Morgunblaðið - 09.07.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
1-tTft.A --
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað keniur fram
í skjölunum?
SVAVAR Gestsson,
fyrrverandi mennta-
málaráðherra, óskar
hér í blaðinu 3. júlí eft-
ir umræðum um bók
dr. Vals Ingimundar:
sonar sagnfræðings, í
eldlínu kalda stríðsins,
sem kom út fyrir síð-
ustu jól. Hvað er þar
merkilegast?
í fyrsta lagi sést vel
á bók Vals, að sífelld
landráðabrigsl Svavars
Gestssonar og uppal-
enda hans, þeirra
Brynjólfs Bjarnasonar
og Einars Olgeirssonar,
i garð forystumanna
lýðræðisflokkanna
þriggja voru ómakleg.
Sjálfur viðurkennir Svavar hér í
blaðinu, að þeir Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Bjarni Benediktsson hafi
verið sjálfum sér samkvæmir. Þeir
hafi verið andstæðingar kommún-
isma og viljað, að íslendingar tækju
sér stöðu með öðrum vestrænum
lýðræðisþjóðum.
í öðru lagi kemur skýrt fram í
bók Vals, eins og í bók þeirri, sem
hann skrifaði ásamt Árna Snævarr
fréttamanni um Liðsmenn Moskvu
árið 1992, að íslenskir sósíalistar
voru hallir undir Moskvuvaldið.
Svavar segir, að nefna megi Einar
Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason í
sömu andrá og Bjarna Benediktsson
og Stefán Jóhann Stefánsson, því
að allir hafi þessir menn verið sjálf-
um sér samkvæmir. En í hveiju voru
þeir Einar og Brynjólfur sjálfum sér
samkvæmir? í því að fylgja jafnan
stefnu Jóseps Stalíns og Moskvu-
stjórnarinnar! í sporum
Svavars Gestssonar
færi ég varlega í að
hreykja mér af slíkri
samkvæmni. Hitt hefði
verið lofsverðara, að
þessir menn hefðu séð
að sér. En það gerðu
þeir aldrei. Best færi á
því, að Svavar bæðist
opinberlega afsökunar
á öllum landráðabrigsl-
unum fyrir hönd sjálfs
sín og sinna uppalenda.
í þriðja lagi sýnir
Valur Ingimundarson
fram á það, að vinstri
stjómin, sem mynduð
var árið 1956 og ætlaði
að reka varnarliðið úr
landi, lét Bandaríkja-
stjórn múta sér með hagstæðum lán-
um til þess að hætta við það. Voru
samningar um þetta komnir vel á
veg, áður en Moskvumenn réðust inn
í Ungveijaland, en vinstri stjórnin
notaði innrásina til þess að afsaka
stefnubreytingu sína. Fýrir kosning-
ar hafði Hermann Jónasson, for-
sætisráðherra vinstri stjómarinnar,
hins vegar sagt, að betra væri að
vanta brauð en hafa her í landi.
í flórða lagi bera skjölin, sem
Valur vinnur úr, það með sér, að
Bandaríkjamenn hugsuðu aðallega
um eigin hag í samstarfi við íslend-
inga. Það á ekki að koma neinum á
óvart. Samstarf þjóða er oftast reist
á gagnkvæmum hag. Það sést líka
á þessum skjölum, að Bandaríkja-
menn höfðu ákveðnar skoðanir á
innanríkismálum hér og reyndu eftir
megni að styðja þá menn og flokka,
sem þeir töldu sér vinveitta. Það á
Best færi á því, segir
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, að Svavar
bæðist opinberlega af-
sökunar á öllum land-
ráðabrígslunum fyrir
hönd sjálfs sín og sinna
uppalenda.
ekki að vera neitt undrunarefni held-
ur. Mestu máli skiptir, að Banda-
ríkjamenn fóru hér varlega og vildu
þrátt iynr allan aflsmuninn aldrei
beita Islendinga neinni nauðung.
