Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skækjan á
norrænni
leiklistar-
hátíð
Á LEIKLISTARHÁTÍÐINNI
í Hallunda 21.-25. maí, verð-
ur sýnd uppfærsla Þjóðleik-
hússins á Leitt hún skyldi vera
skækja eftir John Ford, í leik-
stjórn Baltasars Kormáks.
Löngu er uppselt á þær
tvær sýningar sem fyrir-
hugaðar eru á hátíðinni, 23.
og 24. maí og er í athugun
að hafa aukasýningu 24. maí,
að deginum til, m.a. til þess
að þeim íslendingum sem bú-
settir eru í nágrenni Stokk-
hólms, og ekki fengu miða,
gefist kostur á að sjá sýning-
una. Vitað _er til þess að
áhugasamir íslendingar ætli
að koma langar leiðir að til
þess að sjá Skækjuna í Hal-
lunda, segir í tilkynningu.
Leitt hún skyldi vera
skækja var frumsýnt á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins
snemma á liðnu hausti og
hefur gengfið síðan fyrir fullu
húsi.
Leikendur eru Hilmir Snær
Guðnason, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Steinn Ármann Magn-
ússon, Stefán Jónsson, Edda
Amljótsdóttir, Kristján
Franklín Magnús, Ragnheiður
Steindórsdóttir og Erlingur
Gíslason.
Höfundur leikmyndar er
Stígur Steinþórsson, höfundar
búninga Filippía Elísdóttir og
Indriði Guðmundsson. Tónlist-
arstjóri er Þorvaldur Bjami
Þorvaldsson, ljósahönnuður
Páll Ragnarsson.
Einsöngstón-
leikar Sig-
rúnar Oskar
SIGRÚN Ósk Ingadóttir söng-
nemandi heldur tónleika í Ytri-
Njarðvíkurkirlqu mánudaginn
19. maí kl. 20.30. Sigrún er
að ljúka burtfararprófi frá
skólanum og eru tónleikamir
liður í því. Aðrir söngnemend-
ur skólans munu einnig koma
fram á tónleikunum.
Sigrún er 4. nemandinn sem
lýkur burtfararprófi frá Tón-
listarskólanum í Keflavík í 40
ára sögu hans. Aðalkennari
Sigrúnar hefur frá upphafi
verið Ragnheiður Guðmunds-
dóttir söngkennari.
Ljóðalestur
Harðar
HÖRÐUR Gunnarsson les
frumsamin ljóð í kaffihúsinu
Ömmu í Réttarholti í Eldgömlu
ísafold, Þingholtsstræti 5, í
kvöld kl. 21.
Ljóðin eru úr handriti sem
Hörður nefnir Þögluböm.
Hann sendi frá sér ljóðabókina
Herbergi, 1994.
Fjölskyldu-
tónleikar
BLÁSARASVEITIR Tónlist-
arskóla Keflavíkur halda fjöl-
skyldutónleika í Stapa á morg-
un, mánudag, kl.14.00.
Þijár lúðrasveitir, Léttsveit
og djasshljómsveit koma fram
undir stjóm Karenar Stur-
laugssonj Sigrúnar Sævars-
dóttur, Áka Asgeirssonar og
Ólafs Jónssonar. Foreldrafé-
lagið verður með kaffisölu.
Söngur samlyndra hjóna
Hjónin og söngvaramir Þóra Einarsdóttir og Bjöm Jónsson halda sína fyrstu tónleika
saman í Gerðarsafni næstkomandi þriðjudag. Orrí Páll Ormarsson tók púlsinn á þeim
af því tilefni en Þóra hélt á dögunum vel heppnaða tónleika í Lundúnum og Bjöm fer senn
til Italíu þar sem hann mun sækja námskeið hjá sjálfri Kötju Ricciarelli.
HJÓNIN Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson njóta þess að æfa saman og vera saman þessa dag-
ana enda er starf þeirra þess eðlis að þau geta þurft að dveljast langtímum saman fjarri hvort öðru.
ÓRA Einarsdóttir og Bjöm
Jónsson eru hjón. Þau eru
bæði söngvarar, sópran
og tenór, og hafa hin síð-
ari misseri verið að láta sífellt meira
til sín taka í tónlistarlífinu hér á
landi og í Englandi, þar sem þau
búa. Engu að síður hafa þau aldrei
haldið tónleika saman. Að vísu hafa
hjónakomin komið fram á sömu tón-
leikunum — en það er ekki það sama.
