Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 10

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 10
10 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 HUSIÐ & GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ Trjáklippingartil til að hreinsa og stýra vexti HAUST, vetur og vorin eru tími trjáklippinga og margir leggja höfuðáherslu á að Ijúka við að klippa trén fyrir sumardaginn fyrsta. Trjáklippingar hafa þann til- gang að að hreinsa burt kal- greinar, þynna vöxtinn ef þörf krefur eða þá til þess að stýra vextinum. Limgerði eru hins vegar klippt til þess að þau haldi lögun sinni og þéttleika. Það krefst sérstaklega mikill- ar þekkingar að klippa rósir og aðra skrautrunna og þá er mikil- vægt að hafa kunnáttumenn með í ráðum. Margar tegundir blómstra á greinar sem uxu árið áður eða árið þar áður en aðrar tegundir blómstra á greinar sem vaxa í ár. Þetta þarf að vita áður en klippurnar eru mundaðar og hreinsa þá elstu greinarnar innan úr en ekki nýgræðingin yst. Meginreglan er sú að við klippingu limgerðis er reynt að klippa það a-laga, það á að mjókka upp og breikka niður. Þetta er gert til þess að sólar- geislar eigi greiða leið að öllum hlutum gerðisins. Limgerði úr birki, mispli og fjallarifs eiga að fá að vaxa óáreitt upp á við en þau á að klippa í hliðarnar, seg- ir Jón Júlíus Elíasson, skrúð- garðyrkjumeistari, en þessir punktar eru byggðir á spjalli við hann. Víðilimgerði á hins vegar að klippa niður að ofan. Mikill ársvöxtur víðitrjáa gerir að verkum að gerðin verða lin og þarf því að kiippa vel og reglu- lega ofan og úr hliðum til að halda því stinnu og þéttu. Almenna reglan er sú að gott er að klippa frá nóvember og fram í miðjan mars. Það ætti að vera óhætt að taka til við klippingar flestra tegunda strax í nóvember en reyniteg- undir og gljávíði ætti þó ekki að klippa fyrr en farið er að vora. Sé gljávíðir klipptur að vetri til og honum opnað sár er hættan sú að raki og kuldi kom- ist í sárið og kal myndist. Tegundir sem eiga á hættu að fá reyniátu ætti að klippa að vorlagi, allt fram undir þann tíma að trén fara að taka við sér og vakna af vetrardvala, þ.e. í maí eða júní eftir tíðarf- ari. Við þær aðstæður eru trén fljótari að loka sárum. Ef ætlunin er hins vegar að klippa birki, hlyn eða elri á að JÓN Júlfus Elíasson skrúðgarðyrkjumeistari hefur haft nóg að gera með klippurnar undanfarnar vikur og mánuði. LIMGERÐI úr víði og mispli verður litskrúðugt. gera það fljótlega eftir að trén hafa lagst í dvala, eða frá því í nóvember og ekki mikið síðar en í byrjun mars. Þessi tré lifna við fyrr en önnur og það fer að vessa mikið úr sárum sem klippt eru á þau þegar komið er fram í apríl, jafnvel í mars ef vetur eru mildir. „Með því að klippa eftir að safinn er kominn í tré erum við að taka frá því ákveðinn styrk,“ segir Jón Júlíus Elíasson. Óll sár loka sér hins vegar sjálf ef þau eru rétt klippt. Forðist að skilja eftir stubba á stórum trjám. Garðyrkjumenn benda fólki á að forðast að mála í sárin. Sullist málning út á börkinn nær hann ekki að anda í gegnum málninguna og morknar. Hins vegar er til í garðyrkjuverslunum lífræn kvoða sem hægt er að bera á sárin. Eins og þessir punktar bera með sér er að mörgu að hyggja