Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 33 HALLDÓRA HANSDÓTTIR + Anna Halldóra Margrét Hans- dóttir fæddist Fitjakoti á Kjalar- nesi 14. ágúst 1905. Hún lést á Ljós- heimum á Selfossi 22. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Jóns- dóttir frá Hákoti í Villingaholti og maður hennar Hans Gíslason frá Fitja- koti. Systkini Hall- dóru voru sjö, en þau eru nú öll Iátin. Hinn 6. mars 1932 giftist Halldóra Ingvari Jónssyni, bónda í Þrándarholti í Gnúp- veijahreppi, f. 8.9. 1898 í Skarði, d. 25.8. 1980. Halldóra eignaðist átta börn: 1) Sverrir Andrésson, f. 30. mars 1930, giftur Lillian Kristin Söberg. 2) Steinþór, f. 23. júlí 1932, d. 16. febrúar 1995, kvæntur Þor- björgu Guðnýju Aradóttur. 3) Guðlaug, f. 20. október 1933, d. 2. apríl 1947. 4) Steinunn, f. 1. október 1934, var gift Böð- vari Guðmundsson, en þau slitu sam- vistir. 5) Ester, f. 31. október 1935, d. 23. janúar 1986, gift Hafsteini Ás- grími Friðrikssyni, d. 9. nóvember 1959. Síðari eigin- maður Esterar var Kristinn Valgeir Magnússon, en þau slitu samvistir. 6) Rannveig, f. 26. mars 1937, d. 23. mars 1975. 7) Þrándur, f. 16. febr- úar 1943, kvæntur Guðrúnu J. Hansdóttur. 8) Guðlaug, f. 19. desember 1946, gift Hrólfi Kjartanssyni. Barnabörn Hall- dóru eru 25 og langömmuböm- in 32. Halldóra og Ingvar hófu bú- skap í Þrándarholti 1931 og bjuggu búi sínu þar til um haustið 1971. Síðustu ár dvaldi Halldóra á Ljósheimum. Útför Halldóm fer fram frá Hrepphólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag kveðjum við hinstu kveðju mæta sómakonu, Halldóru Hans- dóttur. Með nokkrum orðum vil ég minnast tengdamóður minnar Dóru í Þrándarholti. Árið 1930 var risið í Þrándar- holti nýtt og glæsilegt tveggja hæða steinhús, óvenju vandað og stórt hús á þeim tíma. í Þrándarholti bjuggu þá systkinin Oddur, Guðný og Steinunn, öll ógift og bamlaus. Þau höfðu tekið að sér og alið upp ungan dreng, Ingvar Jónsson frá Skarði, næsta bæ við Þrándarholt. Um þetta leyti var hann að taka við jörðinni og hóf jarðabætur og byggingu íbúðarhússins af miklum stórhug og framsýni. Vorið 1931 réðist Anna Halldóra Margrét Hansdóttir sem ráðskona að Þrándarholti og mótaði þann hlýleika og myndarbrag sem æ síð- an hefur ríkt í þessu stóra húsi. Ingvar og Dóra voru gefin saman í hjónaband rúmu ári seinna og bjuggu síðan miklu rausnarbúi í Þrándarholti í hartnær hálfa öld. Ingvar lést árið 1980. Ingvar og Dóra voru að sumu leyti mjög ólíkar persónur. Hann var hæglátur og heimakær, hún félagslynd og naut þess að vera innan um margt fólk. Þannig má segja að þau hafi bætt hvort annað upp. En það var miklu fleira sem var líkt með þeim. Þau voru bæði afar traust, harðdugleg, framsýn og samhent um allt sem laut að búskapnum og heimilinu. Bærinn Þrándarholt stendur hátt og þaðan er mikið útsýni. Það er reisn yfir bæjarstæðinu og það er að ýmsu leyti táknrænt fyrir þau Ingvar og Dóru. Þau voru hvort á sinn hátt þannig persónur að maður leit upp til þeirra og virti þau. Þau horfðu vítt yfir án þess þó að hreykja sér. Eitt skýrasta einkennið á per- sónuleika Dóru, skapgerð hennar og hjartalagi er vafalaust viðmót hennar í garð barna. Hún tók öllum börnum með hlýju og ástúð og þau fundu til öryggis og gleði í samvist- um við hana. Gilti þá einu hvort um var að ræða ömmuböm Dóru eða önnur börn. Fjölmörg börn dvöldu sumarlangt í Þrándarholti, flest komu ár eftir ár og hlökkuðu ávallt til að koma aftur. Öll börn fóru þaðan ríkari og betri mann- eskjur en þau komu. Mörg sumur dvöldu dætur okkar þrjár hjá ömmu og afa í Þrándarholti. Þær munu alla ævi sína búa að því gildismati, viðhorfum og viðmóti sem þær vöndust þar. Amma í Þrándarholti var þeim í senn góður uppalandi, sannur vinur og trúr félagi. Dóra í Þrándarholti hafði yndi af því að taka á móti gestum. Hún hafði sérstakt lag á því að láta gestum finnast þeir vera heima hjá sér og öllum var tekið eins