Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.05.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ leiðslum frá dælustöðinni á Reykj- um í geymana á Öskjuhlíð og dreifi- kerfinu þaðan um Reykjavík. Halldóra og Benedikt eignuðust fimm börn: fjórar dætur, sem allar eru á lífi, og einn son, Þórð, sem er látinn. Halldóra hafði stúlkur í vist hjá sér fram til stríðsáranna, saumaði sjálf, pijónaði og lagaði mat. Mjög gestkvæmt var á Berg- staðastræti 79, sem þau reistu árið 1929. Var algengt að viðskiptavin- ir Benedikts kæmu í mat, bæði innlendir og útlendir. Benedikt var formaður Vinnuveitendasambands- ins í mörg ár, ólaunað starf þá, krefjandi og oft erfitt starf, sér- staklega í vinnudeilum. Þau hjón ferðuðust mikið um landið á bílum sínum þótt vegir væru vondir; voru með tjöld til að gista í. Og margar ferðir fóru þau í Skagafjörðinn til Unnar dóttur sinnar og Gísla manns hennar og barna þeirra. Þau keyrðu á eigin bíl víða um Evrópu; fóru lengst um Júgóslavíu til Grikk- lands og Ítalíu, en einnig til Spán- ar, Frakklands, Sviss og Niður- landa. Benedikt andaðist 85 ára í sept- embermánuði 1984. Fjórum árum seinna seldi Halldóra húsið sitt og fluttist í skjól hjá Ingu dóttur sinni og tengdasyni, Jóni A. Skúlasyni, fyrrum póst- og símamálastjóra ,og bjó þar til æviloka í hinu besta yfirlæti. Vina- og frændhópur Hall- dóru var gríðarlega stór. Voru Flygenringarnir oft með dömuboð eða kvöldboð og héldu boðin á víxl. Kynntist því yngra fólkið innbyrðis og hinum eldri einnig. Halldóra var í ein 30 ár í spilaklúbbi með vinkon- um sínum, sem spiluðu brids einu sinni í viku. Auk þess voru brids- kvöld á föstudögum þar sem þau hjónin spiluðu við foreldra mína, Elísabetu og Óskar Borg. Hófust þau með því, að borðaður var kvöld- matur en síðan spilað til miðnætt- is. Var mikið vinfengi með þeim systrum, sem höfðu verið saman í herbergi í Flygenringshúsi og verið saman við nám í Edinborg og Par- is. Ég, sem var jafnaldri Þórðar Gröndal, var tíður gestur á Berg- staðastrætinu á táningsárunum. Ferming okkar Þórðar bar upp á sama dag. Var því haldin sameigin- leg veisla því frænda- og vina- hópurinn var svo sameiginlegur Þegar Halldóra ptjónaði lopapeysu á Þórð munaði hana ekkert um að pijóna aðra á mig þrátt fyrir mikl- ar annir. Halldóra hélt bókhald um öll útgjöld heimilisins fyrstu 15 árin í hjónabandi og var ætíð hin hagsýna húsmóðir. Halldóra Gröndal var eftirsótt alla ævi. Hún var hvers manns hugljúfi, látlaus, einlæg, virðuleg, fróð og minnug. Hún var óþreyt- andi að fara í boð til vina og vanda- manna, sem mátu þessa góðu konu að verðleikum. Hún lagði öllum gott til, gaf ráð ef um var beðið, og fjasaði aldrei að óþörfu. Hún kunni til hlítar samræðulistina og notaði hana til að auðga aðra um leið og hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kingum hana. For- eldrar hennar vissu, að menntun eykur manngildi og studdu hana til náms. Halldóra og allir sem kynntust henni nutu þekkingar hennar sem hún kom til skila á sinn ljúfa hátt. Hún var svo elsku- leg að leyfa mér að hljóðrita ævi- sögu sína árið 1988 og er þessi grein byggð á æviminningum henn- ar. Við söknum hennar öll. Ragnar Borg. Allt