Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jafnréttisráðstefna
í Lettlandi
Sr. Auði Eir
meinuð af-
not af kirkju
ÓVÍST er hvort sr. Auður Eir fái af-
not af kirkjunni í Valmiera í Lett-
landi í ágúst þar sem hún mun
stjórna kvennamessu í tengslum við
jafnréttisráðstefnu. Fái Auður Eir
ekki inni í kirkjunni verður messan
haldin utandyra.
Undanfarin ár hafa kvenprestar
ekki verið vígðir í Lettlandi og konur
hafa átt erfitt uppdráttar innan lút-
ersku kirkjunnar þar.
Jafnréttisráðstefhan er haldin
dagana 7.-10. ágúst undir yfirskrift-
inni Konur og karlar tala saman. Um
1.300 manns frá Norðurlöndum og
Eystrasaltsríkjunum sækja ráð-
stefnuna, þar af um 50 íslendingar.
Á ráðstefnunni verður rætt um
stöðu jafnréttismála á öllum sviðum
mannlífsins og hefur verið leitast við
að fá sérfræðinga til að miðla af
þekkingu sinni. Af íslands hálfu eru
aðalfyrirlesarar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, dr. Þórólfur
Þórlindsson prófessor, Guðrún Agn-
arsdóttir læknir og dr. Sigrún Stef-
ánsdóttir fjölmiðlafræðingur.
----------------------
Ljósleiðari
fór í sundur
SÍMASTRENGUR fór í sundur í
gær í ánni Klifandi mUli Víkur í Mýr-
dal og HvolsvaUar. Alnetssamband
við Ameríku fer um Ijósleiðara í
strengnum en vegna þess að ljósleið-
ari leitar strax eftir sambandi annars
staðar urðu notendur aðeins fyrir
smátöf. Símasamband rofnaði ekki
heldur vegna þess að það fer strax
norðurleiðina ef rofnar á suður-
hringnum. Ástæða þess að strengur-
inn fór í sundur er að áin er straum-
harðari en áður.
Morgunblaðið/Tom Gibbons
FORSETI íslands hitti George Schultz, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í garðveislu hjá Dorothy Cartwright. Frá
vinstri: Charolette Maillard Swig, prótokollmeistari San Franc-
iscoborgar og unnusta Schultz, George Schultz, Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.
Morgunblaðið/Andrew de Vries
í HÁDEGISVERÐARBOÐI hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz í San
Francisco, sem haldið var í gær í tjaldi á tennisvelli San Francisco
tennisklúbbsins, sem er uppi á þaki byggingarinnar þar sem
skrifstofur Oz eru til húsa. Hér er forseti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, að spjalia við Skúla Mogensen, einn eigenda Oz .
Forseti fslands hittir athafnamenn og viðskiptajöfra í Kalifornfu
Oz hefur náð
ótrúlega langt
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og fylgdarlið hans flugu
á þriðjudagskvöld frá Utah til San
Francisco í Bandaríkjunum. I
fyrrakvöld hélt Dorothy
Cartwright, sem er af íslenskum
ættum, garðveislu fyrir forseta-
hjónin. Þangað var boðið fólki af
íslenskum ættum, ýmsum fyrir-
mönnum og fólki sem hefur sér-
stök tengsl við Island. í gær var
morgunverðarfundur með fólki úr
viðskiptalífinu til kynningar á Is-
landi og undir hádegi voru höfuð-
stöðvar hugbúnaðarfyrirtækisins
Oz heimsóttar. Þar var síðan efnt
til hádegisverðar með fulltrúum
ýmissa stórfyrirtækja sem eiga
viðskipti við Oz eða eru að semja
um slíkt.
