Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ný bók fyrrum leiðtoga aðskilnaðar-
sinna í Kanada vekur deilur
Hugðist lýsa
yfir sjálfstæði
Quebec
Það var eins og sprengju væri varpað inn í
kanadísku kosningabaráttuna þegar ný bók
eftir Jacques Parizeau, fyrrverandi fylkis-
stjóra Quebec, kom út. Kristján Amgríms-
son, fréttaritari Morgunblaðsins í Kanada,
greinir frá áætlunum Parizeus um að lýsa
einhliða yfir sjálfstæði Quebec.
ÞÁVERANDI fylkisstjóri í Quebec
í Kanada, Jacques Parizeau, hugð-
ist lýsa einhliða yfir sjálfstæði fylk-
isins einungis nokkrum dögum eftir
almenna atkvæðagreiðslu í fylkinu
í október 1995 um aðskilnað við
Kanada, hefðu aðskilnaðarsinnar
haft betur í atkvæðagreiðslunni.
Kemur þetta fram í nýrri bók eftir
Parizeau, sem kemur út á mánudag.
Fyrir skömmu birtist útdráttur
ur bókinni í dagblaðinu Le Soleil,
sem gefið er út í Quebec-borg. Fyr-
ir viku neitaði Parizeau því að hafa
haft þetta í hyggju og sagði blaða-
mann Le Soleil hafa rangtúlkað orð
sín.
Pólitísk sprengja
Engu að síður hefur fregnin um
skrif fylkisstjórans fyrrverandi
virkað sem pólitísk sprengja í ný-
hafinni kosningabaráttu fýrir þing-
kosningar sem fara fram annan
júní. Eru fréttaskýrendur á einu
máli um að þetta verði flokki að-
skilnaðarsinna á alríkisþinginu í
Ottawa, Bloc Quebecois, erfíður ljár
í þúfu. Flokkurinn er nú næstfjöl-
mennastur á þingi og því í hlut-
verki hinnar opinberu stjórnarand-
stöðu.
Sambandssinnar í Quebec-fylki,
þar sem flestir íbúa eru frönsku-
mælandi, báru nauman sigur úr
býtum í atkvæðagreiðslu um að-
skilnað, sem fram fór í október
1995, svo munaði innan við einu
prósenti atkvæða. í atkvæða-
greiðslunni voru kjósendur spurðir
hvort þeir væru hlynntir því að
Quebec-stjóm gengi til samninga-
ERLENT
Reuter
JACQUES Parizeu, fyrrverandi fylkisstjóri Qu-
ebec, kynnir nýja bók sína.
Reuter
JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, ræð-
ir málefni Quebec á þingi.
viðræðna við Kanadastjórn um nýtt
ríkjasamband. Parizeau var þá leið-
togi Parti Quebecois, flokks aðskiln-
aðarsinna á fýlkisþinginu, og fylkis-
stjóri. Hann lét af báðum embætt-
um eftir atkvæðagreiðsluna.
í bókinni „Pour un Sovereign
Quebec" (Fyrir sjálfstætt Quebec),
sem er safn af ræðum og greinum
eftir Parizeau, segir hann meðal
annars frá samtali sem hann átti
við Valery Giscard d’Estaing, fyrr-
verandi Frakklandsforseta, í Frakk-
landi 1995. Segir Parizeau að
d’Estaing hafí útskýrt fýrir sér að
næðu aðskilnaðarsinnar meirihluta
í atkvæðagreiðslunni væri mikil-
vægt að stjórnvöld í Quebec lýstu
afdráttarlaust yfir sjálfstæði fylkis-
ins innan fárra daga. Yrði þetta
ekki gert gæti ekkert erlent ríki
viðurkennt sjálfstæði Quebec. Ef
yfirlýsingunni yrði frestað um hálft
til eitt ár, eða gengið til samninga
við Kanadastjórn um ríkjasamband
gæti Frakkland ekkert aðhafst.
Frakkland, eins og önnur ríki, gæti
ekki viðurkennt áætlanir, það gæti
einungis viðurkennt sjálfstætt ríki.
Vænti Parizeau þess, að viðurkenn-
ing frá Frökkum myndi leiða til
viðurkenningar frá Bandaríkja-
stjóm og það síðan greiða götuna
fyrir alþjóðlegri viðurkenningu.
