Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Valfrelsi í lífeyrismál- um - eðlileg þróun FYRIRKOMULAG Hfeyrismála landsmanna er nú til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Þetta er eitt af allra mikilvægustu málum sem þarf að taka ákvarðanir um á næstu misserum. Langfiestir eru sammála um að við höfum verið á réttri leið í lífeyrismálum með uppbyggingu söfnunarsjóða þar sem hver kynslóð leitast við að spara fyrir sig til elliáranna og tryggja sig fyrir áföllum. Að sjálfsögðu eru ýmis álitamál jafnan til staðar, s.s. mismun- andi lífeyriskerfi opin- berra starfsmanna og starfsfólks á almenn- um vinnumarkaði og samspil almanna- trygginganna við líf- eyrissjóðina. Stærsta deiluefnið sem nú snýst um að hve miklu leyti fólk á að geta vaiið milli ein- stakra lífeyrissjóða þegar það upp- fyllir hina almennu sparnaðar- skyldu. Verslunarráð íslands hefur látið máiefni lífeyrissjóða til sín taka á unanförnum árum. Tvisvar hafa verið gerðar skýrslur um málið á vegum ráðsins og fundir haldnir. Þá gaf Verslunarráðið ítarlega og vandaða umsögn um það frumvarp til laga um lífeyrissjóði sem var til umfjöllunar á síðasta þingi. Meg- ináherslan hjá Verslunarráðinu hefur verið á að auka frelsi til að velja milli lífeyrissjóða þannig að samkeppni og fijálsræði ríki á þessu sviði eins og á flestum öðrum sviðum í viðskiptalífi okkar. Velf er ðarkerfið Því er oft haldið fram að lífeyris- sjóðirnir séu félagsleg fyrirbæri sem eigi ekki að lúta venjulegum viðskiptalegum forsendum. Að hluta til eru lífeyris- sjóðir félagslegar stofnanir þar sem þeir gegna ákveðnu samfé- lagslegu hlutverki sem aðrar þjóðir hafa sum- ar hveijar leyst í miklu meira mæli með til- styrk hins opinbera. Þegar fram líða stund- ir verður t.d. þörf fyrir ellilífeyristryggingar almannatrygginga- kerfisins mun minni vegna þess hversu líf- eyrissjóðirnir verða orðnir öflugir. Enn- fremur eru lífeyris- sjóðimir félagslegar stofnanir að því leyti að hver vinnandi ein- staklingur á að vera skyldaður til að greiða í lífeyrissjóð og standa þannig undir tryggingum sem ann- ars lentu á samfélaginu í heild. Vinnumarkaðurinn Lífeyrissjóðirnir eru líka vinnu- markaðslegt fyrirbæri þar sem um þá hefur verið mest fjallað í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins. Stofnun lífeyrissjóðanna á sínum tíma lýsti mikilli framsýni vinnu- veitenda og verkalýðshreyfmgar- innar. Greiðslur í lífeyrissjóði eru hluti af starfskjörum fólks og þess vegna hljóta málefni þeirra að vera á borðum aðila vinnumarkaðarins. Á síðasta áratug stefndi í að marg- ir lífeyrissjóðir gætu ekki staðið undir væntingum eða skuldbinding- um um lífeyrisgreiðslur til framtíð- ar. Þá var gripið til þess að greiða iðgjöld af öllum launum og skerða réttindi í einstökum sjóðum eftir atvikum. Þessi þróun hefur verið í gangi fram á síðustu ár. Sömu iðgjöld - mismunandi réttindi Niðurstaðan er hins vegar sú að fólk fær mjög mismunandi réttindi fyrir sömu iðgjöld í lífeyrissjóðun- um. Þetta vekur mikla óánægju hjá mörgu fólki ekki síst þar sem það er skyldað til aðildar að fyrirfram ákveðnum lífeyrissjóði. Fólk vill þá eðlilega fá að velja að greiða í þann Ekki er ólíklegt, segir Kolbeinn Kristinsson, að umfang lífeyrissjóða tvöfaldist í fyrirsjáanlegri framtíð. lífeyrissjóð sem það telur henta sér best og það hefur trú á. Verslunar- ráðið hefur sett fram þá skoðun að það standist varla almennar mannréttindareglur að skylda fólk til að greiða til fyrirfram ákveðins lífeyrissjóðs með þessum hætti