Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 23 LISTIR Að mynda flöt Halldór Forni sýnir á Eyrarbakka í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps sýnir Hall- dór Forni verk sín á Vesturbúð- arhólnum við samkomuhúsið Stað og í Veitingahúsinu Kaffí Lefolii á Eyrarbakka 1.-31. ágúst. í tilkynningu segir m.a.: „Árið 1994 hlaut Halldór 1. verðlaun í flokki ungra mynd- höggvara fyrir tveggja tonna steinmynd sína, Hörpu valkyij- unnar, í alþjóðlegri högg- myndasamkeppni í Mið-Frakk- landi.“ Sýningin á Eyrarbakka er fyrsta einkasýning Halldórs, en hann hefur tekið þátt í þremur samsýningum. MYNPOST Tuttugu fcrmctrar, Vcsturgata lOa k j a 11 a r i TEIKNINGAR í ÞRÍVÍDD PÉTUR MAGNÚSSON Opið fimmtudaga-sunnudaga kl. 15-18 til 3. ágúst, aðgangur ókeypis. í INNSETNINGU Péturs Magn- ússonar eru tvær veggteikningar af útlínumyndum kassaforma í þrívídd, samsettar úr járni. Vegg- flöturinn, sem afmarkar bakhlið kassanna með útlínuteikningu, er ljósmyndaður og myndirnar felldar inn í upprunalegt snið. Veggurinn sem bakgrunnur verkanna er dreg- inn fram á sjónarsviðið og eru ljós- myndirnar þannig forsenda sýning- arinnar. Pétur dregur athyglina að tvívíð- um fleti veggjarins með hliðstæðum ljósmyndum. Yfirborð veggjana má því líkja við skreytikennt myndefni. Áferð ljósmyndanna í tilteknu rými er óijúfanlegur hluti af verkinu og sýna þær yfirborð veggsniða sem útlínur teikningana mynda. Ljós- myndirnar koma á þann hátt ekki í staðinn fyrir veggflötinn sem bak- grunn teikninganna. Framsetning verkanna einkennist af hlutleysi og er útfærsla þeirra unnin í samhengi við staðinn. Skýr þrívíddarkennd teikning- anna úr járni á tvívíðum fleti er byggt á einföldum sniðum og er innan ákveðinna takmarka. Pétur leitar hinsvegar út fyrir hin sam- þykktu form með því að hjúpa/af- hjúpa þann stað sem verkið hangir á og í því felst styrkur sýningarinn- ar. Hulda Ágústsdóttir Ljúfir tónar og leikgleði TÓNLIST Listasf ni Sigurjóns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Hlíf ogFreyr Siguijónsböm og Kristinn Öm Kristinsson fluttu verk eftir Carl Stamitz, Bohuslav Martinú, César Cui og Franz Doppler. Þriðju- dagurinn 29. júlí 1997. SAGT er að Bæheimur hafi verið og sé enn tónlistarskóli Evrópu og víst er að margir heimssnillingar, hljóðfæraleikarar og tónskáld, eiga rætur sínar með þjóðunum þarna suður frá. Eitt af því sem einkennir tónlist þessara þjóða er leikgleðin. Fjörmikil túlkun á sér líklega rætur í galsafengnum og ástríðuþrungn- um dönsum. Stamitz-flölskyldan og þá fyrst og fremt Johann, sem um langt tímabil starfaði við hirð kjör- furstans í Mannheim, markaði upp- haf hinnar eiginlegu sinfóníuhljóm- sveitar og þeirra vinnubragða að bjóta upp tematísk vinnubrögð og skipta tónbrotunum á milli hljóð- færa, nokkuð sem ekki tíðkaðist í barokktónlist. Þá er og að minnast á hið fræga „cresendo", sem jafnvel faðir Mozarts varaði son sinn við að nota. Johann Stamitz dró til sín hæfileikamenn og stjórnaði hljóm- sveit er var mönnuð bestu hljóð- færaleikurum Evrópu. Tveir synir hans, Carl og Anton, voru virtir tónlistarmenn, sérstaklega þó Carl, fyrir ljóðræna og líflega tónlist, sem oft stóð nærri ítalskri, hvað stíl snerti. Eitt af þeim formum sem Carl notaði hvað mest var „concert- ante“-sinfónían og eftir hann liggja um 30 slík verk, flest rituð fyrir tvö einleiks strengjahljóðfæri. Tónleikarnir hófust á sónötu nr. 1, op. 14, fyrir flautu, fiðlu og semb- al (píanó) eftir Carl Stamitz og var þessi