Úr þessu verður bætt á þriðjudaginn
kemur, 20. maí, ki. 20.30 í Lista-
safni Kópavogs - Gerðarsafni. Tón-
leikana hefur Jónas Ingimundarson
skipulagt og leikur hann jafnframt
með á píanó.
„Þetta er kærkomið tækifæri,"
segir Bjöm, „en okkur hefur lengi
langað til að halda tónleika saman.
Einhverra hluta vegna höfum við
yfirleitt verið að gera gjörólíka hluti
og því æft hvort í sínu herberginu
— jafnvel hvort í sínu landinu. Það
hefur því verið gaman að fá tæki-
færi til að æfa saman — og hitt-
ast,“ bætir hann við og saman skella
þau Þóra upp úr. „Jónas gerir sér
ef til vill ekki grein fyrir því hvílíkt
góðverk hann er að vinna!“
Hjónin segja að efnisskrá tónleik-
anna verði fjölbreytt — þar verði að
finna einsöngslög og óperudúetta
eftir Schubert, Strauss, Britten,
Mascagni, Verdi og Puccini.
Þóra og Bjöm námu bæði við
Söngskólann í Reykjavík og Guild-
hall School of Music and Drama í
Lundúnum. í vetur sem leið söng
Þóra hlutverk í Töfraflautunni eftir
Mozart með Opera Factory, Brúð-
kaupi Fígarós eftir sama tónskáld,
Rosenkavalier eftir Strauss og í
Orfeusi og Evridísi eftir Gluck í
Ensku þjóðarópemnni. Björn söng
aftur á móti í Perluköfurunum eftir
Bizet og í Rigoletto eftir Verdi með
Ensku ferðaóperunni. Þá söng Þóra
í Jólaóratoríunni með Mótettukór
Hallgrímskirkju og Björn í Messíasi
eftir Hándel með Kór Langholts-
kirkju um páskana.
Lofsamlegir dómar
Þar með er reyndar ekki öll sagan
sögð því Þóra söng nýverið á Schu-
bert-hátíð í Lundúnum og fékk lof-
samlega dóma fyrir frammistöðuna
í dagblaðinu Ham & High sem gefíð
er út í Norður-Lundúnum. Þótti
gagnrýnandanum „þroskuð og glæsi-
leg“ rödd hennar njóta sín vel í verk-
um Schuberts og ekki síður Walton-
lögunum og íslensku sönglögunum,
sem jafnframt voru á efnisskránni.
Fannst honum túlkun hennar á síð-
astnefndu lögunum svo „kraftmikil
og tilfmningarík" að tungumálaerfið-
leikamir hreinlega gleymdust.
Næsta verkefni hjónanna verður
að taka þátt í flutningi á Sköpun-
inni eftir Haydn með Passíukómum
á Akureyri 1. júní. En síðan skilja
leiðir. Þóra heldur á ný til Eng-
lands, þar sem hún mun efna til
tónleika ásamt Jónasi Ingimundar-
syni í Grimsby og Lundúnum í júní.
A efnisskránni verður meðal annars
■nokkur fjöldi íslenskra sönglaga.
„íslensk sönglög hafa yfirleitt fallið
vel í kramið, þar sem ég hef sungið
þau, og fyrir vikið er ég hvergi
smeyk við að hafa þau á efnis-
skránni. Við eigum svo mikið af fal-
legum lögum að það væri synd að
nýta ekki hvert tækifæri sem gefst
til að kynna þau. Ef við gerum það
ekki sjálf, hver gerir það þá?“
Reyndar stóð til að Björn yrði
með í för en þar sem „hann fékk
betra tilboð", svo sem Þóra upplýsir,
verða þau Jónas „að bjarga sér“.
Og vissulega sætir tilboðið sem
Bjöm fékk tíðindum en honum hefur
verið boðið að sækja námskeið hjá
hinni nafnkunnu sópransöngkonu
Kötju Ricciarelli og syngja í kjölfar-
ið hlutverk Nemorínos í Ást-
ardrykknum eftir Donizetti í sýningu
sem hún gengst fyrir 30. júní við
Gardavatn á Italíu.
