Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 13
HÚSIÐ & GARÐURINN
Gljávíðir
eða salix?
RÖGNVALDUR við gljávíðinn formklippta. Með markvissri klippingu hafa grenitrén
orðið þétt og tekið á sig fullkomið grenitrjáaform.
EITT af mörgu sem vekur at-
hygli íverðlaunagarði Rögnvalds
Finnbogasonar á Garðaflöt 17 í
Garðabæ er rúmlega 20 ára
gamall formklipptur gljávíðir,
sem er eiginlega eins og kerta-
logi í laginu og teygir sig rúma
tvo metra upp í loft.
Rögnvaldur setti niður tvo
gljávíði hlið við hlið og leyfði
þeim að vaxa í 3-4 ár. Síðan
hefur hann klippt og mótað víð-
inn á hverju hausti og plantan
er þétt og falleg, laufgast á ystu
greinar og er sannkallað augna-
yndi.
Fyrir þann sem hefur komið
í garðinn segir það sig sjálft að
hann vekur mikla athygli þeirra
sem leið eiga hjá. Rögnvaldur
segir að margir hafi viljað fá að
koma og skoða, ekki síst þetta
óvenjulega, formklippta hekk.
„Þegar konurnar spurðu hvað
þetta væri og ég sagði gljávíðir
þá settu þær upp svip og þótti
það ekki mjög fínt. Svo ég fór
að segja að þetta væri salix,
sem er latneska heitið á gljá-
víði. Þá sögðu þær, nú já, vex
hann svona," segir Rögnvaldur
hlæjandi.
Annað skemmtilegt í garði
Rögnvalds eru grenitrén. Hann
segir að þau hafi verið há og
gisin þegar hann tók um 1,5
metra ofan af þeim og fór að
klippa þau til á hverju hausti. Á
nokkrum árum fóru þau að þétta
sig og breyta lögun og nú eru
þau í laginu eins og frummynd
greriitrjánna; mjókka upp eins
og keila og þarrið er svo þétt
að hvergi sér í stofninn.
Garðræktarferill Rögnvalds
hófst á Sauðárkróki. Þar ræktaði
bæjarritarinn og bæjarstjórinn
árum saman fallegan garð í bar-
áttu við napra hafgolu og laus-
gangandi búfé. 1972 fluttist
hann til Garðabæjar og fór að
rækta garðinn sinn þar.
Rögnvaldur segir að fljótlega
eftir að hann fór að eiga við
garðyrkju fyrir norðan hafi áhug-
inn orðið brennandi.
Hann segist lítið vera gefinn
fyrir hálfkák. „Menn sem ekki
hafa áhuga á garðrækt eiga
ekkert að vera eiga við þetta
en þeir vita þá ekki hvað þeir
fara mikils á mis. Ég hef alltaf
litið svo á að lífið sé hreyfing
og hef hagað mér í samræmi
við það," segir Rögnvaldur
Finnbogason.
Nýstárlegir
gluggahferar
í JÓNSHÚSI við Miðtún smíða
systkinin Ruth og Jón Haildór alls
kyns íslenskar trévörur, málaðar
með gömlum litum, til dæmis
gluggahlera og fuglahús. Glugga-
hlerarnir eru notaðir til skrauts í
eldhús eða sólstofur og li'fga upp
á umhverfið séð utan frá og inn-
an. Segir Ruth hlerana draga hlýj-
una úr garðinum inn íhús.
Gildra fyrir mýs
MÝS geta gert mikinn usla í sum-
arbústöðum og ýmsar leiðir fær-
ar til að vinna bug á þeim. Gísli
Sveinbergsson hjá Litalandi í
Hafnarfirði hefur hannað músa-
gildru í samstarfi við annan sem
þykir gefa góða raun. Um er að
ræða plastfötu, stiga og hjól með
þunnum krossviðarspöðum. Á
hverjum spaða er teygja þar sem
komið er fyrir æti sem laðar
mýsnar upp stigann. Þegar upp
er komið og mýsnar stfga á spað-
ann snýst hjólið svo þær detta
niður í fötu með þremur lítrum
af vatni. Ef fatan er f ókyntu húsi
er hálfum lítra af frostlegi bætt í
2,5 Iftra af vatni.
NÝ, SPENNANDI HÚSGÖGN
ÚRGEGNHEILUM HARÐVIÐI
FYRIR ÍSLENSKA VEÐRÁTTU
OG ÞÍNA PYNGjU!
Nú er rétti tíminn til að leggja drög að skemmtilegum sumarstundum úti í garði í góðra vina
hópi. Náttúruvænu húsgögnin frá okkur falla vel að fegurð gróðursins og skapa gestum þínum
aðlaðandi umgjörð og þægindi.
Og þau eru ekkert hrófatildur, sem ekki má taka inn í hús, eða endist bara í eitt sumar. Hér
eru á ferðinni húsgögn úr völdum tekkviði frá plantekrum í Indónesíu. Viðurinn er þurrkaður
sérstaklega til að þola öll veður, og nýtast jafnt úti sem inni. Þér og þínum til yndisauka.
Komdu í heimsókn til okkar á Nýbýlaveginn.
SJÁÐU! SNERTU! PRÓFAÐU! UPPLIFÐU!
j|i|lliliW
NÝBÝLAVEGl 30, KÓPAVOGI DALBREKKUMEGIN, SÍMI 554 6300
GLERÁRGÖTU 28, AKUREYRI, SÍMI 461 3361