frá því að ég man eftir mér hefur hún amma mín verið hluti af mínu lífi. Bergstaðastrætið, þar sem afi og amma bjuggu, kemur mér alltaf fyrir sjónir sem einskon- ar ættarsetur. Þar endaði yfirleitt sunnudagsbíltúrinn og þar hitti maður oftast frændur sína og frænkur. Aðfangadagskvöld og gamlárskvöld voru síðan eitt alls- heijar ættarmót, stórveislur sem amma og afi stóðu saman að. Amma mín og afi voru einstaklega samrýnd hjón og aldrei sá ég þau nokkurn tíma brýna raustina hvort á annað. Þau upplifðu margt sam- an, ferðuðust víða um heiminn, hittu merkilegt fólk af ýmsu þjóð- erni og könnuðu ísland vel og ræki- lega. Og það sem líklega mestu máli skipti og þau töluðu um að gæfi sér mest var hinn stóri ætt- garður sem af þeim er kominn. Amma var óþreytandi að pijóna á alla í fjölskyldunni og þar var oft um hrein listaverk að ræða. Ég er nokkuð viss um að eftir hana liggja nokkur hundruð verk; peysur, vettl- ingar, húfur og fleira sem veitti skjól í kuldanum. Það lýsir henni ömmu vel, að ef maður bað hana um að pijóna á sig peysu, þá þakk- aði hún manni kærlega fyrir að biðja sig. Svo var hún stokkin af stað að velja garnið og síðan var sest við pijónaskapinn. Og á ótrúlega skömmum tíma var peysan tilbúin. Sem betur fer hefur þessi hæfileiki hennar skilað sér áfram til nokkurra af afkomendunum. Amma fæddist á síðustu öld og nú er þessi að verða búin. Að lifa heila öld og það hina tuttugustu er ekkert lítið afrek útaf fyrir sig. Endalausar nýjungar, og breyting- ar á mannlífinu samkvæmt því, gerir það að verkum að erfitt getur verið að fylgjast með og verða ekki utangátta. En það átti ekki við ömmu. Hún var vel lesin, fylgdist vel með frétt- um auk þess að vera heill sagna- banki. Frásögur hennar af ferða- lögum og fólki voru líflegar og fullar af húmor enda einkenndi það persónuleika hennar, auk þess sem hún virtist alltaf vera í góðu skapi. Amma var einstaklega heilsugóð og þegar hún var áttatíu og tveggja ára bauð hún mömmu minni með sér til Parísar að skoða heimsborg- ina. Þar leiddi hún hana um stræti og torg (og örugglega líka búðir) og þýddi fyrir hana frönskuna. Já, amma talaði nokkur tungumál enda var hún sannkallaður heimsborg- ari. Það tók mjög á ömmu að missa afa en eins og hennar var von og vísa tók hún því með aðdáunarverð- um hætti. Hún lifði í þrettán ár eftir hann og aldrei var bilbug á henni að finna. Vissulega létti það henni lífið að afkomendur hennar gerðu henni kleift að vera þar sem hún vildi og leið vel. Hún bjó í nokkur ár áfram á Bergstaðastræt- inu með Dóru systur minni og fjöl- skyldu hennar en síðan í kjallaran- um hjá Ingu dóttur sinni og manni hennar. Það að fá heila fjölskyldu inn á heimili sitt áttatíu og fjög- urra ára er meira en að segja það. En amma var ekki erfið í sambúð frekar en öðru. Dóra systir og raun- ar fjölskyldan öll hefur oft talað um það að árin með ömmu á Berg- staðastrætinu hafi verið þau bestu sem þau hafi upplifað. Þó svo að vissulega eigi maður eftir að sakna ömmu er ekki hægt að líta fram hjá því að hún var búin að lifa í tæp hundrað ár og búin að skila góðu dagsverki. Nú fær hún vonandi að hitta afa aftur og þá verða þau eitt að nýju. Föðuramma