Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 49 I ------------------------------ , Fjallahjólamót í Skorradal ÍSLENSKI Pjallahjólaklúbburinn, í samvinnu við skátafélagið á Akra- nesi, mun standa fyrir fjallahjóla- móti helgina 18.-20. júlí nk. Mótið verður haldið á landareign skátafélagsins í Skorradal sunnan | við vatnið. Þar er skáli og tjald- svæði. Á íjallahjólamótinu verður Im.a. boðið upp á hjólreiðaferðir um nágrennið, ferðanámskeið og við- gerðanámskeið. Mótsgjald er kr. 1.000 á mann en ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Mótið verður sett föstudags- kvöldið 18. júlí, en helstu dagskrár- liðir verða á laugardeginum. Á sunnudeginum verður svo hugað til heimferðar á hjólum. 1 Til stendur að safnast saman við | landgang Akraborgar í Reykjavík- g urhöfn á föstudeginum kl. 18.15 ’ og hjóla frá Akranesi að mótstað sem eru 50 km. Þeim sem ekki komast með í þeirri ferð er bent á að taka feijuna á laugardagsmorgni en hún fer frá Reykjavík kl. 9.30. Skráningu og allar frekari upp- lýsingar er hægt að fá á fundi klúbbsins í dag, fimmtudag, á Aust- ^ urbugt 3 við Reykjavíkurhöfn. jj Ekið á bíl og ábrott EKIÐ var á gráa Hyundai Accent bifreið, TT-252, á bílastæði fyrir utan Bitahöllina við Stórhöfða laug- ardaginn 30. júní sl. Eigandinn skildi bifreiðina eftir í stæði frá kl. 16-20, en þegar hann | kom að henni á ný hafði verið ekið á vinstra afturbretti og stuðara. Sá « sem það gerði, sem og vitni að ( óhappinu, eru beðnir að hafa sam- band við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. LEIÐRÉTT Náttúrufræðahús TVÆR villur slæddust inn í frétt blaðsins í gær um að Ármannsfell ' hf. hefði átt lægsta tilboð í byggingu I náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni. I | fyrsta lagi var rangt að nefna Nátt- úrufræðistofnun í þessu sambandi. Um er að ræða náttúrufræðahús sem ætlað er kennslu og rannsóknum fyr- ir Háskóla íslands. Húsið mun hýsa líffræði- og jarðfræðigreinar ásamt Norrænu eldfjallastöðinni. Þá var sagt að byggingin yrði þrjú þúsund fermetrar að flatarmáii en hið rétta ^ er að hún verður átta þúsund fm. Tvær kirkjur i í SELÁRDAL í Arnarfirði eru tvær < kirkjur, Selárdalskirkja og kirkja sem Samúel Jónsson reisti, en í frétt blaðsins í gær gætti þess misskiln- ings að Samúel hefði reist sóknar- kirkjuna. Það er ekki rétt, hann reisti sína eigin kirkju. Er hér með beðist velvirðingar á þessum misskilningi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon FRÁ barna- og unglingadegi SVFR við Elliðaárnar. Á myndinni eru f.v. Egill og Andri Guðjohnsen, Benedikt Axel Pétursson, Högni Sigurðsson, Sandra Einarsdóttir, Jón Þór Júlíusson og Marinó M. Guðmundsson. YNGSTI þátttakandinn á veiðimótinu við Elliðaárnar var Olafur H. Sölvason, þriggja ára, sem var í sinni fyrstu veiði- ferð og fékk sinn fyrsta afla, sem sjá má á myndinni þar sem hann nestar sig og safnar_ kröftum fyrir næstu átök ásamt systur sinni Önnu Elísabetu. Skot hér ogþar nyrðra ÞAÐ eru að koma skot víða, ekki síst þar sem áður hefur verið mjög dauft, t.d. í Laxá á Ásum, í Selá, Sandá og víðar. Spurningin sem brennur á stangaveiðimönnum er hvort smálaxagöngurnar sem nú sýna sig