Morgunblaðið - 18.05.1997, Page 42
42 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sýning í Eden
Bjarni Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir
í Eden í Hveragerði litlar olíu- og vatnslitamyndir.
Margar þeirra eru frummyndir að stærri verkum.
Sýningin stendur fram á annan í hvítasunnu 19. maí.
POLYFONFELAGAR
Félagar Pólýfónkórsins efnn til samkomu í Gullhömrum, Hnllveignrstíg 1,
föstudaginn 30. mní. Kvöldverður hefst kl. 20.00 en húsið opnnð kl. 19.30.
Aðgöngumiðnr seldir í Salntbnrnum „Hjó Eika", Fókafeni 9,
laugardaginn 24. maí milli kl. 12.00 og 16.00.
Nónari upplýsingar í símum: Friðrik 588 0222, Edda 581 2795, Kolfinna 553 8955,
Ólöf 565 6799, Ásbjörg 5539242.
Mætum öll og tökum með okkur gesti.
'r
í tilefni af afmælisári Sauðárkróks
verður haldin vöru- og þjónustusýning
íþróttahúsi Sauðárkróks dagana
9.-13. júlí n.k.
í
wmm Sýningin er öllum oþin er hafa áhuga
á að sýna vörur, þjónustu eða annað
§ sem vert er að kynna.
Nánari upplýsingar gefur starfsmaður
1 sýningarinnar, Magnús Jónsson.
Sími: 453 5202 - Fax: 453 6280 - E-mail: syning@krokur.is
vcrður haldið á Hótel Örk, Hveragerði,
föstudaginn 23. maí nk. kl. 13.00.
til að ræða stöðu
hestsins í Ijósi vaxandi
gróðureyðingar.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Er aðhald í rík-
isrekstrinum?
JÁ, rúmlega 1.000.000
dollara þarf til að laga
bústað sendiherrans í
Washington DC. Bústað-
urinn er ónýtur! Það fást
aðeins 1.300.000 dollarar
fyrir bústaðinn. Segjum
að bústaðurinn væri seld-
ur og andvirðið notað til
að „kaupa" verðtryggð
íslensk ríkisskuldabréf
með 6% ávöxtun þá væri
þessi ávöxtun 78.000
dollarar á ári (sem ríkið
greiddi sjálfu sér). Égtrúi
því að þessi upphæð
myndi duga til að leigja
gott húsnæði fyrir sendi-
herrann! 1.000.000 doll-
ara viðgerð væri óþörf
(spamaður í ríkisútgjöld-
um!). Mér finnst ekki alls
staðar gætt aðhalds i
ríkisrekstrinum!
Þorsteinn K. Óskarsson,
Laufvangi 4, Hafnarf.
Samræmt
stærðfræðipróf
ÉG TÓK samræmt próf í
stærðfræði 1993 en árið
áður þótti það mjög erf-
itt. En það próf sem ég
tók var fyrsta prófíð sem
þessir aðilar sáu um og
það var nokkuð létt.
Nemendur höfðu góðan
tíma til að fara yfir það
3-4 sinnum oggátu jafn-
vel farið snemma út og
þá kvartaði enginn yfír
því að prófíð væri of Iétt.
Mér þykir ekki ólíklegt
að prófín hafí síðan verið
af svipuðu tagi þangað
til í ár. Prófið í ár var
erfítt en kannski voru þau
of létt áður. Nemendur
fá alltaf gömul próf til
að æfa sig á og ekki skrít-
ið að þeim bregði ef þeir
fá erfiðara próf en þeir
hafa æft sig á.
Fyrrverandi
nemandi.
Lífsspursmál -
Heilsufrelsi
BÓK er sú ein útkomin
sem sker sig úr öðrum
bókum. Efnið varðar
læknisfræði sem margir
hafa áhuga á. Engir tveir
læknar hafa sömu skoðun
á neinu. Þannig er
læknisfræðin, fijáls og
margbreytileg eins og
vera ber. Innbyrðis stríð
að sjálfsögðu. Ólíkar
skoðanir en lýðræðið
ræður. Fijálshyggja og
íhaldssemi. Barátta um
völd og peninga eins og
alls staðar. Þessi bók er
um það og margt fleira.
Mikil bók en bæði auð-
og torlesin. Nærri 300
síður. Mikið afrek höf-
undar hvernig sem á er
litið. Vekur til umhugsun-
ar.
Björgvin
Óskarsson, læknir.
Hvar er réttlætið?
KONA hringdi:
„Ég fór með eigin-
manni mínum, sem er elli-
lífeyrisþegi og fjögurra
ára gömlum sonarsyni
mínum í Húsdýragarðinn
fyrir stuttu. Báðir fengu
þeir ókeypis aðgang en
ég sem er 75% öryrki,
mátti borga fullt gjald.
