Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 18. MAÍ1997 39
FRETTIR
Harmar mistök við fram-
kvæmd samræmdra prófa
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun um samræmd
próf frá K.Í.:
„8- fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands harmar þau mistök
sem Rannsóknarstofnun uppeldis
og menntamála gerir ár eftir ár við
samningu og framkvæmd sam-
ræmdra prófa í 10. bekk grunn-
skóla. Það er neikvætt veganesti
nemenda eftir 10 ára skólagöngu
að fá niðurstöður úr prófum sem
vegna mistaka í framkvæmd sýna
ekki raunverulega getu þeirra í
ákveðnum námsgreinum. Kennara-
samband íslands beinir því til fram-
haldsskóla að líta ekki á niðurstöð-
ur samræmdra prófa sem einhliða
mælistiku við inntöku nemenda i
framhaldsnám.
8. fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands beinir því til mennta-
málaráðuneytisins að lög nr.
66/1995 um grunnskóla og reglu-
gerð nr. 516/1996 um fyrirkomulag
og framkvæmd samræmdra prófa
í grunnskólum verði endurskoðuð
hvað varðar undanþágur og frávik
frá prófatöku. Rýmka þarf reglur
um undanþágur og frávik vegna
samræmdra prófa þannig að nem-
endur sem ekki falla undir 35., 26.
og 48. greinar grunnskólalaga eigi
kost á fleiri leiðum til að ljúka lög-
bundnu grunnskólanámi. Leggja
verður áherslu á að nemendur geti
lokið grunnskólaprófi á styttri eða
lengri tíma en þeim er skylt. Nem-
endur eiga að hafa það val að geta
tekið próf í einni eða fleiri sam-
ræmdri grein í 8. eða 9. bekk í stað
þess að þreyta öll fjögur prófin við
lok 10. bekkjar eins og nú er skylt
samkvæmt lögum.
8. fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands telur að miðstýring
menntamálaráðuneytisins í gegn-
um samræmd próf móti um of allt
skólastarf sérstaklega á unglinga-
stigi og gangi í raun þvert á mark-
mið aðalnámskrár um námsefni og
kennslu við hæfi hvers og eins.
Kennarasambandið telur að til-
gangur samræmdra og staðlaðra
prófa eigi að vera liður í mati á
skólastarfi, skólaþróun og til öflun-
ar upplýsinga vegna skólastarfs
og skólarannsókna en ekki til að
auka samanburð og samkeppni á
milli skóla eða meta gæði skóla-
starfs eingöngu. Samræmd próf í
núverandi mynd sem skylt er að
leggja fyrir alla nemendur í til-
teknum árgöngum á sama tíma í
öllum skólum setja skólastarfi
þröngar skorður og dregur mjög
úr námsframboði og fjölbreytni í
kennsluháttum. Skólum og nem-
endum þurfa að standa til boða
samræmd lokapróf, samræmd
könnunarpróf og stöðluð kunnáttu-
próf í öllum námsgreinum.
8. fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands leggur áherslu á að
niðurstöður úr samræmdum prófum
í einstökum skólum séu birtar þann-
ig að þær verði ekki raktar til ein-
stakra nemenda. Þess verði einnig
gætt að óviðkomandi aðilar fái ekki
afhentar upplýsingar um niðurstöð-
ur samræmdra prófa sem rekja
megi til einstakra nemenda. 8. full-
trúaþing Kennarasambands íslands
ítrekar að skilyrðislaust eigi fyrst
að senda niðurstöður úr samræmd-
um prófum til skóla og nemenda
áður en þær eru birtar fjölmiðlum.
Kennarasambandið átelur þau
vinnubrögð að birta niðurstöður
samræmdra prófa í fjölmiðlum áður
en skólar og nemendur fá þær. Slíkt
er virðingarleysi fýrir starfi skóla
og nemenda.
8. fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands leggur áherslu á að
í boði verði fræðsla um samræmd
próf fyrir skólastjómendur, kenn-
ara og aðra sem málið varðar til
að tryggja að markmiðinu með
prófunum náist. Nauðsynlegt er að
starfsfólk skóla og skólaskrifstofa
geti veitt foreldrum og nemendum
sem bestar upplýsingar um sam-
ræmd próf og því þarf að tryggja
þessum aðilum fræðslu um þau.“
SKRÚÐGANGA á vorhátíð Foreldrafélags Æfingaskólans.
Æfingaskólinn
í vorhátíðarskapi
FORELDRAFÉLAG Æfingaskól-
ans stóð fyrir vorhátíð í skólanum
á uppstigningardag, 8. mai sl.