Heimsóknina í Oz bar hæst
Ólafur Ragnar segir heimsókn-
ina í höfuðstöðvar Oz tvímælalaust
það sem hæst bar í gær. „Mér
fannst fróðlegt og ánægjulegt að
kynnast því hve Oz nýtur mikils
álits hér í höfuðstöðvum hugbún-
aðariðnaðarins í heiminum. Við
hittum fulltrúa nokkurra stærstu
fyrirtækja heims sem hafa þegar
efnt til samvinnu við Oz vegna
þess að fyrirtækið sé í fremstu röð
þeirra sem eru að skapa nýjar
víddir í samskiptum einstaklinga,
fyrirtækja og þjóða í gegnum
tölvutengingar á nýrri öld. Þama
voru einstaklingar sem fjárfesta
fyrir milljarða dollara á hverju ári,
m.a. fulltrúi frá Intel, sem er
ásamt Microsoft tvímælalaust
stærsta fyrirtæki í veröldinni í
þessari grein. Intel er að efna til
langtímasamvinnu við Oz vegna
þess að þar er talið að þetta ís-
lenska fyrirtæki sé í fremstu röð,
einkum og sér í lagi vegna þeirrar
miklu sköpunargáfu sem Oz kem-
ur með inn í þróun þessarar
tækni,“ sagði Ólafur Ragnar.
Höfða-fundurinn upphaf
breyttrar heimsmyndar
Forsetinn sagði einnig að hon-
um hefði þótt vænt um þá viður-
kenningu sem fólgin var í nær-
veru George Schultz, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem kom bæði til garðveislunnar í
fyrrakvöld og morgunverðarfund-
arins í gær. „Það var gaman að
ræða við hann um leiðtogafund
Reagans og Gorbatsjovs á Islandi.
Hann sagði mér að hann hefði eitt
sinn spurt Gorbatsjov hvenær
hann teldi að hin breytta heims-
mynd hefði byrjað og eins og
Schultz sagði þá hikaði Gorb-
atsjov ekki heldur svaraði að
bragði, að auðvitað hefði Reykja-
vík verið upphafið að hinni
breyttu heimsmynd. Fundurinn
skipaði einstæðan sess í sögunni.
Við áttum einnig ánægjulegar
samræður við Helga Tómasson
sem nýtur álits og frægðar um öll
Bandaríkin fyrir stjórn sína á San
Francisco ballettinum," sagði
Ólafur Ragnar.
Dagkrá í Seattle á föstudag
Síðdegis í gær flaug forsetinn til
Seattle þar sem heimsókninni
verður fram haldið á fóstudag eftir
að forsetahjónin hafa heimsótt
vinafólk sitt í Tacoma.
Helgarpósturinn
prentaður í prent-
smiðju Morgunblaðsins
HELGARPÓSTURINN verður
prentaður í dag í prentsmiðju Árvak-
urs hf. sem gefur úr Morgunblaðið.
Hallgrímur Geirsson, framkvæmda-
stjóri Árvakurs, sagði að stjórnend-
ur Helgarpóstsins hefðu í gærmorg-
un óskað eftir því að prentsmiðjan
prentaði blaðið og gengið hefði verið
frá því í gær. Prentsmiðjan tæki að
sér prentun á blöðum svo fremi sem
það raskaði ekki prentun á Morgun-
blaðinu og DV og viðskiptin við
Helgarpóstinn væru með sama hætti
og við aðra viðskiptavini sem leituðu
eftir prentun. Prentað væri sam-
kvæmt verðskrá sem gerir ráð fyrir
staðgreiðslu.
Helgarpósturinn hefur verið í við-
skiptum við prentsmiðjuna Odda en
blaðið var prentað hjá prentsmiðjunni
ísafold í síðustu viku vegna ágrein-
ings við Odda um prentkostnað.
„Okkar mat var að það væri
hvorki heppilegt fyrir Helgarpóstinn
né ísafoldarprentsmiðju að blaðið
yrði prentað þar í Ijósi atburða und-
anfarinna daga. Við höfum verið í
viðskiptum við ísafold en forráða-
menn prentsmiðjunnar hafa ekki
viljað ljá máls á lengri samningi en
frá blaði til blaðs,“ sagði Páll Vil-
hjálmsson, ritstjóri og einn eigenda
Helgarpóstsins.
Páll sagði að þar sem þetta hefði
borið að með stuttum fyrirvara hefði
aðeins verið gerður samningur við
prentsmiðju Morgunblaðsins um
prentun á þessu eina blaði.
