Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 25 Endurskipulagning fjöl- skyldudeildar Félagsmála stofnunar Reykjavíkur FJÖLSKYLDUDEILD Félags- málastofnunar Reylqavíkurborgar sinnir margvíslegri þjónustu við fjöl- skyldur og einstaklinga undir 67 ára aldri. Helstu verkefni deildarinnar eru félagsleg ráðgjöf, íjárhagsað- stoð, þjónusta við böm og unglinga, félagsleg heimaþjónusta, þjónusta við fatlaða, húsnæðismál, aðstoð við áfengissjúka og vímuvamir. í samþykkt borgarstjórnar fyrir félagsmálaráð frá 1967 segir í 7. grein að „höfuðmarkmið allrar fé- lagslegrar þjónustu skuli í því fólg- ið að gera mönnum kleift að sigr- ast á erfiðleikum og verða sjálf- bjarga". Starfsmenn fjölskyldudeildar em 176 talsins. Meginþjónusta deildar- innar fer fram á hverfaskrifstofum sem staðsettar era í: Skógarhlíð 6, en þar fer fram þjónusta við þá Reykvíkinga sem búa vestan Kringlumýrarbrautar, póstnúmer 101 og 105. Suðurlandsbraut 32, sem sinnir þjónustu við þá sem.búa í austurbæ Reykjavíkur að undanskildu Breið- holtshverfi, póstnúmer, 103, 104, 108^ 110, 112. Alfabakka 12 sem sinnir þjón- ustu við þá Reykvíkinga sem búa í Breiðholti, póstnúmer 109 og 111. Alls leituðu 4492 fjölskyldur/ein- staklingar aðstoðar hverfaskrifstof- anna árið 1996. Á árinu 1996 var ráðist í að endurskipuleggja fjölskyldudeildina og hafa þær breytingar sem sam- þykktar voru komið til framkvæmda nú á vormánuðum ársins 1997. Þörfin fyrir endurskipulagningu fjölskyldudeildar hefur verið augljós um nokkurra ára skeið. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur aukist og deildin vaxið og þróast í samræmi við fyrirliggjandi þörf. Aðdraganda endurskipulagningarinnar má rekja aftur til ársins 1993, en þá fékk félagsmálaráð sérstakan ráðgjafa til að gera úttekt á skipulagi og Það er von okkar, segir Ellý A. Þor- steinsdóttir, að breytingarnar leiði til betri og markvissari þjónustu. vinnuaðferðum deildarinnar. Á haustmánuðum 1995 var síðan skipaður vinnuhópur innan stofnun- arinnar sem hafði það verkefni að gera tillögur að breytingum á skipu- lagi fjölskyldudeildar og verkaskipt- ingu einstakra deilda og um ábyrgð- arsvið yfirmanna þeirra. Þann 28. júní 1996 samþykkti félagsmálaráð framkomnar tillögur sérstaks starfshóps um endurskipulagningu. í framhaldi af þeirri vinnu voru síð- an, haustið 1996, skipaðir alls 8 vinnuhópar innan fjölskyldudeildar sem störfuðu að nánari útfærslu á endurskipulagningunni. Meginmarkmið endurskipuiagn- ingarinnar eru: • að skjólstæðingar stofnunarinn- ar fái betri þjónustu • að efla þjónustu hverfaskrifstofa • að bæta upplýsingastreymi inn- an deildarinnar • að endurskoða starfsemi sviða • að gera stefnumótunar- og þró- unarstarf markvissara • að starfskraftar stofnunarinnar nýtist betur og starfsmenn verði ánægðari Með breytingunum er skipulag fjölskyldudeildar einfaldað mjög og næstu undirmönnum yfirmanns Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Heimili Sérþjónusta Verkefni Staðir Verkefni Verkefni Verkefni Félagsleg ráðgjöf Sólvailagata Þjón. við fatlaða Sálfræðilegl Frxðsla Fjárhagsaðstoð Hraunberg Hcimaþjónusta mat Námskeið Húsnsðismál