Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 37
FRÉTTIR
Tónleikar að
Lónkoti í
Skagafirði
UM verslunarmannahelgina, nánar
tijtekið laugardag og sunnudag,
verður í boði skemmtun í Tjaldi
galdramannsins í Lónkoti í Skaga-
fírði. Fyrri daginn verður skemmti-
kvöld með Herði G. Ólafssyni sem
hefst kl. 23. Seinni daginn munu
fimm afkomendur Jóhanns Konráðs-
sonar og Fanneyjar Oddgeirsdóttur
halda tónleika. Þeir eru: Jóhann Már
Jóhannsson, sem jafnframt er kynn-
ir, Svavar Hákon Jóhannsson, Jóna
Fanney Svavarsdóttir, Örn Viðar
Birgisson og Stefán Birgisson. Und-
irleikari er Guðjón Pálsson. Sungin
verða íslensk og erlend lög, einsöng-
ur og tvísöngur. Konnara-konsert-
inn hefst kl. 16.
Tjald galdramannsins eða Hálf-
dánar-Hringur er stærsta tjald
landsins. Það er hálfgildings hring-
leikhús, niðurgrafið að meginhluta,
með hlöðnum innveggjum úr sjávar-
grjóti en tyrfðum útveggjum.
í Lónkoti er og Gallerí Sölva
Helgasonar. Þar stendur nú yfir ljós-
myndasýning Hafdísar Herberts-
dóttur Bennett á myndum úr Sléttu-
hlíð og nágrenni.
Hellaskoðim í
Kerlingarfj öllum
í KERLINGARFJÖLLUM er að
finna einn stærsta íshelli á íslandi.
Hann er um 1.000 m og er undir
skíðasvæðinu.
Um verslunarmannahelgina verð-
ur farið í skoðunarferðir í hellinn.
Ferðin tekur um tvo tíma og verður
farið í þrjár ferðir á dag. I hellis-
munnanum verður kveiktur eldur og
grillaðar pylsur. Frítt er í ferðina
en þeir sem eiga vasaljós eru beðnir
að koma með þau.
Um verslunarmannahelgina legg-
ur talsverður fjöldi fólks leið sína til
Kerlingarfjalla. Fullt er í gistingu í
húsinu en næg tjaldstæði eru við
Ásgarð.
Skógarganga
í kvöld
ELLEFTA skógarganga skógrækt-
arfélaganna, Ferðafélags íslands og
Búnaðarbankans um „Græna trefil-
inn“ hefst í dag, fímmtudag, á vegum
Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.
Mæting og rútuferð verður frá Mörk-
inni 6, húsi Ferðafélagsins, kl. 20,
f
S I: ilw f
fen & j S f HB !li i
* AW Vv ’> V } Igrv , - • * vV V '1
Útilífsskóli í Grafarvogi
SKÁTAFÉLAGIÐ Vogabúar í
Grafarvogi starfrækja útilífs-
skóla fyrir börn á aldrinum 7-12
ára í sumar.
Dagskrá sumarsins hefur ver-
ið fjölbreytt og saman stendur
af útilífi, náttúruskoðun, heim-
sókn í Fjölskyldugarðinn, hjóla-
ferð, leikjum, söng og ekki síst
tjaldútilegu við Hafravatn. Mörg
börn eru á námskeiðum skátafé-
lagsins að kynnast því í fyrsta
skipti að fara í útilegu án for-
eldra og er hvergi betra að gera
það en undir leiðsögn reyndra
skáta, segir í fréttatilkynningu.
Eins og undanfarin ár hefur
verið yfirfullt á öllum námskeið-
um til þessa, en ennþá eru nokk-
ur pláss laus á námskeið sem
verður 4.-15. ágúst. Námskeiðið
stendur yfir alla virka daga kl.
10-16 og boðið er upp á gæslu
frákl. 8-18.
eða við Reykjalund kl. 20.30.
