Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 45 + Alma Antons- dóttir fæddist á Akureyri 18. april 1926. Hún lést á Landspítalanum 1. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Þegar að lokakveðju er komið reikar hugur- inn til liðins tíma og þá rifjast upp þær góðu stundir sem ég átti með tengdamóður minni, henni Ölmu. Samband okkar varð strax gott, gleðilegt og mér mikilsvert og gefandi í átt að meiri þroska sem manneskju, eigin- konu og móður. Hér á árum áður dvöldum við alltaf hjá Ölmu ömmu í Einilundin- um í norðurferðum okkar. Áttum við þar góðar stundir því þar hittust allir, böm og barnaböm, enda svo notalegt að vera í kringum hana. Kleinurnar hennar, þær bestu sem ég hef smakkað, kökumar heRnar allar svo vel gerðar, jólasmákökurn- ar allar af sömu stærð og báru vott um nákvæmni og natni. Garðurinn var alltaf vel hirtur, átti hug hennar allan yfir sumarið og gat hún helst ekki slitið sig að heiman frá honum. Blómin döfnuðu svo vel og öllum leið vel í návist hennar. Ég hef al- veg frá fyrstu tíð dáðst að sam- bandi hennar við börnin sín fimm og þá sérstaklega því innilega og góða sambandi sem hún hefur átt við Finnboga. Mér finnst það lýsa sér best þegar systur hans fjórar rifja upp hans yngri ár og þegar hann var svo ástfanaginn af móður sinni að hann ætlaði sér að giftast henni. Hann reyndar giftist mér og tel ég það mína gæfu að hafa feng- ið að eyða góðum stundum með Ölmu en hefði viljað hafa þær fleiri. Hún var mjög hógvær og hlédræg og var oftast mjög erfitt að fá hana til að koma suður eða leggja í ferða- lög. Lítið var hún fyrir mannamót, nema kannski þá hjá sínum nánustu. Hún kom yfír- leitt ef einhver veisla var en hvarf fljótlega svo lítið bæri á. Alma dvaldi hjá okk- ur ein jól í Grindavík, en alltaf lá henni á að komast aftur heim. Einnig áttum við góðar stundir þegar hún fór með okkur til Flórída um jólin 1995. Þær minningar varðveitum við öll vel. Henni fannst ég alltaf vera á þönum og vildi allt- af gera eitthvert gagn eins og hún orðaði það. Það varð því fljótt að samkomulagi okkar þegar hún var hjá eða með okkur að ég sá um matinn, hún um uppvaskið og fannst mér þetta góð skipti og hún varð sáttari. í apríl á þessu ári tókst mér að fá hana með mér til Portúgals þar sem Finnbogi komst ekki. Við dvöld- um þar í tíu daga ásamt yngstu dóttur okkar. Áttum við þar mjög góðar stundir og náði ég heilmikið að spjalla við hana um lífíð og tilver- una. í ferðinni sagði ég henni að við ættum von á okkar fjórða bami og hrósaði hún mér strax fyrir dugn- að. Ég sagði að það mætti vel vera, en fyrir mér væri hún þá hetja, hversdagshetja, sjómannsfrú sem sá alfarið ein um heimilið, ól fimm börn, varð ekkja ung að árum og varð þá að fara út að vinna til að sjá fyrir heimilinu og hafði ekki öll þau hjálpartæki sem við nútímakon- ur höfum nú á heimilum okkar. En bömin og bamabömin og bama- bamaböm vom henni allt og hún lifði fyrir fjölskylduna og bar hana alltaf í brjósti sér hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Alma mín, faliegu dúkarnir sem ég á prjónaða eftir þig, barnateppið svo mjúkt og fallegt og endalausar minningar sem við eigum um þig munum við geyma sem fjársjóð í hjörtum okkar. Þakka þér, elsku Alma, fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sesselja Pétursdóttur. Elsku Alma, það er erfítt að horfa á eftir þér til annarra heima eftir stutta sjúkdómsbaráttu. Við þessar aðstæður koma upp í huga okkar minningar um góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an, stundir sem við minnumst með þakklæti. Það hefur markað stóran þátt í lífí okkar að koma reglulega heim til Akureyrar og eiga þar góðar stundir hjá þér í Einilundinum þar sem við nutum samverunnar og gestrisni þinnar. Akureyrarferðanna var ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu, sér- staklega af Hörpu og Frey. Söknuð- urinn og missirinn á eftir að verða mikill þegar fram líða stundir. Við erum þakklát fyrir það að Harpa fékk tækifæri til að dvelja hjá þér á Akureyri í júní þar sem hún naut ástar og umhyggju þinnar og kynntist þér betur sem vinkonu. Söknuður okkar er mikill en við vitum að þú hvílir í friði. Við munum minnast þín og þeirra góðu stunda sem við áttum saman og þú munt lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Baldur, Harpa og Freyr. ALMA ANTONSDÓTTIR RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR + Ragnheiður Gestsdóttir fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 7. febrúar 1918. Hún lést á Borgarspíta- lanum 26. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Stór a-Núpskir kju 5. júlí. Öll þurfum við víst einhvern tímann að deyja. Það er ein af örfáum óumflýjanleg- um staðreyndum þessa lífs, en alltaf finnst manni samt jafnerfitt að kveðja. Þegar ég var lítill datt mér aldrei í hug að amma og afí myndu einhvern tím- ann deyja, þau voru líkt og klettar sem öldur tímans ynnu ekki á. Þjórsárdalurinn skógi vaxinn, afi úti í garði að dytta að, amma inni í eldhúsi að baka, þetta var og átti alltaf að vera. En lífið er ekki ljósmynd heldur lifandi mynd, sem er alltaf á hreyfingu og tekur sí- felldum breytingum. Ný líf kvikna og þau gömlu slokkna, þannig er það og þannig verður það að vera. Amma dó södd lífdaga. Afí var dáinn og líf hennar var á miklum tímapunkti, hún ætlaði að flytjast úr Þjórsárdalnum sem hún hafði búið í svo til alla sína ævi. En aldr- ei kom til þess. Hún yfirgaf aldrei húsið hennar og afa, garðinn þeirra, dalinn þeirra. Umhverfíð hefur allt- af áhrif á okkur og víst er að Þjórs- árdalurinn hafði áhrif á ömmu. Ein- hvern veginn rennur skógurinn, dalurinn, eldhúsið og stofan hennar ömmu allt saman í minningunni. Þess vegna eru amma og afi ódauð- leg. Þau lifa í afkomendum sínum, í landinu sínu, aldrei mun maður fara í Þjórsárdalinn án þess að minnast þeirra. Það er erfitt að kveðja ömmu sína, en að kveðja ástvini er eitt af því sem við verðum að takast á við í lífinu. Ég minnist ömmu minnar og kveð hana nú í hinsta sinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé. AÐALGEIR SIGURGEIRSSON + Egill Aðalgeir Sigurgeirs- son fæddist á Bangastöðum á Tjörnesi 1. október 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga á Húsavík 24. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 4. júlí. Þegar menn leggja í langferð er venja að kveðja og þannig langar mig til að kveðja heiðursmanninn Aðalgeir Sigurgeirsson. Þegar dóttir mín Martha fór fyrst til Húsavíkur, þá tæplega 16 ára gömul til að vera hjá unnusta sínum og síðar eiginmanni, Sveini Aðal- geirs verð ég að viðurkenna að mér leist illa á blikuna. Hún var ung og Húsavík var næstum til útlanda að mínum dómi. Að fara á stað þar sem svo langt væri til ættingja sem gætu stutt við bakið á henni var hálfskelfileg tilhugsun. En þá þekkti ég ekki Aðalgeir og Beggu og vissi ekki að þau væru sá besti stuðningur sem hveija unga stúlku, sem væri að tengjast nýrri ijölskyldu, gæti nokkurn tíma dreymt um. Enda kom betur og betur í ljós eftir því sem á leið að þau voru ekki bara sem bestu tengdaforeldrar heldur jafnvel sem foreldrar og vinir. Tengsl barna, tengdabarna og barnabama við þau hjónin eru það sterk að eftirtekt hlýtur að vekja. Ég hef dáðst að Aðalgeiri og Beggu frá því ég kynntist þeim fyrst, vissulega fyrst og fremst fyrir góðsemi þeirra við dóttur mína en ekki síður fyrir framkomu þeirra gagnvart öllum sem til þeirra komu. Það virtist alltaf vera tími til að taka á móti fólki og var það gert með hlýju og mikilli gest- risni. Þau hjónin voru mjög sam- stillt og vöktu öryggistilfinningu annarra. Daníel litli mun sakna afa síns mikið, enda var hann svo oft hjá afa og ömmu og þótti mikið til afa koma. Guð blessi minningu Aðalgeirs. Ég votta Beggu og börnunum hennar, barnabörnum og tengda- bömum samúð mína og óska þeim alls góðs. Guðbjörg Hermannsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN HERBERT GUÐMUNDSSON, rafvirkjameistari, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Suðurnesja og aðrar líknarstofnanir. Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir, Björn Herbert Guðbjörnsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir, Guðmundur Bjarni Guðbjörnsson, Guðveig Sigurðardóttir, Guðný S. Guðbjörnsdóttir, Gísli Pálsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR GUÐFINNSSON, húsgagnasmíðameistari, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 15. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey Jónsdóttir. + Útför föður míns og fósturföður, JÖRGENS HOLM, Hafnargötu 20, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Kristín Holm, Daníel Baldursson, + Bróðir okkar, HAGBART KNUT EDWALD, sem lést 12.07, verður jarðsunginn frá Kóþavogskirkju föstudaginn 18.07, kl. 15.00. Þuríður Edwald, Erling Edwald, Jón Ormar Edwald, Stella Edwald, Borghild Edwald. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og frænku, VILBORGAR HELGADÓTTUR fyrrv. hjúkrunarkonu, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólk á 3. hæð sjúkradeildar Hrafnistu fyrir góða umönnun og elskulegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Esther Jónsdóttir. Bryndfs Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson, Þorsteinn Jónsson, Borgþór Jónsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Sverrir Jónsson, María Jónasdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR STEINU ÞORSTEINSDÓTTUR, Brekkugötu 12, Hafnarfirði Árni Sigvaldason, Sigríður Tómasdóttir, íris Sigvaldadóttir, Þorsteinn Sigvaldason, Guðleif Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.