Ég er ekki að sjá eftir
peningunum í þetta, held-
ur að velta fyrir hugs-
unarhættinum og hvort
þetta sé eitthvert rétt-
læti.“
Er bein útsending
nauðsynleg?
ER nauðsynlegt fyrir
Ríkissjónvarpið að senda
beint út frá Alþingisum-
ræðum heilt kvöld? Er
ekki nóg að útvarpa þess-
um umræðum eða senda
þetta út á sérstakri rás?
Það er mjög bagalegt
þegar ekki er hægt að
horfa á sjónvarp heilt
kvöld, það Iiafa ekki allir
aðgang að öðrum stöðv-
um. Áður fyrr var þetta
einungis í útvarpinu og
ég tel ekki nauðsynlegt
að fólk horfi á þessa
menn tala, það er nóg að
hlusta á þá._
Áslaug.
Þakkir fyrir
góða þjónustu
ÞAÐ VAR föstudaginn
2. maí sl. sem mér barst
bréf í pósti frá Bifreiða-
skoðun íslands hf. um að
ég ætti frátekinn tíma 5.
maí til að láta skoða bif-
reið mína. Undirritaður
mætti kl. 9 á þeim tíma
sem uppgefinn var í bréf-
inu. Það var áberandi
hvað öll þjónusta við við-
skiptamenn var fljótvirk
og lipur.
Að lokum um Velvak-
anda. Það hefur færst í
vöxt að fólk þakki fyrir
góða þjónustu í þáttum
þínum og er það vel.
Reynir Ármannsson.
Tapað/fundið
Rauður barnaskór
tapaðist
RAUÐUR lakkskór nr.
20 tapaðist fyrir utan
Húsdýragarðinn fyrir
tæplega ánuði. Skilvís
finnandi vinsamlega
hringi í síma 566-8699.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á Evró-
móti landsliða sem lauk á
fimmtudaginn. Joe Gal-
lagher (2.545), sem nú
teflir fyrir Sviss var með
hvítt, en Igor Efimov
(2.530), sem teflir fyrir ít-
alíu, hafði svart og átti leik.
Gallagher átti vinnings-
stöðu, en lék síðast 36.
Rc5—e6?? sem tapar:
36. - Hxe6! 37. Dxe6
(Eða 37. Hf8+ - Kg7) 37.
— Bf4+ og hvítur mátti
gefast upp. Englendingar
og Rússar urðu jafnir og
efstir á afar jöfnu móti, en
þeir fyrrnefndu sigruðu á
stigum. Þeir töpuðu í síð-
ustu umferð 1—2 fyrir
Þjóðveijum, en Rússar
unnu nágranna sína
Hvít-Rússa 3 —
í sigursveit Eng-
lands voru þeir Short,
Adams, Speelmanj
Sadler og Hodgson. I
rússnesku sveitina
vantaði marga stiga-
hæstu skákmenn
Rússa. Hana skipuðu
þeir Barejev, Svidler,
Svjagíntsev, Glek og
Jakovitsj.
SVARTUR leikur og vinnur
Víkveiji skrifar...
Er fækkun hrossa
yfirvofandi og hverjir
gæta velferðar þessa
stærsta íslenska
gæludýrs?
Til að svara þessum og
ótal fleiri spurningum
þar að lútandi, munu
eftirfarandi aðilar flytja
stutt framsöguerindi og
svara spurningum
fundargesta:
Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður.
Ólafur Dýrmundsson, Bændasamtökum íslands.
Andrés Amalds, Landgræðslu ríkisins.
Bergur Pálsson, Félagi hrossaþænda.
Sigurður Þórhallsson, Landssambandi hestamannafélaga.
Loftur Þorsteinsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kristján Gestsson, búfjáreftirlitsmaður.
Grétar H. Harðarson, héraðsdýralæknir, Hellu.
Sigurður Sigurðsson, dýralæknir, Keldum.
Ámi Matthiesen, Dýraverndarráð.
Umræðustjóri er Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárgerðarmaður.
Aðgangur er kr. 700, og em kaffiveitingar innifaldar.
Málþingið er öllum opið og þar gefst einstakt tœkifæri til að
ræða við kunnáttumenn um velferð íslenskra hesta.
Dýraverndunarfélag Reykjavíkur og
Dýravemdarsamband Islands.
T>JARNASTAÐABEUURNAR
JO þær baula mikið núna...