í fimmta lagi segir í þessari bók
(180. bls.), að Bandaríkjamenn hafi
íhugað að afhenda íslenskum stjórn-
völdum gögn um njósnir Einars 01-
geirssonar í þágu Moskvumanna, en
horfið frá því. Þessi gögn hafa enn
ekki fundist, enda vafalaust geymd
annars staðar en á opinberum
bandarískum skjalasöfnum. Þau
gögn, sem samkvæmt skjalaskrám
voru til um Svavar Gestsson í Aust-
ur-Þýskalandi, þar sem hann bjó um
skeið, hafa ekki heidur komið í leit-
irnar. Segir í þessum skrám, að
gögnunum um Svavar hafi verið
„eytt“. Hver eyddi og hvers vegna?
Það er víðar óplægður akur i ís-
Ienskri stjórnmálasögu en í Banda-
ríkjunum.
Höfundur er prófessorí
stjórnmálafræði við Háskóla
íslands.
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
Synd og sjálfsvíg
í Morgunblaðinu 13.
júní andmælti ég ýms-
um viðhorfum er fram
koma í áliti þjóðmála-
nefndar þjóðkirkjunnar
í ritkorni sem hún hefur
gefið út um sjálfsvíg.
Tveir af höfundum
greina í kverinu birtu
svo svargreinina „Um-
hyggja og ábyrgð
gagnvart lífi“ í Morg-
unblaðinu 21. júní. Mig
fýsir að halda umræð-
unni ögn áfram af því
að hún er að mínu viti
mikilvæg.
Ég segi bara já og
amen við þvi að bækl-
ingurinn sé ekki opinber
yfirlýsing þjóðkirkjunnar, eins og ég
gat mér til, heldur aðeins umræðu-
framlag nokkurra kristinna fræði-
manna. Velþóknun kirkjunnar hlýtur
þó að hvfla á honum. En í fyrri grein
minni benti ég á alvarlega rökmót-
sögn í pésanum. Ekki sé hægt að
halda því fram í sömu andrá að ein-
staklingar séu ekki vilja síns og vits
ráðandi til ákvarðana, eins og fræði-
mennimir leggja á allþunga áherslu,
en gera þá jafnframt siðferðilega
ábyrga fyrir sjálfsvígi sínu, er sé þá
synd. Það er ekki rétt sem fræði-
mennimir halda fram að ég tengi
syndina fremur athöfn en ástandi,
en það segja þeir að sé hinn kristni
skilningur á fyrirbærinu. Ég notaði
bara orðalagið að „drýgja synd“, sem
er gamalt og gott og í því felst ekki
hvers eðlis syndin sé, hvort hún er
athöfn eða ástand. En ég mótmælti
þeim skilningi er birtist í ýmsum
myndum í kveriru og ég rakti að
nokkm, að þeir sem sjálfsvíg fremja
eða eru í þungum sjálfsvígsþönkum
iðki rangt lífemi og gangi á glötunar-
vegi og þar fram eftir lastagötunum.
Mér er því einmitt mæta vel ljóst að
það er hugarástand sjálfsvegenda og
lífemi sem gerir þá syndara í augum
fræðimannanna. En það skiptir engu
máli fyrir rökvillu þeirra
hvort syndin sjálfsvíg
er athöfn eða ástand.