Nær fjögurra sólarhringa
ferð með hesta til Noregs
, Morgunblaðið/ValdimarKristinsson
ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í hestaíþréttum eru komnir á mótsstað
heimsmeistaramótsins í Seljord í Noregi en bíða enn hesta sinna sem
eru væntanlegir síðdegis í dag.
HESTAR íslenska landsliðsins í
hestaíþróttum eru væntanlegir á
mótsstað heimsmeistaramóts ís-
lenskra hesta í Seljord í Noregi um
fjögurleytið að norskum tíma í dag
eftir eitt lengsta ferðalag sem farið
hefur verið með hross héðan á þessi
mót.
Hestarnir voru kyrrsettir í
Hannover þar sem átti að tollaf-
greiða og greiða sjö hundruð þús-
und krónur íslenskar í tolla en
fylgdarmennimir, Atli Guðmunds-
son og Páll Bragi Hólmarsson, voru
með eitthvað innan við hundrað
þúsund krónur á sér í lausafé. Ætl-
unin hafði verið að taka út fé til
greiðslu tolla með greiðslukorti en
þar sem bönkum var lokað um há-
degi í Hannover reyndist það ekki
mögulegt. Stóð því allt fast þar til
flutningsaðilinn, Ingo Muller, lagði
út upphæðina.
Þegar rætt var við Atla síðdegis í
gær voru þeir í þann mund að
leggja af stað áleiðis til Hirtshals í
Danmörku þar sem taka átti ferju
til Noregs, væntanlega í bítið f
morgun. Sagði Atli að ferjan væri
fjóra tíma á leiðinni og síðan tæki
við tveggja tíma akstur á mótsstað-
inn. Flogið var með hestana til Lúx-
emborgar aðfaranótt mánudagsins
og hafa þeir því verið um þrjá og
hálfan sólarhring á ferðinni þegar
þeir koma loks á áfangastað.
Atli sagði að beðið hefði verið
með hestana rúman sólarhring í
Lúxemborg til að hvíla þá eftir flug-
ferðina en sér hefði sýnst það óþarfi
svo hressir sem þeir hefðu verið við
komuna þangað. Þegar hestamir
vom kyrrsettir í Hannover héldu
þeir til á búgarði flutningsaðilans,
Ingos Múllers, en fylgdarmennimir
þorðu ekki að hreyfa þá af bflnum
vegna smithættu, ekki heldur að
koma nálægt öðmm hestum eða
hesthúsum. Hestamir hafa verið
fóðraðir og þeim brynnt á bensín-
stöðvum á leiðinni.
Upphaflega stóð til að flytja hest-
ana beint til Noregs með flugi en
það brást á síðustu stundu og varð
því að leita til Cargolux sem flýgur
til Lúxemborgar.
Hestar í haughúsi
Aðrir liðsmenn en þeir Atli og
Páll Bragi eru komnir á mótsstað
og sagði einn þeirra, Sigurbjörn
Bárðarson, að aðstaðan í Seljord
væri öll hin besta. Hestar íslenska
liðsins verða að venju hafðir afsíðis
fjarri öðmm keppnishrossum vegna
smithættu og sagði Sigurbjörn að
þeir yrðu hýstir í gömlu haughúsi.
Sigurbjörn var hæstánægður með
haughúsið sem er með eins metra
þykka veggi sem tryggir hæfilegan
svala. Hver hestur hefur sér stíu og
aðstaða er til að beita þeim utan við
húsið og sex mínútur tekur að
ganga á mótssvæðið.
Þá sagði Sigurbjörn að öll að-
staða á mótssvæðinu væri hin besta,
vellimir virtust mjög góðir og að-
staða fyrir áhorfendur sömuleiðis.
Þarna væru reiðhallir og annar góð-
ur húsakostur sem nýttist vel á
mótinu og ennfremur væri upphit-
unaraðstaða mjög góð. „Vel var tek-
ið á móti okkur við komuna og var
viðmót Norðmanna afar gott,“ sagði
Sigurbjörn að lokum.