Þetta eru upphafsorð dægurtexta,
sem góðglaðir landar sungu í rútu-
ferðum fyrr á tíð. „Það er margt
skrýtið í kýrhausnum" segjum við
enn í dag þegar eitthvað gengur
fram af okkur. Við veltum því hins
vegar sjaldan fyrir okkur, hvaða
hlutverki mjólkurkýrin gegnir í
þjóðarbúskap okkar.
Víkveiji fletti á dögunum upp í
Fijálsri verzlun, sem veit sitt hvað
um íslenzkt efnahagslíf. Þangað eru
eftirfarandi fróðleiksmolar sóttir:
★ Mjólkurframleiðslan í landinu
verður um 102 milljónir lítra á þessu
verðlagsári. Miðað við 160 króna
verð pr. lítra, sem er gangverð
kvóta, er verðmæti mjólkurkvóta
landsmanna rúmir 16 milljarðar
króna. Dágóð summa það!
★ Mjólkurframleiðendur eru um
1.290 talsins. Meðalbú framleiðir
um 90 þúsund lítra mjólkur. Örfáir
bændur framleiða meira en 200
þúsund lítra. Allra stærstu búin
ráða yfir um 300 þúsund lítra kvóta.
★ Verðmæti mjólkurkvóta vísitölu-
bús er um 16 m.kr. Verðmæti kvóta
stærstu búanna er frá 35 m.kr. upp
í 45 m.kr.
★ Árlegar tekjur af mjólkurfram-
leiðslu landsmanna eru um 5,3 millj-
arðar króna. Samanlögð velta Mjólk-
ursamsölunnar, Osta- og smjörsöl-
unnar og Mjólkurbús Flóamanna var
rúmir 9 milljarðar árið 1995.
Búkollur láta sannarlega ekki
sitt eftir liggja í íslenzkum þjóðar-
búskap. Bjarnastaðabeljurnar þurfa
ekki að afsaka það þó þær bauli
smávegis af og til!
XXX
ALLÁR götur_ síðan Kommún-
istaflokkur íslands var stofn-
aður í myrkri skammdegis kreppu-
árið 1930 - með klofningi úr Al-
þýðuflokknum - hefur stefið um
sameiningu vinstri manna verið
kiijað - að vísu með mismiklum
sannfæringarkrafti. Á þeim 67
árum, sem síðan eru liðin, hafa
verið stofnaðir fleiri vinstri flokkar
en tölu verður á komið. Flestir
dægurflugur, sem lifað hafa hratt
og stutt, að undanskildum silfur-
hærðum A-flokkunum, sem enn
tóra við sæmilega heilsu.
Upphafsorð í forystugrein Al-
þýðublaðsins sl. þriðjudag voru
þessi: „Umræðan um aukna sam-
vinnu og að lokum sameiningu
flokkanna á vinstri væng íslenzkra
stjórnmála hefur fengið vaxandi byr
síðustu vikur...“ Gamalkunnug
orð!
Lokaorð leiðarans eru engu að
síður þessi: „Formaður Alþýðu-
bandalagsins hefur farið afar spar-
lega með gleði sína yfir því að for-
maður Alþýðuflokksins lagði fram
hugmyndir sínar [um sameiningar-
málinj." Ojæja. Orð hafa aldrei
verið spöruð þegar vinstri menn
eiga í hlut. En sparir eru þeir á að
fylgja þeim eftir.
XXX
YFIR til Odds Ólafssonar í Degi-
Tímanum. Hann segir:
„Fylgi krata og allaballa er á
niðurleið, samkvæmt könnun og
sameiningarflokkarnir sem stofnað-
ir voru til að safna konum og jafn-
aðarmönnum undir sínar regnhlífar
eru nær horfnir. . .
Því má spyrja hvort grasrótin
margumtalaða láti sér ekki í léttu
rúmi liggja hvort þau Sighvatur og
Margrét bjóða fram saman eða
hvort i sínu lagi. Um Þjóðvaka og
Kvennalista þarf ekki að spyija.
Þau samtök eru ekki orðin annað
en rótar- og stilklausir blómhnapp-
ar, sem engum kemur við nema
nokkrum fulltrúum á þingi, sem
atkvæðin eru fyrir löngu búin að
yfirgefa...“
Víkveiji dagsins harmar hvað lít-
ið verður úr stórum orðum um
„vinstri sameiningu“. Sú sameining
gæti hugsanlega orðið lykill að
tveggja flokka kerfi, jafnvel að ein-
menningskjördæmum, sem Víkveiji
dagsins hefur dálæti á. Er og trú-
lega vísasti vegurinn til að tryggja
ákveðnum og ónefndum stjórn-
málaflokki, hægra megin við miðj-
una, þingmeirihluta. Ekki ónýtt at-
arna!