
öðrum, upplýsingar um flest milli
himins og jarðar og án endur-
gjalds.
Fimm stúlkur sitja fyrir svörum
frá átta að morgni til sex á kvöldin
virka daga og tíu til fjögur laugar-
daga, og segir Bergdís Eggerts-
dóttir þjónustufulltrúi að fólk geti
hringt í Gulu línuna og leitað svara
við hvaðeina sem tengist görðum,
gróðri, húsinu; hverjir veiti hvaða
þjónustu og selji hvaða vöru.
Gula línan er með um 1.000 ein-
staklinga og fyrirtæki á skrá segir
Bergdís og áætlar að þar af teng-
ist 200 garði og garðvinnu og alls
kyns framkvæmdum. „Segjum
sem svo að viðkomandi fái geit-
ung eða vespu inn um gluggann
hjá sér eða sé í vandræðum með
starra. Fólk hefur oft ekki hug-
mynd um hvert það á að hringja til
þess að láta fjarlægja þessa gesti
og getur því hringt í okkur,“ segir
hún.
Ánamaðkar og hvað
sem er
Bergdís nefnir ennfremur að
Gula línan hafi allar upplýsingar
um iðnaðarmenn, hvað þeir taki
að sér, síma- og faxnúmer. „Eða
hverjir eru með sólpallana, garð-
húsgögnin, garðverkfærin, sláttu-
vélar, eða hver geri við og hver
þjónustar. Jafnframt höfum við
upplýsingar um verktaka, lands-
lagsarkitekta, hverjir selja hellur,
ánamaðka eða bara hvað sem er.“
Þá er hægt að nálgast upplýs-
ingarnar á internetinu en netfang-
ið er midlun.is/gula og tölvutengd-
ir geta því flett upp allan sólar-
hringinn. „Ef við höfum ekki í
gagnagrunni sem fólk er að biðja
um leitum við að því og hringjum
aftur í viðskiptavininn. Það kostar
€:kkert,“ segir Bergdís loks.
pJMP&W ■■■ ^ f* fjftelfikift 'iSi
'iU1 .éjsjfeS.ý ' &
mi MB ifryHVi f & ▼ lœM .. | I
l,,i, Hf . Éi
iP' / /