Lykilatriðið er það hvort
einstaklingurinn hafi
óruglaðan sjálfráðan
vilja er gefi honum færi
á að velja milli réttra
og rangra kosta. Ég
held ég geri fræðimönn-
unum ekki rangt til þó
ég fullyrði að í riti þjóð-
málanefndar hafni þeir
því að sjálfsvegendur
hafí þennan sjálfsvilja
og í svargrein sinni í
Morgunblaðinu hnykkja
þeir á því enn frekar og
visa til geðfræðilegra
rannsókna. En mann
sem ekki ríkir sjálfur yfir vilja sínum
er ekki hægt að saka um synd frem-
ur en lagalegan glæp af því að hann
ber þá ekki fulla ábyrgð á lífí sínu;
hugsunum og breytni. Hann er þá
vissulega „ekki í því ástandi að geta
Góðum mönnum ber að
forðast kenningafor-
neskju, segir Sigurður
Þór Guðjónsson, og
taka upp nútímalegri og
mannúðlegri viðhorf.
tekið persónulega ákvörðun", eins og
skrifað stendur í kverinu. Én samt
fella fræðimennimir enn á ný í svar-
greininni í Morgunblaðinu áfellisdóm
yfír öllum sjálfsvegendum og „sjálfs-
vígskandidötum" og gera þá ábyrga
fyrir ástandi sínu með skírskotun til
syndafallssögunnar í fyrstu Mósebók;
þeir hafí valið dauðann en hafnað
samfélagi við guð. En val felur ávallt
í sér meðvitað uppgjör milli kosta sem
er óhugsandi ef vilji einstaklingsins
er ekki á valdi hans sjálfs. Svargrein
þeirra félaga skerpir því rökmótsögn-
ina enn frekar. Hitt er svo annað
mál hvort þorra eða hluta sjálfsveg-
enda skorti í rauninni sjálfráðan vilja.
Því trúi ég vel að riútímamenn eigi
erfitt með að skilja kristna syndahug-
takið eins og fræðimennimir telja og
sýnir það glöggt hve kirkjuleg boðun
er orðin fólki framandi. Enda mun
það veQast fyrir sjálfum skollanum
að botna upp eða niður í sumum
háfleygustu guðfræðikreddunum.
Allir skilja þó að líf í synd er ljótt
og vont; eitthvað sem tengist hatri,
ágirnd, lygi og öðmm ódyggðum.
En líf manns sem líður svo illa að
hann treystir sér ekki til að lifa get-
ur engu að síður verið grandvart og
fagurt. Hann getur verið heiðarlegur,
sannorður, hjartahlýr og velviljaður.
Dyggðablóð. Það er hræðilega
ósanngjarnt og niðrandi að staðhæfa
að hann hafí lifað í einhverri synd
bara af því að óhamingja og þjáning
hrakti hann í dauðann. Það stoðar
lítt að segja, eins og fræðimennimir,
að kirkjan fordæmi ekki þau sem
fyrirfara sér, hafni einungis athöfn-
inni en ekki einstaklingnum, vegna
þess að þegar dregin hefur verið upp
svona svört mynd af „ástandi" ein-
staklingsins eða lífemi hans er því í
reynd hafnað að hann hafí til að
bera það sem flestum mönnum er
mest um vert; nefnilega sæmilega
mannkosti og manngildi. Hann breyt-
ist í druilusokk er lifði í synd og
skömm. Ekki er til grimmari höfnun
á fólki sem líður illa. Og góðum
mönnum ber að forðast slíka kenn-
ingafomeskju. Það er hægur vandi
að vinna gegn sjálfsvígum og hjálpa
fólki í sálarangist með nútímalegri
og mannúðlegri ráðum. í greinargerð
með samþykkt um málefni samkyn-
hneigðra á síðustu prestastefnu er
tekið fram að samkynhneigð sé
„hvorki synd né sjúkdómur“. Sá
skilningur ætti einnig að ríkja um
sjálfsvíg hvað syndina varðar.
Höfundur er rithöfundur.
Sigurður Þór
Guðjónsson
Enska - danska,
danska - enska
RÍKISSTJÓRNIN
hefur samþykkt þá til-
lögu menntamálaráð-
herra að enska verði
fyrsta erlenda málið á
gmnnskólastigi og að
hún fái jafnframt aukið
vægi. Þetta hefur vakið
misjöfn viðbrögð eins
og við mátti búast, og
ýmsir hafa tjáð sig um
málið, með og á móti,
með ýmsum rökum,
persónulegum, tilfinn-
ingalegum og þjóðern-
islegum, en minna hef-
ur farið fyrir þeim fag-
legu.