mín lést þegar ég var einungis tveggja ára þannig að í raun hefur Dóra amma verið eina amman mín. En því hlutverki skil- aði hún þannig að í orðabókum gæti eins verið mynd af henni við orðið amma. Benedikt Sveinsson. Þegar ég var að alast upp var Bergstaðastræti 79 ættaróðalið. Þar bjuggu afi og amma. Þangað kom stórijölskyldan gjarnan í heim- sókn á sunnudögum og þá var nú glatt á hjalla. Þar var lagður horn- steinn að samheldni fjölskyldunnar. Afi fór oftar en ekki niður í kjall- ara við slík tækifæri og náði þá gjarnan í Sinalco og amma laumað- ist í eldhúsið og fyllti stóru skálina af ávöxtum. Svona veislu komumst við barnabörnin bara í hjá þeim. Þessar minningar leita nú á hugann þegar amma hefur skilið við þennan heim sátt við allt og alla. Mesta gæfa ömmu var afi, Bene- dikt Gröndal, þau voru einstaklega ___________________________________SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 35 MINNIIUGAR samrýnd hjón, fullkomin virðing ríkti milli þeirra alla tíð. Amma hafði unun af hvers konar handa- vinnu og er ekki ofmælt að hún hafí verið listakona í því fagi. Allt sem hún pijónaði og saumaði út, var listaverki líkast. Ótaldar eru peysur, sokkar og vettlingar sem liggja eftir ömmu og barnabörn og barnabarnabörn hafa fengið notið. Amma var alltaf vön að afsaka okkur, sem ekki erum í þessari deild, og sagði þá gjarnan, að við hefðum engan tíma fyrir svona lag- að. En að pijóna og sauma veitti henni mikla gleði og stytti henni stundir. Árið 1984 dó afí og eftir það varð amma ein í húsinu. Nú var vandi á höndum, því ekki fannst börnum hennar gott að vita af henni einni í þessu stóra húsi. Það varð því úr að við, fjölskyldan, flutt- um til ömmu og bjuggum hjá henni næstu fjögur árin eða allt þar til hún flutti af Bergstaðastrætinu til Ingu frænku á Ægisíðuna og við í Laxakvíslina. Birgir var í fyrstu nokkuð efíns, hennar vegna, því hann hélt það yrði of mikið á ömmu lagt að flytja til hennar með Helgu Maríu (12 ára) og Svein (6 ára), en það reyndust óþarfa áhyggjur, því ömmu fannst gott að fá líf í húsið. Hún reyndist þeim sérstak- lega vel, og oft fékk hún sér göngutúr í bakaríið til þess að ná í snúða og annað góðgæti handa þeim, þetta kunnu þau vel að meta og minnast oft á góðu árin hjá langömmu. Meðan við bjuggum hjá ömmu stækkaði fjölskyldan og Tinna litla fæddist en hún átti eft- ir að verða mikill gleðigjafi og eftir- læti langömmu sinnar. Árin sem við áttum með ömmu voru okkur mikils virði og munu seint líða okk- ur úr minni. Margar voru þær stundir sem við áttum með ömmu. Eru þá laugardagskvöldin ljúf í minningunni þegar við settumst saman inná kontór og amma gaf okkur smá hressingu, eftir langa vinnuviku. Á slíkum stundum rifj- aði amma oft upp uppvaxtarár sín. Sagði hún okkur þá meðal annars frá dvöl sinni og Betu frænku í Frakklandi, en þar dvöldust þær hjá „Madarne" eins og hún orðaði það. Þar voru þær í nokkra mán- uði til þess að nema franska tungu og kynnast menningu Frakka. „Madame var hefðarkona á franska vísu og mjög ströng," sagði amma með glettni í augunum. Hún hélt fyrir ungu stúlkurnar dansæfingar á hálfs mánaðar fresti og bauð þá herrum frá góðum heimilum til að taka þátt