Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 8
8 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÚSIÐ & GARÐURINN
PLASTSANDKASSI sem þolirfrost.
Vel valin leik-
tæki þroska
börnin
MIKILVÆGT er að rólusetur og keðjur séu vottaðar.
staðnum
MM
Sólstofur
GJerið ver gegn ofhitun
sólslcins, og heíiur
margfallt einangrunar-
gildi gegn kulda og
hellst því kjörhiti inni.
Svalaglerhýsi
...
#ö*ii
Hnl
«síí?7 Tæknisalan
Kirkjulundi 13 - Garðabær - sími 365 6900 Ekið frá Vífilstaðavegi
ELÍN Ág-
ústsdóttir
og Hrafn
Ingimundar-
son hófu
rekstur
Barnasmiðj-
unnar fyrir
11 árum.
Plasthúsið
er gert i
Bandaríkj-
unum og
búið farsíma
þurfi smá-
fólkið, eða
dýrin, að
hringja.
LITLAR manneskjur sem vilja
taka til hendinni fá hanska og
verkfæri. Þeir sem vilja fljúga
finna farartæki við sitt hæfi því
leikföng Barnasmiðjunnar eru
vottuð í stóru sem smáu.
Leiktækjastaðall
á næstu grösum
SÍÐUSTU ár hefur verið lögð
mikil vinna í Evrópu i sameigin-
lega staðla fyrir leikföng og
leiktæki. Staðalvinnu um merk-
ingar leikfanga er lokið og stutt
er í leiktækjastaðalinn. „Segja
má að staðlar séu í sjálfu sér
neytendavernd og með EES-
samningnum höfum við skuld-
bundið okkur'til þess að gang-
ast undir sömu staðla og ESB-
löndin, segir Hrafn Ingimundar-
son.
Hrafn hefur átt sæti í ís-
lensku tækninefndinni sem
starfað hefur undir forystu
Herdísar Storgaard nokkur
undanfarin ár. í öllum EFTA og
ESB-löndunum hafa verið
starfandi tækninefndir skipað-
ELÍN Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson hófu rekstur Barna-
smiðjunnarfyrir 11 árum og segja að mörgum hafi þótt hálfskrýt-
ið að stofna fyrirtæki sem sérhæfði sig í smíði leiktækja. Það
gætu allir gert. Einnig þótti sumum undarlegt að
leggja til grundvallar við smíðina gildandi staðla í
Evrópu um öryggi, verið væri að gera einfalda
hluti flókna.
„Víða má sjá þess dæmi að foreldrafélög
hafi í góðri trú sameinast um helgi og smíðað
leiktæki fyrir skólalóð, talið sig vera að spara
umtalsverða fjármuni vegna leiktækja-
kaupa en ekki hugað nógu vel að því hvað
einstakt slys kostar og hverjum tækin
eru ætluð,“ segja þau.
Við smíðina leggja þau til grundvall-
ar væntanlegan leiktækjastaðal og
fyrir tveimur árum hófst samstarf
við stærsta leiktækjaframleiðanda
í heimi, Kompan í Danmörku.
„Stærð fyrirtækisins gerir að
verkum að Kompan hefur á að
skipa stórum hópi sérhæfðs starfsfólks sem hefur gagnast
okkur mjög vel í innra eftirliti á eigin framleiðslu.
Vottun í stóru sem smáu
Það er ákaflega mikilvægt að hlutir og efni sem notað er við samsetning-
una sé vottað, til dæmis gormar, rólusetur, handföng, keðjur, fúavörn,
málning og kaðlar ásamt ýmsu sem notað er við samsetningar. Meira að
segja verður krossviðurinn að uppfylla ákveðna kröfur um efnainnihald."
Hægt er að nálgast drög að leiktækjastaðlinum hjá Staðlaráði íslands að
þeirra sögn.
Elín og Hrafn veita faglega ráðgjöf við val á leikföngum og leiktækjum.
Elín er leikskólakennari að mennt og jafnframt starfar grunnskólakennari
hjá Barnasmiðjunni. „Með vel völdum leiktækjum er verið að þjálfa samhæf-
ingu, rökræna hugsun, formskynjun, hæðarskyn, litaskyn, jafnvægi og sam-
vinnu, og þau eru því sá efniviður sem látinn er börnunum í té til þroska,"
segir hún.
Val á leikföngum í garðinn ræðst meðal annars af fjölda barna sem
koma til með að nota tækin og aldri sem og því hvort leiksvæðið er hellu-
lagt, malar- eða grasflötur, hvernig aðkoman er og fleira. „Við erum til
dæmis með 15 mismunandi gerðir rennibrauta og því mikilvægt að kanna
hvað kemur að bestum notum hverju sinni. Þannig má líka spara umtals-
verðar fjárhæðir. Þá má ekki gleyma hlutverki landslagsarkitekta og garð-
yrkjumanna við hönnun og frágang lóða. Góður landslagsarkitekt getur
sparað heilmikið og gefið leiksvæðinu heildarmynd," segja þau.
Svo vikið sé aftur að staðlinum er líka fjallað um yfirborð leiksvæða og
kannanir sýna að 10% slysa þar verði af völdum leiktækjanna. Því skiptir
máli að allur frágangur sé góður og ekki þarf meira en misgengna hellu-
lögn til þess að valda slysi segja Hrafn og Elín en Barnasmiðjan er með
vottaðan búnað til prófunar á yfirborði leiksvæðisins.
Algengt er að einkaheimili kaupi sandkassa, rólur, rennibrautir og lítil
hús og það sem Barnasmiðjan framleiðir ekki sjálf er keypt frá bandaríska
fyrirtækinu little tykes, sem er brautryðjandi í gerð sterkra leikfanga og
leiktækja úr plasti segja þau að lokum.
ar fagfólki sem hefur tekið þátt
í þessari vinnu að hans sögn.
„Vegna þess hversu lýðræð-
isleg staðlavinnubrögðin eru
hefur lokafrágangur staðalsins
viljað dragast á langinn og sagt
hefur verið til gamans að lengri
tíma hafi tekið að semja staðal
um geymslu kjarnorkuúrgangs
en um leiktæki," segir Hrafn.
Við gerð leiktækjastaðalsins
hefur verið stuðst við gildandi
staðla í Evrópu og fyrirliggjandi
slysaskráningar og verður
hann endurskoðaður regiuiega
með tilliti til slysa gerist þess
þörf.
Veiðivörur -
ókeypis upplýsingar
GIIU
562-6262