og hefur ráðið stutt málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópuráðs- ins til þess að láta reyna á þetta. Fjármagnsmarkaður Lífeyrissjóðirnir eru líka fjár- magnsmarkaðsleg fyrirbæri þar sem þeir eru meginuppspretta Kolbeinn Kristinsson sparifjár landsmanna. Nú má ætla að umfang lífeyrissjóðanna sé yfir 300 milljarðar króna. Þeir vaxa hins vegar hratt og ekki er ólíklegt að umfang þeirra tvöfaldist í fyrir- sjáanlegri framtíð og verði svipuð upphæð og öll íslenska landsfram- leiðslan. Það segir sig sjálft að slíku fjármagni fylgir gífurlegt vald og ábyrgð. Nú er það svo að þróunin á fjármagnsmarkaðnum hér á landi hefur verið frá skömmtun og ríkis- forsjá til fijálsræðis, samkeppni og einkavæðingar. Sú þróun hefur vissulega gengið of hægt en gerist engu að síður. Þá vaknar sú spurn- ing hvort íslenskur fjármagns- markaður geti þróast eðlilega þeg- ar stærstu aðilarnir á markaðnum starfa ekki á samkeppnisforsend- um. Að vísu þurfa forráðamenn líf- eyrissjóðanna að sækja vald sitt og bera ábyrgð gagnvart þeim sam- tökum á vinnumarkaðnum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Slíkt aðhald er þó engan veginn jafnsterkt og haldgott eins og aðhald samkeppn- innar. Lífeyrissjóðirnir munu t.d. í framtíðinni verða fyrirferðarmiklir eigendur í atvinnulífi landsmanna. Það er afar mikilvægt að lífeyris- sjóðir taki þar þátt en það er jafn- mikilvægt að lífeyrissjóðirnir kaupi hlutabréf á arðsemisforsendum og ekkert tryggir það betur en aðhald samkeppninnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir áframhaldandi fijálsræðisþróun á íslenskum fjár- magnsmarkaði að lífeyrissjóðirnir starfí í sambærilegu samkeppnis- umhverfi og aðrir aðilar á mark- aðnum. Annað skapar alltof mikla möguleika á misnotkun og óeðli- legri valdbeitingu. Valfrelsi nauðsynlegt Aukið valfrelsi í lífeyrismálum er því nauðsynlegt bæði með tilliti til einstaklinganna sem eiga þar réttindi og með tilliti til stöðu sjóð- anna á fjármagnsmarkaðnum. En valfrelsið er líka trygging fyrir sjóðina sjálfa. Ef sjóðirnir eru fijálsir og í samkeppni hver við annan getur hver sem er staðið Snorri, Pocahontas og pólitísk rétthugsun SNEMMA í risa- eðlumyndinni Horfinn heimur er kynnt til sögunnar persóna sem heitir Dieter. Strax og áhorfandinn heyrir þetta þýska nafn og sér smettið á sænska leikaranum Peter Stormare, veit hann að þessi persóna er bulla og skíthæll sem mun fá makleg mála- gjöld síðar í myndinni. Og það stendur heima, Dieter villist í skógi, bölvar á sænsku, verð- ur fótaskortur og fær yfir sig hóp af litlum sætum eðlum sem rífa hann glað- lega í tætlur. Forseti íslands upplýsti nýlega landslýð og Bandaríkjaforseta um áhuga sinn á kvikmyndum. Því hefði honum átt að vera ljóst að samkvæmt ráðandi pólitískri rétt- hugsun í Hollywood hafa karakter- ar af norrænum uppruna tekið við hlutverki vondu karlanna af Rúss- um. Eitt dæmi af þúsund sást í íshokkímynd fyrir nokkrum árum þar sem Neanderthalsmaðurinn varð að sönnum séntílmanni í sam- anburði við íslenska rusta. Hér á landi móðgaðist enginn. íslending- ar hafa alltaf kunnað betur við Egil Skallagrímsson en væmnu veimiltítuna Njál á Bergþórshvoli. Þeir gera sér grein fyrir því að ill- mennin eru skemmtilegri og litrík- ari persónur en slepjuleg rétthugs- andi góðmennin. Eins og Hitchcock sagði: „Því betri sem bófínn er, þeim mun betri er myndin." Samt efast ég um að forseti vor hafi hugsað á þennan hátt þegar hann var að „pitcha“ (eins og það heitir á fagmáli) kvik- myndahugmynd