Ég ætla að líta á
málið frá annarri hlið
og jafnframt nota tækifærið til að
bregðast við ummælum sem hafa
heyrst, m.a. frá stjómarmanni HÍK
í Kennarablaðinu í júní 1997. Þar
er látið að því liggja að þessi breyt-
ing eigi sér ekki fylgi meðal fag-
manna, og er þá væntanlega átt við
tungumálakennara. Enskukennarar
hafa lítið látið í sér heyra í fjölmiðl-
um þegar þessi umræða hefur komið
upp enda em fjölmiðlar ekki heppi-
legasti vettvangur faglegrar um-
Eins og nú háttar, segir
Auður Torfadóttir,
höfðar enskan frekar
til þorra ungmenna
en danskan.
ræðu. Ég held hins vegar að tungu-
málakennarar hafí beðið eftir því að
til þeirra yrði leitað eftir fagíegum
rökum, annaðhvort af hálfu ráðherra
eða stefnumótunamefndar sem lagði
þessar breytingar til, en til þess kom
aldrei og þau rök sem stefnumótun-
amefnd leggur fram eru afar rýr.
Stefnumótunamefnd var skipuð full-
trúum hinna pólitísku flokka, þar á
meðal einum dönskukennara.
Sú ákvörðun sem hér um ræðir
er að mínu mati hárrétt og raunar
löngu tímabær þótt deila megi um
hvernig að málum var staðið. Enska
er það erlenda mál sem íslendingar
þurfa mest á að halda og það skipt-
ir miklu máli að ná sem bestu valdi
á henni. Hún er lykill að framhalds-
menntun fyrir langflesta og má í
því samhengi benda á að námsefni
á háskólastigi hér á landi er að stór-
um hluta á ensku. Enskan er alþjóð-
legt mál sem opnar okkur ótal
möguleika og tækifæri.
Það á að mínu mati nokkuð í land
að íslensk ungmenni hafí við lok
skólagöngu sinnar almennt náð nógu
góðu valdi á enskri tungu þrátt fyrir
mjög hagstæð ytri skilyrði. Útlend-
ingar sem hingað koma hafa stund-
um á orði að íslendingar séu svo
góðir í ensku og við látum blekkjast
og fínnst gaman að láta hrósa okk-
ur. Það má vel vera að enskukunn-
átta sé almennt það góð að fólk eigi
tiltölulega auðvelt með að bjarga sér
í daglegum samskiptum, en þegar
kemur að dýpri kunnáttu og fæmi,
þurfum við að standa okkur betur.
Það tekur langan tíma og krefst
mikillar vinnu, þjálfunar og einbeit-
ingar að ná góðu valdi á erlendu máli.
Þegar nemendur heíja formlegt
enskunám í grunnskóla við 12 ára
aldur, eru margir þegar búnir að
tileinka sér talsvert hrafl í ensku
upp á eigin spýtur. Undirrituð hefur
gert könnun á enskukunnáttu 11
ára barna. Þar kemur fram að tals-
vert margir eru þegar orðnir furðu
sjálfbjarga á meðan nokkur hópur
kann lítið sem ekkert, en flestir
dreifast þar á milli. Enskukennarar
í 7. bekk segja aðspurðir að þessi
breidd í kunnáttu sé eitt helsta
vandamálið sem við er að glíma í
kennslunni; námsefnið er miðað við
byijendur og hæfír sumum, en er
alltof létt fyrir aðra. Nemendur, sem
við 12 ára aldur hafa
tileinkað sér nokkra
færni í ensku, þykjast
oft vera færir í flestan
sjó og telja sig lítt þurfa
á kennslu að halda.