varðandi klippingar og umhirðu trjánna. Faglærðir garðyrkju- menn veita garðeigendum ráð- leggingar varðandi hvernig standa skuli að klippingu og umhirðu garðs, auk þess sem þeir taka náttúrulega sjálfir að sér verkin. Jón Júlíus segir algengt að fólk sem er að stíga fyrstu skrefin í garðyrkju eða situr uppi með tjón eftir vinnu fúsk- ara, sem fara á kreik um svipað leyti og blaðlýsnar, leiti eftir ráðgjöf sérfræðinga til að fá mistökin leiðrétt og til að fá ráð og leiðbeiningar um fyrstu skrefin á réttri braut. V E R S L U N GARÐYRKJUMANNSINS UTSÆÐI ÁBURÐUR JURTALYF MOLD LITLIR POTTAR OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA KL. 8:15 - 18:00 LAUGARDAGA KL. 10:00 - 14:00 APRÍL - MAI - JÚNÍ VIRKA DAGA KL. 8:15 • 18:00 LAUGARDAGA KL. 10:00 - 16:00 SUNNUDAGA KL. 10:00 - 14:00 STÓRIR POTTAR HENGIPOTTAR VEGGPOTTAR FRÆ DÚKAR ÚÐADÆLUR GARÐVERKFÆRI KLIPPUR NÝR DROPAÁBURÐUR ©FRJÓ VERSLUN GARÐYRKJUMANNSINS STÓRHÖFDA 35, 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7860, FAX 567 7863 o o UJ > h Z z / Oværan í gras- blettinum MOSI safnast fyrst og fremst í grasflatir sem ekki er hirt um. Regluleg umhirða, sem felst í því að bera á og slá blettinn er því fyrsta regla þeirra sem vilja verjast mosanum. Þó lætur mosi jaf nvel á sér kræla í görðum sem vel er hirt um. Yfirleitt sækir hann í skuggsæla staði, staði þar sem bleyta safnast fyrir eða þar sem grasrót er orðin léleg. Gott ráð gegn mosa, segir Jón Júlíus Elíasson, skrúðgarð- yrkjumeistari, er að raka með garðhrífu yfir blettinn þegar jörð er orðin auð en frost er enn íjörðu. Þá næst mosinn auðveldlega upp án þess að grasið láti á sjá. Síðan má sá í blettinn grasfræi og bera áburð yfir. Margir berjast gegn mosa með því að þekja blettinn sandi. Það kemur að gagni, ekki síst í vanhirtum flötum, en er kannski óþarflega róttæk að- gerð því meðan grasið vinnur sig upp úr sandinum er ekki garðurinn ekki fagur á að líta. Ýmis efnierutil gegn mosa Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir að mosinn valdi vanda er að nota garðinn ótæpilega og leyfa börnunum að leika sér og hlaupa um á blettinum. Þegar bletturinn er sleginn er rétt að fara ekki nær rótinni en 4-5 sentimetra. Annars er hætt við því að farið sé að rista ofan í rótina og veikja hana. Fíflar og sóleyjar gera mörg- um garðeigendum grikk. Til er fíflaeitur sem drepur þessa óværu í görðum án þess að skaða grasið. Fíflar og sóleyjar eru tvíkímblöðungar en grasið er einkímblöðungur. Eitrið drepur aðeins tvíkímblöðunga. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga, segir Jón Júiíus Elíasson, að eitrið er kerfis- verkandi, því er sprautað á blómið og veikir það en berst síðan niður í rótina og drepur hana. Ef of mikið eitur er gefið er hætt við að jurtin drepist við rótarhálsinn en rótin lifi af. Nauðsynlegt er líka að gefa eitrinu tíma til að fella fíflana áður en farið er að slá. Annars er hugsanlegt að eitrið hafi ekki náð ofan í rótina. Sumum er illa við að eitra í blettinn og vilja heldur stinga fíflana upp. M.a. eru til sérstök járn til þess að stinga upp fífla en þá verður að gæta þess að fjarlægja alla rótina. Garðverkfæri - ókeypis upplýsingar wwiMgyU 562-6262

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.