og höfð- ingjum. Oft komu tugir gesta, eink- um um helgar á sumrin. Dóru fannst þeir aldrei of margir og það kom fyrir að hún frestaði eða hætti við að fara af bæ sjálf ef hún átti von á fólki. Augljóst er að á stóru, bammörgu heimili gáfust ekki margar frístund- ir. Þótt maður sæi Dóm aldrei falla verk úr hendi, fann hún sér tíma til að heimsækja vini og kunningja. Hún átti einstaklega gott með að eignast vini og lagði sig fram um að viðhalda og treysta vináttubönd. Þetta átti jafnt við um þá sem hún kynntist á Heilsuhæli Náttúmlækn- ingafélagsins í Hveragerði, þar sem hún dvaldi í nokkrar vikur á ári hveiju í seinni tíð, sem og nágrann- ana. Oft minntist hún á hve hún ætti gott að eiga svo góða ná- granna. Ég hygg að þeir hafi allir getað sagt það sama um hana. í hraða og streitu nútímans væri okk- ur hollt að fara að fordæmi Dóm, sem þrátt fyrir annríki gaf sér alltaf tima til að vera vinur vina sinna. Síðustu árin dvaldi Dóra á hjúkr- unarheimili aldraðra, Ljósheimum á Selfossi. Þar naut hún sérstaklega góðrar umönnunar og oft lét hún í ljós hversu ánægð hún var með vist- ina á Ljósheimum. Starfsfólkinu þar er þakkað fyrir frábæra aðhlynningu og hlýlegt viðmót í hénnar garð. Það er komið að leiðarlokum. Lífhlaupi Dóm í Þrándarholti er lokið. Hún hefur sannarlega getað litið yfir farinn veg með gleði og stolti. Dóra gaf jafnan meira en hún þáði bæði af veraldlegum og and- legum verðmætum. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að kynn- ast henni og mitt lán að hafa feng- ið að eiga hana Dóm í Þrándar- holti að vini. Hrólfur Kjartansson. Með fáeinum orðum langar mig að minnast ömmu minnar, Halldóm Hansdóttur í Þrándarholti og þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Það sem einkenndi hana ömmu mína var hvað hún var hlýleg og alltaf jákvæð. Það var aldrei langt í hláturinn og grínið hjá ömmu. Hún gat alltaf séð eitthvað skemmtilegt út úr öllu. Þegar ég var yngri beið ég eftir sumrinu til að komast upp í sveit og eyða því með ömmu. Vinkonur mínar vom stundum að reyna að fá mig til að vera heima, bara eina eða tvær vikur, en ég vildi bara vera með ömmu í sveitinni því hún var besta vinkona mín og mun allt- af vera það. Amma mín var mjög félagslynd og hafði gaman af því að hafa mik- ið fyrir gestum. Það var alltaf troð- ið eldhúsborðið í Þrándarholti af nýbökuðum tertum, kleinum og flatkökum. Það var aldrei neinn svangur hjá henni ömmu minni. Amma var mér mjög góð og lét ýmislegt eftir mér en samt komst maður aldrei upp með neitt sem hún vildi ekki. Maður hlýddi ömmu án þess að mótmæla því hún vissi hvað var manni fyrir bestu. Mér finnst þessi vísa lýsa vel því sem ég vildi segja um hana ömmu mína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gieymist eigi, og gæfa var það öilum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst mér og gerð- ir fyrir mig. Minningar um þig mun ég varðveita í hjarta mínu um ókomin ár. Ég kveð þig með sökn- uði. Guð blessi þig ætíð. Rannveig. Fallin er frá í hárri elli föðursyst- ir mín Halldóra Hansdóttir fyrrum húsfreyja í Þrándarholti. Með Hall- dóru eru öll systkinin frá Fitjakoti á Kjalarnesi horfin af sjónarsviðinu. Fjögurra ára fór ég í mína fyrstu sumardvöl að Þrándarholti í tengsl- um við veikindi móður minnar. Fyrsta bernskuminnig mín er ein- mitt frá fyrstu nóttinni í Þrándar- holti hjá þeim hjónum Halldóru og Ingvari. Það sem situr í minninu er hversu mjög mér leiddist einum og yfírgefnum, að mér fannst, en var þó í rúmi þeirra hjóna. Þetta var kaldhæðni örlaganna því sum- arferðir mínar í Þrándarholt áttu eftir að verða mun fleiri og voru kaupamanninum unga ávallt mikið tilhlökkunarefni. Ég minnist dvalar minnar í Þrándarholti með mikilli hlýju og virðingu og þökk í garð þeirra hjóna. Það eru margar myndir sem bera fyrir. Höfðinglegt viðmót Halldóru og Ingvars bónda við alla þá er að garði bar. Einstök gestrisni