Morgunblaðið - 17.07.1997, Page 23

Morgunblaðið - 17.07.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 23 VIÐHORF BANDARÍSKIR hermenn huga að búnaði sínum fyrir heræfingu á Islandi. ÍSLAND OG HIÐ NÝJA NATO Stækkun NATO vekur upp spumingar um stöðu íslands innan bandalagsins. Asgeir Sverrisson segir í síðari grein sinni að þetta kalli á endurmat rótgróinna viðhorfa. AHRIFA stækkunar Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og þeirra sögu- legu umskipta, sem átt hafa sér stað í öryggismálum, hlýtur að gæta í íslenskri þjóðmálaum- ræðu á næstu misserum. Ætla verður að menn, þeir sem talist hafa „til vinstri" í íslenskum stjórnmálum, hafi til að bera nauðsynlegan þroska og ábyrgðarkennd til að endur- skoða hug sinn. Með hvaða hætti hyggjast íslenskir sósíalistar bregðast við þessari þróun? Eru íslenskir „vinstri menn“ ennþá andvígir aðildinni að NATO, og þessu víðtæka samstarfi Evrópuþjóð- anna? Eru þeir andvígir stækk- un NATO? Hyggjast þeir and- mæla þessu samstarfi innan þeirra ríkisstjórna sem þeir kunna að eiga eftir að mynda með öðrum stjórnmálaöflum á Islandi? Hyggjast þeir opinbera efasemdir sínar um ágæti þess- arar þróunar á alþjóðavett- vangi? Ætla þeir að gera það á vettvangi samstarfs sósíalískra flokka á Norðurlöndum og í Evrópu? Hyggst hið íslenska Alþýðubandalag áfram bjóða almenningi í landinu upp á þá hryggðarmynd þegar forustu- sveitin kemur fram fyrir alþjóð, kreppir hnefana og syngur „Int- ernationalinn“ í lok flokksþing- anna? En þróunin á vettvangi NATO kallar ekki einungis á endurmat í röðum þeirra sem andvígir hafa verið þessu samstarfi lýð- ræðisþjóðanna og þátttöku Is- lands í því. Hún mun einnig krefjist viðbragða af hálfu þeirra afla sem staðið hafa vörð um þetta samstarf landi og þjóð til heilla. Þessi öfl standa einnig frammi fyrir erfiðum grundvall- arspurningum. Hin fyrsta sem við blasir varðar einfaldlega stöðu íslands innan NATO nú þegar ákveðið hefur verið að stækka bandalag- ið og fyrir liggur að fleiri ríki (Slóvenía og Rúmenína) munu hefja aðildarviðræður árið 1999. Áherslan innan NATO hefur bersýnilega færst til suðurs og austurs. Hugmyndin um Atl- antshafstengslin, grundvallar- hugmyndin að baki NATO, er augljóslega enn í gildi en lykil- staða íslands sem forðum var landfræðilegur miðpunktur þessara tengsla er augljóslega ekki hin sama og áður. í sland er nú jaðarríki innan Atlantshafsbandalagsins og þegar til lengdar lætur er sú staða ekki æskileg. Öll þróunin innan bandalagsins á undan- förnum misserum hefur miðað að því að auka hlut og vægi Evrópuríkjanna. Þessu þróun verður ekki stöðvuð enda er hún röklega tengd stækkun NATO til austurs. Samráð Evrópuþjóð- anna fer hins vegar ekki einung- is fram á vettvangi NATO, það mun í vaxandi mæli fara fram innan Evrópusambandsins (ESB). Hin nýju aðildarríki NATÓ og fleiri þau sem áhuga hafa á aðild sækja einnig fast eftir aðild að ESB. Sú þróun verður heldur ekki stöðvuð. For- ustuöflin í íslenskum utanríkis- og öryggismálum verða nú að bregðast við þessum breytingum til að tryggja það að rödd ís- lands muni áfram heyrast innan þessa samstarfs og að tekið verði fullt tillit til hagsmuna og sérstöðu lands og þjóðar. Jafn- framt þurfa skýrar hugmyndir að liggja fyrir um hveijir þessir hagsmunir eru og hver skuli verða helstu áhersluefni íslend- inga innan þessa nýja sam- starfs. ETTA er grundvallar- spurning sem varðar stöðu Islands í samfélagi þjóðanna og þátttöku þjóðarinn- ar í þeim sögulegu breytingum sem nú hafa verið ákveðnar á vettvangi NATO. Hefðbundin svör munu duga skammt, ný viðhorf hafa skapast, sem kalla á frumkvæði, djarflega fram- göngu og þor til að takast á við ný verkefni og þá endurskoðun sem óhjákvæmileg er. Nú frekar en áður verður nauðsynlegt að tryggja að pólitískir leiðtogar Evrópuríkja hafi glöggan skiln- ing á hagsmunum og sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Ef til vill verður það best gert með því að leita eftir auknum beinum og milliliðalausum tvíhliða sam- skiptum. Hrun kommúnismans, endalok Sovétríkjanna og hið nýja samstarf um frið og stöð- ugleika sem skipulagt hefur