„Hátíðin, sem haldin var í blíð-
skaparveðri, hófst með fjöl-
mennri skrúðgöngu um nágrenni
skólans og sá lúðrasveit um að
skapa réttu stemminguna. Að því
loknu var fjölbreytt dagskrá í
skólanum og á lóð skólans. Farið
var í ýmsa útileiki, keppt var í
þj ólreiðaþrautum og foreldrar og
böm reyndu með sér í hjólreiða-
LEIÐRÉTT
Fermt á Möðruvöllum
annan í hvítasunnu
í YFIRLITI yfír fermingar um hvíta-
sunnuna í blaðinu í gær segir að
fermt verði í Möðruvallaklausturs-
kirkju klukkan 10.30 á hvitasunnu-
dag. Þama átti að standa annan í
hvítasunnu. Frá þessari fermingu
var einnig greint í frétt á Akur-
eyrarsíðu og þar var réttilega sagt
að fermt yrði á annan í hvítasunnu
klukkan 10.30 að Möðruvöllum.
keppni. Hægt var að gera góð
kaup á flóamarkaði og í bakarii
sem foreldrar sáu um. Einnig var
hægt að freista gæfunnar á hluta-
veltu. Loks sáu böm og foreldrar
um veitingasölu og settu upp
kaffihús í skólanum í tilefni dags-
ins. Þá var stutt menningardag-
skrá i sal skólans þar sem nem-
endur léku á hyóðfæri og lásu
frumsamin Ijóð. Sérstök vorhátíð-
arnefnd á vegum foreldra sá um
skipulagningu hátiðarinnar og
sáu aliir bekkir skólans um ein-
hveija þætti hennar,“ segir í
fréttatilkynningu frá Foreldra-
féiagi Æfingaskólans.
Lífeyrisþegar
fái að lágmarki
70 þús. kr.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun sem var sam-
þykkt samhljóða á formannafundi
Landssamtakanna Þroskahjálpar:
„Ályktun formannafundar
Landssamtakanna Þroskahjálpar
haldins í Reykjavík 26. apríl 1997.
Fundurinn skorar á rikisstjórn
íslands að tryggja öllum elli- og
örorkulífeyrisþegum 70.000 kr. í
lágmarkslaun á mánuði.
í nýgerðum kjarasamningum eru
öllu vinnandi fólki tryggð 70.000
kr. lágmarkslaun. Landssamtökin
Þroskahjálp telja það vera skyldu
stjómvalda að sjá til þess að bóta-
þegar njóti sömu kjarabóta og
launafólk.
Fundurinn lítur svo á að ríkis-
stjómin hafí gefið þau fyrirheit í
samningsgerðinni að bætur elli- og
örorkulífeyrisþega skuli hækka á
sama hátt og laun láglaunafólks."
Kty
AÐALFUNDUR
ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVfKUR
verður haldinn að Hótel Borg
föstudaginn 6. júní 1997 kl. 16:00
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins skulu berast stjórn þess eigi
síðar en viku fyrir aðalfund.
Stjórn hróunarfélags Reykjavíkur
FASTEIGNA & SKIPASALA
BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 565 451T FAX 565 3270. OPIÐ KL. 9 - 18.
Vantar — vantar
fyrir fjársterka kaupendur, sem búnir eru að selja, einbýlis- eða
raðhús á einni hæð. Góðar greiðslur í boði.
Sumarhús til sölu
Borgarfjörður. Nýkomið mjög vandað 50 fm nýtt fullbúið
sumarhús auk 20 fm gott svefnloft á frábærum stað í
Munaðarneslandinu. Útsýni. Verð: Tilboð.
Borgarfjörður.Glæsilegt 63 fm nýlegt sumarhús auk 20 fm
svefnlofts í kjarrivöxnu landi í landi Kolstaða. Hagstætt verð.
Borgarfjörður. Mjög fallegt vel byggt 47 fm sumarhús auk 20
fm svefnlofts í fallegu landi Eskiholts, örstutt frá Borgarnesi.
Hagstætt verð.
Grímsnes. Glæsilegt nýtt vandað 70 fm sumarhús I landi
Hraunborga. Örstutt í sundlaug, golfvöll, þjónustu miðstöð o.fl.
Sjón er sögu ríkari. Hagstætt verð.
Grímsnes. Gott ca 40 fm sumarhús í landi Hraunborga.
3 svefnherb. o.fl. Verð 2 millj.
Vantar — vantar.
Fyrir félagasamtök stóran og vandað an bústað innan 150 km
fjarlægðar frá Fteykjavík. Land ið þarf helst að vera kjarrivaxið
og með heitu vatni. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign.
Fjöldi annarra sumarhúsa á söluskrá
APOTEK
QPIÐ ÖLL KVÖLP
VIKUNNARTIL KL 21.00
HRINGBRAUT 1 19, -VIÐ IL HÚSIÐ.
GARÐS
APÓTEK
Sogavegi 108
REYKJAVIKUR
APÓTEK
Austurstræti 16
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Garðs Apótek
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN N
Villtar tær í villtum mosa
Nýjung gæðir BAMA skóna sérstökum
kostum. Þeir hafa innbyggðan skógarmosa
sem nemur til sín raka, er þægilegur, ferskur *
og hefur góð áhrif á húðina.
BAMA skór eru ffamúrskarandi. Þar má
nefiia sérstaklega hina vel hönnuðu fótahvílu.
Fætumir hvíla á þeim stuðningi, sem hið
góða innlegg veitir.
BAMA hefur einkaleyfi á þessum mosasóla,
sem hefur náð miklum vinsældum í
Þýskalandi og víðar.
Auk þess em allar afurðir BAMA í sérflokki
hvað gæði varðar.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SÍMI 568 9212