þeirra hjóna beggja við alla skylda sem vandalausa. Reisulegt bú og að mörgu sögulegt brautryðjendastarf í búskap. Gestir komu margir langt að til að beija augum hjarðfjós sem reist var í Þrándarholti, hið fyrsta sinnar tegundar í landinu. Þjóðar- leiðtoga bar að garði. Var þá ekki nema fyrir kunnuga að bera kennsl á hvorir væru þjóðarleiðtogar, hús- ráðendur eða gestir. Ég minnist ágætra samskipta við systkinin frá Þrándarholti. Sumarstörf voru fjör- leg. Sungið var við öll störf, við mjaltir ekki síður en við stýri á dráttarvél. Syngju fleiri en tveir var söngur að sjálfsögðu raddaður og allt af fíngrum fram og eftir eyr- anu. Við hugsum nú einnig hlýtt til þeirra systkinanna frá Þrándar- holti sem fallin _eru frá. Ég minnist góðra granna. Á Sandlækjarholti, í Skarði, á Stöðulfelli og í Miðhúsum og raunar um alla sveit. Gagnkvæm virðing og vinátta og rík samkennd var með þessu fólki öllu. Þegar sá sem þetta skrifar fór að syngja sjálfur óstuddur langt umfram það sem eðlilegt getur tal- ist fór frænka mín á stundum fram á að ég tæki lagið fyrir sig en ég færðist þá gjarnan undan. Nú verð- ur ekki lengur undan vikist. Það er mér einkar ljúf skylda að syngja í dag við útför föðursystur minnar. Viku áður en frænka mín kvaddi heimsótti ég hana að Ljósheimum á Selfossi þar sem hún dvaldi síð- ustu árin í skjóli starfsfólks. Það fór ekki á milli mála að hún var ferðbúin. Hún var ekki margmál en eftir upprifjun mína um liðna daga í Þrándarholti kvaddi ég frænku mína og hún kvaddi mig; „vertu margblessaður" og gat þar að heyra hið trausta tungutak systkinanna frá Fitjakoti. Ég sendi Þrándarholtssystkinum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Þorgeir J. Andrésson. Dáin er í hárri elli nágranni og vinur, Halldóra Hansdóttir í Þránd- arholti. í huga okkar flestra eru hlunnindi talin til tekna en að hafa góða nágranna verður aldrei talið annað en hlunnindi. Fyrir ung hjón sem taka nýbýli sem engin hús eru á, engin ræktun, ekkert annað en bjartsýnin og löngun til að brauð- fæða sig og sína, er ekkert betra en að eiga gott nágrenni. Halldóra og Ingvar í Þrándarholti reyndust frumbýlingunum vel á Stöðulfelli og myndaðist órofa tryggð alla tíð á milli þessara bæja. Nú að leiðar- lokum verður manni hugsað til þeirra tíma þegar við vorum böm í nágrenni við Halldóru og Ingvar hversu vel maður fann umhyggjuna sem þau báru fyrir nágrönnum sín- um. Ekki mátti veikjast skepna öðruvísi en að fylgst væri með, svo ekki sé talað um mannfólkið. Margar vom þær sendiferðir sem að bömin vom send á milli bæja til að bera skilaboð eða að fá lán- að, sama hvort það var hveiti eða járnkarl, allt var lánað sitt á hvað. Halldóra var glaðvær kona og gerði allt létt og skemmtilegt í kringum sig enda hændist að henni jafnt böm sem fullorðið fólk sem hélt alla tíð mikla tryggð við hana. Halldóra var félagslynd og var dugleg að fara á mannamót eftir því sem þá gerðist. Eitt af því Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum MOSAIK HiDM/fn/.'c#/. Hamarshöfði 4 - Reykjavik mynuaiista simi: 587 mo-fax: 587191 í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 skemmtilegasta sem maður gerði var að spila við Halldóru, hún var heppin í spilum ekki kannski djúpt hugsuð en ánægjan og áhuginn gerðu það að hún var heppin í spil- um. En Halldóra var heppin í fleiru en spilum, hún var dugleg og heilsu- hraust, eignaðist góðan mann og fallegt og notalegt heimili. Fjöl- skyldan á Stöðulfelli á ekkert nema góðar minningar um Halldóru og vill þakka henni fyrir allt gott þau ár sem hún lifði í nágrenni við Halldóru og kveðja hana með orðum séra Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við vottum afkomendum og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð. Fjölskyldan Stöðulfelli. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. 1 f í l \ *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.