Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 9 l I I I I ) I ) HUSIÐ & GARÐURINN BLÓMAVAL selur þessi fuglahús í garða fyrir þá sem vilja skjóta þaki yfir vængi snjótittlinganna. Þak yfir vængi „ÉG GÆTI ekki hugsað mér vet- urna án þess að hafa fuglana," segir Sigríður Eirfksdóttir, hús- móðir á Sjávargötu 12 í Bessa- staðahreppi. í garðinum hennar eru tvö snotur f uglahús sem eig- inmaður Sigríðar, Þórarinn Ey- þórsson, hefur smíðað úr vatns- vörðum krossviði. Þau hjónin og dætur þeirra tvær sinna snjótittlingunum vel á veturna, gefa jafnvel nokkrum sinnum á dag frá því að fyrsti snjórinn fellur og þar til vorið kemur. Þórarinn hannaði sjálfur húsin og segist hafa smíðað hvort þeirra á hálfum degi inni íbfl- skúr. Umhverfis þau hefur hann lítinn pall sem gefið er á og einn- ig er sáldrað fóðri inn í húsin en þangað eiga fuglarnir greiða leið. Fyrst sló húsbóndinn upp minna húsinu fyrir um 10 árum en kostgöngurunum fjölgaði svo ört að fljótlega varð húsfyllir og ekki um annað að gera en að ráðast í frekari framkvæmdir. Nú eru gefin um 25-30 kg af fóðri yfir veturinn í garðinum á Sjávar- götu. „Það kemur alveg breiðan af fuglunum hingað til okkar,“ segir Sigríður. Eins og aðrir i fjölskyldunni fylgist heimiliskötturinn með fuglunum í gegnum gluggann en hefur, að sögn taismanna sinna, aldrei lagt til atlögu við hina frið- helgu, fiðruðu gesti. Kettir ná- grannanna hafa heldur ekki látið sjá sig á matmálstímum snjótittl- inganna ef frá er talinn Iftill kettl- ingur sem einu sinni vildi þjóna veiðieðli sfnu á þessum stað en lét segjast eftir eina misheppn- aða tilraun. Þeir sem vilja gera fuglunum gott í garðinum sfnum en leggja ekki f að smfða hús sjálfir geta fengið fuglahús keypt hjá t.d. Blómavali og versluninni Salt og pipar. Fallega máluð hús gleðja augað. Við málum húsin í þeim litum sem okkur líkar best og þá er mikilvægt að eiga kost á fjölbreyttu litavali. í sextíu ár hefur Harpa framleitt alíslenska málningu fyrir íslenskar aðstæður. Málningu sem stenst íslenska veðráttu en gefur samt litagleðinni lausan tauminn! 3faNpai tifaut lit! FUGLAHÚSIN tvö á Álftanesi eru f um það bil 1 metra hæð en fá frið fyrir köttum. Við Sunnuveg 29 er snoturt fuglahús í um það bil mannhæð. Húsfreyjan segir að á veturna lýsi þau hjónin undir grenit- rén f nágrenninu áður en þau gefa fuglunum til þess að fæla burt ketti. Steinsteypt eining án samskeyta sem veitir sorp- tunnum skjól og prýöir umhverfiö. Haegt er aö raða einingum saman sé um fjölbýli aó ræóa. Lausn sem hentar verk- tökum og einstaklingum. Pantið timanlega. Upplýsingar i síntum 8971889 og 565 4364. Einnig um kvöld og helgar Geymið auglýsinguna. EIIVIAR GUÐMUNDSSOni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.