Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 19
Snjóflóð á
skíðasvæði
í Astralíu
TALIÐ er að tugir manna
hafi lent í snjóflóði á vinsæl-
asta skíðasvæði Ástralíu,
Thredbo, í gær. Haft var eftir
talsmanni lögreglunnar að
sennilega hefðu einhveijir far-
ist, en fregnir um dauðsföll
eða slys á fólki fengust ekki
staðfestar. Flóðið hreif með
sér að minnsta kosti tvo skíða-
kofa. Hápunktur skíðavertíð-
arinnar stendur nú yfir í Ástr-
alíu og þúsundir gesta dvelja
á skíðasvæðinu, sem er stað-
sett í Fannarfjöllum í New
South Wales ríki.
20% hjóna
eiga eitt barn
EINUNGIS fimmtu hver hjón
í Kína eiga aðeins eitt bam,
þrátt fyrir stefnu stjórnvalda
þar að lútandi. Haft er eftir
kínverskum embættismanni að
talan komi ekki á óvart, en
talsmenn alþjóðlegra mann-
fjöldastofnana lýstu furðu
sinni á því að stefna stjórn-
valda hefði ekki meiri áhrif.
19 farast
í árekstri
NÍTJÁN manns fórust í
árekstri fólksflutningabifreið-
ar og jeppa í bænum Kuring-
hat í Nepal í gær. Fimmtán
létust á slysstað og fjórir eftir
að komið var á sjúkrahús.
Morðingi
tekinn af lífi
ROBERT West, 35 ára gamall
maður frá Flórída í Bandaríkj-
unum, var tekinn af lífi í
Huntsville-ríkisfangelsinu í
Texas á þriðjudag. Hann var
dæmdur til dauða fyrir morðið
á Deanna Klaus, 22 ára þjón-
ustustúlku. West játaði á sig
verknaðinn, og áður en honum
var gefinn banvænn lyfja-
skammtur baðst hann fyrir-
gefningar á þeim þjáningum
sem hann hefði valdið fólki.
Þetta var í 25. sinn sem dauða-
dómi er framfylgt í Texas á
þessu ári.
Banna fjár-
veitingar til
einræktunar
VÍSINDANEFND fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings sam-
þykkti á þriðjudag lög sem
banna fjárveitingar til rann-
sókna á einræktun á fólki.
Samkvæmt lögunum er bann-
að að nota almannafé til að
gera tilraunir með flutning á
frumum til þess að búa til
mannsfóstur. Ekki er lagt
bann við áframhaldandi fjár-
veitingum til rannsókna á ein-
rækt plantna og dýra, né ann-
arskonar erfðarannsókna.
Taylor vinn-
ur stórsigur
FLOKKUR Charles Taylors,
fyrrverandi stríðsherra og nú-
verandi forseta Líberíu, vann
stórsigur á laugardag í fyrstu
þingkosningunum í landinu
eftir sjö ára borgarastyrjöld,
sem hófst árið 1989.
ERLENT
Reuter
Fimm farast
í Colorado
GÍFURLEGT úrhelli olli Hóðum í
bænum Fort Collins í Colorado-
ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt
og varð fimm manns að bana.
Tuttugu manns var saknað og
mörg hundruð misstu heimili sín.
Fort Collins er um 100 km norður
af Denver, en viðvörun vegna
flóðahættu hefur verið gefin út í
austurhluta ríkisins. Úrkoma
mældist allt að 170 miHimetrum
á fimm klukkustundum aðfara-
nótt þriðjudags, en á þessu svæði
er meðaltalsársúrkoma um 400
millimetrar.
YAMAHA
NEO „skutla“ 50cc
kr. 329.000.
Skútuvogi 12a, sími 581 2530.
Sóltjöla
Bakpokar
Svefnpokar
| Vindsængur
-s einbreiðar
„Loft"
einungrunar-
dýna
Einangnmardýna
Fyrir svefnpoka. 50x190 sm.
Þótt og hlý. Mjög tótt.
590,-
Skeifunni13 Noröurtanga 3 Reykjavíkurvegi 72
108Reykjavik 600Akureyri 220 Hafnarfjörður
568 7499 462 6662 565 5560
Mjúk eins og vindsæng en tekur mun
minna pláss. Þegar dýnunni er rúllaö
út fyllist hún sjálfkrafa af lofti og þegar
henni er rúllað saman aftur tæmist
loftiö aftur úr henni. Bráösniöug lausn.
Stærð 180x50 sm.
1.990,-