Gengið verður frá Reykjalundi um
Skammadal að Mosfelli. Þaðan mun
rúta aka göngumönnum aftur í bfl-
ana. Staðkunnugir leiðsögumenn frá
skógræktarfélögunum og Ferðafélag-
inu verða með í för og segja frá því
sem fyrir ber. Næsta ganga verður
eftir tvær vikur, fímmtudaginn 16.
ágúst, í umsjá Skógræktar ríkisins.
Gengið með
strönd Kópa-
vogsbæjar
HAFNAGÖNGUHÓPURINN heldur
göngu sinni áfram með strönd
Skeijafjarðar.
Að þessu sinni verður gengið með
strönd Kópavogsbæjar í kvöld. Farið
verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og
með Almenningsvögnum suður að
Nesti í Fossvogi. Gangan sjálf hefst
við Fossvogslækjarós kl. 20.30. Far-
ið verður með ströndinni út á Kárs-
nes og um hafnarsvæði Kópavogs-
hafnar. Þaðan inn með Kópavogi að
Kópavogslækjarósi og eftir göngu-
stígum inn í Hlíðargarð og að Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs.
Eftir að hafa litið þar inn verður
gengið yfir Hálsinn niður að Foss-
vogslækjarósi. Val er um að ganga
niður í Hafnarhús eða fara með Al-
menningsvögnum til baka. Fyld-
armaður verður Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur. Allir eru velkomnir
í ferð með Hafnagönguhópnum.
Fjölbreytt
dagskrá á
Þingvöllum
UM verslunarmannhelgina eins og
aðrar helgar verður boðið upp á fjöl-
breytta fræðsludagskrá í þjóðgarðin-
um á Þingvöllum.
Dagskráin hefst með kvöldvöku í
Þingvallakirkju í kvöld og annað
kvöld, föstudag, verður farið í stutt
kvöldrölt niður að vatnsbakka Þing-
vallavatns. Á laugardag, sunnudag
og mánudag verður fjölbreytt dag-
skrá bæði í Þingvallakirkju og víðs-
vegar um þjóðgarðinn.
Þátttaka í fræðsludagskrá þjóð-
garðsins er ókeypis. Nánari upplýs-
ingar veita landverðir í þjónustumið-
stöð þjóðgarðsins.
Verslunar-
mannahelgi í
Mývatnssveit
FRÆÐAGARÐURINN Kvika og
landverðir í Mývatnssveit standa
fyrir fræðslu- og náttúrutúlkunar-
dagskrá fyrir alla fjölskylduna um
verslunarmannahelgina.
Gestum í Mývatnssveit gefst kost-
ur á að taka þátt í fjölbreyttri dag-
skrá sér að kostnaðarlausu, m.a.
gönguferðum, fyrirlestrum og
barnastundum.
Nánari upplýsingar fást í Upp-
lýsingamiðstöð ferðamanna í
Reykj ahlíðarskóla.
LEIÐRÉTT
Missagnir um Landakotsskóla
og Landakotskirkju
í FRÉTT föstudaginn 25. júlí af
nýútkominni bók um Landakots-
skóla í tilefni af 100 ára afmæli
hans, var rangt farið með nafn
höfundar ágrips af sögu skólans.
Rétt er nafn hans Gunnar F. Frið-
mundsson.
í Víkveija sunnudaginn 27. júlí
er rangt farið með vígsluár Landa-
kotskirkju. Rétt er að hún var vígð
22. júlí 1929.
Beðist er velvirðingar á þessum
missögnum.
Rangur smíðastaður og
smíðaár
í SJÁVARÚTVEGSBLAÐI Morg-
unblaðsins, Úr verinu, var í gær
sagt frá breytingum sem gerðar
hafa verið á Sæbjörgu ST frá
Hólmavík. Skipið var sagt smíðað
í Danmörku árið 1959 en það mun
ekki alls kostar rétt. Hið rétta er
að skipið er smíðað á Akranesi árið
1967 og hét þá Drífa RE og leiðrétt-
ist það hér með.