í dansinum. Sat þá „Ma- dame“ á eyrnaklapparstól sínum og horfði með sínum hvössu augum á, svo allt færi nú siðsamlega fram. „En nú er öldin önnur,“ sagði amma og hló við eftir að hafa rifj- að upp hvað allt var strangt í þá daga. Okkur fannst í raun ævin- týralegt að hlusta á hana segja frá, því hún geislaði af frásagnar- gleði og okkur fannst við komin í annan heim. Tungumál reyndust ömmu auð- veld. Hún talaði dönsku, ensku og frönsku eins og móðurmálið og kom þetta henni að góðu gagni, því að lestri góðra bóka og blaða hafði hún yndi af. Hinn 1. maí sl. komum við hjón- in í heimsókn til ömmu á Ægisíð- una og var þá amma hress og glöð eins og hún var ævinlega. Það eru góðir eiginleikar að geta alltaf ver- ið í góðu skapi og séð björtu hliðar lífsins. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig, elsku amma mín, og þakka þér allt sem þú hefur gefið okkur. Nú er langri lífsgöngu þinni lokið og viljum við kveðja þig með fallegu ljóði, sem segir allt sem ósagt er. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo látlaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðss.) Halldóra Sveinsdóttir, Birgir Karlsson. HA UKUR JACOBSEN + Haukur Jacob- sen fæddist í Reykjavík 24. apríl 1921. Hann lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Egill Jacobsen kaupmað- ur, f. 4.10. 1880, d. 21.10. 1926, og Soff- ía Jacobsen kaup- kona, f. 13.12. 1888, d. 28.4. 1973. Systk- ini Hauks eru: Ulf- ar, f. 29.3. 1919, d. 15.12. 1988, Tove, f. 9.9. 1909, d. 9.5. 1977, og Agla, f. 13.10. 1910, búsett í Banda- ríkjunum. Hinn 25. október 1947 kvænt- ist Haukur Inge-Liss Kristensen, f. 16.8. 1921, d. 31.3. 1992. Börn þeirra eru: 1) Egill L. Jacobsen, f. 20.12. 1940, búsettur í Banda- ríkjunum. Kona hans er Ruth C. Jacobsen. Börn þeirra eru Michael Lars og Anna Liss. 2) Orn H. Jacobsen, f. 28.9. 1948. 3) Guð- rún E. Jacobsen, f. 8.2. 1951. Maður hennar er Björgvin Ólafsson. Börn þeirra eru Haukur Jens, Helgi Örn og Björgvin Gunnar. Dóttir Hauks Jens er Helena. Haukur starfaði við versl- unarstörf alla sína starfsævi og átti og rak verslunina Egill Jacobsen ehf. Austurstræti 9, Reykjavík, þar til hann lést. Utför Hauks fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bréf til afa. Það voru hræðilegar fregnir sem við fengum til Danmerkur að morgni fimmtudags, að afi minn var farinn. Það er erfitt að átta sig á því að hann afi er ekki enn á meðal okkar. Fyrir mér var þetta ekki bara að missa afa, ég hef líka misst pabba og besta vin. Það versta við sorgina er að ég hef ekki séð afa í eitt og hálft ár vegna anna í námi erlendis. Það er erfitt að vera heima hjá þér og niðri í búð, þegar þú ert þar ekki, þú varst eins og innréttingin í búð- inni. Sem barn minnist ég alltaf þess að koma niður í búð og finna vindlalyktina yfír öllu. Þá vissi mað- ur _að afi var í búðinni. Ég held að margir séu sammála mér að góður og litríkur maður sé látinn og það verður enginn sem kem- 4 ur í hans stað. Ég vona að þú hafír það gott þar sem þú ert nú, með Úlfari bróður þínum og foreldrum þín- um og ömmu. Ég mun alltaf sakna þín og hugsa til þín, afí minn. Bless. Haukur Jens Jacobsen, Annika Larsen. LILJA TR YGG VADÓTTIR - + Lilja Tryggva- dóttir fæddist á Hellu á Fellsströnd 8. október 1924. Hún Iést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 7. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 14. maí. Dveljum ekki lengur hjá mynni fljótsins. Risin er sól við eggjar, í skógum renna dýr slungin dögg tijánna og dökkir gjáskuggar flýja inn í þil bergsins. Dveljum því ekki. Hlaðnar eru vörður fram um heiðamar til upptaka fljótsins undan jöklunum. Hröðum ferð senn slær Hrímfaxi méldropum í kjörr. Hjá upptökum fljótsins verður nóttin kærkomin þegar rökkvar í kyrrum tjörnum heiðanna og vindurinn kemur langan veg á fund reyrsins en við höfum skilið eftir kveðjur okkar í öllum vörðum. (Hannes Pét.) Dveljum ekki. Tíminn er oft skemmri en margan grunar. Við ferðumst veginn áfram til upptaka fljótsins þaðan sem við lögðum upp. Dveljum því ekki. Ég minnist ferðarinnar sem við fórum saman á æskustöðvar þínar vestur á F'ellsströnd í fyrrasumar. Síðdegissólin glampaði á hafflöt- inn. Hæg gola og kyrrð. Það er mér dýrmætt að hafa horft með þér heim að Hellu, þar sem þú fæddist og steigst fyrstu sporin. Þrætt veg- arslóðann niður í Skoravík, þar sem afi þinn bjó og út í Dagverðarnes til að skoða gamla kirkjustaðinn. Við sem með þér vorum skynjuðum harða lífsbaráttu þeirra sem gengnir voru um garð. Vildi ég óska að tími þinn hefði ekki runnið svo fljótt á enda hér. Vildi ég, að við settumst aftur í lyngið fyrir vestan til að tína ber sem okkur þótti báðum gaman. En það mun bíða um sinn. Ég vil þakka þér fyrir að mega verða hlýju og velvildar þinnar að- njótandi. Að fínna áþreifanlega fyrir umhyggju þinni í minn garð og okk- ar allra. Því þú hafðir meiri áhyggjur af líðan annarra en þinni eigin. Barst veikindi þín og þjáningar fullkomlega æðrulaust til hinstu stundar. Mér duldist ekki, allt frá því ég fyrst kynntist þér, hvað þú varst hæfi- leikarík og hafðir auga fyrir því sem er fallegt. Hvort heldur var málun eða önnur handavinna, allt lék þér greinilega í höndum og bar þess. vitni hvað þú varst list-^ ræn og smekkleg. Að berast á eða vekja athygli hafðirðu enga löngun til. Vannst aftur á móti hlutina inn- an frá, alla með sömu hægðinni og hógværðinni. Mér sýndist þú kunna þá list, sem ekki er öllum gefið, að gleðjast yfir litlu, njóta þess fíngerða og Játlausa og vera sátt. Ég óska þess að þegar við sem eftir lifum, fetum veginn áfram, þá sé það vegurinn þinn, Lilja mín. Og að við megum tína jafnóðum úr öll- um vörðum kveðjur þínar til okkar, sem farin ert á undan okkur. Megi þær kveðjur varða leið okkar um ókomin ár. En megi kveðja mín og Valda, sem átti þína skilyrðislausu ást, Ástu og^ Jónasar Inga fylgja þér inn í dýrð Drottins, þar sem alltaf er bjart og hlýtt. Kristín. Þakka þér amma mín fyrir að vera alltaf svo góð við mig. Fyrir að baka pönnukökur og eiga alltaf eitthvað gott. Þér var líka alveg sama þó ég borðaði öll vínberin í einu sem þú áttir, - nema eitt, sem ég gaf þér. Eg veit að þú varst svo mikið las- in og Guð tók þig til sín í himininn.* Hann læknar þig, því hann lætur öllum batna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þinn Jónas Ingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.