Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 56
9 <B> AS/400 er ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfí CO) NÝHERJf MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mun færri með háskólamenntun hér heldur en almennt innan OECD íslendingar á eftir í þróun háskólanáms Tæplega 30 hjól- um stolið Á ÞRIÐJA tug reiðhjóla hvarf frá heimilum eigenda sinna á ísafirði í fyrranótt og hafa þau verið að finnast vítt og breitt um bæinn síðan. Um tíu hjól rötuðu í vörslu lögreglu en um hádegi í gær voru fimm hjól ósótt til hennar. Að sögn lögreglu á ísafirði virðist svo sem einhveijir hafi óhikað tekið til afnota þau hjól sem þeir rákust á og knúið hjólhestana óspart á ferðum sínum milli staða. „Hjól eru í reiðuleysi á víð og dreif um bæinn eftir þessi ævintýri. Við þekkjum að einu og einu hjóli sé stolið en þjófnaðir í svona miklum mæli er nýr fyrir okkur,“ sagði lögreglumaður sem við var rætt. UPPLÝSINGAR sem sýna að hlut- fallslega mun færri íslendingar hafa lokið háskólanámi en yfirleitt í ríkj- um Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) koma rektorum ís- lenskra háskóla ekki á óvart. Rektor Háskóla íslands telur að atvinnulífið hafi ekki sóst eftir háskólamenntuðu fólki í sama mæli og fyrirtæki er- lendis og hann segir að íslendingar séu 10-15 árum á eftir öðrum þjóð- um í þróun náms á háskólastigi. í samanburði menntamálaráðu- neytisins kemur fram að 16-17% Islendinga á aldrinum 25-45 ára hafa lokið háskólanámi en það er töluvert undir meðaltali 22 OECD- ríkja sem sýnir að 23% fólks á þess- um aldri hefur háskólamenntun. Munurinn er enn meiri þegar ísland er borið saman við hin Norðurlöndin, þar sem 20-31% íbúa á þessum aldri hafa lokið háskólanámi en hæst er þetta hlutfall í Kanada, um 50%. Hætta á hæfniskorti Sem skýringar á þessum mismun nefnir Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor meðal annars að hinir gömlu atvinnuvegir landsmanna, sjávarútvegur og landbúnaður, hafi þurft fáa háskólamenntaða menn. Þá veltir hann því fyrir sér hvort vaxandi þjónustugreinar hafi ekki haft trú á því að háskólamenntun gæti komið þar að gagni. „Eg tel að þetta sé mikið umhugs- unarefni, ekki síst vegna aukinnar samkeppni okkar við aðrar þjóðir á vinnumarkaði sem stækkar sífellt," segir Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans í Bifröst. Guð- brandur Steinþórsson, rektor Tækni- skóla íslands, óttast að of lítil aðsókn í háskólanám, eða röng skipting að- sóknarinnar sem bitnar á þeim grein- um sem hafí beina skírskotun út á vinnumarkaðinn, leiði til þess að upp komi hæfniskortur og ekki verði eðli- leg endumýjun í þessum greinum. Framhaldsskólar fari lengra Jónas leggur áherslu á samhengi hlutanna. Skólamir þurfí að mennta fólk sem atvinnulífíð kunni að meta en stundum hafi á það skort. Skólam- ir þurfí að kanna þörf fyrirtækjanna og miða sitt námsframboð við það. Sveinbjörn segir að íslendingar séu á eftir öðram þjóðum í þróun náms á háskólastigi. Vegna saman- burðar við Bandaríkin og Kanada nefnir hann að þar sé helmingur þeirra sem stunda nám á háskóla- stigi í styttra starfsmenntanámi í skólum sem hann kýs að nefna hér- aðsháskóla. Hann sér fýrir sér að þessi þróun verði hér og nefnir til marks um það að nú ljúki um helm- ingur hvers árgangs stúdentsprófí í stað 10% fyrir 30 áram. Þó ekki skili allir sér í háskólanám muni sókn í það aukast í framtíðinni. Hingað til hafí vantað skóla til að taka við fólki sem ekki hyggur á lengra nám í rannsóknarháskóla. Þetta hafi þó verið að þróast í rétta átt og nefnir Sveinbjörn Samvinnu- háskólann, Tækniskóla íslands og nú fyrirhugaðan Verslunarháskóla. Hann telur einnig að það ætti að styðja góða framhaldsskóla í því að fara lengra, bjóða upp á 1-2 ára starfsnám á háskólastigi. ■ Reykjavíkurbréf/28 L ög um samn- ingsveð og hækk- un sjálfræðis LÖG um samningsveð og ný lög- ræðislög, sem fela í sér hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár, voru samþykkt á seinasta starfs- degi Alþingis í gær. Fundum Al- þingis var frestað um miðjan dag í gær til septemberloka. Lög um samningsveð voru sam- þykkt með 35 atkvæðum gegn 17. Tveir þingmenn sjálfstæðisflokksins, Guðjón Guðmundsson og Kristján Pálsson, greiddu atkvæði gegn lög- ^txnum. Einn stjómarandstæðingur, Kristinn H. Gunnarsson, Alþbl. greiddi atkvæði með afgreiðslu framvarpsins. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki og alþýðubandalagsmennimir Hjörleif- ur Guttormsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu framvarpsins. Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, sagði að með lögunum væri opnað- ur möguleiki á því að gefa erlendum Iánardrottnum íslenskra útgerð- arfyrirtækja möguleika á að taka veð í sameiginlegri auðlind þjóðar- innar. Kristján Pálsson Sjálfstæðis- flokki sagði að með lögunum væri verið að heimila veðsetningu afla- heimilda með skipi og sagði lögin veikja sameignarákvæði 1. greinar fiskveiðistjómarlaganna. Hjálmar Ámason, Framsóknarflokki, sagði skýrt samkvæmt frumvarpinu að óheimilt væri að veðsetja kvóta. Það sjónarmið kæmi fram í skýringum virtra og óháðra lögmanna. Ráðherra borinn þungum sökum JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sakaði Pál Pétursson félagsmálaráðherra, við utandagskrárumræður á Alþingi í gær, um að hafa gefið Alþingi rang- ar upplýsingar fyrr í vetur í þeim tilgangi að sverta félagslega hús- næðiskerfíð. Jóhanna hélt því fram að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um fé- lagslega íbúðakerfið sýndi að upp- lýsingar sem ráðherrann gaf á Al- þingi í vetur um kostnað í félagslega kerfinu samanborið við almenna N—''kerfið væru rangar. Jóhanna og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn sögðu við umræðurnar að til álita kæmi að ráðherrann yrði dreginn til ábyrgðar samkvæmt lögum um ráð- herraábyrgð. Jóhanna sagði svör Ríkisendurskoðunar staðfesta svo grófa fölsun ráðherra að til greina kæmi að draga hann fyrir landsdóm. Páll Pétursson hafnaði ásökunun- um og sagðist standa við svar sitt frá því í vetur. Sagðist hann ekki vita upp á sig neina sök. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók til máls við umræðuna og lýsti fullu trausti á störf ráðherrans. Hann sagði ásakanir stjórnarand- stöðunnar fyrir neðan allar hellur, ómaklegar og svívirðilegar. „Ef menn eru að vitna í landslög er rétt að menn gangi alla leið og beri fram tillögu og standi við hana,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að tilvís- anir þingmanna Alþýðuflokks í lög- skýringar Ólafs Jóhannessonar pró- fessors til að beija á félagsmálaráð- herra væra afskaplega óviðfelldnar. Sagðist hann á sínum tíma hafa verið á þingpöllum þegar þingmenn sama flokks veittust að Ólafi Jó- hannessyni. „Það vora stórkostlegar ásakanir og ég vildi ekki búa við þá sögu að hafa gert slíka hluti.“ Tilraun til línræktar HAFIN er tilraun til ræktunar á líni hér á landi. Þessa dagana er verið að sá í akra á fjórum stöðum á Suður- og Vesturlandi og næsta vetur verða svo gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við úrvinnslu. í lín- eða hörplöntunni era langar trefjar sem úr er spunninn þráður til vefnaðar eða til fyllingar í hús- gögn eða fatnað. Hugmyndin var að sá hörfræjum um allt land í þessari tilraun en ekki tókst að fjármagna svo um- fangsmikið verkefni að sögn Jóns Guðmundssonar sérfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins en hann stjómar ræktuninni. Rækt- unin fer fram á Korpu, í Birtinga- holti, á Þorvaldseyri og Hvanneyri en á síðastnefnda staðnum hafa ver- ið gerðar tilraunir með línræktun í nokkur ár. í fyrri tilraunum hefur reynst erf- itt að ná vinnsluhæfu hráefni úr plöntunum en Jón segir að uppsker- an í haust verði notuð til að prófa ýmsar aðferðir við úrvinnsluna, með- al annars með notkun ensíma. Morgunblaðið/Einar Falur Sigur í fyrsta leik ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik sigraði það japanska í setningarleik heimsmeistara- mótsins, sem hófst í borginni Kumamoto í Japan i gærmorgun. Lokatölur urðu 24:20 eftir að staðan í leikhléi var 14:10 íslend- ingum í vil. Patrekur Jóhannes- son, sem á myndinni er í þann mund að gera eitt marka sinna i gær, var besti maður liðsins. Fór hreinlega á kostum og gerði níu mörk úr ellefu skotum. Markverð- irnir, Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson, iéku einnig vel og segja má að liðsheild Islendingahafi verið sterk. Næsti leikur íslcndinga verður gegn Alsír í dag og hefst leikurinn kl. 10 að íslenskum tíma. ■ íþróttir/14,16 Viðbúnaður vegna þotu á einum hreyfli NEYÐARVIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun eftir að tilkynning barst frá lítilli einkaþotu í aðflugi að hún hefði aðeins afl á einum hreyfli. Suður- götu var lokað fyrir umferð. Þotan var að koma frá Manchest- er í Englandi hingað til lands. Yfir Sandskeiði, um klukkan 10.04, lét flugmaður hennar flugturn vita að hann hefði þurft að drepa á öðrum mótornum. Þrátt fyrir skamman aðdraganda var boðaður viðbúnaður í gegnum neyðarsíma. Þotan lenti klukkan 10.18 og gekk lendingin að óskum. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 21. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.