Parizeau bætir því við að allar
ræður sem hann hélt um samninga
við Kanadastjóm hafi verið þannig
orðaðar að möguleiki gæfist á ein-
hliða sjálfstæðisyfirlýsingu. „Og ég
hét því aldrei, hvorki á opinbemm
vettvangi, né í einkasamtölum, að
lýsa ekki einhliða yfir sjálfstæði,"
segir Parizeau í bók sinni.
Neita allri vitneskju
Bæði Lucien Bouchard, núver-
andi fylkisstjóri í Quebec og leiðtogi
Parti Quebecois, og Gilles Duceppe,
leiðtogi Bloc Quebecois, voru nánir
samstarfsmenn Parizeaus þegar
hann var fýlkisstjóri, en þeir neita
því nú báðir að hafa haft hugmynd
um að Parizeau hafi haft í hyggju
að lýsa einhliða yfir sjálfstæði.
Sagði Duceppe við fréttamenn að
þetta kæmi illa við hreyfingu að-
skilnaðarsinna og því illa við kosn-
ingabaráttu Bloc Quebecois nú.
Jean Chretien, forsætisráðherra
Kanada, segist efast um að Bouch-
ard og Duceppe hafi ekki vitað um
hugmyndir fylkisstjórans þáver-
andi, og fréttaskýrandi blaðsins The
Globe and Mail segir að þrátt fyrir
afneitanir leiðtoga aðskilnaðarsinna
nú leiki enginn vafi á því að þeir
hafi verið reiðubúnir að ganga fljótt
til verks og gera Quebec að sjálf-
stæðu ríki hefðu þeir haft betur í
atkvæðagreiðslunni. Rétt áður en
hún var haldin hafí þáverandi al-
þjóðamálaráðherra fylkisins ritað
fulltrúum erlendra ríkja í Ottawa
bréf þar sem hann hafí farið fram
á að ríkin yrðu reiðubúin að viður-
kenna sjálfstæði Quebec um leið
og löggjafarsamkoma fylkisins lýsti
yfir sjálfstæði þess.
Fjórir frambjóðendur berjast um forsetaembættið í kosningunum í Iran 23. maí
KOSNINGABARÁTTA í íran hófst
um helgina, en forsetakosningar
fara þar fram 23. maí. Tilkynnt
hefur verið að fjórir verði í kjöri og
þar af er sagt að Ali Akbar Nateq-
Nouri, þingforseti, sé sigurstrang-
legastur. Hann er forsvarsmaður
íhaldssamra klerka sem hafa meiri-
hluta á þingi. Nouri nýtur einnig
stuðnings klerka almennt og tengist
kaupmönnum Teheran-bazarsins
sem löngum hafa þótt áhrifamiklir.
Reiknað er með að Nouri muni halda
áfram efnahagsumbótum Rafsanj-
anis, núverandi forseta.
Annar frambjóðandi, Mohammad
Khatami, er fyrrverandi mennta-
málaráðherra og er nú talið að hann
verði skæðasti keppinautur Nouris.
Hann nýtur stuðnings miðjumanna
sem standa nærri Rafsanjani svo og
íslamskra vinstri manna sem hafa
með árunum orðið mun hófsamari í
skoðunum en fyrstu árin eftir
íslömsku byltinguna 1979.
Þriðji frambjóðandinn heitir Mo-
hammed Mohammadi Reyshahri.
Hann hefur séð um árlega pílagríms-
för írana til Saudi-Arabíu. Hann var
áður upplýsingamálaráðherra, er
sagður mjög íhaldssamur og vill að
íran standi þétt um þær meginreglur
sem byltingin boðaði. Loks er svo
Reza Zavarei og er hann sá eini sem
er ekki klerkur.
Mikilvægar
kosningar
Sérfræðingum um íran ber saman
um að þetta séu þýðingarmestu
kosningar sem þar hafí verið haldn-
ar þessi rúmu 18 ár sem landið hef-
ur verið íslamskt lýðveldi. Þótt for-
setinn sé ekki valdamesti maður
landsins er ekki um það deilt að
hann hefur mikil áhrif og menn leiða
ekki svo glatt hjá sér tillögur hans,
jafnvel ekki trúarleiðtoginn aya-
tollah Khameini sem æðstur er.
Valdatafl milli
þríggja fylkinga
Fjórir frambjóðendur berjast næstu daga
um stuðning íranskra kjósenda, skrifar
Jóhanna Kristjónsdóttir en samkvæmt
írönskum lögum má Rafsanjani núverandi
forseti ekki bjóða sig fram.