Snældan borgaði sig
Forsaga málsins er sú að Bjöm
fékk á liðnu ári Sigurði Demetz
söngkennara hljómsnældu sem hann
hafði skömmu áður tekið upp til
dreifingar í kynningarskyni. Á henni
er túlkun hans á hinum ýmsu óperu-
artum. Hafði Sigurður engar vöflur
á heldur sendi Ricciarelli snælduna.
„Mér skilst að Ricciarelli hafi beðið
Sigurð um að láta sig vita af nem-
endum sem hann hefði trú á þegar
þau hittust á Listahátíð í Reykjavík
fyrir mörgum árum,“ segir Bjöm.
Ricciarelli svaraði um hæl og bauð
Bimi fyrrnefnt hlutverk. „Það er
mikil viðurkenning fyrir mig að þess-
ari konu, sem sungið hefur á móti
öllum helstu tenórsöngvurum heims,
skuli líka það sem ég er að gera,“
segir hann. „Nú er það bara undir
mér komið að standa mig.“
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Bjöm spreytir sig á ítalskri grundu
— þar sem óperuhjartað slær hvað
örast. Hann gerir sér grein fyrir því
að stöðu og virðingar Ricciarelli
vegna muni kastljósið beinast að
námskeiðinu og ekki síst sýning-
unni. Þessi ferð gæti því, ef vel tekst
til, átt eftir að vinda upp á sig. Svo
langt leyfir hann sér á hinn bóginn
ekki að hugsa ennþá.
Námskeiðið hefst 15. júní næst-
komandi, þannig að Bjöm hefur
mánuð í viðbót til að búa sig undir
átökin. Hann kveðst hafa þekkt
Ástardrykkinn ágætlega, enda sé
um ástsæla óperu að ræða, og kunn-
að tvær aríur og tvo dúetta. „Það
hjálpaði vissulega til en samt mun
ég nýta hveija mínútu sem gefst til
að æfa hlutverkið."
Þegar námskeiðinu á Ítalíu lýkur
ætla Bjöm og Þóra að fara á flakk
um Evrópu og sækja tíma hjá fleiri
söngkennurum. Hafa þau helst auga-
stað á Sviss og Austurríki þessa dag-
ana en ekkert er þó ákveðið. „Mark-
miðið er fyrst og fremst að vikka
sjóndeildarhringinn — kynnast fólki
víðar en í Englandi," segir Þóra sem
hefur ekki enn ákveðið hvað hún tek-
ur sér fyrir hendur í haust. Líklegast
telur hún þó að hún starfi áfram við
Ensku þjóðaróperuna.
í íslensku óperunni í haust
í haust halda annirnar áfram hjá
Bimi en í ágúst mun hann taka þátt
í alþjóðlegri tónlistarkeppni, Queen
Sonja, í Osló, sem að þessu sinni er
helguð söngnum. Tvö hundruð
söngvarar frá freklega þijátíu lönd-
um munu hafa sóst eftir því að taka
þátt í keppninni en úr þeim hópi
voru fimmtíu valdir. Settu forsvars-
menn keppninnar sig í samband við
Björn eftir að hafa hlýtt á snælduna L
góðu.
Og enn kom snældan við sögu
þegar Bjöm var á dögunum ráðinn
til að syngja hlutverk við íslensku
ópemna í haust en Garðar Cortes
óperustjóri mun einnig hafa fengið
hana í hendur. Þá segir Bjöm hann
hafa fylgst með sér í Messíasi um
páskana og í framhaldi af því hafí
verið gengið til samninga. „Eg söng
lítið hlutverk við íslensku óperuna
meðan ég var enn í námi hér heima
en þetta verður frumraun mín þar
sem atvinnumanns í faginu. Þar með
mun langþráður draumur rætast."
Vorsýning
MHÍ i
VORSÝNINGU nemenda MHÍ
lýkur á morgun, mánudag kl. 19.
Sýningin er f húsnæði skólans S
Laugarnesi og var opnuð 9. maí.
í ár útskrifast óveiyu margir
nemendur eða 52 úr sjö deildum.
Þessi sýning myndlistarnema er
stærsta samsýning sem haldin
er hér á landi.
Á þessu ári opnuðu nemendur
nýtt nemendagallerí, Galleríið
Nema hvað. Þessa dagana stend-
ur yfir sýningin Örverk. Henni
lýkur 31. maí og er opin alla I
dagakl. 14-19.