Morgunblaðið - 31.07.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Siavarúlvcgur
ÞETTA er ekkert okkur í Hafró að kenna, þetta er allt út af þessu
lygilega góðæri hans Dabba...
Vestmanna-
eyjar vin-
sælastar
ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Vestmannaeyjum verður íjölsótt um helgina ef
marka má bókanir með flugvélum og áætianabflum.
ÞJÓÐHÁTÍÐ í Vestmannaeyjum
virðist hafa einna mesta aðdráttar-
aflið um verslunarmannahelgina,
samkvæmt upplýsingum frá Flug-
félagi íslands, íslandsflugi og BSI.
Langmesta sætaframboðið er til
Eyja og hefur því verið mest selt
þangað. Þá er útlit fyrir marg-
menni á Egilsstöðum, Akureyri og
Höfn í Homafirði, en nánast er
uppselt í öll flug á þessa staði.
A BSÍ kemur Galtalækur á eftir
Vestmannaeyjum og nokkuð hefur
verið spurt um Þórsmörk. Aðsókn
á aðra áfangastaði er eins og um
venjulega helgi.
Skiptast á skin og skúrir
Meira hefur verið hringt á veður-
stofuna en gengur og gerist að
sögn Harðar Þórðarsonar veður-
fræðings og er fólk að forvitnast
um veðurútlit helgarinnar. Það lít-
ur hins vegar út fyrir að skin og
skúrir muni skiptast milli lands-
hluta og því ekki á vísan að róa,
vilji fólk elta góða veðrið.
Nesjavallavirkjun
Borgarráð samþykkir
rafmagnssamning
BORGARRAÐ hefur samþykkt
fyrir sitt leyti drög að rafmagns-
samningi milli Hitaveitu Reykja-
víkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og Landsvirkjunar vegna sölu á
raforku til Landsvirkjunar frá
Nesjavöllum. Samningurinn gildir
til 1. nóvember árið 2018 en fellur
þá úr gildi án uppsagnar.
Gert er ráð fyrir að frá 1. októ-
ber árið 1998 til 1. október árið
2000 skuli samningsbundið verð á
kílówattstund vera 79% af samn-
ingsbundnu verði á hverjum tíma
samkvæmt rafmagnssamningi
Landsvirkjunar og álversins á
Grundartanga en frá 1. október ár-
ið 2000 til 1. ágúst árið 2008 skal
greiða 16 bandarísk mill fyrir hluta
rafmagnsins.
Skal Landsvirkjun tilkynna
Hitaveitu Reykjavíkur í byrjun
hvers mánaðar um samningsbund-
ið verð til Grundartanga mánuðinn
á undan og skulu Hitaveitunni af-
hent viðhlítandi gögn og upplýsing-
ar um hvemig verðið er ákvarðað.
Hvor aðili um sig getur óskað eftir
viðræðum um endurskoðun á orku-
sölu eða magni til Landsvirkjunar
frá janúar árið 2011 með hliðsjón af
reynslu af rekstri Nesjavallavirkj-
unar.
Endurskoðun hugsanleg
I minnisblaði með samningnum
er tekið fram að i tengslum við út-
gáfu á virkjanaleyfi fyrir Nesja-
vallavirkjun hafi iðnaðarráðuneytið
bent á að unnið væri að breyting-
um á skipan raforkumála, sem ráð-
gert sé að feli í sér aðskilnað
vinnslu, flutnings, dreifingar og
sölu á rafmagni til að koma á sam-
keppni í raforkuvinnslu- og sölu.
Tekið er fram að komi til slíkra
breytinga sem fyrirsjáanlega
leiddu til röskunar á jafnvægi
samningsins milli Landsvirkjunar
og Reykjavíkurborgar skuli taka
upp viðræður um leiðréttingu með
tilÚti til magns og/eða verðs.
Borgarráð hefur jafnframt sam-
þykkt drög að samrekstrarsamn-
ingi milli Landsvirkjunar og Hita-
veitu Reykjavíkur og drög að sam-
komulagi um skiptingu raforku-
kaupa Rafmagnsveitu Reykjavíkur
hjá Landsvirkjun og Hitaveitu
Reykjavíkur.
Stuðlað að bættu aðgengi fyrir fatlaða
Getum orðið
fyrirmynd
annarra þjóða
MÁLEFNI fatlaðra hafa
löngum átt fastan sess í
þjóðfélagsumræðunni
hér á landi og í byrjun þessa árs
gerðu Samband íslenski'a sveit-
arfélaga og félagsmálaráðuneytið
með sér samkomulag þess efnis
að sveitarfélögin myndu í sam-
vinnu við félagsmálaráðuneytið
annast aðgengismál fatlaðra.
Samningurinn gildir til loka
árs 1998 og í tenglum við hann
var Ólafur Jensson ráðinn til
starfa af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. Ólafur hefur lengi
starfað að málefnum fatlaðra og
þekkir því vel til þeirra, en hann
hefur einnig mikla reynslu á sviði
byggingarþjónustu, ráðgjafar og
upplýsingarþjónustu.
- Ilvernig er staðið að málmn
fatiaðra íþjóðfélaginu í dag?