Rangur myndatexti
RANGUR texti birtist með mynd í
gær af hátíðahöldum á Grundar-
firði. Þar sagði að gengið væri upp
á Stöð og niður í Sandvík, en mynd-
in sýndi í raun göngu í svonefndan
Vigdísarlund, sem kenndur er við
Vigdísi Finnbogadóttur fyn-verandi
forseta íslands.
Hár vatnshiti
dregur úr veiði
NORÐURÁ er komin með á fjór-
tánda hundrað laxa í sumar og
Þverá ásamt Kjarrá hefur gefið
um 1.000 laxa. Mikil hlýindi
hafa dregið úr tökum og veiði
hefur verið fremur dauf að und-
anförnu. Þá kom lítið af nýrunn-
um laxi í stórstreyminu í síðustu
viku, en dálítil hreyfing hefur
verið síðustu daga. Mikill !ax er
í báðum ánum og búast menn
við góðum endaspretti ef skilyrði
verða hagstæðari. Veitt er út
ágúst í Norðurá og Þverá.
„Þetta er vatnið í ánni og ekk-
ert annað. Það er þokkalegt að
magni til, en það hefur verið svo
heitt í Borgarfirðinum í júlí að
veiðin líður fyrir. Stærsti straum-
ur sumarsins er eftir, hann kem-
ur viku af ágúst og stendur í
fjóra daga. Við erum að vonast
eftir góðum endaspretti í kjölfar-
ið,“ sagði Jón Ólafsson, einn af
leigutökum Þverár og Kjarrár, í
samtali við blaðið.
Að sögn Jóns hefur verið dálít-
il smálaxaganga síðustu daga.
Bergur Steingrímsson hjá SVFR
tók í sama streng og sagði eitt
hollið i Norðurá hafa fengið að-
eins 28 laxa.
Fín veiði í Leirvogsá
Rúmlega 220 laxar voru
komnir úr Leirvogsá á þriðjudag
og er fiskur um alla á. Síðustu
daga hefur veiðin verið best of-
anvert í ánni, en nýir laxar eru
þó að skríða inn á hverju flóði.
Mest af laxinum er 4-6 pund,
en nokkrir 12-14 punda hafa
komið á land. Meiri fluguveiði
hefur verið í ánni í sumar en oft
áður, en samt er maðkur aðal
agnið.
Gengur vel í Hellisá
Hörkuveiði hefur verið í Hell-
isá á Síðu, einni af „hafbeitarán-
um“, að undanfömu. Þar hefur
rúmlega 500 löxum frá Lárósi
verið sleppt samkvæmt undan-
þágu og er fimm laxa kvóti á
stöng. Veitt er á þijár stangir
og hafa all nokkur holl fengið
kvótann á allan stangirnar og
haldið heim með 30 laxa eftir
tveggja daga úthald. Margt af
laxinum er stórlax.
Sjóbleikjan gengur af krafti
Sjóbleikjuveiði í Dölum og á
Skógarströnd hefur farið vax-
andi að undanfömu. Til marks
um það er holl í Hörðudalsá sem
fékk 70 bleikjur og annað í Miðá
sem fékk 50 stykki. í Miðá voru
fískarnir allt að 5 pund, en í
báðum ánum mest 1-2,5 pund.
Á Barðaströnd er að færast fjör
í leikinn. Þar gengur bleikjan
síðar en í Dölum, en veiði hefur
farið vaxandi í ám á borð við
Djúpadalsá, Gufudalsá og
Skálmardalsá. Bleikjan er svipuð
SIGURBRANDUR Dagbjartsson með 13 punda urriða sem að stærð og í Dölum, mest 1-3
hann veiddi í Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit fyrir nokkru. pund.