Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 11.05.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 F 11 HÚSIÐ & GARÐURINN Hávaði eða hljóð? HÁVAÐI frá umferð veldur fólki víða ama og jafnvel heilsutjóni. Með breytingum á gluggum og gleri má bæta hljóðvist inni í ibúðum. UMFERÐARHÁVAÐI og margs konar annað áreiti úr umhverfinu er mörgum til ama sem búa í grennd við fjölfarnar götur eða á mörkum íbúða- og athafnahverfa. Sums staðar eru vandamálin sjálf- sagt þess eðlis að meiriháttar að- gerða á vegum sveitarfélaga er þörf til að finna varanlegar úrbæt- ur. í samtali við Stefán Guð- johnsen, hljóðtæknihönnuð- og ráðgjafa, kom hins vegar fram að í mörgum tilvikum er hægt að sigr- ast á hávaða sem berst inn í íbúð með tiltölulega einföldum og ódýr- um úrbótum á gluggum og gleri. Misþykkt gler Það þykir sjálfsagt hér á landi að hafa tvöfalt gler í gluggum þar sem það hefur betra einangrunar- gildi en einfalt gler. Málið snýst hins vegar við þegar kemur að hljóðeinangrun, því að tvöfalt gler gefur lítið eitt verri hljóðeinangrun en einfalt ef bæði glerin eru jafn- þykk, að sögn Stefáns. „Það er vegna þess að í tvöföldu gleri lendir svokölluð samfallstíðni á bilinu 125-250 rið sem er sú tíðni þar sem umferðarhávaöinn há- markast en þá leiðir hann best í gegnum glerið. En ef við bætum við þriðja glerinu vinnum við aftur verulega á í hljóðeinangunartölu fyrir gluggann," segir Stefán. Hann segir að það skipti líka verulega máli þegar um tvöfalt gler er að ræöa að glerin séu misjafn- lega þykk til að koma í veg fyrir að samfallstíðni þeirri falli saman. Þriðja rúðan og ísog íholrúmi „Ef við höfum langt bil á milli glerja og höfum þar á milli ísog, t.d. gatað stál og steinull þar á bakvið, .gleypist hljóð sem berst inn um annað glerið í þessu hol- rúmi. Oft er þannig háttað til í þessum gluggum að þaö eru þykk- ir karmar og væri pláss fyrir þriðja glerið. Þá er t.d. hægt að nota gluggakarminn innanverðan sem fals, þriðja rúðan er felld þar að og listi settur í kring. Einnig er hægt að útbúa opnanlegt fag við innanverðan gluggakarm á sam- bærilegan hátt. Loftrúmið milli yrti rúðanna og hinnar innri hefur þá verulegt einangrunargildi og með því að nota sér einhvers konar ísogsmöguleika á milli glerja, t.d. með steinull, væri hægt að auka hljóðeinangrunargildið verulega." Stefán segir að til þess að koma í veg fyrir að hávaði berist inn um opna glugga sé einnig hægt að láta loka glugga varanlega en koma þess í stað upp við hann hljóðdeyfðri loftrás. „Það er op sem er oftast þannig gert að í henni er hljóðgleypiefni, steinull eða slíkt. Hljóðið þarf að fara krókaleið í gegnum þessa loftrás og deyfist á leiðinni en loftið kemst óhindrað í gegn. Þetta er sú leið sem er verið að fara núna í nýbygg- ingum til þess að svara kröfum um hljóðeinangrun frá umferðargöt- um.