Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 11 FRÉTTIR Smíða eigin hús, bekki og golfbrautir SMÍÐAVÖLLUR er starfræktur við Austurbæjarskóla í sumar. Þar geta börn á aldrinum 8 til 12 ára komið og smíðað sér hús, bekki eða jafnvel golfbraut- ir. Timbrið gaf Húsasmiðjan og hægt er að mála húsin ef leyfi fæst frá foreldrum. Þegar hlut- irnir eru fullbúnir má flytja þá heim til barnanna og nú þegar hafa þijú hús verið flutt heim í garð. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur stendur fyrir smíðavellinum og leiðbeinandi, Anna Björg Sigurðardóttir, hef- ur umsjón með kennslu og starfi barnanna. Anna er sjálf búin með tvö ár í húsgagnasmíði í Iðnskólanum og kann því réttu handtökin. Hún segir mörg barnanna afar áhugasöm og sum þeirra séu að koma í annað eða þriðja skiptið. Stundum eru húsin skemmd Atli Hilmar Skúlason, 11 ára, og Oddur Þorri Viðarsson, 11 ára, eru á smíðavellinum þriðja sumarið í röð. Þeir sögðu að húsin hefðu stundum verið skemmd á kvöldin og einu sinni náðu þeir ekki að klára húsið vegna skemmdarverkanna. Að þessu sinni voru þeir að smíða bekk til selja fyrir framan húsið og Oddur var að smíða golf- braut. Þeir vinirnir voru ekki vissir um hvort afrakstur sum- arsins yrði fluttur heim eða í sumarbústaðinn. Systkinin Ellen Gylfadóttir, 8 ára, og Snorri Victor Gylfason, 10 ára, voru að smíða sér hús saman. Þau hafa líka komið áður á smíðavöllinn og hafa smíðað hluti heima hjá sér. Ellen sagði að í fyrra hefði hún aðallega verið að aðstoða strákana og lít- ið fengið að smíða en núna væri hún búin að smíða mest. „Eg kunni ekkert að smiða þegar ég byijaði en er bara orðin nokkuð góð,“ sagði Ellen. Henni finnst erfiðast að saga og láta spýturn- ar á þakinu passa saman. Þau systkin hafa ákveðið að fara heim með húsið sitt og mála það. Anna Björg leiðbeinandi sagði fá óhöpp verða en börnin væru aðallega að stíga á nagla í spýt- um sem þau hefðu skilið eftir i gangvegi. Allir beiji á puttana á sér og hún sjálf sé þar ekki undanskilin. Að hennar sögn taka stelpurnar betur tilsögn en strákarnir og fara frekar eftir leiðbeiningum. Strákarnir séu stórhuga og hafi engan tíma til að hlusta á leiðbeiningar. Tvær stelpur hafa farið heim með húsin sín og einn strákur. Engin skyldumæting er á smíðavöllinn og geta börnin ver- ið eins lengi eða stutt eins og þau vilja. Völlurinn verður starfræktur til loka júlímánaðar en til greina kemur að fram- lengja tímann fram í ágúst. Morgunblaðið/Amaldur ÞEIR Atli Hilmar og Oddur Þorri voru að smíða bekk með hjálp leiðbeinanda síns, Önnu Bjargar. ELLEN og Snorri Gylfabörn sátu í hægindastól inni í húsinu sem þau höfðu byggt saman. ÞESSIR ungu menn fóru létt með að setja þak og þakglugga á sitt hús. Fjárhagsstaða lífeyrissjóða fer batnandi og eignirnar aukast Fleiri sjóðir auka réttíndin vegna góðrar ávöxtunar Þeim lífeyrissjóðum fjölgar sem hafa ákveð- ið að auka lífeyrisréttindi sjóðfélaga sinna ——j > vegna bættrar stöðu. I samantekt Qmars Friðrikssonar kemur fram að margir sjóðir hafa náð að ávaxta ráðstöfunarfé sitt langt umfram tryggingafræðilegar forsendur. iÐ UNDANFÖRNU hefur yLM þeim lífeyrissjóðum fjölgað -A- sem hafa ákveðið að auka lífeyrisréttindi sjóðfélaga sinna vegna bættrar fjárhagsstöðu. Hafa flestir lífeyrissjóðir náð að ávaxta ráðstöfunarfé sitt langt umfram tryggingafræðilegar forsendur, sem miðast við 3,5% raunávöxtun til lengri tíma litið. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða, hefur staða lífeyrissjóðanna gjörbreyst frá því sem áður var og lífeyrissjóðir hver á fætur öðrum verið að auka lífeyr- isréttindin á undanförnum mánuð- um. Enn liggur þó ekki fyrir heild- aryfirlit yfir þessar breytingar hjá öllum lífeyrissjóðum landsmanna. Hrafn segir að búast megi við að þessi þróun eigi eftir að fara vax- andi. Hafa sjóðirnir ýmist aukið réttindaávinnsluna með því að hækka stigainneign sjóðfélaga sem greitt hafa í sjóðinn eða með því að bæta lífeyrisréttinn. Hrafn segir að margir lífeyris- sjóðir hafi einnig verið að færa hlutabréfaeign sína upp að mark- aðsvirði en sjóðirnir hafa hins vegar ekki markaðsfært skuldabréfin s.s. húsbréfaeign sína með sama hætti. Markaðsvirði eigna sjóðanna nálægt 350 milljörðum kr.? Lífeyrissjóðirnir ávaxta eignir sínar í innlendum og erlendum verð- bréfum, skuldabréfum í eigu ríkis- ins, sveitarfélaga, banka, verð- bréfasjóða, fyrirtækja og einstakl- inga og í hlutabréfum. Langstærsti hluti eigna sjóðanna er ávaxtaður í húsbréfum. Hrein eign lífeyrissjóð- anna til greiðslu lífeyris var í árslok 1995 262 milljarðar kr. og hefur verið áætlað að um seinustu áramót hafi eign sjóðanna numið um 300 milljörðum kr. Hrein raunávöxtun eigna allra lífeyrissjóða á árinu 1995 var 6,58% miðað við neyslu- verðsvísitölu. í árslok 1995 var áætlað að hækka mætti upp eignir lífeyrissjóða landsmanna um 10-15% ef miðað væri við markaðs- virði, skv. upplýsingum Hrafns Magnússonar. Ef verðbréfaeignir sjóðanna yrðu núvirtar og metnar á markaðsvirði mætti skv. þessum forsendum áætla að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu farnar að nálg- ast hálft fjórða hundrað milljarða króna. í skýrslu sem Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gerði fyrir lífeyrissjóðasamböndin fýrir tveimur árum kom fram að staða sjóðanna væri mun betri en hefðbundnar tryggingafræðilegar úttektir gæfu til kynna og spáði hann því að sjóðirnir færu margir hverjir að auka réttindi sjóðfélag- anna. „Ég á von á að það eigi eftir að gerast hjá fleiri sjóðum á næst- unni,“ sagði Már í samtali við Morg- unblaðið í gær. Nýverið lækkaði Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) ellilífeyrisald- ur úr 70 árum í 67 og samþykkti að hækka réttindaávinnslu til ellilíf- eyris um 11,8% frá og með 1. júlí sl. Gerð var tryggingafræðileg út- tekt á sjóðnum sem leiddi í ljós sterka fjárhagsstöðu en eignir sjóðs- ins voru 45,5 milljarðar um seinustu áramót. Með núvirðingu verðbréfa- eignar sjóðsins hækkuðu eignir hans um 8,4 milljarða kr. eða um 18,5% og nema nú 54 milljörðum. Skýringin á þessari eignaaukn- ingu er sú að við tryggingafræðileg- ar úttektir á stöðu og skuldbinding- um lífeyrissjóða er miðað er við 3,5% ávöxtun til lengri tíma litið en raunávöxtun eigna sjóðanna er í mörgum tilfellum margfalt meiri. Þrátt fyrir að hlutabréfaeign lífeyr- issjóða sé enn sem komið er lítið hlutfall heildareigna sjóðanna, eða um 3%, eru