„Ég verð því miður að segja að
mér finnst ekki nógu mikið tillit
tekið til fatlaðra hér á landi, en
hugsunarháttur manna hefur þó
breyst í gegnum tíðina og ég tel
að okkur miði í rétta átt. Eg vona
að átakið sem nú er í gangi opni
augu fólks fyrir málefnum fatl-
aðra, en samningur Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og félags-
málaráðuneytisins er stórkostleg
framþróun og honum ber að
fagna.
Lögð er mikil áhersla á að
sveitarfélögin sjálf geri átak
hvert í sinni sveit en einnig að
ailir aðrir, t.d. verslunareigendur
og vinnuveitendur, leggi sitt af
mörkum til þess að aðgengi fyrir
fatlaða verði sem best.
Verkefnið er annars mjög
margþætt og Samband íslenskra
sveitarfélaga hefur sett það
markmið að aðgengi verði bætt
íyrir alla, ekki eingöngu fatlaða,
en verið er að undirbúa ráð-
stefnu þar sem þetta mál verður
tekið föstum tökum.“
- Hvernig fmnst þér málefni
fatlaðra á Islandi standa í saman-
burði við aðrar þjóðir?
„Ég held að Island standi al-
veg þokkalega í samanburði við
aðrar þjóðir, en þar sem ég
þekki til standa Bandaríkja-
menn þó öðrum framar. Þróunin
á íslandi er hins vegar í rétta átt
og ég tel að ef rétt verði haldið á
spilunum og allir leggi þessu
átaki lið gæti ísland orðið fyrir-
mynd annarra þjóða í kringum
aldamót."
- Nú hefur þú unnið í fjölda-
mörg ár að málefnum fatlaðra á
Islandi. Hversu mikil-
vægt er fyrir fatlaða
að eiga sitt eigið
íþróttasamband?
„Það er mjög mikil-
vægt því auk þess að
efla tengslin á milli ýmissa
íþróttafélaga innanlands mynd-
ast góð tengsl við erlenda aðila
þegar haldin eru Norðurlanda-
mót, Eyrópumeistaramót, heims-
leikar, Ólympíuleikar o.s.frv.
í þau tólf ár sem ég gegndi
formennsku Iþróttasambands
fatlaðra - frá 1984 til 1996 -
lagði ég ríka áherslu á að ís-
landsmót og aðrir viðburðir á
vegum sambandsins væru haldn-
ir úti á landi til þess að vekja at-
hygli á málefnum fatlaðra. Ég tel
að það hafi tekist mjög vel og
skilningur manna á því að fatlað-
ir þurfi sérstaka aðstöðu hefur
aukist.
Ef við lítum til að mynda á
Ólafur Jensson
► Ólafur er fæddur í Reykja-
vík 8. september 1934. Hann
lauk gagnfræðiprófi frá Gagn-
fræðiskóla Austurbæjar en fór
eftir það í Iðnskólann í
Reykjavík þar sem hann út-
skrifaðist með sveinspróf í vél-
virkjun árið 1954. Ólafur
starfaði sem vélvirki næstu
fimm árin en var þá ráðinn til
Byggingarþjónustu Arkitekta-
félags Islands þar sem hann
vann allt til ársins 1991. Ólaf-
ur hefur í rúma tvo áratugi
unnið ötullega að málefnum
fatlaðra á íslandi og auk þess
að hafa um nokkurt skeið átt
sæti í Ólympíunefnd fatlaðra
gegndi hann formennsku hjá
Iþróttasambandi fatlaðra í 12
ár. Ólafur er kvæntur Maríu
Guðmundsdóttur og eiga þau
fjögur uppkomin börn.
kannanir sem gerðar hafa verið í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjun-
um og heimfærum þær upp á Is-
land, sjáum við að með því að
starfrækja hér sérstakt íþrótta-
samband fyrir fatlaða spörum við
um 180-200 milljónir króna á ári
hverju í sjúkrakostnað, ýmiss
konar stofnanakostnað og lyfja-
kostnað. Það heldur mörgum
fötluðum hreinlega gangandi,
bæði andlega og líkamlega, að
geta stundað íþróttir.
Svo megum við heldur ekki
gleyma því að þegar við tölum
um fatlaða erum við
ekki eingöngu að tala
um hreyfihamlaða,
eins og margir virðast
halda, heldur einnig
þroskahefta, blinda,
sjónskerta, heyrnarlausa
o.s.frv."
- Ertu bjartsýnn á að málefn-
um fatlaðra verði sinnt af krafti í
framtíðinni?
„Já, ég er það. Að vissu leyti
má segja að bylting hafi orðið á
málefnum fatlaðra í maí þegar
samþykkt voru á Alþingi ný
skipulags- og byggingarlög sem
kveða á um að sveitafélögin verði
að leita ráða sérfræðinga í að-
gengismálum áður en byggingar-
leyfi eru veitt.
Þetta er mikilvægt skref í bar-
áttu okkar fyrir bættu aðgengi
og ef þessi þróun heldur áfram
tel ég að fatlaðir þurfi ekki að
kviða framtíðinni.“
„Okkur
miðar í
rétta átt“