elskulega tónlist mjög vel flutt og samleikur Freys og Hlífar oft glampandi fagur og leikandi. Madr- igal-sónatan, fyrir flautu, fiðlu og píanó, eftir Matinú, er eins og mörg verka þessa fjörmikla tónskálds „músikantískt" fjörugt og oft skemmtilega auðugt af ýmiss konar sniðugum uppátækjum, sem oft er unnið úr á skemmtilegan máta. Þau eru oft býsna erfið í samspili og jafnvel á köflum tæknilega erfið og gefa góðum hljóðfæraleikurum skemmtileg tækifæri í fjörugum leik. Það var í heild nokkuð gott jafnvægi í samleik tríósins en á eft- ir þessu fjörlega verki komu fimm smáverk eftir César Cui, rómantísk og fallega unnin, er voru einstak- lega vel flutt. Seinna verkið eftir Martinú, són- ata fyrir flautu, fiðlu og píanó, var mjög í sama anda og fyrra verkið, og var í heildina vel flutt, enda er verkið einstaklega skemmtilegt. Tónleikunum lauk með Ameríska dúettinum eftir Franz Doppler, þar sem hann leikur sér m.a. með bandaríska þjóðsönginn og hið fræga Dixi-lag suðuríkjamanna og fléttar um þessi lög eins konar til- brigðum. Þetta verk, eins reyndar einnig verkin eftir Martinú, er gætt „músikantískri" leikgleði en er ekki viðamikill tónskáldskapur. Slík verk þarf að leika af mikilli snilld og var margt í leik tríósins í anda þessarar „virtúósa" tónlistar. Hlíf og Kristinn starfa hér heima en Freyr fer fyrir mönnum suður á Spáni og var því gaman að heyra hann leika þessa ljúfu og leikglöðu tónlist og vita af því, að Spánveijar njóta þess að við Islendingar eigum góða tónlistarmenn-. Jón Ásgeirsson PÉTUR Magnússon, Án titils, 1997. Járn. Sumarhátíð HEIMSKLÚBBSINS í VALHÖLL, ÞINGVÖLLUM, SUNNUDAGINN 3. ÁGÚST Heimsklúbbur Ingólfs efnir til sumarfagnaðar með vinum og ferðafélögum ársins og fyrri ára á Þingvöllum sunnudaginn 3. ágúst. Ef veður leyfir verður komið saman við sumarhús Ingólfs skammt frá Valhöll niðri við vatnið, þar sem hann býður gesti velkomna með fordrykk kl. 17.30. Kl. 18.45 verður gengið til Valhallar og sest að snæðingi og skemmtun, tónlist og létt rabb með ferðasöguívafi. Þríréttaður kvöldverður og dans með undirleik vinsællar hljómsveitar. Verð aðeins kr. 2.000. Rútuferð með Þingvallaleið frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík og til baka kl. 23.00. Góðir ferðafélagar í heimsreisum, hnattreisum út og suður, Karíbahafssiglingum og Dóminíkanaferðum, Ítalíuferðum og öðrum skemmtilegum uppátækjum Heimsklúbbsins, látið ykkur ekki vanta, ræktið vináttuna og lífsgleðina. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Heimsklúbbsins, Prímu í síma 562 0400 fyrir 31. júlí. Skemmtinefndin. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564 Hjá okkur færðu heimilstækin í 29" PHILIPS sjónvarpstæki með Super Black Line flötum skjá, Nicam Stereo, 70W heimabíómagnara, 5 hátölurum, valmyndakerfi og fjarstýringu. Allar aðgerðir á skjá. SAMSUNG örbylgjuofn 1.000W - Digital - 22 Lítra 6 sjálfvirk kerfi og barnalæsing VESTFROST kæliskápur Hæð 155 cm. Breídd 59.5 cm, Kælir 195 Itr. Frystir 78 Itr. EDESA Þvottavél L 84 13 þvottakerfi - 800 sn. Sparnaðarkerfi, flýtiþvottakerfi vinduöryggi, HITACHI videotæki Show View, 2 hausar, 6 upptökukerfi, 2 scart tengi, Index leitunarkerfi og fjarstýring. CfyrMtir koma (fjyráiir tfál Greiðslukjör við allra hsefi Wð erum I neesta á íslandi Stærsta hetmilis-og raftækjaverslunarkeðja i Evrópu Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 VERIÐ VELKOMIN í VER5LUN OKKAR PHILIPS sjónvarpstæki .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.