ver- ið á vettvangi NATO mun krefj- ast framsýni og forustuhæfi- leika með sama hætti og við átti eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Höfundur er blaðamaður. LISTIR Astin, holdið og dauðinn BÓKMENNTIR Ljóð ÁST Á GRIMMUM VETRI Eftir Sigtrygg Magnason. Nykur 1997.61 bls. ÁSTIN er klassískasta yrkisefni skálda og því eitt það erfiðasta einn- ig. Sigtryggur Magnason lætur það ekki á sig fá og hefur sent frá sér ljóðabók sem hefur ástina að megin- þema. Það væri of mikið sagt að Sigtryggur nálgaðist umfjöllunar- efnið á nýstárlegan hátt en hann litar það myndmáli sem ekki er oft notað í íslenskum kveðskap, mynd- máli holdsins og dauðans. Bókin skiptist í sex meginhluta. Ekki fjalla þeir allir um ástina og ekki eru þeir allir mjög heildstæðir um efni. Fyrsti hlutinn inniheldur til dæmis minningarljóð um ætt- menni og listamenn, myndir af skáldum og smellnar hugleiðingar um guð og sambandsleysi við hann. Annar hlutinn inniheldur hins vegar aðeins eitt ljóð í tveim- ur erindum sem heitir Eva og fjallar um freistinguna, erfða- syndina. Um ástina er einkum fjallað í tveimur hlutum sem heita Ást í tvílyftu timburhúsi og Ást á grimmum vetri. Sá fyrrnefni er heildstæð- asti kafli bókarinnar en samt er efnisleg úr- vinnsla ekki sannfær- andi í honum. Kaflinn lýsir ástum og ástar- missi. Hann hefst á hefðbundnum nótum og ástarbál virðist brenna í hjörtum elskendanna. En annað kemur á daginn; annað þeirra hatar og Ijóðið lýsir einhvers konar ástarhatri: „Þegar ég hef skorið / líkama þinn / lim fyrir lim / kjúku fyrir kjúku / gróðurset ég / hann í garðinum. // Og á hveijum degi vitja ég / blóðsóleyjanna / og græt. Myndmálið markast af holdi og dauða en einnig er Biblíumál áberandi eins og víðar í bókinni: „Ég tek / ávöxtinn / ber hann / að vörum mér / og bít. // Og þegar ég / hef kyngt / möðkunum / er ég sannlega / ormétinn ávöxtur / mannsins.“ í bókinni er einnig að finna kafla sem heitir Raunir hvers- dagsleikans. Þar er meðal annars ljóð um stríð í Sarajevó. Ljóðið vekur ekki áhuga sem slíkt en það vekur mann til umhugsunar um að ekki hefur mikið verið ort um stríðið í fyrrum Júgóslavíu á íslandi. Það er eins og ljóðið sé hrætt við að takast á við svo stórt umfjöllunarefni og nálægt i tíma og rúmi. Kannski þykir því það ekki hafa neitt til málanna að leggja - öðruvísi mér áður brá. Þröstur Helgason Sigtryggur Magnason Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Örríki á umbrotatímum. Leiðabók fyrir nýja öld eftir Þór Sigfússon. Bókin fjallar um helstu breytingar sem eru að eiga sér stað í heiminum í viðskiptum, tæknij gi-einir styrk og veik- leika Islands í þessu umróti og bendir á leiðir til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og bæta lífs- kjör á 21. öldinni. í kynningu segir m.a.: „í bókinni er fjallað um nokkrar tegundir fyr- irtælqaneta. Þeim fyrirtækj- um vegnar best sem hag- nýta sér þekkingu annarra fyrirtælqa og samstarf við þau í fyrirtækjanetum. ís- lendingar verða að líta svo á að ísland sé hluti af stærra þekkingarsamfélagi og af- nema verður hindranir í við- skiptum og fjárfestingum. Þannig er best búið í haginn fyrir vaxandi íslenska útrás og íslenskan þekkingariðnað. Það er ekki hægt að treysta einungis á að sælga verðmæti, það þarf líka að skapa þau. Áframhaldandi útrás íslenskrar þekkingar á að felast í alþjóðavæð- ingu og markaðssókn innlendra fyr- irtækja á erlenda markaði en ekki fólksflutningum frá landinu. Með þátttöku okkar í þekkingarsamfé- laginu er lagður grunnur að blóma- skeiði í atvinnumálum á íslandi og bættum lífskjörum á 21. öld.“ Bókin, sem er 120 bls., er gefin út af Fjölsýn forlagi í samráði við Framtíðarsýn ehf. sem dreifir henni. Bókin kostar 3.600 krónur. Þór Sig- fússon er hagfræðingur og starfar nú hjá Norræna ijárfestingabankan- um í Finnlandi. Þór Sigfússon ækkun TRIGANO ODYSS.EE VERÐ: 410.000 340.000 T 3 J t t . VISA - EURA - RAÐOREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 36 MAN. HOLDUR AKUREYRI VERSLUNIN 66N SEGLAGERÐN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 5II 2203

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.