Laugarásvcgur Forsjármál Þjónusta við Handleiðsla Bamaverndarmál Álfaland Fósturmál hvcrfi og Hópvinna Ráðgjðf við fatlaða Akurgerði Vistunarmál stoð- Stuðnings- Ráðgjöf við áfcngissj. Keilufell Stuðningsfjölsk. þjónustusvið hópar Ráðgjöf við ungl. Amtm.stígur Liðveisla Umbótastarf Félagsleg Ásvallagata Tilsjón Stjómun Samfélags- heimaþjónusta Búðargerði Vemd heimili allra vinna Almenn Tilsjónarsambýli aðkeyptrar skrifstofustörf Timabundin sálfræði- einkaheimili vinnu Samrxmingaradili i unglingamálum FLISPEYSU TILBOÐ 1 STK. DRESS MANN ATH: LAUGARDAG OPIÐ 9.00 -14.00 Atb Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK fjölskyldudeildar fækkað úr þrettán í sex. Þannig er deildinni nú skipt niður í sex megineiningar, þtjár hverfaskrifstofur, sem fyrir vora, og þrjú ný svið, forvarnarsvið, sjálfræðisvið og stoð- þjónustusvið til stuðn- ings þeirri starfsemi sem fram fer á hverfa- skrifstofunum eins og sjá má á meðfylgjandi skipuriti. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Hugmyndafræðin að baki þess- um breytingum byggir á þeirri meginstefnu um heildarsýn sem öll starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hefur reyndar hvílt á frá upphafí. Með þessum breytingum er hin almenna félags- þjónusta færð í meira mæli en áður út á hverfaskrifstofurnar. Þeir sem á þjónustunni þurfa að halda geta nú sótt til viðkomandi hverfaskrif- stofu án tillits til þess hvort um sé að ræða vanda vegna unglings eða barns, vanda vegna áfengis eða vímuefnamála og/eða aðstoð vegna félagslegrar heima- þjónustu. Þannig hafa verkefni og starfs- menn þriggja verk- þátta sem áður voru unnin á sérsviðum inn- an fjölskyldudeildar verið færð út á hverfa- skrifstofurnar. Það eru áfengismál, félagsleg heimaþjónusta og unglingadeild, þar með talin útideild. Eftir sem áður verð- ur þó um ákveðna sér- hæfingu að ræða milli starfsmanna, en hún birtist ekki á þann hátt að fjölskyldur og ein- staklingar í vanda þurfi að leita til mismunandi deilda eftir því hvernig vandinn birtist. Endurskipulagningu deildarinnar er nú að mestu lokið og er það von okkar að með þessum breytingum verði þjónusta ijölskyldudeildar betri og markvissari fyrir þær fjöl- skyldur og einstaklinga í Reykjavík sem þurfa á aðstoð að halda. Höfundur eryfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur Ellý A. Þorsteinsdóttir FERÐAVÖRUR Göngu- og hjólatjald, 2 manna Camoufiage tjald, 2 manna, aðeins 2 kg, vandað og verð aðeins kr. 3.900, vatnsvarið, kr. 8.900, stgr. kr. 8.455. stgr. kr. 3.705. • Jakkar úr öndunarefni, vatnsheldir frá kr. 5.400 • Fleecepeysur verð frá kr. 4.200 • Tjöld2manna verð frá kr. 3.900 • 2 manna göngutjald 2 kg á aðeins kr. 8.900 • Svefnpokar verð frá kr. 4.400 • Bakpokar65l verð frá kr. 6.400 • Sjálfuppblásnar dýnur verð frá kr. 7.900 • Ferðadýnur verð frá kr. 980 • Legghlífar verð frá kr. 1.490 • Göngustafirverðfrákr. 1.850 SALOMON GÖNGUSKÓR Nabuk leður Goretex kr. 16.80C Leður Cordura Goretex frá kr. 10.400 Gönguskór lágir frá kr. 6.900 Ein stœrsta sportverslun landsins! Armuli 40 Símar 553 5320 568 8860 l^rslunirí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.