sína fyrir Clinton. Ég held ekki að hann hafí séð Snorra Þorfinnsson fyrir sér sem ofvirkan ribbalda á borð við Egil og Gretti. Þvert á móti grunar mig að hann ímyndi sér Snorra sem yfír- máta geðþekkan strákhnokka með ljóst og liðað hár eips og þann sem hljóp um götur ísaijarðar fyrir nokkrum áratugum og skoðaði for- setabíla. Snorri Ólafs Ragnars væri líklegur til að kenna indíánunum í áhrifamiklu atriði að grafa stríðsax- imar og stofna nefnd til að vinna að friði í heiminum. En þama held ég að herra Ólaf Ragnar skorti skilning á ríkjandi Hollywood-hug- myndafræði. Hún tekur mið af póli- tískri rétthugsun (PC, þ.e.a.s. „poli- tically correct thinking") þar sem þjáðir minnihlutahópar á borð við blökkumenn, homma og örvhenta, (svo ekki sé minnst á dýr og tré), em algerlega friðhelgir. Eina pott- þétta leiðin til að sleppa lífs gegnum risaeðlugarða Hollywood er að vera kvenkyns og dökk á hömnd. Karl- kyns glókollar eiga lítinn sem engan séns. En forseta vomm er vorkunn. Á íslandi skilja helstu talsmenn póli- tískrar rétthugsunar á borð við 111- uga Jökulsson heldur ekki lóðið. Eins og sósíalrealisminn í Sovétríkj- unum leitast PC við að sýna lífið eins og það ætti að vera og lætur raunvemleikann lönd og leið. En Illugi gagnrýnir á Rás 2 Disney- myndina Pocahontas fyrir að rang- færa sagnfræðilegar staðreyndir, Pocahontas sé hárprúð í myndinni, en hafí verið sköllótt í raunvemleik- Ég held, segir Viðar Víkingsson, að herra Ólaf Ragnar skorti skilning á ríkjandi Hollywood-hugmynda- fræði. anum, o.þ.h. Á sama hátt hlýtur honum að finnast lítið til um leikrit Jóhanns Siguijónssonar um Fjalla- Eyvind og Höllu, því að samkvæmt samtímaheimildum var Halla lítil og dökk og tuggði skro, en ekki norræn gyðja eins og í leikritinu. Selurinn og Snorri En setjum nú svo að hugmynda- smiði Disney-fyrirtækisins reki í rogastans yfír bráðsnjallri hug- mynd forseta íslands, skelli á lær- ið og veskið og setji handritshöf- Viðar Víkingsson unda í að þróa hana áfram. Hvern- ig yrði teiknimyndin sem kæmi á markað um aldamótin? Kannski vita herra Ólafur Ragn- ar og Illugi meira um það en ég. En út frá dæmigerðum afurðum draumaverksmiðjunnar ímynda ég mér eftirfarandi: í upphafi er lýst tveimur samfé- lögum, víkingum á íslandi og indí- ánum í Ameríku. Samfélag víking- anna er heldur betur óyndislegt; þeir eru í stríði við náttúruna, byij- aðir að rífa upp hveija hríslu milli fjalls og fjöru, fínnst dauður hvalur vera mesta hnoss sem hægt er að hugsa sér, sannkallaður hvalreki, og ergi mesta hneisa sem hægt er að saka nokkum um. En indíán- arnir lifa í sátt og samlyndi við umhverfí sitt, veiða ekki meira en þeir þurfa, hafa arga seiðkarla í hávegum og faðma tré. Víkingarnir fara til Grænlands, pynta kópa og hvali, en sakna þess að þar er enginn skógur sem þeir geti brennt og beitt rollum sínum á. Þeir fara því enn vestar og finna Vínland. Þorfinnur karls- efni, foringi þeirra, heitir nú Dieter til að áhorfendur skilji að hann er skíthæll. Guðríður kona hans, sem Dieter er mjög vondur við, hafði á Grænlandi kynnst viðkvæmum grænlenskum manni, sem Dieter drap á hryllilegan hátt. En áhorf- andinn velkist ekki i vafa um að inúítinn er hinn raunverulegi faðir Snorra, og þar með veit hann að Snorra er ekki alls varnað. Snorri fæðist í Ameríku, og Dieter gerir hvað hann getur til að innræta honum hatur á hvölum og tijám. Indíánunum blöskrar morðæði víkinganna og reyna að afvopna þá með því að bjóða þeim varning í skiptum fyrir morðtólin. En norræna illþýðið