Þetta falska öryggi
getur orðið til þess að
nemendur bæta litlu við
sig. Með því að hefja
enskukennsluna tveim
árum fyrr, eru þessi
vandamál að mestu úr
sögunni, þar sem ýmis-
legt bendir til þess að
það sé í kringum 9-10
ára aldurinn sem flest
börn fara að tileinka sé
enskuna úr umhverfinu
að einhveiju marki.
Sú enska sem börn tileinka sér
er ekki alltaf til fyrirmyndar. Kunn-
áttuna fá þau oft úr kvikmyndum
og myndböndum og grípa á lofti
götumál og alls konar miður kurteis-
leg orðatiltæki sem þau slá um sig
með, oft á tíðum gersamlega ómeð-
vitandi um hversu óviðeigandi málið
er. Með því að byija enskukennslu
við 10 ára aldur, getur kennarinn
gripið inn í fyrr við að leiðbeina
börnunum um rétta og viðeigandi
málnotkun. Við þær aðstæður sem
ríkja á Islandi hvað varðar aðgang
að enskri tungu er afar nauðsynlegt
að kennarar hjálpi nemendum að
vinna úr því sem þeir tileinka sér í
ensku utan skólans og nýti jafn-
framt enskuna í umhverfinu til að
styrkja kennsluna.
í þeim löndum sem við berum
okkur gjarnan saman við hefst
enskukennsla fyrr en hér, og sumar
nágrannaþjóðir okkar hafa stigið
skrefíð lengra en við erum að gera
nú. Verður unga fólkið okkar sam-
keppnisfært? Við verðum að sjálf-
sögðu að hafa hagsmuni þess í huga,
en það vill stundum gleymast í
máli hinna fullorðnu. Börn og ungl-
ingar eru sjaldnast spurð, en ég
minnist þess að þegar umræðan um
breytingar á forgangsröðun tungu-
málanna var í hámarki árið 1994
voru nokkrir unglingar spurðir álits
á því hvort þeir vildu byija á dönsku
eða ensku. Svörin voru mjög afger-
andi á einn veg. Það hefði verið
fróðlegt að gera könnun á þessu
meðal unglinga til að fá fram sjónar-
mið heildarinnar.
Enda þótt ég hafi hér talað máli
enskunnar má alls ekki skilja orð
mín svo að ég vilji að dönsk tunga
og menning verði fyrir borð borin í
íslensku skólakerfí. Þvert á móti tel
ég mikilvægt fyrir okkur að leggja
sömu áherslu á dönskukennslu og
verið hefur og jafnvel gera henni
hærra undir höfði á framhaldsskóla-
stigi en nú er gert.
Hver getur staðhæft að umrædd-
ar breytingar muni koma til með
að hafa þau neikvæðu áhrif á gengi
dönskunnar í skólakerfinu sem ýms-
ir spá? Hefur það fyrirkomulag sem
við búum við nú skilað okkur viðun-
andi árangri? Gæti ekki farið svo
að nemendur væru reiðubúnari að
takast á við dönsku sem annað er-
lenda málið eftir að vera komnir af
stað í enskunámi?
Eins og nú er háttað höfðar ensk-
an frekar til flestra ungmenna en
danskan. Þau heyra hana og sjá í
kringum sig, þau sjá hvernig hún
getur nýst þeim, og þess vegna er
rökrétt að byija á ensku og virkja
þá kunnáttu og þann áhuga sem
er fyrir hendi. Aðalatriðið er að
leggja áherslu á að unga fólkið okk-
ar öðlist sem allra besta kunnáttu
og færni í því máli sem er óumdeil-
anlega alþjóðamálið í dag. 0g sú
ákvörðun sem hér hefur verið til
umræðu er spor í þá átt. En það
þarf að gera betur og efla enn frek-
ar tungumálakennsluna í landinu
og gera hana markvissari en hún
hefur verið hingað til.
Höfundur er dóscnt í ensku við
Kennaraháskóla íslands.
Auður
Torfadóttir