Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 MORGUN BLAÐIÐ SAGA byggðar á Eyrar- bakka teygir sig í raun aft- ur til landnáms. Bjami Herjólfsson, sem lenti í Ameríku á undan Leifi hvað þá Kólumbusi, var þá að elta föður sinn, Heijólf bónda á Drepstokki við Eyrarbakka, til Grænlands. Seldi svo á Grænlandi Leifi Eiríks- syni skip sitt. Á afmælisárinu ætlar Páll Bergþórsson einmitt að flytja fræðsluerindi um Eyrbekkinginn Bjama Herjólfsson og fund megin- lands Ameríku. En það er fjarlæg- ari saga en sú sem oddvitinn Magnús Karel rifjar upp með mér í stórum dráttum. í dag, 18. maí, em hundrað ár síðan landshöfðinginn skrifaði und- ir tilskipun um skiptingu Stokks- eyrarhrepps í tvö sveitarfélög, er nefnast Eyrarbakkahreppur og Stokkseyrarhreppur. Skyldi Eyr- arbakld talinn frá Óseyrarnesi austur að Hraunsá. Við það er mið- að afmælið, sem nú ber upp á hvítasunnudag. Fyrr á árinu 1897 höfðu menn austur þar farið að tala um að aðskiija þessa tvo þéttbýlis- staði, en Eyrarbakki var þá lengi búinn að vera aðalverslunarstaður Sunnlendinga. Á einokumartíman- um var þaðan verslun við allt svæð- ið frá Selvogi að Lómagnúpi. Þeg- ar einokun var aflétt hélt það áfram að vera sá staður sem Sunn- lendingar sóttu til þótt eitthvað væri verslað annars staðar. Eyrar- bakki var áfram aðalstaðurinn og í vexti. Þangað komu vorskipin og haustskipin og skipuðu upp vam- ingi. Strax á miðöldum vora allar forsendur til að þarna myndaðist þéttbýli, þótt það yrði ekki fyrr en á síðustu öld. Árið 1897, þegar Eyrarbakki verður sérstakt sveitarfélag vest- anvert í hreppnum, era íbúar þar um 800. Árið 1919 fjölgar í 1.000 íbúunum, sem lifðu á versluninni og því sem hún leiddi af sér. I kring um verslunina söfnuðust iðn- aðarmenn. Árið 1901 eru þar 42 iðnaðarmenn, sem skiptast á 17 starfsheiti, má lesa á plakati í hinu myndarlega Sjóminjasafni sem Eyrarbakkahreppur hefur komið upp og nýlega endurskipulagt. Þar voru starfandi bakari, bakara- sveinn, beykir, bókbindari, gull- smiður, jámsmiður, prjónamær, rokkadrejari, saumakona, skipa- smiðir, skósmiður, smiður, snikk- ari, steinsmiður, söðlasmiður, úr- smiður og vefari. Þama í safninu gefur að líta með rá og reiða tólfró- na teinæringinn sem bátasmiður- inn Steinn Guðmundsson í Steins- bæ smíðaði með sínu sérstaka lagi 1915. BYGGTÁ GÖMLUM Eyrarbakki fagnar í dag 100 ára afmæli sem sérstakt sveitarfélag. Ekki leynir sér að þokkafulla þorpið á Bakkanum hefur sérstöðu meðal þéttbýlisstaða. Merk saga þess er sýnileg. Við aðalgötuna er varðveitt all heildstæð götumynd frá aldamótum. Gamlar hefðir eru samofnar nútímanum. Elsti skóli landsins heitir enn Barna- skólinn og er Elín Pálmadóttir ætlaði að hitta sveitarstjórann, Magnús Karel Hannesson, heitir hann þarna oddviti. Jafnframt er hugsað vítt og fram á við. Morgunblaðið/E Pá MAGNÚS Karel Hannesson oddviti ( Sjóminjasafninu á Eyrarbakka við tólfróna teinæringinn, sem Steinn í Steinsbæ smíðaði. Á kauptíðinni var líflegt á Bakk- anum. Þar var vöraskiptaverslun. Menn komu eftir sauðburðinn til að versla og selja sínar afurðir, kjöt, ull o.fl. Var stundum svo mikil örtröð þá að þeir gátu þurft að bíða í viku eftir afgreiðslu. Síðan streymdu bændur aftur á staðinn milli fyrri sláttar og seinni sláttar og loks á haustin eftir að skipin vora komin. Alveg frá landnámi vora Eyrar milli stóránna Ölfusár og Þjórsár og er sá staður oftast nefndur í fornsögunum sem landtökustaður. Á einhverju tímaskeiði var svo far- ið að kalla alla bakkana Eyi’ar- bakka. Nafnið færðist síðan vestur um og tók til vesturhlutans af svæðinu. Þannig er nafnið Eyrar- bakki til komið. Magnús sýnir mér fyrstu reikn- inga hins nýja hrepps 1897-98. Niðurstöðutölur era kr. 3685,85. Þar má sjá að verkefnin snúast þá og áfram fyrst og fremst um fram- færslumál, fátækraframfærslu til munaðarlausra bama undir 16 ára og eldri þurfamanna og ómaga þeirra. Það verður ekki fyrr en með tryggingalögunum 1936 að breyting verður þar á. Árið 1901 vora Eyrbekkingar svo framsýnir að kaupa jörðina Flóagafl í Sandvíkurhreppi. Var þá verið að hugsa um tómthúsmenn- ina, sem unnu á eyrinni, stunduðu sjóinn og vora með kýr, nokkrar kindur og brákunarhross, en vant- aði grasnytjar. Var jörðinni skipt niður í skákir fyrir þessa tómthús- menn til að þeir gætu heyjað og beitt skepnum sínum. Þetta land var svo innlimað í Eyrarbakka- hrepp 1947. Hið eina sanna Hús Ekki er hægt að tala um Eyrar- bakka að ekki sé getið um Húsið, sem skartar þarna í miðjum bæn- um. Það var byggt 1765. Þá hafði verið gefin út tilskipun um að kaupmenn mættu hafa hér vetur- setu í stað þess að hafa viðdvöl með verslunarskipunum. Við leyfi til vetursetu vora flutt fyrir þá til landsins 10 hús, sem komu tilsniðin frá Danmörku og sett saman á ýmsum helstu verslunarstöðunum. Af þessum húsum eru aðeins eftir tvö í dag, Faktorshúsið á ísafirði og Húsið á Eyrarbakka. Magnús Karel segir Eyrbekkinga svo hep- pna að Húsið hefur varðveist. Og þar er nú búið að opna Byggðasafn Ái-nesinga sem almenningur getur skoðað og um leið Sjóminjasafnið á Eyrarbakka sem er við sama túnið og einn aðgöngumiði að báðum. Er það skemmtilegt samspil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.