hlutabréf vaxandi hluti af ávöxtun lífeyrisfjárins. Þannig var t.a.m. raunávöxtun hlutabréfa- eignar LV á seinasta ári 50,3%. Um síðustu áramót voru réttindi sjóðfélaga Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda aukin og ellilífeyrisaldur lækkaðurúr 70 í 67 ár. Eignir sjóðs- ins umfram skuldbindingar voru 2,8 milljarðar kr. í árslok 1995. Fyrir skömmu samþykkti Lífeyr- issjóður Vestfirðinga að hækka stigainneign allra sjóðfélaga um 5% 1. janúar 1998 og hækka uppbót á lífeyrisgreiðslur um 4,3%. Hrein eign lífeyrissjóðsins til greiðslu líf- eyris nam samtals 7.768 milljónum og hafði hækkað um 15% á árinu 1996. Raunávöxtun ársins 1996 miðað við vísitölu neysluverðs var 8,9%. Samkvæmt tryggingafræði- legri úttekt á stöðu sjóðsins miðað við árslok 1996 voru eignir sjóðsins með núvirðingu um 2.120 milljón- um krónum hærri en áfallin skuld- binding. Lífeyrissjóður Norðurlands sam- þykkti í maí að greiða 7,14% upp- bót á elli- og örorkulífeyri frá 1. júlí og að uppbótin gildi í a.m.k. 5 ár og verði til endurskoðunar á hverjum ársfundi. Jafnframt var samþykkt að bæta nokkuð makalíf- eyri. Afallnar lífeyrisskuldbindingar námu í árslok rúmum 11,4 milljörð- um króna og endurmetin eign rúm- um 12,7 milljörðum króna. Eign umfram skuldbindingar var því ríf- lega 10% af eignum. Raunávöxtun á hlutabréfasafni sjóðsins var 91% á árinu. í vor voru öll réttindi sjóðfélaga í Lífeyrissjóði Vesturlands aukin um 7% vegna sterkrar eiginfjárstöðu sjóðsins. Hrein raunávöxtun sjóðsins á síðasta ári var 11,44%. Skv. trygg- ingafræðilegri úttekt í árslok 1996 voru eignir sjóðsins umfram skuld- bindingar 510 milljónir eða 11,3%. Sameinaði lífeyrissjóðurinn, sem er í hópi fimm stærstu lífeyrissjóða landsins, samþykkti í vor að hækka ellilífeyri sjóðfélaga um 7,1% frá 1. júlí. Samkvæmt tryggingafræði- legri úttekt á sjóðnum í árslok 1996 nam núvirt eign hans til greiðslu lífeyris 28,1 milljarði króna og skuldbinding til greiðslu lífeyris 23,8 milljörðum króna. Eignir um- fram skuldbindingar voru því 4,3 milljarðar króna. 4 milljörðum óráðstafað hjá Framsýn Búist er við að fleiri lífeyrissjóðir muni fylgja í kjölfarið og auka tryggingavernd sjóðfélaga á næstu misserum. Örn Arnórsson, skrif- stofustjóri Lífeyrissjóðsins Tram- sýnar, sem er einnig einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins, segir að miðað við síðustu tryggingafræði- legu úttekt og núvirðingu á eignum, sem gerð var miðað við árslok 1996, átti sjóðurinn um fjóra milljarða óráðstafað. „Að öllum líkindum bíð- ur það næsta ársfundar sjóðsins að ákvarða hvernig þeim verður ráð- stafað," segir hann. Avöxtun sjóðs- ins var um 8% á seinasta ári. Eign- ir sjóðsins í lok síðasta árs voru 29,3 milljarðar kr. og eru fjórir milljarðar umfram skuldbindingar hans eða 13,6%. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að eignir lífeyrissjóðsins Lífiðn- ar umfram skuldbindingar námu um 1.210 milljónum króna í ársbyrj- un 1997 miðað við 3,5% raunávöxt- un, samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt. Samkvæmt sömu úttekt á að vera unnt að hækka lífeyri sjóðs- ins um 7,6% eða lækka iðgjöldin um 16,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.