Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTEIMDUR
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 15
Hollt og gott nesti í tjaldútileguna
Ekkí bara hollusta
heldur líka hagkvæmni
Á MORGUN flykkist fólk út úr
bænum enda þá upp runnin ein
mesta ferðamannahelgi ársins.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir næring-
arráðgjafi hitti okkur í einum stór-
markaði í vikunni til að kaupa
nesti fyrir útileguna. Um var að
ræða fjögurra manna fjölskyldu
þar sem annað barnið var ungling-
ur. Guðrún benti á að fólk væri
ekki að velta mikið fyrir sér holl-
ustu um verslunarmannahelgina
þótt auðvitað sakaði ekki að hafa
hana á bak við eyrað þá sem endra-
nær. Auk þess er víða spáð rign-
ingu og því ekki allir sem hafa tök
á að grilla stórsteikur í tjaldútileg-
unni. „Af þessu þurfum við að
taka mið,“ sagði hún .
Trefjaríkt brauð
„Ég mæli t.d. með því að fólk
taki með sér trefjaríkt brauð sem
fyllir betur í maga en hvítt brauð.
Líklega þarf að kaupa að minnsta
kosti tvö stór brauð fyrir helgina
ef um fjögurra manna fjölskyldu
er að ræða nú eða bara skella
tveimur næringarríkum brauðum
í ofninn heima,“ segir Guðrún
Þóra. Hún mælir síðan með sígildu
smjöri eða smjörva í útileguna.
„Það geri ég vegna þess að þessi
fituminni viðbit verða lin ef þau
eru ekki í ísskáp í nokkra daga.
Alla jafna myndi ég ráðleggja fólki
fituminna viðbit en verslunar-
mannahelgin er undantekning.“
Þegar árbíturinn er annars vegar
bendir Guðrún Þóra á létt engja-
þykkni sé tilvalið og sex korna
þykkmjólk. „Þótt stundum geti
verið hagkvæmt að kaupa inn i
stórum skömmtum borgar sig að
hafa jógúrtið í litlum dollum þegar
fara á í tjald.“
Ostur án viðbits
- Hvað með ost?
„Jú, endilega, hann verður að
vera með í útileguna og þá er
hagkvæmast að kaupa hann tilbú-
inn í sneiðum svo fólk lendi ekki
í einhverju veseni ef það gleymir
ostaskeranum. Það er allt í lagi
að hafa hann 26% feitan ef fólk
sleppir til dæmis viðbitinu undir.
Sjálf set ég alltaf pínulítið marmel-
aði undir,“ upplýsir hún. Guðrún
Þóra velur líka 18% feitan smurost
sem hún segir góðan í útileguna
því hann sé mátulega mjúkur þótt
hann standi í kæliboxinu í nokkra
daga.
Guðrún sleppir mjólkinni að
þessu sinni þótt hún segist alla
jafna leggja áherslu á mjólkur-
drykkju. „Ég held að það sé svo
mikið vesen að vera með hálfar
mjólkurfernur í útilegum og mjólk-
ina þar að auki hálfvolga. í þessu
tilfelli hefði ég bara meðferðis
birgðir af hreinum appelsínusafa
og öðrum hreinum safa.“ Hún
bendir á að djús sem er vatns- og
sykurblandaður sé ekki nærri eins
hollur og næringarríkur og því
velji hún hreinan safa.
- Er ekki nauðsynlegt að
kaupa gos fyrir unglinginn?
„Líklega eru margir sem kaupa
gos fyrir svona ferðir þótt vert sé
að minna á að vatnið er alltaf
gott. Ef gos færi í körfuna færi
tegundin eftir því hvað unglingur-
inn vill drekka og ég myndi
kannski ráðleggja honum bragð-
bætt sódavatn.“
Létt pítusósa sparar
helming fitu
Þá er komið að kjötinu. „Það er
spáð rigningu um helgina og best
að gera innkaupin með það í huga.
Þótt fískur sé góður grillaður fínnst
mér ástæða til að sleppa honum í
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN Þóra segist velja álegg í umbúðum, sem hægt er að
loka aftur, þegar hún kaupir inn fyrir útileguna.
TILBÚIN!
útilegunni nema veitt sé á staðnum.
Píta verður fyrir valinu og hún er
hituð á grillinu. Létt pítusósa fékk
að fljóta með enda segir Guðrún
Þóra að hún sé góð og með því að
kaupa létta pítusósa segist hún
spara um helming í fitu. 12-15%
feitt nautahakk fer í körfuna því
Guðrún Þóra segir gott að búa til
buff úr því sem hún kryddar með
grísku hvítlaukskryddi. „Ef hakkið
er fituminna verða buffin þurr og
ólystug." Buffunum er stungið í
pítuna með ferska grænmetinu.