tekur engum fortölum nema Snorri sem er öðru- vísi en hinir. Senn kynnist hann hárprúðri indíánastúlku. Hún skil- fyrir lífeyrissjóði, hvort sem það eru samtök á vinnumarkaði eða einhver annar aðili. Ef fólk er hins vegar skyldað til að greiða til fyrir- fram ákveðins sjóðs hljóta alltaf að vakna spurningar um stöðu þeirra sem standa fyrir sjóðnum og rétt þeirra til þess að sýsla með þá fjármuni sem þar eru til staðar. Þess vegna koma upp kröfur um beina kosningu greiðenda til stjórn- ar skyldusjóðanna í stað þess að samtökin sem að þeim standa til- nefni stjórnirnar. Bein kosning er hins vegar ekki skynsamlegt stjórnunarfyrirkomulag heldur er miklu vænlegra að sjóðirnir séu í samkeppni og að aðstandendur sjóðanna þurfi að réttlæta sig gagnvart greiðendum með því að standa sig í samkeppninni. Frjálsræði til góðs Verslunarráðið hefur jafnan haldið merki frjálsræðis og sam- keppni á lofti. Við margar breyting- ar í fijálsræðisátt hafa þeir aðilar sem hlut hafa átt að máli hveiju sinni oftar en ekki verið tregir í taumi og jafnvel beitt sér gegn fijálsræðinu og samkeppninni. Breytingarnar hafa engu að síður gerst og orðið til góðs. í þessu sambandi má nefna einkavæðingu, frelsi í útflutningi, vaxtafrelsi og fijáls gjaldeyrisviðskipti svo nokk- ur dæmi séu tekin. Ekki heyrast lengur neinar háværar raddir um að það eigi að hverfa til baka á þessum sviðum og innleiða þjóðnýt- ingu eða miðstýringu á nýjan Ieik. Nákvæmlega það sama er nú að gerast í lífeyrissjóðamálinu. Ýmsir áhrifamiklir aðilar vara við valfrels- inu. Jafnvel aðilar sem almennt eru fylgjandi fijálsræði en það er alltof algeng skoðun að telja að ftjáls- ræði og samkeppni eigi best við um alla aðra en menn sjálfa. Það á ekki að hvika frá því að leyfa valfrelsi milli lífeyirissjóða. Eftirá mun enginn vilja hverfa til baka. Höfundur er formaður Verslunarráðs íslands. ur hvað hann er góður strákur inn við beinið, þegar hann býður henni kaffi, en smakkar fyrst á því sjálf- ur til að vita hvort það sé nógu gott fyrir hana. Hún leiðir honum fyrir sjónir hvað víkingarnir eru miklir perrar og vibbar. Þá fellst Snorri á að leiða Dieter og Co í gildru. Hann segir þeim að bjöm gangi laus í skógin- um. Víkingarnir dreifa sér til að leita að biminum. Dieter ráfar um, leiðinlegur á svipinn. Hann meiðir dádýr og sparkar í íkorna. En svo fellur hann í gildruna, og dýrin í skóginum kála honum á skemmti- legan hátt; dádýrin sparka í pung- inn á honum og íkomarnir éta af honum nefið. Hinir víkingarnir (að Snorra undanskildum) hljóta svipuð örlög. Snorri segir indíánastúlkunni að hann ætli heim til sín til að stofna þingmannasamtök fyrir heimsfriði á Þingvöllum. Þau kveðjast á ang- urværan hátt. Engu að síður er áhorfandanum ljóst hvað það er farsæll endir að síðasti víkingurinn hverfí á brott. Snorri kemur við á Grænlandi á heimleiðinni. Þá rekst hann á sel. Eitt andartak segir innræting Diet- ers til sín; hann mundar bogann og miðar á selinn. En þá horfir hann í kærleiksrík selsaugun, minnist þess hvað það er mikil- vægt að virða náttúruna, og lætur bogann síga. Selurinn forðar sér. Síðasta skotið í myndinni er af Snorra sem gengur burt á hvítri ísbreiðunni. Hungurdauðinn blasir við, en Snorri hefur lært sína lex- íu: hann á ekkert með að uppgötva ný lönd og abbast upp á aðra. Ennþá síður getur hann ætlast til þess að aðrar þjóðir segi sögu hans af sanngimi, hvað svo sem afkom- endur hans á forsetastóli koma til með að ímynda sér. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.