Rafsanjani hefur
þokað Iran frá ýmsu
því sem Khomeini boð-
aði á fyrstu árunum
þótt allt hafi gerst
mjög hægt. En sú
markaðsstefna sem
Rafsanjani hefur fylgt
hefur þó skilað því að
Miehel Camdessus,
framkvæmdastjóri Al-
þjóða gjaldeyrissjóðs-
ins, lýsti nýlega
ánægju með efnahags-
stefnu írans sem væri
að skila auknum hag-
vexti og minnkandi
verðbólgu.
Því eru þessar kosn-
ingar markverðar því það mun þá
að líkindum koma í ljós hvort eftir-
manni Rafsanjanis tekst að halda
áfram á þeirri braut ellegar snúið
Rafsanjani
Khameini
verður af þeim vegi sem gæti haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir íran.
Alls tilkynntu 238 manns að þeir
vildu bjóða sig fram. Sérstakt ráð
fór síðan rækilega yfír þann mikla
skara og hlutu aðeins þessir fjórir
náð fyrir augum þess. Af þessum
238 voru níu konur, þar af ein sem
er dóttir ayatollah sem var aðsóps-
mikill í byltingunni. Konurnar fóru
mikinn á síðustu vikum en löngu var
fyrirsjáanlegt að engin þeirra fengi
að fara í framboð. Þær voru ekki
einar um að fá neitun en ef að líkum
lætur munu þó ýmsir Vesturlanda-
menn beina sjónum meira að konun-
um níu en þeim 223 karlmönnum,
sem ekki komust í náðina, og telja
þetta enn eitt kúgunarmerki írönsku
klerkanna.
Hverjir styðja hvern?
í skoðanakönnun sem var birt í
dagblaðinu Teheran Times daginn
áður en kunngert var hverjir yrðu
hinir opinberu frambjóðendur virtist
Nouri njóta stuðnings 40,8%, Khat-
ami 33,8%, 82,2% studdu Reyshahri
og 17,2% skiptust á ýmsa aðra vænt-
anlega frambjóðendur, voru
óákveðnir eða svöruðu ekki.
Þá velta menn fyrir sér hvert þess-
ir fjórir muni helst sækja stuðning.
Bent hefur verið á að kosningarnar
í fyrra til íranska þingsins hafí ekki
leitt fram neina eina fylkingu sem
hefði mest völd. Þó sýnir ýmislegt
að þrír hópar hafa komið fram sem
láta mest að sér kveða.
Það eru hægrimenn með tengsl
við kaupsýslumenn og þar með tald-
ir eru kaupmenn Bazarsins. Þeirra
maður er Nouri.
Önnur fylkingin er vinstrimenn
en aðaltalsmaður þeirra er Mehdi
Karrubi, fyrrverandi þingforseti.
Þessi hópur vildi að Musavi fyrrver-
andi forsætisráðherra byði sig fram
en hann hafnaði því, að sögn vegna
þess að hann reyndist ekki fá stuðn-
ing frá Khameini, yfírklerki. Talið
er að þessi fylking muni styðja Mo-
hammed Khatami. Vinstrimenn hafa
ekki viljað aukin tengsl við Vestur-
lönd. Það ber þó að hafa í huga að
vinstrimenn þessir eru ekki eins rót-
tækir i skoðunum og var á fyrstu
árum byltingarinnar.
Þriðji hópurinn er svo miðju-
menn. Trúlegt er að þessi hópur
skiptist á milli Khatami og Nouri.
Rafsaiyani
áfram valdamikill
Margir óttast að íran hverfi aftur
inn í miðaldirnar þegar Rafsanjani
hættir sem forseti. Þeir geta vænt-
anlega huggað sig við það að hann
mun ekki setjast í helgan stein þótt
hann víki úr forsetastóli. Hann mun
taka við mikilvægu embætti sem
ráðgjafi Khameinis æðstaklerks.
Vesturlandamenn líta auðvitað
yfirleitt ekki svo á að neitt hafi skán-
að í íran og fínnst þar ríkja sama
ofstækið og svartnættið og var á
fyrstu árum Khomeinis.
Samt verður breytinga vart eink-
um í efnahagsmálum sem sýna að
íran er ekki lengur það lokaða land
sem það var. Skrefín eru smá og
næstum ósýnileg sem stigin hafa
verið. En Khomeini mundi sennilega
snúa sér við í gröfinni ef hann sæi
þær breytingar sem þó hafa orðið í
hans íslamska fyrirmyndarríki síðan
hann hvarf til guðs síns.
i
i
i
\
I
I
.
I
s
j