Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Glópagull upp
úr borholu
Vaðbrekku, Jökuldal - Rann-
sóknarboranir standa nú yfir vegna
virkjunar Jökulsár á Brú við Kára-
hnjúka á vegum Landsvirkjunar.
Búið er að bora tvær borholur af
fimm sem boraðar verða í sumar á
stíflustæði við Kárahnjúka og
gengur borvinnan mjög vel, en
reiknað er með að hún standi fram
í september og alls fáist milli átta
og níu hundruð metrar af borkjarna
upp úr holunum fimm samtals.
Holurnar sem búið er að bora
eru um eitt hundrað metrar hvor
og eru þær austan við Fremri-
Kárahnjúk. Að sögn Ágústs Guð-
mundssonar jarðfræðings fengust
upp úr þessum tveimur holum um
tvö hundruð metrar af borkjarna
og fannst meðal annars svokallað
glópagull í þeim.
Hinar holurnar þtjár, sem fyrir-
hugað er að bora, verða tvö hundr-
uð metrar á dýpt hver, þær eru
syðst á gljúfurbarmi Dimmu-
gljúfra, ein fyrir austan Jökulsána
en hinar tvær fyrir norðan hana.
Byijað er að bora holuna austan
við Jökulsá og að sögn Johnnys
Símonarsonar, forstjóra hjá Rækt-
unarsambandi Flóa og Skeiða, sem
sér um boranir fyrir Landsvirkjun,
gengur vinnan við holuna mjög vel
og var borinn kominn á um fimm-
tíu metra dýpi er fréttaritari kom
við hjá bormönnunum í byrjun vik-
unnar. Holan er á gljúfurbarmin-
um syðst í Dimmugljúfrum og er
op hennar um 130 metrum yfir
yfirborði Jökulsár, snarbrött skriða
og hengiflug er af borstæðinu niður
að ánni
Á fyrirhuguðu stíflustæði
Holan sem er verið að bora nú
er á fyrirhuguðu stíflustæði, komi
til virkjunar, og sést glöggt á stað-
setningu hennar að fyrirhuguð
stífla kæmi mestöll sunnan Dimmu-
gljúfra og mun virkjunin þess
Mbl/Sigurður Aðalsteinsson
BORSTÆÐIÐ, sem nú er
unnið á, er í norðanverðum
Fremri-Kárahnjúk, nokk-
uð tæpt á gljúfurbarmin-
um. Holan er á gljúfur-
barminum syðst í Dimmu-
gljúfrum og er op hennar
um 130 metrum yfir yfir-
borði Jökulsár. Á minni
myndinni virða Ágúst Guð-
mundsson jarðfræðingur
og Johnny Símonarson
borsljóri fyrir sér bor-
kjarnana sem komnir eru
upp úr holunni.
vegna ekki skemma þá hrikalegu
náttúrusmíð sem Dimmugljúfur
eru. Hins vegar mun virkjunin, ef
af henni verður, auðvelda aðgang
ferðamanna mjög að þessari mikil-
fenglegu náttúrusmíð sem fáir
ferðamenn hafa litið augum hingað
til, bæði vegna þess að samgöngur
munu batna að gljúfrunum og síðan
mun Jökulsá á Brú verða vatnslaus
í gljúfrunum og þá verður hægt
að ferðast eftir þeim mestallt árið.
Þar sem gljúfrin eru dýpst eru
þau um 170 metra djúp og um 50
metra breið, það er langt neðan við
fyrirhugað stíflustæði rétt sunnan
Hafrahvamma. Flestir ferðamenn
sem hafa komið að gljúfrunum hing-
að til hafa komið að Hafrahvömm-
um sem gljúfrin hafa stundum verið
kennd við og eru utan við Dimmu-
gljúfur. Bergstálið á móti Hafra-
hvömmunum er um 200 metrar.
Þegar lokið verður við að bora
holuna á austurbarminum verður
borinn fluttur norður fyrir Jökulsá
um Brúardali að norðurbarminum
þar sem lokið verður við borun í
sumar með tveimur tvö hundruð
metra holum á stíflustæðinu, ann-
arri tæplega hundrað metrum yfir
vatnsborði Jökulsár, hinni rúmum
hundrað metrum yfir vatnsborði
árinnar, sagði Ágúst og verður því
verki væntanlega lokið í bytjun
september ef áætlanir standast.
HELGARWILBOB
SUMARHÚSAFLÖNTm
OPIÐ FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG 8-19
LOKAD UM VERSLUNARMANNAHELGINA
BIRKI
STAFAFURA
35 PLÖNTUR í BK.
ÁÐUR KR. 1.180-
40 PLÖNTUR í BK.
ÁÐUR KR. 1.290-
AÐEINS
KR.540-
LOÐVÍÐIR 2,0L. PT.
KR.m- NÚ KR.59-
MYRTUVÍÐIR 2,0L. PT.
LAPPAVÍÐIR 2,0L. PT.
KÖRFUVÍÐIR 2,0L. PT.
KR. 490-
KR. 490-
KR.490-
Sekkj apípuleikur
í Önundarfirði
MorgunDiaoio/ngm
Flateyri - Það er með ýmsum
hætti sem menn heimsækja Flat-
eyri. Sumir koma akandi, aðrir
koma hjólandi. Svo eru það hinir
sem koma siglandi. Nýverið lá
bundin við festar skúta ein frá
Skotlandi með feðga um borð,
sem voru á siglingu um Vest-
firði. Þeir gerðu stuttan stans á
Flateyri, skoðuðu sig um í bæn-
um og héldu svo áleiðis á skút-
unni með stefnu á Patreksfjörð.
Það vakti athygli þeirra sem
fylgdust með skútunni sigla út
fjörðinn að sonurinn tók upp
sekkjapípu og lék á hana meðan
þeir sigldu út stilltan Önundar-
fjörðinn.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
LÁRA Samira Benjnouh (t.v.) og Inga Dagmar Karlsdóttir
með Flateyri í baksýn.
Mannfræðinemar
MÖRG ÖNNUR FRÁBÆR TILBOÐ í GANGI
PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI
Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-18. Sími 564 1777
Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin
LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
á Flateyri
Flateyri - Nýverið luku rannsókn-
um sínum tveir mannfræðinemar,
sem dvalið hafa á Flateyri um
tveggja vikna skeið, vegna rann-
sókna sinna. Mannfræðinemarnir,
þær Lára Samira Benjnouh og Inga
Dagmar Karlsdóttir, tóku viðtöl við
fólk sem bjó á Flateyri þegar snjó-
flóðið féll á sínum tíma. I rannsókn-
um sínum tóku þær mið af áhrifa-
mætti snjóflóðsins og einnig hvern-
ig áhrif það hefði að búa við hættu
stóran hluta ársins. Hér er um að
ræða það sem kallað er eigindleg
rannsókn. Þær segja að rannsóknin
hafi gengið vel og að Flateyringar
hafí verið mjög opinskáir og já-
kvæðir í garð þeirra. Verkefni
þeirra, sem er sjálfstætt, var styrkt
af nýsköpunarsjóði námsmanna.