“ Hljóðdeyfð loftrás Hljóðdeyfðar loftrásir eru til fjöldaframleiddar sem staðlaðar einingar, og er auðvelt að koma þeim fyrir þegar t.d. er skipt um glugga í eldri húsum. ( stað þess að opna og loka glugga er þá rennt frá og fyrir loka til þess að hleypa inn hljóðdeyfðu, fersku lofti. Stefán segir erfitt að gefa vís- bendingar um hvað breytingar af þessu tagi gætu kostað fyrir eig- endur íbúða en segir að einfald- asta og kostnaðarminnsta breyt- ingin sé sú að setja þriðju rúðuna og hafa hana opnanlega og það kosti lítið vilji fólk sætta sig við að hávaðinn berist inn um stund þeg- ar gluggi er opnaður. Vandamál íbúa sem búa við fjöl- farnar umferðargötur á höfuðborg- arsvæðinu hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu og t.d. á Miklubraut þykir Ijóst að markmið yfirvalda um úrbætur náist ekki nema með því að útbúa neðanjarð- argöng eða -stokk fyrir umferð. Ekki hefur komið til umræðu að borgaryfirvöld styrki eða kosti end- urbætur á húsum til þess að bæta hljóðeinangrun og jafnvel loftræst- ingu þar sem hávaði og mengun er yfir hættumörkum. 30 db jafngildishávaði Stefán segist aðspurður ekki vita til þess að einstakir íbúar t.d. við Miklubraut hafi fengið hljóð- tækniráðgjafa til að leysa fyrir sig vandamál vegna umferðarhávaða. Hins vegar viti hann til þess að margir (búar hafi þar ráðist í endur- bætur á gluggum sem snúa að Miklubraut og jafnvel lokað glugg- um og leyst loftunarvandann í gegnum íbúðir með vélrænum loft- ræstikerfum en það er nauðsyn- legt þegar um miklar umferðargöt- ur er að ræða. í þéttbýli um ailan heim býr fólk við hávaða og mengun frá fjölförn- um umferðargötum. Stefán segir að mannseyrað deyfi best lága tíðni, en umferðarhávaði liggur á því bili og þess vegna ættum við að geta leyft okkur að hafa meiri hávaða á lágum tíðnum. Best á maðurinn með að venjast hávaða þegar um er að ræða stöðugan nið, áhrifin eru margfalt verri þegar hávaðanum slotar á milli. íslensk lög miða við að mest sé leyfilegt að hafa 55 desibela há- vaða við glugga án undanþágu en Stefán segir að mestu skipti að ekki sé meira en 30 desibela jafn- gildishávaði frá umferð inni í íbúð- um. Alls staðar á Norðurlöndum þar sem hávaði við opnanlega glugga fer yfir 65 desibel hefur verið ráðist í aðgerðir í umhverfinu til að draga úr hávaða. Þar til á síðustu árum hafa ís- lendingar lítið hugað að hljóð- tæknilegum ráðstöfunum þegar húsbyggingar og endurbætur eru annars vegna enda á þéttbýli sér ekki langa sögu hér á landi og vandamál af þessu tagi voru til samms tíma óþekkt hér á landi. Breytingar hafa þó orðið á þessu síðustu ár, segir Stefán Guðjohn- sen. Hann lýsir viðhorfinu núna þannig að „í stærri byggingum og hjá þeim sem byggja í alvöru,, er farið að huga að þessum málum, jafnvel á þann hátt að titringur frá umferð í bergi er mældur og einn- ig annar hávaði í umhverfinu með- an byggingar eru á frumhönnunar- stigi. Ut frá niðurstöðum slíkra mælinga er grunnur og byggingin sjálf hönnuð og jafnvel ráða slíkar niðurstöður því hvaða form eru ákveðin. En innanstokks í íbúðum er einnig að mörgu að huga varð- andi hljóðeinangrun. Harðir fletir, flísar á gólfum, hörð loft, glugga- tjöld, allt getur þetta haft áhrif á hljóðvist. SKÓGAR OG GARÐPLÖNTUR íMIKLU ÚRVALI GARÐTRÉ KASMÍRREYNIR KR. 890- I FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RAÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG GEISLASÓPUR KR. 590- Einnig sumarblóm, verkfæri, mold o.fl. o.fl. Kynntu þér úrvalið. Sendum um allt land. SKÓGARPLÖNTUR RUNNAR RÚSSALERI KR. 1.290* bk.' L pHS á fRBWTgtltlltljtfrÍfr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.