Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 56

Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 56
9 <B> AS/400 er ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfí CO) NÝHERJf MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mun færri með háskólamenntun hér heldur en almennt innan OECD íslendingar á eftir í þróun háskólanáms Tæplega 30 hjól- um stolið Á ÞRIÐJA tug reiðhjóla hvarf frá heimilum eigenda sinna á ísafirði í fyrranótt og hafa þau verið að finnast vítt og breitt um bæinn síðan. Um tíu hjól rötuðu í vörslu lögreglu en um hádegi í gær voru fimm hjól ósótt til hennar. Að sögn lögreglu á ísafirði virðist svo sem einhveijir hafi óhikað tekið til afnota þau hjól sem þeir rákust á og knúið hjólhestana óspart á ferðum sínum milli staða. „Hjól eru í reiðuleysi á víð og dreif um bæinn eftir þessi ævintýri. Við þekkjum að einu og einu hjóli sé stolið en þjófnaðir í svona miklum mæli er nýr fyrir okkur,“ sagði lögreglumaður sem við var rætt. UPPLÝSINGAR sem sýna að hlut- fallslega mun færri íslendingar hafa lokið háskólanámi en yfirleitt í ríkj- um Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) koma rektorum ís- lenskra háskóla ekki á óvart. Rektor Háskóla íslands telur að atvinnulífið hafi ekki sóst eftir háskólamenntuðu fólki í sama mæli og fyrirtæki er- lendis og hann segir að íslendingar séu 10-15 árum á eftir öðrum þjóð- um í þróun náms á háskólastigi. í samanburði menntamálaráðu- neytisins kemur fram að 16-17% Islendinga á aldrinum 25-45 ára hafa lokið háskólanámi en það er töluvert undir meðaltali 22 OECD- ríkja sem sýnir að 23% fólks á þess- um aldri hefur háskólamenntun. Munurinn er enn meiri þegar ísland er borið saman við hin Norðurlöndin, þar sem 20-31% íbúa á þessum aldri hafa lokið háskólanámi en hæst er þetta hlutfall í Kanada, um 50%. Hætta á hæfniskorti Sem skýringar á þessum mismun nefnir Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor meðal annars að hinir gömlu atvinnuvegir landsmanna, sjávarútvegur og landbúnaður, hafi þurft fáa háskólamenntaða menn. Þá veltir hann því fyrir sér hvort vaxandi þjónustugreinar hafi ekki haft trú á því að háskólamenntun gæti komið þar að gagni. „Eg tel að þetta sé mikið umhugs- unarefni, ekki síst vegna aukinnar samkeppni okkar við aðrar þjóðir á vinnumarkaði sem stækkar sífellt," segir Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans í Bifröst. Guð- brandur Steinþórsson, rektor Tækni- skóla íslands, óttast að of lítil aðsókn í háskólanám, eða röng skipting að- sóknarinnar sem bitnar á þeim grein- um sem hafí beina skírskotun út á vinnumarkaðinn, leiði til þess að upp komi hæfniskortur og ekki verði eðli- leg endumýjun í þessum greinum. Framhaldsskólar fari lengra Jónas leggur áherslu á samhengi hlutanna. Skólamir þurfí að mennta fólk sem atvinnulífíð kunni að meta en stundum hafi á það skort. Skólam- ir þurfí að kanna þörf fyrirtækjanna og miða sitt námsframboð við það. Sveinbjörn segir að íslendingar séu á eftir öðram þjóðum í þróun náms á háskólastigi. Vegna saman- burðar við Bandaríkin og Kanada nefnir hann að þar sé helmingur þeirra sem stunda nám á háskóla- stigi í styttra starfsmenntanámi í skólum sem hann kýs að nefna hér- aðsháskóla. Hann sér fýrir sér að þessi þróun verði hér og nefnir til marks um það að nú ljúki um helm- ingur hvers árgangs stúdentsprófí í stað 10% fyrir 30 áram. Þó ekki skili allir sér í háskólanám muni sókn í það aukast í framtíðinni. Hingað til hafí vantað skóla til að taka við fólki sem ekki hyggur á lengra nám í rannsóknarháskóla. Þetta hafi þó verið að þróast í rétta átt og nefnir Sveinbjörn Samvinnu- háskólann, Tækniskóla íslands og nú fyrirhugaðan Verslunarháskóla. Hann telur einnig að það ætti að styðja góða framhaldsskóla í því að fara lengra, bjóða upp á 1-2 ára starfsnám á háskólastigi. ■ Reykjavíkurbréf/28 L ög um samn- ingsveð og hækk- un sjálfræðis LÖG um samningsveð og ný lög- ræðislög, sem fela í sér hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár, voru samþykkt á seinasta starfs- degi Alþingis í gær. Fundum Al- þingis var frestað um miðjan dag í gær til septemberloka. Lög um samningsveð voru sam- þykkt með 35 atkvæðum gegn 17. Tveir þingmenn sjálfstæðisflokksins, Guðjón Guðmundsson og Kristján Pálsson, greiddu atkvæði gegn lög- ^txnum. Einn stjómarandstæðingur, Kristinn H. Gunnarsson, Alþbl. greiddi atkvæði með afgreiðslu framvarpsins. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki og alþýðubandalagsmennimir Hjörleif- ur Guttormsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu framvarpsins. Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, sagði að með lögunum væri opnað- ur möguleiki á því að gefa erlendum Iánardrottnum íslenskra útgerð- arfyrirtækja möguleika á að taka veð í sameiginlegri auðlind þjóðar- innar. Kristján Pálsson Sjálfstæðis- flokki sagði að með lögunum væri verið að heimila veðsetningu afla- heimilda með skipi og sagði lögin veikja sameignarákvæði 1. greinar fiskveiðistjómarlaganna. Hjálmar Ámason, Framsóknarflokki, sagði skýrt samkvæmt frumvarpinu að óheimilt væri að veðsetja kvóta. Það sjónarmið kæmi fram í skýringum virtra og óháðra lögmanna. Ráðherra borinn þungum sökum JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sakaði Pál Pétursson félagsmálaráðherra, við utandagskrárumræður á Alþingi í gær, um að hafa gefið Alþingi rang- ar upplýsingar fyrr í vetur í þeim tilgangi að sverta félagslega hús- næðiskerfíð. Jóhanna hélt því fram að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um fé- lagslega íbúðakerfið sýndi að upp- lýsingar sem ráðherrann gaf á Al- þingi í vetur um kostnað í félagslega kerfinu samanborið við almenna N—''kerfið væru rangar. Jóhanna og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn sögðu við umræðurnar að til álita kæmi að ráðherrann yrði dreginn til ábyrgðar samkvæmt lögum um ráð- herraábyrgð. Jóhanna sagði svör Ríkisendurskoðunar staðfesta svo grófa fölsun ráðherra að til greina kæmi að draga hann fyrir landsdóm. Páll Pétursson hafnaði ásökunun- um og sagðist standa við svar sitt frá því í vetur. Sagðist hann ekki vita upp á sig neina sök. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók til máls við umræðuna og lýsti fullu trausti á störf ráðherrans. Hann sagði ásakanir stjórnarand- stöðunnar fyrir neðan allar hellur, ómaklegar og svívirðilegar. „Ef menn eru að vitna í landslög er rétt að menn gangi alla leið og beri fram tillögu og standi við hana,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að tilvís- anir þingmanna Alþýðuflokks í lög- skýringar Ólafs Jóhannessonar pró- fessors til að beija á félagsmálaráð- herra væra afskaplega óviðfelldnar. Sagðist hann á sínum tíma hafa verið á þingpöllum þegar þingmenn sama flokks veittust að Ólafi Jó- hannessyni. „Það vora stórkostlegar ásakanir og ég vildi ekki búa við þá sögu að hafa gert slíka hluti.“ Tilraun til línræktar HAFIN er tilraun til ræktunar á líni hér á landi. Þessa dagana er verið að sá í akra á fjórum stöðum á Suður- og Vesturlandi og næsta vetur verða svo gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við úrvinnslu. í lín- eða hörplöntunni era langar trefjar sem úr er spunninn þráður til vefnaðar eða til fyllingar í hús- gögn eða fatnað. Hugmyndin var að sá hörfræjum um allt land í þessari tilraun en ekki tókst að fjármagna svo um- fangsmikið verkefni að sögn Jóns Guðmundssonar sérfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins en hann stjómar ræktuninni. Rækt- unin fer fram á Korpu, í Birtinga- holti, á Þorvaldseyri og Hvanneyri en á síðastnefnda staðnum hafa ver- ið gerðar tilraunir með línræktun í nokkur ár. í fyrri tilraunum hefur reynst erf- itt að ná vinnsluhæfu hráefni úr plöntunum en Jón segir að uppsker- an í haust verði notuð til að prófa ýmsar aðferðir við úrvinnsluna, með- al annars með notkun ensíma. Morgunblaðið/Einar Falur Sigur í fyrsta leik ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik sigraði það japanska í setningarleik heimsmeistara- mótsins, sem hófst í borginni Kumamoto í Japan i gærmorgun. Lokatölur urðu 24:20 eftir að staðan í leikhléi var 14:10 íslend- ingum í vil. Patrekur Jóhannes- son, sem á myndinni er í þann mund að gera eitt marka sinna i gær, var besti maður liðsins. Fór hreinlega á kostum og gerði níu mörk úr ellefu skotum. Markverð- irnir, Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson, iéku einnig vel og segja má að liðsheild Islendingahafi verið sterk. Næsti leikur íslcndinga verður gegn Alsír í dag og hefst leikurinn kl. 10 að íslenskum tíma. ■ íþróttir/14,16 Viðbúnaður vegna þotu á einum hreyfli NEYÐARVIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun eftir að tilkynning barst frá lítilli einkaþotu í aðflugi að hún hefði aðeins afl á einum hreyfli. Suður- götu var lokað fyrir umferð. Þotan var að koma frá Manchest- er í Englandi hingað til lands. Yfir Sandskeiði, um klukkan 10.04, lét flugmaður hennar flugturn vita að hann hefði þurft að drepa á öðrum mótornum. Þrátt fyrir skamman aðdraganda var boðaður viðbúnaður í gegnum neyðarsíma. Þotan lenti klukkan 10.18 og gekk lendingin að óskum. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 21. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.