Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 12

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 12
12 F SUNNUDAGUR 11. MAI1997 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ & GARÐURINN GARÐAR eiga að vera afslappaðir og frjáislegir útlits, að mati Róberts Róbertssonar skrúðgarðyrkjumeistara, sem segir íslendinga hafa of mikla tilhneigingu til þess að hafa allt klippt og skorið og rjúka út í garð með sveðju ef eitt arfagrey svo mikið sem stingur upp kolli. Einnig er fulllangt gengið að æða út með klórblöndu til þess að þvo mölina að hans mati. „Það er ekkert sem bannar að hafa mosa á stéttum eða dauð blöð á blómum,“ segir Róbert. Hann segir líka að líta beri á garðinn sömu augum og húsnæðið og end- urnýja hann á um það bil sjö ára fresti. „Ég lít ekki á mitt sköpunarverk sem heilagt og er ekkert viðkvæmur fyrir umbyltingu ef þannig ber undir.“ Steinarnir tala Róbert tekur að sér hönnun, framkvæmdir og viðhald í garði, ef fólk kýs, og er með allt að 20 manns i vinnu auk undirverktaka þegar best lætur. Þegar garðurinn er í vetrardvala fæst hann meðal annars við gluggaútstilling- ar og færir Reykjavíkurborg líka í skrautlegan búning fyr- ir jólin. Róbert hefur fengið viðurkenningar fyrir garða í ýms- um sveitarfélögum á suðvesturhorninu á hverju ári síðan 1987. Steyptar hellur, möl og holtagrjót verða sífellt algeng- ari í görðum enda átta margir sig á því að bletturinn get- ur verið harður húsbóndi hvað viðhald snertir. Róbert lít- ur á garðinn sem stóran blómapott og segir að fólk verði - að næra garðinn á sama hátt og það sinnir pottaplöntun- um. Fjölærar plöntur krefjast til dæmis mikils viðhalds. Þeir sem kjósa að eyða sumrinu utan borgarmarkanna í veiði eða bústað og vilja ekki vera þrælar garðsins geta farið þá leið á láta steinana tala. Fyrsti viðkomustaður Róberts er við Langagerði hjá fjölskyldu sem ekki vill láta viðhaldið íþyngja sér (mynd 1,2,3,4). Farin var sú leið að nota möl meðfram beðunum og steyptar stiklur inni á milli. Athygli vekur hversu hrein mölin er eftir veturinn en Róbert segir ekki æskilegt að hafa gras í svo litlum garði. Þegar garðinum var umturnað var eitt verkanna að fjarlægja 18 tré enda segir Róbert aspir og greni „banvænar" í garði af þess- ari stærð. Miðpunktur garðsins er veröndin því fólk vill verja mestum tíma þar segir hann jafnframt. Grenitrén á mynd 3 náðu upp fyrir skúrinn þegar garðinum var breytt. RÓBERT vill nota tíu sentimetra þykkt lag af möl og undir henni er hafður jarðvegsdúkur. Hann er hrifnastur af óbeinni lýsingu og segir að skjólgirðingar eigi ekki að vera yfirþyrmandi svo fólk sé ekki viljandi að dæma sjálft sig til einhvers konar fangavistar í eigin garði. „Sumir eru svo kræfir að það vantar bara gaddavír og varðturna," segir hann. Geislar sólarinnar ná ekki að skína alls staðar og því heilla- vænlegast að leggja þann hluta garðsins með granít, möl, steyptum hellum og holtagrjóti. ANNAR viðkomustaður er við Melhæð þar sem garðurinn er lagður lit- uðum steinflísum, jötun- og fornsteini, tfu-tíu og hvítu kvartsi (mynd 5 og 6). Sums staðar eru engar fúgur svo mosinn nái fótfestu. Róbert læt- ur lögun hússins endurspeglast í sólpallinum og einnig er þess gætt að litaval sé í samræmi við húsveggina. Takið eftir lögun pallsins fyrir ofan dyrnar í samanburði við stéttina. I garðinum er jafnframt stuðlaberg að austan sem minnir á bautasteina eða bara mannverur þegar skyggja tekur. Sumir steinanna eru hátt í tonn að þyngd enda þarf að steypa þá niður og segir Róbert um umtalsverða fjárfestingu að ræða. NÆST liggur leiðin að Skógarhæð (mynd 7,8,9,10). Róbert notar granítkantstein frá Portúgal og beð til þess að brjóta upp lögun innkeyrslunnar, auk þess að koma fyrir holtagrjóti þar sem hægt er að setjast eða leggja hluti frá sér. Við hlið innkeyrslunnar er risastór sólpallur með skjólgirðingum sem ekki byrgja aigerlega sýn. Holtagrjóti má koma fyrir hvar sem er, meira segja á steyptum, hellulögðum fleti. Hellurnar eru höggnar til eftir lögun grjótsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.