séu byijunin á einhveiju meiri háttar eða hvort botninn dettur aftur úr veiðinni. Þokkalega hefur aflast í Laxá á Ásum að undanförnu og reyt- ingsgöngur af smálaxi verið að ganga fram ána. Lax gengur greiðlega og stoppar lítt neðarlega í ánni. Fyrir tveimur dögum voru komnir um 140 laxar á land og hafði rúmlega þriðjungurinn veiðst á innan við viku. Skot í Selá Eftir fiskleysisholl í Selá byijaði nýr hópur á þriðjudaginn og veidd- ust strax 8 laxar á fyrstu vakt- inni, að sögn Orra Vigfússonar, en hann var gestkomandi í Hvammsgerði. Sagði Orri að 7 laxanna hefðu verið nýgengnir smálaxar, flestir um 6 pund, en einn var stór, 12 pund. „Þeir sáu talsvert líf í ánni, þetta er því vonandi að koma,“ sagði Orri. Eins og greint var frá, veiddust 30 laxar í opnun Vesturdalsár og næsta holl á eftir fékk 19 laxa. Á örfáum dögum gengu hátt í 200 laxar í ána. Aflinn er blanda stór- og smálaxa, en eins og annars staðar, er smálaxinn afar vænn og feitur. Sandá lifnar örlítið Enn sem komið er hefur lítil veiði verið í ánum í Þistilfirði, enda eðlilegt að veiði tegist þar hvað mest eftir kalt vor. Á þriðjudaginn kom smáskot í Sandá er þrír ný- gengnir laxar veiddust, einn stór og tveir smálaxar. Þá voru komn- ir 15 laxar úr ánni, en færri fiskar eru komnir á land úr Svalbarðsá og Hafralónsá. í báðum hefur þó aðeins verið að sjást til laxa að undanförnu. Stórganga í Úlfarsá Stór ganga kom í Úlfarsá um helgina og veiddust þá 17 laxar á tvær dagsstangir, að sögn Jóns Aðalsteins Jónssonar, eins leigu- taka árinnar. „Það var maður sem veitt hefur í ánni í áratugi á veiðum á laugardaginn og hann sagði mér að sjaldan hefði hann séð jafn líf- lega fiskfór upp úr Sjávarfossinum. Laxinn er farinn að dreifa sér og veiðast um alla á, enda fengum við ekki leyfi til að loka stiganum við stífluna tímabundið eins og í fyrra,“ sagði Jón. í gærdag voru komnir 65 laxar úr ánni, sem er fín meðal- veiði, en áin var opnuð 25. júní. Skógar- ganga NÍUNDA skógarganga skógræktar- félaganna, Ferðafélags íslands og Búnaðarbankans um „Græna trefil- inn“ hefst í dag, fimmtudag, á veg- um Skógræktarfélags Mosfellsbæj- ar. Mæting og rútuferð (kr. 500) verður frá Mörkinni 6, húsi Ferðafé- lagsins, kl. 20 eða við bæinn Dal við Nesjavallaveg kl. 20.30. Gengið verður um svæði sem liggja að Hafravatnsrétt. Þaðan mun rúta (kr. 200) aka göngumönnum aftur í bílana. Staðkunnugir leiðsögumenn frá skógræktarfélögunum og Ferða- félaginu verða með í för og segja frá því sem fyrir ber. Mælst er til að göngufólk hafi með sér nesti. Gengið með strönd Skerja- fjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN held- ur í göngu um strönd Skerjafjarðar í kvöld, fimmtudag. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR suður í Skeijafjörð að Sundskálavík við Suðurgötu. Gangan hefst kl. 20.15. Gengið verður eftir strand- stígnum inn að Fossvogslækjarósi. Þar verður val um að ganga til baka eða fara með SVR. Islandsmót í hestaíþróttum ÍSLANDSMÓT í hestaíþróttum, það tuttugasta í röðinni, fer fram á Vind- heimamelum í Skagafirði dagana 19.-20. júlí. Dagskráin hefst að morgni föstudags og forkeppni lýkur á sunnudagskvöld, en þann dag eru öll aðalúrslit mótsins. 