„Það er nægilegt úrval af fersku
íslensku grænmeti núna og því al-
veg tilvalið að kippa með sér tómöt-
um, agúrkum og öðru girnilegu
grænmeti. „Svo myndi ég kaupa
kjúkling, skera hann niður heima
í eldhúsi og krydda áður en haldið
væri í útileguna. Þá þarf ekki að
taka kryddskápinn með og hægt
að skella kjúklingnum beint á grill-
ið.“ Guðrún Þóra segist helst ekki
kaupa kjöt sem sé selt tilbúið í
kryddlegi. „Ég vil sjálf ráða þvi
hvernig ég krydda kjötið mitt og
myndi auðvitað krydda það eða
leggja í maríneringu áður en farið
væri af stað. Lambakótilettur og
grísakótilettur urðu fyrir valinu því
ef hellidemba gerir vart við sig
má bara draga fram prímusinn og
steikja þær á pönnu .
Gleymið
majónessalatinu
- Hvað með túnfisksalat og
kæfu?
- „Alls ekki majónessalat í úti-
leguna. Það fer ekki vel á því að
geyma slík salöt úti í náttúrunni.
Þau þurfa að vera í ísskáp annars
kunna gerlar að hreiðra um sig þar
og valda okkur skaða. Kæfa er
hins vegar kjörin í útileguna og þá
í boxi sem hægt er að loka vel.
Það sama á við um kjötálegg. Ég
myndi passa að það væri í dós
ekki bréfi svo auðvelt væri að loka
umbúðunum vel aftur.“
Og þá er komið að ávöxtunum.
„Engin spurning, nóg af þeim, til
dæmis epli, perur og vínber,“ segir
hún og tínir í körfuna. Síðan snýr
hún sér að kartöflunum. „Á þessum
árstíma á fólk að borða nóg af
nýjum íslenskum kartöflum. Þær
eru afburða C-vítamínríkar og fullt
af steinefnum í þeim. Ég myndi
alls ekki hafa þær í álpappír heldur
sjóða þær eða skella beint á grillið.
í álpappír mauksoðna kartöflurnar
og verða ólystugar."
Bitafiskur sem snakk
- Hvað með sætindi fyrir fólkið?
„Lítið“ segir hún ákveðin en
bætir við að það sé auðvitað allt í
lagi að fá sér eitthvað eftir mat.
„Borðið samt ekki sætindi á
fastandi maga. Það hleypir insúlíni
upp úr öllu valdi og kallar á meiri
sætindi.“ Hún valdi síðan súkkul-
aðihúðað heilhveitikex og súkkul-
aðibitakökur en gekk rösklega
framhjá sælgætisrekkunum og
þóttist ekki sjá hikið á okkur hin-
um.
- Smá súkkulaði?
„Það er miklu sniðugra að kaupa
bara bitafisk fyrir fjölskylduna að
narta í milli mála. Flestum fínnst
íslenskur harðfiskur líka hið mesta
lostæti.“
Kartöfluflögur og ídýfur?
„Ég held ekki. Það er bara sóða-
skapur að vera að vesenast með
ídýfur í tjaldi og á betur við heima
í stofu.“
Guðrún Þóra segir nauðsynlegt
að hafa heitt á brúsa þegar kvöldar
og rigningin búin að bleyta vel í
fólki. „Heitt kakó með sykurpúðum
er alveg frábært þegar hrollur læð-
ist að fólki og síðan færi skyndi-
kaffi líka í körfuna.“
- Fengu vítamín og lýsi að fljóta
með í körfuna?
„Ekki um þessa helgi. Ég myndi
ekki nenna að burðast með það
með mér. Strax og heim er komið
seilist fjölskyldan auðvitað eftir lýs-
inu og tekur væna skeið.“
Uppþvottalögur þarf að fljóta
með og viskustykki því það er miklu
umhverfísvænna að nota plastdiska
og glös í stað þess að vera með
þessar vörur úr einnota pappa. Og
ekki gleyma eldhúsrúllunni eða
hnífapörum! Munið að svartur
ruslapoki er nauðsynlegur.
Góða ferð.
©
©
Sersending af GSM-símum
á ótrúlegu verði!!!
Aðeins
sigr.
Áður kr. 34.900,-
• Fæst í fjölmörgum litum
• Þyngd 21 Og
• Símanúmera-
birting
• 70 tíma hleðsla
(200 tíma fáanleg)
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
m
9
stgr.
flður kr. 59.900,-
• Þyngd 169g
• 85 tíma hleðsla (2ja vikna
hleðsla fáanleg)
• 100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
• Tekur bæði
stórt og lítið
símakort
bömmi
PHILIPS
býður fyrst fyrirtækja 1 árs
alábyrgð (kaskó-tryggingu) á l
GSM-símum.
Nú skiptir ekki máli hvar þú ert
staddur í GSM-heiminum ef PHILIPS
GSM-síminn þinn verður fyrir óhappi.
Það skiptir heldur ekki máli hvað amar að símanum
- PHILIPS útvegar þér nýjan síma innan 24 tfma.
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
umboðsmenn um land allt