370 7700 ACTMA OG OFNAIMIS UPI’LYSINGALÍNA GI.AXO lAIIILLCOMC Uþþlý§ingábæklíilgiit i<tíkí-> ftammi j tilliim A|i<ilnlmm <>e :t bútlbugæsli^MiOvulii I I | I j I I I Athugasemd um búsetukostnað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Magn- úsi Oddssyni veitustjóra á Akranesi vegna fréttar um búsetukostnað sem var í blaðinu á þriðjudag. „I Morgunblaðinu í gær [þriðjudag] er frétt með samanburði um búsetu- kostnað í nokkrum sveitarfélögum. Þar sem kostnaður hjá okkur á Akra- nesi er talsvert ofmetinn vil ég leyfa mér að setja fram nokkrar athuga- semdir og ábendingar. Um er að ræða kostnað við 80 fermetra íbúð. 1. Mælaleiga hitaveitu er talin 23.672 kr. Mælaleiga á einbýlishúsi á Akranesi er 272 kr. á mánuði eða 3.264 kr. á ári. í fjölbýlishúsi er leig- an enn lægri, þar sem leiga af einum mæli deilist á margar íbúðir. Þótt það komi ekki fram í fréttinni, geri ég ráð fyrir að fastagjald sé með- reiknað í mælaleigunni, en fasta- gjald af 80 fermetra íbúð er 11.366 kr. á ári á Akranesi. Fastagjald með mælaleigu er því að hámarki 14.630 kr. á ári en ekki 23.672 kr. í raun er gjaldið nokkru lægra, því mæla- leiga deilist á margar íbúðir í fjölbýl- ishúsum eins og fyrr sagði. 2. Gjaldskrárverð á heitu vatni á Akranesi miðast við 80° C, en vatn- ið nær ekki því hitastigi. Leitast er við að veita viðskiptavinum afslátt vegna lægra hitastigs með tölvu- keyrðu reiknilíkani. Allir notendur fá einhvern afslátt og að meðaltali nemur hann 15%. Veiturnar sem teknar eru til samanburðar afhenda að því er ég best veit yfirleitt ekki 80° heitt vatn og í samanburðinum er því sanngjarnt að taka tillit til meðaltalsafsláttar hjá veitu sem af- slátt veitir, því verið er að meta hvað viðskiptavinurinn í raun greið- ir. Með því móti lækkar vatnsgjaldið úr 35.640 kr. í 30.284. 3. Á Akranesi er hvorki greidd mælaleiga né fast gjald af köldu vatni á íbúðarhúsnæði. Eingöngu er greiddur vatnsskattur er nemur 0,13% af endurstofnverði. Fasta- gjald að upphæð 3.700 kr. er því ofreiknað. 4. I útreikningum á upphitunar- kostnaði er ekki tekið tillit til virðis- aukaskatts. Það verður að gera þeg- ar skoðaður er kostnaður viðskipta- vinanna, einkum og sér í lagi þar sem virðisaukaskatturinn er mis- munandi á heitu vatni í þessum byggðarlögum. Þannig er virðis- aukaskatturinn á upphitun í Reykja- vík 14% en á Akranesi um 6,6%. Þar sem notað er rafmagn til upphit- unar er afsláttur á virðisaukaskatti víða enn meiri. Rétt er að fram komi að á heimilisnotkun rafmagns er reiknaður virðisaukaskattur og tel ég það eðlilegt. Búsetukostnaður á Akranesi er því ofmetinn um liðlega 18.000 kr., en auk þess þarf að taka tillit til mismunandi virðisaukaskatts á upp- hitun eins og að framan er gerð grein fyrir. LANCOME Crí 25 MÍNÚTUR s a fyrir fallegan líkama Glæsilegt LANCÖME úrfylgir* kaupum, þegar keypt er fyrir 5.000 kr. eða meira, þar af eitt stk. úr baðlínunni. Brá Laugavegi 66, sími 551 2170 Fjöldi annarra glæsilegra tilboða. Tilboðsdagar flmmtud. til laugard. * Gildir meðan birgðir endast, gildir ekki rneð öðrum tilboðum. snYrtivöruverslun Stwndgötu 32, sími 555 2615

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.